Morgunblaðið - 24.02.2004, Side 20
SUÐURNES
20 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja hf.
telur með öllu óviðunandi að ný
skipan raforkumála leiði til stór-
felldrar hækkunar raforkuverðs
viðskiptavina fyrirtækisins og
skorar á Alþingi að koma í veg fyr-
ir að slíkt geti gerst. Forstjóri fyr-
irtækisins segir að áformaðar
breytingar geti leitt til 25–30%
hækkunar raforkuverðs.
Í ályktun stjórnarinnar sem
samþykkt var á fundi í Vestmanna-
eyjum er ekki sagt hvað raforku-
verðið á veitusvæðinu muni hækka.
Júlíus Jónsson, forstjóri fyrirtæk-
isins, segist hafa metið það svo að
hækkunin gæti numið 25 til 30% ef
allt gengi eftir sem talað hefur
verið um.
Hækkar mest þar
sem verð er lægst
Hann vísar til þess að Hitaveita
Suðurnesja sé með lægstu raforku-
taxta, almennir taxtar séu 10%
lægri en annars staðar og fyrir-
tækjataxtar 15% lægri. Aðalástæð-
an fyrir þessu sé hagkvæm orku-
framleiðsla í Svartsengi sem sé
undir innkaupsverði raforku. Hún
hafi verið notuð til að greiða niður
dreifingarkostnaðinn. Nú verði
framleiðsla og dreifing aðskilin og
dreifikerfið verði að bera sig sjálft,
án stuðnings frá raforkuframleiðsl-
unni. Miðað við kostnaðartölur frá
árinu 2002 þýði þetta 12–14%
hækkun raforkuverðs.
Ef tillögur meirihluta nítján
manna nefndar ná fram að ganga
óbreyttar mun Hitaveita Suður-
nesja þurfa að greiða 250 milljónir
kr. í flutningsjöfnun til annarra
veitna. Það segir Júlíus að þýði 12–
14% hækkun raforkuverðs að því
gefnu að hægt verði að leggja
þetta gjald á alla viðskiptavini.
Tekur hann raunar fram að á
veitusvæðinu séu nokkrir við-
skiptavinir með sérstaka samn-
inga, svo sem laxeldi og varnarlið-
ið, og ekki víst að unnt verði að
hækka verðið til þeirra. Að auki
falli til ýmis kostnaður, svo sem við
eftirlit og mælingar, og sá kostn-
aður muni einnig koma fram í raf-
orkuverðinu. Metur hann það svo
að raforkuverðið muni hækka um
25 til 30% þegar allt er talið.
„Það segir sig sjálft að þegar
markmiðið er að jafna raforku-
verðið þá hækkar mest hjá þeim
sem eru með lægsta verðið. Það
þarf ekki neinar reiknikúnstir til
að finna það út,“ segir Júlíus.
Auk Suðurnesja eru Vestmanna-
eyjar, Hafnarfjörður og hluti
Garðabæjar og Bessastaðahrepps
á orkuveitusvæði Hitaveitu Suður-
nesja.
Raforkuverð hjá Hitaveitu Suðurnesja gæti hækkað um 25–30%
Stjórn HS telur
hækkun óviðunandi
Garður | Búmenn hafa byggt alls
tuttugu íbúðir í Garði. Sex voru af-
hentar um helgina. Byrjað er á
byggingu átta íbúða til viðbótar og
stefnir í að á næsta ári verði Bú-
mannaþorpið við Kríuland og Lóu-
land með þrjátíu íbúðum.
Íbúðirnar sem Búmenn afhentu
um helgina eru í þremur parhúsum
við Lóuland. Þrjár eru 90 fermetrar
að stærð og þrjár 105 fermetra. Í
íbúðirnar flytja þrjár fjölskyldur úr
Garði og þrjár annars staðar frá.
