Morgunblaðið - 24.02.2004, Page 37
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 37
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu/sölu
Við Gylfaflöt 24-30
424 m² með sýningar/afgreiðslusal og 100m²
skrifstofu á millilofti.
Við Fossaleyni 8
432 m² með mikilli lofthæð og tveimur góðum
innkeyrsludyrum.
Upplýsingar í síma 577 2050 eða 824 2050
Skrifstofuherbergi/leiga
Til leigu rúmgóð, nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt
öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa.
Upplýsingar í síma 896 9629.
Leiguhúsnæði
Samstarfsaðili óskast á Seyðisfirði
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins óskar eftir
leiguhúsnæði og samstarfsaðila fyrir vínbúð
á Seyðisfirði.
Húsnæðið skal vera um 25 m² og þarf að vera
lokað frá annarri starfsemi. Leitað er eftir rými,
samtengdu öðrum atvinnurekstri, sem á sam-
leið með rekstri vínbúðar hvað snertir hreinlæti
og umhverfi. Greiður aðgangur þarf að vera
til vörumóttöku. Við verslunina þarf að vera
góð aðkoma fyrir fatlaða.
Húsnæðið verður að hljóta samþykki bygging-
afulltrúa, vinnueftirlits, brunaeftirlits og heil-
brigðiseftirlits. Óskað verður eftir samþykki
lögreglu á staðsetningu verslunarinnar og leyfi
sveitarstjórnar til að reka verslunina.
Forsenda leigusamnings er að leigusali sé jafn-
framt samstarfsaðili um rekstur vínbúðar og
veiti ÁTVR ýmis konar þjónustu, t.d. við mót-
töku vöru og aðstoð við verslunarstjóra ÁTVR
á annatímum og í forföllum og leysi hann
einnig af í sumarleyfum.
Gögn, er lýsa nánar óskum ÁTVR um ástand
húsnæðis og þjónustu, liggja frammi á skrif-
stofu ÁTVR, Stuðlahálsi 2, Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Steinsson
í síma 560 7700.
Með umsókn leigusala/samstarfsaðila fylgi
upplýsingar um atvinnuferil. Sé um fyrirtæki
að ræða, er óskað eftir upplýsingum um
hvenær það var stofnað, rekstrarform og nöfn
eigenda. Ársreikningur síðasta árs skal fylgja
með umsókn ásamt staðfestum vottorðum
um skil á opinberum gjöldum og iðgjöldum
í lífeyrissjóði.
Með allar upplýsingar verður farið sem
trúnaðarmál.
Tilboð, er greini hvenær leigutími geti hafist,
stærð húsnæðis, húsaleigu og þjónustugjöld,
berist skrifstofu Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík, eigi síðar
en 15. mars 2004.
Reykjavík, 22. febrúar 2004.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.
135 fm jarðhæð/leiga
Til leigu 135 fm jarðhæð við Dugguvog.
Tilvalin fyrir heildverslun eða léttan
iðnað. Vörumóttökudyr.
Upplýsingar í síma 896 9629.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, föstudaginn 27. febrúar 2004, sem hér segir:
Austurvegur 7, Reyðarfirði ( 217-7395 ), þingl. eig. Árdís Guðborg
Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Karl Bóasson, gerðarbeiðendur
Fjarðabyggð, Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar
og Lífeyrissjóður Austurlands, kl. 10:45.
Borgarland 24, Djúpavogi (217-9407), þingl. eig. Guðlaugur Harðar-
son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, kl. 14:45.
Hlíðargata 27, Neskaupstað (216-9214), þingl. eig. Gréta Sigrún
Gunnlaugsdóttir og Bóas Kristinn Bóasson, gerðarbeiðendur Gúmmí-
vinnustofan hf., Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf., kl. 09:45.
Skólabraut 12, Stöðvarfirði (217-8397), þingl. eig. Erling Ómar
Erlingsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, kl. 13:15.
Sýslumaðurinn á Eskifirði,
23. febrúar 2004.
UPPBOÐ
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Bjarmastígur 15, íb. 01-0201 eignarhl. , Akureyri, þingl. eig. Aðalheið-
ur K. Ingólfsdóttir, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,
föstudaginn 27. febrúar 2004 kl. 10:00.
Brekkugata 3, iðn. 03-0101, Akureyri, þingl. eig. Brekkubúðin ehf.,
gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., föstudaginn 27. febrúar
2004 kl. 10:00.
Brekkugata 3B, vörugeymsla 02-0101, Akureyri, þingl. eig. Brekku-
búðin ehf., gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Búnaðarbanki
Íslands hf., föstudaginn 27. febrúar 2004 kl. 10:00.
Draupnisgata 7, iðnaður 01-0201, Akureyri, þingl. eig. Björgvin Jóns-
son, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn
27. febrúar 2004 kl. 10:00.
Glerárgata 34, iðnaðarhús, 01-0101, Akureyri (214-6552), þingl. eig.
Legsteinar ehf., gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
og Sparisjóður Norðlendinga, föstudaginn 27. febrúar 2004 kl. 10:00.
Hafnarstræti 18, íb. 01-0101, Akureyri (214-6857), þingl. eig. Guð-
mundur Þorgilsson, gerðarbeiðandi Landssími Íslands hf., föstu-
daginn 27. febrúar 2004 kl. 10:00.
