Morgunblaðið - 24.02.2004, Page 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Það er nú meira að geta hlaupið svona frá þessu, hvernig eigum við að vita hvernig á að
tylla henni saman aftur.
Námskeið um flughræðslu
Að geta farið
óttalaus í flug
Sitthvað bendir tilþess að flughræddirÍslendingar skipti
tugum þúsunda. Kveður
svo rammt af flughræðslu
í sumum tilvikum, að við-
komandi neitar að stíga
upp í flugvélar og situr því
eftir með sárt ennið að
geta ekki ferðast milli
landa eða lengri vega-
lengdir innanlands sökum
flughræðslunnar. Rúnar
Guðbjartsson, fyrrv. flug-
stjóri, veit allt um flug-
hræðslu, hefur upplifað
hana meðal farþega sinna
um langt árabil. Hann hef-
ur og kynnt sér fyrirbærið
og stendur nú að nám-
skeiði um flughræðslu
sem haldið verður á Hótel
Loftleiðum næstkomandi
laugardag. Morgunblaðið ræddi
við Rúnar á dögunum og spurði
hann út í þessi málefni.
– Á hvers vegum er þetta
námskeið, hvenær er það haldið
og hvar?
„Ég held þetta námskeið í sam-
vinnu við Flugfélag Íslands.
Námskeiðið verður haldið laug-
ardaginn 28. feb. kl. 8.30 til 17 að
Hótel Loftleiðum.“
– Hver er yfirskrift þess og
hvað felst í henni?
„Að fljúga óttalaus“. Þetta er
námskeið fyrir fólk sem á erfitt
með að fljúga vegna ótta og flýg-
ur jafnvel alls ekki. Sem flug-
stjóri kynntist ég mörgu fólki
sem átti erfitt með að fljúga.“
– Útskýrðu fyrir okkur hug-
takið „flughræðsla“...
„Í fyrsta lagi eru þeir sem eru
eingöngu með flughræðslu, þeir
ímynda sér að flugvélin muni
örugglega farast ef þeir fljúga.
Oft flýgur þetta fólk alls ekki og
ef það flýgur þá þjáist það af
miklum kvíða fyrir flugið. Í flug-
inu er það ákaflega hrætt og
minnsta auka áreiti, eins og
breyting á vélarhljóði eða flug-
vélin hreyfist öðruvísi eitt augna-
blik, skapar því enn meiri ótta.
Síðan eru sumir sem þjást af inni-
lokunarkennd og geta fengið
slæm kvíðaköst. Að lokum eru
margir með lofthræðslu. Það
ímyndar sér t.d. að gólfið í vélinni
sé ekki nógu sterkt og það muni
falla út úr flugvélinni. Margir
þjást af samverkandi áhrifum af
öllu þessu sem ég hef talið upp
hér að ofan.“
– Eru margir flughræddir?
„Mér vitanlega hefur ekki verið
gerð könnun hér, en í könnun
sem kostuð var af Boeing-verk-
smiðjunum árið 1978 er áætlað að
25 milljónir Bandaríkjamanna
séu hræddir við að fljúga. Nýrri
kannanir áætla að 17% Banda-
ríkjamanna fljúgi alls ekki. Ég
álít að þetta sé ekki eins alvarlegt
hjá okkur þar sem flugið varð
snemma einn besti samgöngu-
mátinn í okkar strjálbýla landi og
var til skamms tíma oft eini
ferðamáti okkar við útlönd. Fólk
varð að fljúga hvort sem því líkaði
betur eða verr og
komst þannig upp á
lagið með að njóta þess
að fljúga. Ég leyfi mér
að áætla að um 10%
þjóðarinnar fljúgi helst
aldrei eða þá aðeins í algjörri lífs-
nauðsyn. Íslendingar 13 ára og
eldri voru 1. des. sl. rúmlega
234.000, það gerir 23.400 manns
sem fljúga helst aldrei. Þetta er
dágóður hópur sem fer á mis við
þennan ágæta og örugga ferða-
máta. Einnig hef ég lesið um er-
lenda könnun sem segir að ein-
ungis 6% þeirra sem fljúga líður
vel meðan á fluginu stendur,
þannig að þörfin fyrir svona nám-
skeið er mikil.“
– Er hægt að lækna flug-
hræðslu eða er bara spurning um
að gera eitthvað við
henni?
„Vandamálið er, að ekki er
jafnt gefið í upphafi, sumir fæðast
næmari fyrir kvíðaröskunum en
aðrir. Það fólk þarf einfaldlega að
vinna meira í málunum. Margir fá
ágæta bót en ekki allir. En ég
fullyrði að ekkert gerist nema
með því að reyna.“
– Hvernig muntu byggja
námskeiðið upp?