Bragi Guðmundsson bygg-
ingaverktaki byggði íbúðirnar. Við
athöfn sem fram fór síðdegis á föstu-
dag afhenti Bragi Guðrúnu Jóns-
dóttur, formanni stjórnar Búmanna,
íbúðirnar og hún afhenti síðan íbú-
unum lyklavöldin. Björn Sveinn
Björnsson sóknarprestur blessaði
húsin og að lokum var gestum boðið
upp á veitingar.
Áhugi á byggingu
samfélagsaðstöðu
Búmenn hafa nú afhent tuttugu
íbúðir í Garði á tveimur og hálfu ári.
Bragi Guðmundsson bygg-
ingaverktaki hefur byggt allar íbúð-
irnar. Að sögn Ásgeirs Hjálm-
arssonar, formanns
Suðurnesjadeildar Búmanna, hafa
Búmenn nú fjárfest fyrir um það bil
300 milljónir á staðnum. Hann segir
þessa hröðu uppbyggingu ekki síst
Braga að þakka. Hann hafi ávallt
byrjað á nýjum húsum þótt ekki hafi
verið full trygging fyrir því að Bú-
menn keyptu þau. Það hafi auðveld-
að mjög framgang málsins.
Bragi er nú byrjaður á átta íbúð-
um til viðbótar og hafa fengist láns-
loforð út á þau. Ásgeir segir stefnt
að afhendingu fjögurra í desember
næstkomandi og fjögurra næsta vor.
Þá sé ein lóð eftir á svæðinu og þeg-
ar það hús verði byggt verði þarna
risið 30 íbúða Búmannaþorp. Hann
getur þess að Búmenn hafi mikinn
áhuga á að koma upp samfélags-
aðstöðu á lóð sem tekin hefur verið
frá í þeim tilgangi. Þar yrði fund-
arsalur og jafnvel aðstaða fyrir fé-
lagsstarf aldraðra í bæjarfélaginu.
Sigurður Jónsson bæjarstjóri segir
að þetta hafi verið rætt óformlega.
Búmenn séu tilbúnir að byggja slíkt
hús og jafnvel stærra hús með meiri
þjónustu fyrir bæjarfélagið. Sig-
urður segir jákvætt að þarna yrði
komið upp aðstöðu fyrir fé-
lagsstarfið. Hann getur þess einnig
að lagðar hafi verið fram tillögur um
uppbyggingu á þjónustu fyrir aldr-
aða á lóð Garðvangs og þyrfti að fást
niðurstaða í það mál áður en teknar
yrðu upp formlegar viðræður við
Búmenn.
20 íbúðir risnar í Búmannaþorpinu í Garði
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Nýir Búmenn: Íbúar í nýju Búmannaíbúðunum í Garði fengu blómvönd í tilefni dagsins.
BÆJARSTJÓRINN í Garði, Sig-
urður Jónsson, og Ásta Arnmunds-
dóttir, kona hans, voru í hópi
þeirra sem tóku við lyklum að nýj-
um Búmannaíbúðum úr hendi Guð-
rúnar Jónsdóttur, formanns hús-
næðissamvinnufélagsins. Sigurður
Snær Sigurðsson, dóttursonur
þeirra, var viðstaddur athöfnina.
„Þetta er heppilegt fyrir gamalt
fólk,“ sagði Sigurður þegar hann
var spurður að því hvers vegna
þau flyttu úr eigin einbýlishúsi í
íbúð Búmanna sem þau eiga aðeins
hlut í. Sigurður og Ásta eru á sex-
tugsaldri. Sigurður sagði að komið
væri að viðhaldi á húsi þeirra við
Melabraut. Íbúarnir í Búmanna-
íbúðunum þyrftu ekki að hafa
neinar áhyggjur af viðhaldi.
Yfirleitt hefur gengið vel hjá
kaupendum Búmannaíbúða í Garði
að selja hús sín. Sigurður sagði
raunar að það væri eitthvað treg-
ara nú um stundir en auðvelt yrði
að leigja húsið þar til markaðurinn
lifnaði við á ný, ef á þyrfti að
halda.
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Þarf ekki að hugsa
um viðhald hússins