Hraunholt 2, Akureyri, þingl. eig. Stefanía Jóhannsdóttir og Bragi
Steinsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Landsbanki Íslands
hf., föstudaginn 27. febrúar 2004 kl. 10:00.
Skriðuland, eignarhl., Arnarneshreppi (152347), þingl. eig. Halldóra
L. Friðriksdóttir, gerðarbeiðendur SP Fjármögnun hf. og Verkval,
verktaki, föstudaginn 27. febrúar 2004 kl. 10:00.
Torfufell, Eyjafjarðarsveit (152813), þingl. eig. Víðir Ágústsson og
Adda Bára Hreiðarsdóttir, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð, Húsa-
smiðjan hf., Íbúðalánasjóður og Lánasjóður landbúnaðarins, föstu-
daginn 27. febrúar 2004 kl. 10:00.
Víðilundur 8i, íb. 01-0303, Akureyri (215-1688), þingl. eig. Sonja
Ró-
bertsdóttir, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Vátrygg-
ingafélag Íslands hf., föstudaginn 27. febrúar 2004 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
23. febrúar 2004.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
HLÍN 6004022419 IV/V
FJÖLNIR 6004022419 I
EDDA 6004022419 III
I.O.O.F. Rb. 1 1532248-9.O*
Hátíðar- og inntökufundur
hjá KFUM fimmtudaginn
26. febrúar kl. 19:00
Fundurinn hefst með borðhaldi
kl. 19:00. Dagskráin er í höndum
stjórnar félagsins.
Verð á mat er kr. 2.800.
Nauðsynlegt er að skrá sig í
matinn á skrifstofunni í s. 588
8899 í síðasta lagi á miðviku-
dag.
Stýrimann vantar
á Björgu SU 200 brt. togskip. Gerð út frá Breið-
dalsvík. Uppl. í síma 690 4844 eða um borð
í bátnum í síma 852 1114.
LÖGREGLAN í
Reykjavík hafði í
nógu að snúast um
helgina. Eitt af því
óvenjulegasta sem á daga henn-
ar dreif gerðist síðdegis á laug-
ardag þegar tilkynnt var þjófnað
á Vitastíg, en þaðan hafði ein-
hver stolið fánastöng og íslenska
fánanum.
Um helgina voru 9 ökumenn
grunaðir um ölvun við akstur en
18 um of hraðan akstur. Þá voru
tilkynnt til lögreglu 42 umferð-
aróhöpp þar sem eignatjón varð
og verður það að teljast óþarf-
lega mikið.
Á föstudagskvöld fauk biðskýli
Strætó við Skógarhlíð. Skýlið
lenti ofan á bifreið svo að fram-
endi hennar skemmdist talsvert.
Botninn í strætóskýlinu er
steyptur en mjög rýr og lyftist
með þegar skýlið fauk á hliðina.
Höfð voru afskipti af fólki á
bifreið og í framhaldi af því var
farið í húsleit þar sem fannst
töluvert magn af ætluðu amfeta-
míni. Fólkið var fært á lög-
reglustöðina og yfirheyrt. Ná-
lægt miðnætti var tilkynnt um
innbrot í Mýrarhúsaskóla.
Spenntur var upp gluggi og stol-
ið tölvuskjám og myndvarpa.
Skömmu eftir miðnætti var til-
kynnt um líkamsárás í Austur-
stræti. Viðkomandi var sleginn
eða skallaður af tveimur mönn-
um. Hann reyndist með skurð á
enni og var fluttur á slysadeild.
Skömmu síðar var ekið á tvo
gangandi vegfarendur á gatna-
mótum Hafnarstætis og Póst-
hússtrætis. Ökumaður mun hafa
verið að taka framúr öðrum bíl
þegar hann ók á mennina.
Meiðslin voru ekki mikil. Þá var
tilkynnt um innbrot í skóla í
austurborginni. Þar hafði rúða
verið brotin á austurhlið hússins
og stolið flatskjá og lyklaborði.
Síðla nætur aðfaranótt laug-
ardags komu lögreglumenn að
slagsmálum á Laugavegi. Þar
hafði maður brotið rúðu í úti-
hurð veitingastaðar svo að gler-
brotum rigndi yfir starfsmenn
og gesti. Fólkið brást illa við og
réðst á manninn sem braut
rúðuna. Einn starfsmaður slas-
aðist og einn gestur staðarins
auk geranda sem var fluttur í
fangageymslu.
Nakinn nágranni var með
mikla háreysti
Þá óskaði maður aðstoðar að
veitingahúsi við miðborgina en
hann sagði að dyraverðir hafi
kastað honum svo harkalega út
af veitingastaðnum að hann hafi
lent á andlitinu og brotið tennur.
Að sögn dyravarða mun mað-
urinn hafa áreitt konur þarna
inni en hann neitaði því.
Á sunnudagsmorgun var til-
kynnt um innbrot í fyrirtæki við
Vitastíg. Þar var brotin rúða,
stolið tölvu og unnar skemmdir.
Skömmu fyrir hádegi var til-
kynnt um hávaða í húsi í aust-
urborginni. Maður þar sagði ná-
granna sinn vera með mikla
háreysti og læti en þegar mað-
urinn fór að huga að þessu rudd-
ist nágranni hans fram úr íbúð-
inni með látum, allsnakinn og lét
heldur ófriðlega. Þegar lög-
reglumenn ræddu við þann
nakta lofaði hann að hafa lægra.
Stal fánastöng og íslenska fánanum
Helstu verkefni lögreglunnar