Morgunblaðið - 24.02.2004, Side 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NÝ VERSLUNARMIÐSTÖÐ
Hugmyndir eru uppi um að reisa
sjö til 15 þúsund fermetra versl-
unarmiðstöð norðan við Lækjartorg
sem myndi síðan tengjast fyrirhug-
uðu tónlistar- og ráðstefnuhúsi á
hafnarsvæðinu. Hefur hugmyndin
verið kynnt fyrir borgarstjóra og
menntamálaráðherra.
Ríkið ásælist lönd
Kröfugerð ríkisins í þjóðlendur á
Suðvesturlandi kemur lögmönnun á
óvart. Þykir þeim ljóst að tekið verði
til varna af fullri hörku og segir lög-
maður Orkuveitu Reykjavíkur ríkið
ásælast lönd sem fyrirtækið hafi
keypt á undanförnum árum.
Ofurlaunin athuguð
Nú á næstunni verður hafist
handa við það innan Evrópusam-
bandsins að kanna ofurlaun ýmissa
stjórnenda og þá ekki síður ævin-
týralega starfslokasamninga. Ætlar
framkvæmdastjórn ESB að beita
sér fyrir þessu í samráði við aðildar-
ríkin og er stefnt að því að leggja
fram ákveðnar tillögur um þessi mál
í september. Frits Bolkestein, sem
fer með málefni innra markaðarins,
tilkynnti þetta í gær en ofurlaunin
hafa víða vakið mikla gremju meðal
almennings og hluthafa.
Múrinn fyrir rétt
Fulltrúar Palestínumanna hófu í
gær málflutning fyrir Alþjóðadóm-
stólnum í Haag vegna aðskilnaðar-
múrsins, sem Ísraelar eru að reisa á
landamærum Ísraels og Palestínu
og einnig langt inni á palestínsku
landi. Ísraelsstjórn heldur ekki uppi
vörnum í málinu og segir dómstólinn
ekki hafa lögsögu í því. Efndu hvor-
irtveggju til mótmæla í gær, með og
á móti múrnum.
Rannsaka ferðir Litháans
Lögreglan vinnur nú m.a. að því
að rannsaka hvort Litháinn sem
fannst látinn í höfninni í Neskaup-
stað hafi komið áður til Íslands undir
eigin nafni eða dulnefni. Lögreglan
hefur lagt hald á tvo bíla sem talið er
að tengist málinu.
Hass í minjagripum
Starfsmenn sýslumannsins á
Keflavíkurflugvelli fundu í síðustu
viku um 10 kg af hassi í sendingum
af minjagripum. Talið er að hassið
hafi upprunalega komið með flug-
frakt frá Nepal og var maður um
þrítugt handtekinn vegna málsins á
föstudaginn.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Viðskipti 12 Minningar 32/36
Erlent 13/16 Bréf 40
Höfuðborgin 18 Dagbók 42/43
Akureyri 19 Íþróttir 44/47
Suðurnes 20 Leikhús 48
Landið 22 Fólk 48/53
Listir 25/25 Bíó 50/53
Forystugrein 30 Ljósvakar 54
Umræðan 26/27 Veður 55
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Kíktu í heimsókn
Velkomin í ævintýraheim
Holtasmára 1 • 201 Kópavogur
Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309
Netfang: langferdir@langferdir.is
Heimasiða: www.langferdir.is
Opnunartímar skrifstofu: 10:00-17:00 alla virka daga.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
kom í opinbera heimsókn til Úkraínu
síðdegis í gær. Með ráðherra í för
eru Ólafur Davíðsson ráðuneytis-
stjóri, Illugi Gunnarsson, aðstoðar-
maður ráðherra, og Albert Jónsson,
sérfræðingur ráðuneytisins í utan-
ríkismálum, auk sendinefndar at-
hafnamanna úr viðskiptalífinu.
Hópurinn lenti í Kíev síðdegis og
var dagurinn nýttur til að heimsækja
sögufræga staði.
Í dag, þriðjudag, mun forsætisráð-
herra hitta utanríkisráðherra Úkra-
ínu, Kostyantyn Hryschchenko, á
morgunverðarfundi. Þá á hann fund
með forsætisráðherra landsins,
Viktor Yanukovych, og í framhaldi
undirrita ráðherrarnir tvíhliða
samning milli landanna en að því
búnu verður efnt til blaðamanna-
fundar.
Forsætisráðherra mun heim-
sækja þjóðþingið og eiga stuttan
fund með forseta þess, Volodymyr
Lytvyn. Hádegisverðarfundur er
boðaður með borgarstjóranum í
Kíev, Olexandr Omelchenko, og síð-
degis á forsætisráðherra fund með
forseta Úkraínu, Leonid Kuchma.
Um kvöldið efnir forsætisráð-
herra Úkraínu til opinbers kvöld-
verðar til heiðurs Davíð Oddssyni
forsætisráðherra.
Opinber heimsókn forsætisráð-
herra til Úkraínu hafin
Heimsótti sögu-
fræga staði
FYRIR Alþingi liggur tillaga til
þingsályktunar, frá þingmönnum
Samfylkingarinnar, um að nefnd
kanni möguleika á að þróa milliliða-
laust lýðræði og kosti rafrænna að-
ferða við framkvæmd þess. Er
markmiðið með tillögunni að þróa
lýðræðið áfram í ljósi aukinnar
menntunar og bætts aðgangs að
upplýsingum, að því er fram kemur
í greinargerð tillögunnar. Fyrsti
flutningsmaður er Björgvin G. Sig-
urðsson alþingismaður.
