Morgunblaðið - 24.02.2004, Síða 17
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Að eiga orlofshús í Stykkishólmi verður
alltaf vinsælla og vinsælla. Það er ekki
vandkvæðum bundið að selja hús hér í bæ
og er eftirspurnin meiri eftir því sem húsið
er eldra. Þeir sem mestan áhuga hafa á að
kaupa hér hús við Breiðafjörðinn eru íbúar
af höfuðborgarsvæðinu. Ef hús eru auglýst
til sölu eru strax komin fleiri en eitt tilboð.
Meira að segja er það orðið þannig að haft
er samband við fólk án þess að það sé í sölu-
hugleiðingum og þeim boðið gott verð í hús-
eignina. Þá eru verðtilboðin svo freistandi
að erfitt er að standast þau.
Til að koma á móts við þörfina hefur
Stykkishólmsbær skipulagt orlofshúsa-
byggð rétt fyrir ofan bæinn. Svæðið hefur
fengið nafnið Arnarborg. Skipavík í Stykk-
ishólmi hefur hafið smíði orlofshúsa á svæð-
inu sem verða afhent um mánaðamótin
júní-júlí. En hvað gerir Stykkishólm svona
aðlaðandi? Er það bæjarstæðið, fallegt um-
hverfi, góð sundlaug, heitt vatn? Ef Hólm-
arar eru spurðir eiga þeir ekki í vandræð-
um með svörin.
Körfuboltalið Snæfells heldur áfram
sigurgöngu sinni í Úrvalsdeild Íslands-
mótsins í körfubolta. Á föstudaginn vann
það sinn 10. sigur í röð og er komið í efsta
sæti deildarinnar með 32 stig. Aðal-
umræðuefni bæjarbúa er þessa dagana
körfubolti og það verður að játast að Hólm-
arar, sem fylgjast vel með liði sínu, áttu
ekki von á að því gengi svona vel. Í ekki
stærra bæjarfélagi hefur frammistaða liðs-
ins jákvæð áhrif á bæjarbraginn. Ólíkleg-
ustu menn eru farnir að tala um körfubolta
og góð aðsókn er á heimaleiki Snæfells. Á
föstudag auglýsti Tannlæknastofan lokun
eftir hádegi því starfsmenn hennar ætluðu
að fylgja Snæfellsliðinu á leikinn við
Breiðablik.
Framhaldsskóli Snæfellinga tekur til
starfa í Grundarfirði í haust. Í Stykkishólmi
hefur verið starfrækt framhaldsdeild frá
Fjölbrautaskóla Vesturlands til fjölda ára.
Þar hefur verið boðið upp á 1 til 2 ár í fram-
haldsnámi, sem hefur haft mikla þýðingu
fyrir unglingana. Framhaldsdeildin leggst
nú niður og námið færist út í Grundarfjörð.
Við það fækkar stöðugildum við grunnskól-
ann en reiknað er með að framhaldsskóla-
kennarar fái störf við nýja skólann.
Ekki voru allir Hólmarar sammála um þá
breytingu að færa nám unglinganna í
burtu. En samstaða náðist á milli sveitarfé-
laganna á Snæfellsnesi um sameiginlegan
framhaldsskóla staðsettan í Grundarfirði
og er þetta mikill áfangi í því samstarfi.
Úr
bæjarlífinu
STYKKISHÓLMUR
EFTIR GUNNLAUG ÁRNASON FRÉTTARITARA
Jón Benediktsson,bóndi á Auðnum íÞingeyjarsveit, seg-
ir á bondi.is að ref hafi
stórlega fjölgað fyrir
norðan. Hann segir nauð-
synlegt að leggja meira
fjármagn í refaveiðar en
gert hefur verið. Það þurfi
að leita að nýjum grenjum
og jafnvel líka að gömlum
týndum grenjum sem
grunur leikur á að refur-
inn sé aftur farinn að búa
í. Jón segir að greni séu
víðar en vitað er um.
Hann segir að eftir að
hálendislínan var dregin
og ríkið hætti að greiða
fyrir grenjavinnslu á há-
lendinu hafi tófunni tekið
að fjölga. Einnig hafi létt-
ir vetur undanfarin ár
verið refastofninum hag-
stæðir.
Fleiri refir
Þóshöfn | Lífsgleði og
galsi var í sundlauginni á
Þórshöfn á dögunum.
Stelpurnar í 10. bekk
grunnskólans fengu leyfi
hjá íþróttakennaranum
til að fara í sundslag við
strákana í tilefni þess að
þetta var síðasti sundtím-
inn á miðsvetrarönninni
og erfiður tími prófanna
framundan.
Morgunblaðið/Líney
Sundslagur við strákana
Einar Kolbeinssonfylgdist með Ást-þóri Magnússyni
ræða um forsetaframboð
sitt í Kastljósi á sunnu-
dag:
Fráleitt hefur fengið nóg,
frakkur sýnir þráann.
