Morgunblaðið - 24.02.2004, Page 24
LISTIR
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ líður að því að dagskrá Listahátíðar verði
kynnt formlega, en hátíðin verður haldin frá 14.–
31. maí í vor. Listahátíð hefur í áranna rás verið
einkennd með táknum, eða myndum, sem hafa
birst á veggspjöldum og í auglýsingum hátíð-
arinnar. Sebrahestar voru einkenni hátíðarinnar
eitt árið – smáfuglar annað, og síðast voru það
loftfimleikamennirnir sem skemmtu lands-
mönnum með bumbuslætti og sprelli hangandi úr
óróa hátt yfir Austurvelli.
Í ár eru það tvær ungar listakonur sem ljá
Listahátíð andlit með verkum sínum. Þetta eru
þær Erna Ómarsdóttir dansari og Gabríela Frið-
riksdóttir myndlistarmaður. Gabríela gerir víd-
eóverk með dansi Ernu, en myndir úr því prýða
veggspjöld og auglýsingar hátíðarinnar í ár.
Erna hefur starfað erlendis undanfarin ár og
vakið mikla athygli fyrir list sína, bæði sem dans-
ari og danshöfundur. Viðtöl við hana hafa ratað í
helstu danstímarit Evrópu og fjölmargar myndir
af henni hafa birst þar með lofsamlegum umsögn-
um. Í fyrra var hún í forsíðuviðtali í einu virtasta
danstímaritinu, Ballettanz, þar sem fjallað var
sérstaklega um dans hennar í kvikmyndinni Les
Guerriers de la beauté eftir Pierre Coulibeuf. Í ár-
bók sama tímarits fyrir árið 2003 var Erna til-
nefnd í mörgum flokkum, meðal annars sem fram-
úrskarandi dansari, ungur athyglisverður dansari
og ungur athyglisverður danshöfundur. Dansverk
sem hún tók þátt í fengu líka tilnefningar sem það
besta sem gerðist á árinu. Það er athyglisvert að
lesa þessa úttekt – því meðal annarra tilnefndra
eru heimsþekkt nöfn á borð við Mikhaíl Baryshni-
kov og Helga Tómasson, sem er tilnefndur fyrir
eitt markverðasta og merkilegasta ævistarf sem
um getur í danslistinni. Þá hefur verið sagt hér í
blaðinu frá samstarfi Ernu við Jóhann Jóhanns-
son tónlistarmann, en verk þeirra, IBM 1401-
Notendahandbók, hefur vakið gríðarlega athygli
og hlotið framúrskarandi dóma þar sem þau hafa
sýnt það – meðal annars á Inpultanz danshátíðinni
í Vínarborg og á danshátíð í Mílanó. Þeim hefur
verið boðið að sýna verkið víða – meðal annars í
Rennes og Caen í Frakklandi, í Madríd og á
Listahátíð í Reykjavík. Erna býr nú í Brüssel í
Belgíu og starfar með einum af stærri danshópum
Evrópu, Ballet C de la be. Undanfarin misseri
hefur hópurinn haft nóg að gera með aðeins eitt
verk, sem hefur verið sýnt víða um heim og notið
mikillar hylli.
Syngur meðan hún dansar
Aðspurð segist Erna ekki viss um hvor eigi
meiri ítök í henni dansarinn eða danshöfundurinn.
„Ég veit ekki hvort ég er týpan til að stjórna
stórum dansverkum, ég hef lagt meiri áherslu á
að finna eigin stíl og spyrja mig að því hvað ég geti
gert við það sem ég hef. En kannski er einmitt
kominn tími til þess núna að ég reyni að semja
stærri dansverk fyrir aðra. Hingað til hef ég bara
verið að semja minni verk, eins og til dæmis fyrir
Dansleikhús með ekka. En dansinn sjálfur á auð-
vitað alltaf sterk ítök í mér,“ segir Erna.