Meginefni tillögunnar er að Al-
þingi álykti að setja á stofn nefnd
sem kanni möguleika við að þróa
milliliðalaust lýðræði og kosti raf-
rænna aðferða við framkvæmd
þess. Nefndin kanni einnig hvernig
hægt verði að nota Netið til að þróa
milliliðalaust lýðræði og hafi þar að
leiðarljósi öfluga persónuvernd við
framkvæmd kosninga og þjóðarat-
kvæðagreiðslna á Netinu. „Nefndin
kanni jafnframt hvaða áhrif milli-
liðalaust lýðræði hefði á samfélagið,
efnahagslega, félagslega og stjórn-
málalega, sérstaklega með tilliti til
sveitarstjórna og sveitarfélaganna
þar sem auðvelt er að nota milli-
liðalaust lýðræði í miklum mæli.“
Er lagt til að nefndin skili grein-
argerð eigi síðar en eftir sex mán-
uði.
Nær upprunanum
Eins og áður sagði er markmið
tillögunnar að þróa lýðræðið áfram.
„Markmiðið er að Ísland verði
fánaberi í framþróun lýðræðislegra
stjórnarhátta þar sem hinn almenni
borgari kemur í sem mestum mæli
að meginákvörðunum samfélagsins.
Þær miklu breytingar sem orðið
hafa á félagslegum og efnahags-
legum aðstæðum á Vesturlöndum
síðustu áratugi kalla á breytingar á
lýðræðisfyrirkomulaginu. Almenn
og góð menntun, mikil tölvueign og
meiri frítími en nokkurn tíma áður
kallar á að almenningur hafi miklu
meira um hagi sína að segja en áð-
ur. Sá tími á að vera liðinn að
fulltrúar almennings taki allar
ákvarðanir. Tímabært er að færa
valdið í ríkari mæli til fólksins,“
segir í greinargerð.
Þar segir sömuleiðis að ef lýð-
ræði sé skilgreint þannig að fólkið
skuli ráða, þá sé milliliðalaust lýð-
ræði mun nær upprunanum en það
lýðræðisfyrirkomulag sem tíðkast
hafi víðast hvar og feli í sér kosn-
ingar til löggjafar- og/eða fram-
kvæmdarvalds á nokkurra ára
fresti. „Til að taka nýlegt íslenskt
dæmi um raunverulegt lýðræði má
nefna atkvæðagreiðsluna sem átti
sér stað í Reykjavík fyrir tveimur
árum um framtíðarstað flugvallar-
ins í Vatnsmýrinni,“ segir í grein-
argerð. „Sú atkvæðagreiðsla var
merkileg tilraun í milliliðalausu lýð-
ræði og líklegt er að hún gefi tón-
inn fyrir innleiðingu beins lýðræðis
á sveitarstjórnarstiginu, þar sem
það á allra best við og er líklegast
til að taka út þroska sem lýðræð-
isform framtíðarinnar.
Tæknin hefur breytt eðli og inn-
taki lýðræðisins. Nú er einstakling-
urinn hjá jafn vel upplýstri þjóð og
Íslendingar eru þess umkominn að
veita álit sitt og umsögn, nánast
hvenær sem er í krafti þekkingar
sinnar og hæfni. Menntabyltingin
og aðgengi að upplýsingum gerir
þetta að veruleika og á að fleyta
okkur frá fulltrúalýðræði síðustu
alda til milliliðalausrar þátttöku
borgaranna sjálfra við stjórnun
samfélagsins.“
Tillaga Samfylkingar um könn-
un á milliliðalausu lýðræði
ERFITT er að henda reiður á hve
margar rjómabollur landsmenn inn-
byrtu í gær en ljóst að þær skipta
hundruðum þúsunda. Rjómabollur
með súkkulaði runnu að minnsta
kosti ljúflega niður hjá krökkunum í
leikskólanum Laufásborg þegar
ljósmyndari leit inn í miðdegis-
kaffinu og fangaði stemninguna.
Síðan verða bollurnar varla melt-
ar þegar tekið verður til við allt salt-
kjötið og baunirnar í dag, sprengi-
dag. Örtröð var hjá honum Birni
Sævarssyni, kjötvinnslumanni í
Nóatúni, í gær þar sem heilu trogin
af saltkjötinu runnu út á skammri
stundu. Að sögn Björns má ætla að
tvö tonn af saltkjöti hafi selst úr
kjötborði Nóatúns í gær og í dag
megi vænta sölu upp á 1–1,5 tonn.
„Þetta er okkar stóri söludagur,“
sagði Björn, glaður í bragði. Ljóst er
að áramótaheit fólks um að létta sig
eru lögð til hliðar þessa daga og
leyfa margir sér að njóta hefðar-
innar sem þá er höfð í heiðri. Síðan
má friða samviskuna og taka upp
hollara líferni og mataræði.
Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Ásdís
Úr bollum yfir í saltkjöt og baunir