Ástþór reynir aftur þó,
enginn vilji sjá́ann.
Steingrímur Sigfússon
var í þingveislu og tal-
aði í bundnu máli, hefð-
um samkvæmt, þegar
hann ávarpaði Geir
Haarde:
Vel í holdum, værukær,
vappar um með loðnar tær,
engar tekjur að austan fær
– Ítalirnir hirða þær.
Einnig spurðist vísa sem
Steingrímur orti í tilefni
af þingveislunni:
Veislu heldur, veitir tár,
víst skal starfið metið;
hefur nú í hundrað ár
Hannes Oddsson setið.
Í þingveislu
pebl@mbl.is
Fljót | Í síðustu viku fannst
hrútlamb á Hvarfdal í Fljótum.
Dalurinn liggur fram af byggð-
inni í Austur-Fljótum. Bóndinn
á fremsta bænum í sveitinni var
þar á ferð á snjósleða á góðviðr-
isdegi og kom auga á lambið
nánast niðri á sléttlendi og náði
því. Það reyndist vera sæðings-
hrútur frá bænum Brúnastöð-
um í Fljótum. Þrátt fyrir mikinn
snjó á þessum slóðum síðan
snemma í janúar er ljóst að það
hefur haft einhverja beit. Talið
er að lambið hafi hafst við í svo-
kölluðum Dröngum sem eru of-
arlega í vesturhlíð dalsins. Þar
er skjólgott og mun taka seint
fyrir beit. Það er afar fátítt að
skepnur finnist til fjalla í Fljót-
um þegar svo langt er liðið á
vetur enda ávallt sú hætta að
þær sem ekki finnast á haustin
fenni í kaf ef áhlaup gerir.
Ljósmynd/Örn Þórarinsson
Fagnaðarfundur: Krakkarnir á Brúnastöðum í Fljótum; Ólafur Ísar og Guðrún t.v. og Kristinn Knörr
og Ríkey Þöll með hrússa nýkominn til byggða, en ljóst er að hann hefur haft einhverja beit.
Lambhrútur fannst fyrir tilviljun
Seigla
Selfoss | Samstarfsnefnd um opinberar
framkvæmdir hefur heimilað útboð á fram-
kvæmdum við 800 milljóna króna verk við-
byggingar við Sjúkrahús Suðurlands á Sel-
fossi.
Verkið mun ná til þess að ljúka upp-
steypu hússins, frágangi utanhúss og inn-
réttingu annarrar hæðar þess þar sem
verður hjúkrunardeild fyrir aldraða sem
taka mun á móti þeirri starfsemi sem er nú
í hjúkrunardeildinni Ljósheimum við Aust-
urveg á Selfossi. Verklok eru áætluð árið
2006. Í hinni nýju viðbyggingu verður auk
hjúkrunardeildarinnar aðstaða fyrir
heilsugæslu á fyrstu hæðinni og gert er ráð
fyir endurhæfingu í kjallara.
Mikil fagnaðarbylgja fór um byggðir á
Suðurlandi þegar ljóst var af fréttum Rík-
isútvarpsins og Sunnlenska fréttablaðsins
að þetta baráttumál Sunnlendinga var í
höfn. Starfsfólk og heimilisfólk á Ljós-
heimum klappaði og skálaði fyrir tíðind-
unum og á Heilbrigðisstofnuninni á Sel-
fossi slógu starfsmenn saman höndum
þegar þeir mættust á göngum Sjúkrahúss
Suðurlands, eins og boltaíþróttamenn gera
eftir að hafa skorað. Haft var á orði að ár-
angurinn mætti þakka samstöðu og bjart-
sýni allra þeirra sem að málinu hafa komið.
Gunnar Friðþjófsson kokkur á Sjúkrahús-
inu bar fram sérstakt vínarbrauð til hátíð-
arbrigða.
Heimild veitt til
útboðs viðbygg-
ingar sjúkra-
hússins á Selfossi
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Nýja viðbyggingin mun tengjast eldra
húsinu á miðri vesturhlið þess.
Fjölga smáhýs-
um á tjaldstæði
NÁTTBÓL ehf. setti niður fimm smáhýsi á
tjaldstæðinu á Höfn sl. sumar og sjötta
húsið bíður flutnings á tjaldstæðið. Fyr-
irtækið áætlar að bæta 8–10 smáhýsum við
áður en ferðamannatíminn í sumar byrjar.
Jón Stefán Friðriksson, einn af eigend-
um Náttbóls, segir á vefnum hornafjördur-
.is að ekki sé ákveðið hvort þetta verða
sams konar hús og þau sem komin eru, það
kemur í ljós á næstu dögum, en verið er að
skoða fleiri gerðir húsa. Húsin, sem komin
eru, eru finnsk, með gistiplássi fyrir sex
manns í herbergi, snyrtingu og plássi með
borði og stólum.
♦♦♦