Morgunblaðið - 24.02.2004, Side 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 19
TUTTUGU ár verða liðin frá
stofnun Verkmenntaskólans á Ak-
ureyri 1. júní næstkomandi. Af
þessu tilefni hafa skólayfirvöld
VMA ákveðið að ráðast í útgáfu
rits, þar sem fjallað er um sögu
skólans sem og einnig um verk-
menntun við Eyjafjörð frá upphafi.
Aðalhöfundur verksins er Bern-
harð Haraldsson, fyrrverandi
skólameistari VMA, og er hann
þegar langt kominn með verkið.
Ritið mun koma út næsta haust, en
það verður í stóru broti, ríkulega
myndskreytt. Bókaútgáfan Hólar
gefur bókina út.
Frásögnin hefst á 19. öld þegar
Eyfirðingar hófu skipasmíðar og
Einar Ásmundsson í Nesi tók að
kenna stýrimannafræði. Þá verður
fjallað um mótorfræði og vélstjórn,
vélskóladeildina á Akureyri, Iðn-
skólann og Iðnaðarmannafélag
Akureyrar, baráttuna fyrir tækni-
skóla á Akureyri, Gagnfræðaskóla
Akureyrar og framhaldsdeildir
hans, Húsmæðraskólann og ótal
margt fleira.
Heillaóskaskrá verður í bókinni
þar sem öllum velunnurum skól-
ans, nemendum, starfsfólki og
áhugamönnum um sögu Eyja-
fjarðar verður boðið að skrá nafn
sitt. Þeir sem kjósa að skrá nafn
sitt í heillaóskaskrána fá bókina á
lægra verði. Tekið er á móti pönt-
unum á netfangið holar@simnet-
.is.
Afmælisrit um VMA
MIKLAR sviptingar hafa verið í veðrinu það
sem af er ári og hafa Eyfirðingar ekki farið var-
hluta af því frekar en aðrir landsmenn. Í janúar
var mikið óveður, með tilheyrarndi ófærð, auk
þess sem raflínur slitnuðu vegna snjóflóða. Fyrr
í þessum mánuði snjóaði mikið, kuldinn fór niður
fyrir 10 gráður í mínus og í síðustu viku hlýnaði
á ný með suðlægum áttum og fór hitinn þá í 12–
14 gráður í plús. Heimir Kristinsson í Sigluvík á
Svalbarðsströnd fylgist vel með veðrinu og hann
tók myndir heima hjá sér, sem sýna vel hversu
sviptingarnar hafa verið miklar að undanförnu.
Hinn 8. febrúar var allt á kafi í snjó heima við
bæ en hinn 19. febrúar var jörð orðin auð og
undan snjónum komu iðagræn tún. Þá flæddu
minnstu bæjarlækir yfir bakka sína í leysing-
unum. Heimir sagði þetta mikla umbyltingu á
innan við hálfum mánuði og að menn hefðu sjald-
an eða aldrei séð annað eins á jafn fáum dögum.
Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur hjá Bún-
aðarsambandi Eyjafjarðar, sagði að varðandi
túnræktina hefði það sýnt sig í gegnum árin að
það séu svellalög sem valdi kali í túnum. Þá
skipti máli hversu lengi svellin liggja samfellt yf-
ir túnunum og einng hafi það áhrif á hvaða tíma
svellin leggist yfir. Ólafur sagði að í Eyjafirði
væru svæði þar sem svell lögðust yfir strax í des-
ember og þrátt fyrir hláku að undanförnu hefðu
þau ekki náð að hreinsast af svellalögum. „Það er
talað um þriggja mánaða krítískan tíma og ef
þessi svellalög liggja áfram yfir túnum fram í
næsta mánuð er hætta á kali. Þessi tími er þó
hættulegri eftir því sem nær dregur vori en ef
þetta gerist fyrr um veturinn.“
Ólafur sagði að ekki virtist nokkur hætta á
tjóni þótt komi svona hlýindakaflar, tún grænki
um miðjan vetur og svo snjói og kólni aftur. „Kal
stafar af köfnun þegar svell liggja yfir túnum í
þetta langan tíma.“ Ólafur sagði að víða út með
firði, t.d. í Svarfaðardal og á Árskógsströnd séu
enn svell og snjór yfir túnum en annars staðar sé
jörð orðin auð.
Eyfirðingar hafa ekki farið varhluta af sviptingum í veðrinu
Tún komu víða iðagræn undan snjónum
Allt á kafi í snjó. Þannig var umhorfs í Sigluvík 8. febrúar sl. eftir stórhríð-
ina dagana á undan. Húsin fóru þá nánast á kaf í snjó.