„Sálfræðiþátturinn byggist á
Rökréttri atferlismeðferð tilfinn-
inga, RAT, og hvernig er hægt að
nota hana við flughræðslu. Höf-
undur hennar er Albert Ellis,
bandarískur sálfræðingur, og er
hún ein tegund af hugrænni at-
ferlismeðferð. Meðferðin byggist
að hluta til á skoðunum fornra
heimspekinga, sérstaklega
Epictetus og Marcus Aurelius.
En í örstuttu máli er kjarninn í
henni að við getum breytt nei-
kvæðum tilfinningum til hins
betra með því að breyta hugs-
unum okkar til þeirra mála, sem
valda okkur kvíða, ótta, reiði og
öðrum tilfinningalegum sársauka.
Útskýrðar verða leiðir til að
skynja, rökræða og breyta þess-
um viðhorfum. Í flug-
þættinum verður farið
í undirbúning að einni
flugferð og útskýrt allt
stoðkerfið sem notað
er fyrir hverja ferð,
eins og viðhald flugvélar, veður-
þjónusta, flugáætlanir og flugum-
ferðarstjórn. Áhersla verður lögð
á að þátttakendur spyrji um allt
sem þeim liggur helst á hjarta.
Dagana á eftir verður farið í flug-
ferð með Flugfélaginu með tvo
þátttakendur í einu, þannig hef
ég betri möguleika til að útskýra
fyrir hverjum og einum þau atriði
sem valda ótta hjá viðkomandi.“
Rúnar Guðbjartsson.
Rúnar Guðbjartsson er fædd-
ur í Reykjavík 1934. Hann var
flugmaður og flugstjóri hjá Flug-
félagi Íslands og Flugleiðum í 38
ár. Hann flaug Katalina-
flugbátum, DC3 og F27 flug-
vélum innanlands. Í millilanda-
flugi flaug hann Vickers Visco-
unt, Boeing 727 og Boeing 737 –
400. Lauk BA-prófi í sálfræði frá
Háskóla Íslands 1997 og cand.
psych.-námi frá Háskólanum í
Árósum árið 2001, var í níu mán-
uði í starfsnámi við Meðferð-
arstofnun Alberts Ellis, sálfræð-
ings á Manhattan. Eiginkona er
Guðrún Hafliðadóttir fjöl-
skylduráðgjafi og eignuðust þau
fjögur börn, Hafdísi, Guðbjart,
Kristin (látinn) og Rúnar.
Ekkert gerist
nema með því
að reyna
NÚ í febrúar urðu þau tímamót að í
fyrsta sinn eru konur í meirihluta yf-
irstjórnar umhverfisráðuneytisins. Um
áramótin tók Una María Óskarsdóttir
við starfi aðstoðarmanns umhverfisráð-
herra af Einari Sveinbjörnssyni sem
hvarf til sinna fyrri starfa á Veðurstofu
Íslands. Í byrjun febrúar tók Hrafnhild-
ur Ásta Þorvaldsdóttir við starfi skrif-
stofustjóra almennrar skrifstofu til
þriggja ára í afleysingum fyrir Þórð H.
Ólafsson sem verður fulltrúi ráðuneyt-
isins í sendiráðinu í Brussel.
Frá og með febrúar 2004 eru því kon-
ur í yfirstjórn ráðuneytisins fjórar en
karlar þrír.
Yfirstjórn ráðuneytisins skipa Siv
Friðleifsdóttir ráðherra, Magnús Jó-
hannesson ráðuneytisstjóri, Una María
Óskarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra,
og skrifstofustjórarnir Halldór Þorgeirs-
son, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir,
Ingimar Sigurðsson og Sigríður Auður
Arnardóttir.
Umhverfisráðuneytið
Konum
fjölgar í
yfirstjórn
TVÖ fíkniefnamál komu upp um
helgina hjá lögreglunni á Selfossi.
Amfetamín fannst hjá konu sem var
á leið í heimsókn á Litla-Hraun, en
konan mun hafa ætlað að koma hluta
af efnunum til fanga sem hún hugðist
heimsækja. Ekki liggur fyrir um
hversu mikið magn var að ræða, en
það mun hafa verið innan við fimm
grömm.
Á Selfossi hafði lögreglan afskipti
af manni vegna gruns um að hann
hefði í fórum sínum fíkniefni. Hjá
honum fundust 4 e-töflur og 2 til 3
grömm af amfetamíni. Efnin verða
send til rannsóknar og að fengnum
niðurstöðum verður málið sent sak-
sóknara.
Reyndi að
smygla fíkni-
efnum á Litla-
Hraun
♦♦♦