Verkið sem Erna hefur verið að sýna með belg-
íska danshópnum heitir Foi, og er unnið í sam-
vinnu danshöfundarins Sidi Larbi Cherkaoui og
dansaranna í hópnum. „Þetta er dansleikhús með
lifandi tónlist, og það eru fjórir söngvarar og þrír
hljóðfæraleikarar sem taka þátt í þessu með okk-
ur. Við dansararnir syngjum þó líka, bæða gamla
ítalska tónlist og nýja tónlist. Það hefur verið
gaman að fá að syngja með dansinum og blanda
þessu saman, og núna hef ég fengið tækifæri til að
læra svolítið að beita röddinni; – áður var ég bara
að góla eitthvað út í loftið.“
Erna vann áður með hinum þekkta danshöfundi
Jan Fabre og flokki hans, og fékk ekki síðri at-
hygli evrópskra dansspekúlanta þar – en sam-
starfið við Ballet C de la be er þó betra. „Já, þetta
er góð breyting. Hjá Jan Fabre var okkur meira
leikstýrt og stjórnað. Nú er ég í mun meiri sam-
vinnu, og við erum öll á sama plani. Ég lærði mik-
ið hjá Jan Fabre, en fjögur ár þar voru alveg nóg.“
Verkið sem Erna hefur unnið með Jóhanni Jó-
hannssyni er innblásið af sögunni af fyrstu tölv-
unni sem kom til Íslands, IBM 1401. „Tölvan
lærði að syngja; – og þegar hætt var að nota hana
og hún tekin úr sambandi, héldu starfsmennirnir
sem unnu við hana kveðjuathöfn – eins konar út-
för og starfsmennirnir sorgmæddir. Lögin hennar
voru auðvitað spiluð. Tölvan var þannig persónu-
gerð, og okkur Jóhanni fannst þetta falleg saga
um samskipti manna og véla. Feður okkar Jó-
hanns unnu báðir við þessa tölvu, og Jóhann
komst yfir upptökurnar með „söng“ hennar. Jó-
hann bjó til tónlist úr hljóðum hennar og söng –
meðal annars lagið Ísland ögrum skorið. Þetta
sýnum við í vor á Listahátíð.“
Enn eitt verkefni Ernu er aðild að hljómsveit,
eða fjöllistahópi, sem kærasti hennar er líka í.
„Við áttum að gera eitthvað fyrir uppákomu á
listakvöldi, og langaði til að gera eitthvað sem
væri ekki of listrænt, þannig að við söfnuðum fólki
saman í band – langaði hálfpartinn að gera eitt-
hvað death-metal, en nú erum við með perform-
ansa sem eru einhvers staðar mitt á milli þess að
vera tónleikar og danssýningar – það má eiginlega
kalla þetta hvað sem er. Við höfum verið að spila á
tónleikum, og það er alveg nýtt fyrir mér. Ég fæ
mjög mikið út úr þessu, enda hef ég ekki gert
neitt þessu líkt áður. Ég er frjálsari í þessari túlk-
un, og mér finnst gaman að syngja. Það er gaman
að blanda þessu öllu saman.“
Að takast á við angrið
Við tölum um samrunann og samvinnuna, og í
því að Erna fer að tala um nýjasta samstarfið – við
Gabríelu Friðriksdóttur, gengur Gabríela inn á
kaffihúsið þar sem við sitjum og spjöllum. Og þá
er hægt að beina athyglinni að því sem þær hafa
verið að vinna fyrir Listahátíð. Samvinna þeirra
er einmitt dæmi um samvinnu listgreina, sem
Erna segir að eigi sér lengri sögu í Evrópu en hér
á landi, og sé mjög frjótt afl ytra um þessar mund-
ir.
Gabríela segir að í upphafi hafi sér þótt hug-
myndin um að gera vídeó við nútímadans frekar
ömurleg.
„En ef það er eitthvað sem angrar mann þarf
maður að takast á við það,“ segir hún, og ljóst má
vera að það hefur hún gert af krafti og með já-
kvæðum hug. „Ég fór að velta því fyrir mér
hvernig ég gæti gert dansvídeó og fór að dansa
sjálf. Ég sá fram á að ég gæti það ekki öðru vísi en
að hella í mig þremur vodkaflöskum í hvert sinn –
enda var ég nýbúin að beinbrjóta mig. En þá bauð
Erna mér á sýningu hjá sér. Ég hafði aldrei séð
hana dansa – hafði bara heyrt að hún væri frábær.
Og þar dansaði hún bara dansinn sem ég var ein-
mitt búin að hugsa mér. Við erum ágætar saman,
og erum búnar að þekkjast síðan í MR, og við
vinnum vel saman – og búum báðar í Brüssel.“
Vídeóverk Gabríelu og Ernu verður frumsýnt
við opnun Listahátíðar og það er nánast fullbúið.
„Vídeóið verður vel notað. Myndir úr því verða
notaðar í allri kynningu á hátíðinni. Verkið sjálft
fjallar svolítið um það að fara út úr eigin líkama.
Ég gerði skúlptúra og búninga sem Erna dansar
inn í og við tókum þetta upp í gömlum kastala sem
er mjög flottur.“
Gabríela hefur ekki síður en Erna í mörgu að
snúast í listinni, og í fyrra var tilkynnt að hún yrði
fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum næst þeg-
ar hann verður haldinn, sumarið 2005. „Ég er að
byrja að undirbúa þetta, og fullt af hugmyndum
að mótast. Ég vinn að þessu jafnt og þétt, og hug-
myndirnar koma í leiðinni. Ég er með nokkrar
hugmyndir sem eru líklegar til þess að verða um-
gjörð um verkið. Annars verð ég bara eins og ég
er – ég held bara mínu striki og breytist ekkert
þótt ég fari á Tvíæringinn. Ég ætla ekki að vera
með neinar pólitískar yfirlýsingar eða svoleiðis.“
Gabríela Friðriksdóttir og Erna Ómarsdóttir semja verk fyrir Listahátíð
Samvinna listgreina
er mjög frjótt afl
Úr vídeóverki Gabríelu og Ernu, sem verður notað til kynningar á Listahátíð í Reykjavík.
Morgunblaðið/Þorkell
„Við vinnum vel saman.“ Listakonurnar Erna
Ómarsdóttir og Gabríela Friðriksdóttir.
GUÐRÚN Auðunsdóttir opnar
sýningu í sal SÍM-hússins að
Hafnarstræti 16, kl. 13 í dag,
þriðjudag. Guðrún dvelur núna í
febrúarmánuði í gestavinnustofu
SÍM.
Á sýningunni sem nefnist „Úr
vinnustofunni“ eru myndir unnar á
síðustu árum í Kaupmannahöfn og
verk unnin á meðan dvölinni hér
stendur.
Guðrún hefur búið í Kaup-
mannahöfn síðan 1997 og segir
hún m.a. um sýninguna: „Ég raða
saman á einn vegginn alveg eins
og ég er vön á vinnustofunni minni
í Kaupmannahöfn: Stórar og litlar
myndir af kjólnum hennar
mömmu. Gamlar myndir og skiss-
ur. Raðað saman með gömlu dóti
úr fortíðinni. Myndir og skissur af
búningum. Íslensk fjöll. Búningur
með vængi. Jesúmyndin hennar
ömmu. Pappírsrifrildi. Þessi
myndasamsetning sýnir smáatriði
og heild. Verkin tala saman og
mynda rými sem var þar ekki áð-
ur. Veggurinn verður að heild.“
Guðrún stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands,
textíldeild, árin 1973–77. Þá var
hún í Arkitektaskóla Listaaka-
demíunnar í Kaupmannahöfn með
leiktjöld og búninga fyrir leikhús
og „Produktion Design“ árin 1990–
92. Hún hefur unnið leikmyndir
og/eða búninga við Þjóðleikhúsið,
Alþýðuleikhúsið, Leikfélag Akur-
eyrar og Leikfélag Selfoss.
Guðrún hefur haldið eina einka-
sýningu og tekið þátt í fjölda sam-
sýninga á Íslandi, Norðurlöndun-
um og Englandi. Sýningin stendur
til mánaðamóta. Opin virka daga
kl. 9–16, um helgar kl. 13–17.
Úr vinnu-
stofu lista-
manns
ASTRID Saalbach frá Danmörku
hlýtur Norrænu leikskáldaverðlaun-
in í ár. Þetta var tilkynnt eftir fund
dómnefndar Norræna dansráðsins í
Stokkhólmi seint í fyrradag.
Fjögur leikskáld voru tilnefnd auk
Astridar Saalbach: Margareta
Garpe frá Svíþjóð, Finn Inuker frá
Noregi, Pirkko Saiso frá Finnlandi
og Íslendingurinn Þorvaldur Þor-
steinsson.
Verðlaunin nema um 580 þúsund-
um íslenskra króna og eru veitt fyrir
nýjasta verk Astridar Saalbach,
Heimsendi, sem frumsýnt var í Hus-
ets Teater í Kaupmannahöfn í haust.
Í umsögn dönsku dómnefndarinnar,
sem tilnefndi verkið, sagði meðal
annars: „Heimsendir Astridar Saal-
bach opinberast sem himnesk ver-
öld, – hálfvegis raunsæ, að hluta
draumur og umfaðmar þá sérkenni-
lega margslungnu reynslu mann-
eskjunnar að vera stödd miðja vegu í
lífinu.“
Verðlaunin verða afhent við at-
höfn á Norrænum leiklistardögum í
Ósló í júní.
Danir hljóta
leikskálda-
verðlaunin
Listasafn Íslands kl. 12.10–12.40
Rakel Pétursdóttur safnfræðingur
verður með leiðsögn um yfirlitssýn-
inguna á Flúxusverkum: Löng og
margþætt saga.
Jón forseti, Aðalstræti kl. 21
Ljóðakvöld sem ljóð.is stendur fyrir.
Eftirtalin skáld lesa úr verkum sín-
um: Árni Ibsen, Garðar Baldvinsson,
Gerður Kristný, Kristín Svava Tóm-
asdóttir, Ómar Sigurjónsson og Sig-
urbjörn Þorkelsson.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
♦♦♦