Morgunblaðið/Heimir Kristinsson
Túnin græn undan snjónum. 19. febrúar sl. var nánast allur snjór horfinn í
Sigluvík og túnin voru iðagræn.
EES-samningur | Bjarnveig Ei-
ríksdóttir héraðsdómslögmaður
flytur fyrirlestur
á Lögfræðitorgi í
dag, þriðjudag-
inn 24. febrúar,
kl. 16.30 í Þing-
vallastræti 23,
stofu 24. Hann
fjallar um eftirlit
með framkvæmd EES-samningsins.
Í erindi sínu mun Bjarnveig rekja
helstu þætti eftirlitsins, hvernig
það fer fram, og fjalla um kosti og
galla hinna mismunandi leiða sem
eru við eftirlit með framkvæmd
samningsins.
Safnasvæði við Krókeyri | Unnið
er að gerð deiliskipulags safn-
asvæðis við Krókeyri, eins og fram
kom í Morgunblaðinu sl. laugardag
og er gert ráð fyrir að svæðið verði
hluti safnaþyrpingar í Innbænum. Í
fréttinni á laugardag láðist að geta
þess að deiliskipulagið er unnið af
Árna Ólafssyni arkitekt en hann
starfar hjá Teiknistofu arkitekta
Gylfi Guðjónsson og félagar ehf.
HVAMMUR fasteignasala, er nafn
á nýrri fasteignasölu sem tekið
hefur til starfa í Amarohúsinu,
Hafnarstræti 99–101 á Akureyri.
Arnar Birgisson er eigandi hennar
og jafnframt sölustjóri en með
honum starfa Sigurður Sigurðs-
son, löggiltur fasteignasali, Svala
Jónsdóttir sölumaður og Ragnhild-
ur Stefánsdóttir sölumaður sem
jafnframt sér um skjalagerð.
Hvammur er áttunda fasteignasal-
an á Akureyri en á tæpu ári hafa
tvær nýjar fasteignasölur hafið
starfsemi í bænum.
Arnar þekkir vel til í fasteigna-
geiranum en hann starfaði á Fast-
eignasölunni Holti í tæp 10 ár.
Hann sagði að það legðist vel í sig
að fara í út í fasteignasölu á nýjan
leik og er bjartsýnn á reksturinn.
„Þetta fer mjög vel af stað og við
teljum að það sé pláss fyrir okkur
á markaðnum. Við erum komin
með yfir 30 eignir á skrá þessa
fyrstu viku sem opið er og fyrsta
eignin hefur verið seld. Þetta
snýst um dugnað og að veita góða
þjónustu og það ætlum við að
gera. Og aukin samkeppni kemur
sér vel fyrir viðskiptavinina.“
Arnar sagðist hafa haft spurnir
af því að frekar rólegt hefði verið
á fasteignamarkaðnum frá áramót-
um. Hann sagði það ekkert nýtt á
þessum árstíma en þó hefðu marg-
ir samband og sendu inn fyrir-
spurnir. Eftir páska mætti hins
vegar búast við að kippur kæmi í
markaðinn.
Arnar rekur jafnframt umboð
fyrir Íslandstryggingu í sama hús-
næði og er Benedikt Viggósson
sölufulltrúi umboðsins á Akureyri.
Fasteignasölum fjölgar á Akureyri og eru nú átta talsins
„Teljum að það sé
pláss fyrir okkur“
Morgunblaðið/Kristján
Ný fasteignasala á Akureyri . Starfsfólk Hvamms og Íslandstryggingar,
f.v. Benedikt Viggósson, Svala Jónsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Sig-
urður S. Sigurðsson og Arnar Birgisson.
Í GÆR snerist veðrið á Akureyri
til norðlægrar áttar á ný með
éljagangi um tíma og næstu daga
er gert ráð fyrir kólnandi veðri.
Spáð er éljum eða snjókomu
norðanlands en um helgina gæti
farð að hlýna á ný. Vinkonurnar
Gunnur og Kristjana Bylgja
þurftu að halda sér í girðinguna
við andapollinn á leið heim úr
Brekkuskóla í gær en mikil hálka
var á göngustígnum og nokkur
vindur, auk þess sem hann gekk
á með éljum.
Morgunblaðið/Kristján
Norðlægar áttir
í kortunum
FYRIRTÆKI TIL SÖLU
www.fyrirtaekjasala.is
FYRIRTÆKJASALA
ÍSLANDS
Síðumúla 15 • Sími 588 5160
Gunnar Jón Yngvason
lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali