Morgunblaðið - 24.02.2004, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 39
ÍSLENDINGAR eignuðust
Norðurlandameistara í skólaskák
um helgina þegar Hjörvar Steinn
Grétarsson (1.475), Taflfélaginu
Helli, sigraði í E-flokki mótsins
sem er aldursskipt. Atli Freyr
Kristjánsson (1.590), Taflfélaginu
Helli, var hársbreidd frá meist-
aratitlinum í C-flokki, en eftir tvö-
faldan stigaútreikning var hann úr-
skurðaður í annað sæti. Halldór
Brynjar Halldórsson (2.170), Skák-
félagi Akureyrar, stóð sig einnig
mjög vel og hafnaði í öðru sæti í A-
flokki. Fyrir utan þennan ágæta
árangur er óhætt að segja að heild-
arframmistaða íslensku keppend-
anna átta kom ánægjulega á óvart.
Tefldar voru sex umferðir. Loka-
staða íslensku keppendanna:
A-flokkur (f. 1984–6):
Halldór Brynjar Halldórsson 4 v.
Björn Ívar Karlsson 1½ v.
B-flokkur (f. 1987–8):
Hilmar Þorsteinsson 3½ v. (3.–6. sæti)
Ágúst Bragi Björnsson 2 v.
C-flokkur (f. 1989–90):
Atli Freyr Kristjánsson 4½ v.
Alex Cambrey Orrason 0 v.
D-flokkur (f. 1991–2):
Helgi Brynjarsson 3 v.
Sverrir Þorgeirsson 2½ v.
E-flokkur (f. 1993 og síðar):
Hjörvar Steinn Grétarsson 5 v.
Svanberg Már Pálsson 4 v. (3.–4. sæti)
Í heild stóðu Svíar sig best á
mótinu, en Ísland er í fjórða sæti
þegar tekinn er saman heildar-
fjöldi vinninga í öllum flokkum.
Spennandi lokaumferðir á
meistaramóti Hellis
Lokaumferðirnar á meistaramóti
Taflfélagsins Hellis verða greini-
lega jafnspennandi og mótið í
heild. Þegar tvær umferðir eru
eftir eru þrír öflugir skákmenn
jafnir í efsta sæti og tveir í við-
bót eru á hælunum á þeim:
1.–3. Björn Þorfinnsson, Davíð Kjart-
ansson, Sigurður Daði Sigfússon 4 v.
4.–5. Jón Árni Halldórsson, Sigurður
Ingason 3½ v.
6.–11. Stefán Freyr Guðmundsson,
Sveinn Arnarsson, Jóhann Helgi Sig-
urðsson, Gylfi Davíðsson, Davíð Þór
Jónsson, Halldór Gunnar Haraldsson 3
v.
12.–13. Ingi Tandri Traustason, Vigfús
Ó. Vigfússon 2½ v.
o.s.frv. Sjötta umferðin getur orðið af-
drifarík, en þá mætast tveir af efstu
mönnunum, Sigurður Daði (2.335) og
Davíð Kjartansson (2.270). Þá mætir
Björn Þorfinnsson (2.335) Jóni Árna
Halldórssyni (2.170).
Eftirfarandi skák var tefld í
annarri umferð mótsins.
Hvítt: Sigurður Daði Sigfús-
son
Svart: Stefán Freyr Guð-
mundsson
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6
7. Bg5 a6 8. Bxf6 gxf6 9. Ra3 b5
10. Rd5 f5 11. Bd3 Be6 12. Dh5
Bg7 13. c3 f4 14. Rc2 0–0
Svesnikov-afbrigði Sikileyjar-
varnar þykir standa vel í fræð-
unum og margir af bestu skák-
mönnum heims beita því. Í þeirri
uppstillingu sem hvítur valdi hefur
svartur að undanförnu kosið að
halda kóngi sínum á miðborðinu
og leikið 12. … Hg8 í stað 12. …
Bg7. Eins og framhaldið ber með
sér á svartur í erfiðleikum með að
virkja svartreita biskup sinn og er
það ekki síst vegna þess hve vel
drottning hvíts stendur á h5.
SJÁ STÖÐUMYND 1
15. a4!?
15. g3 kom einnig til álita.
15. … bxa4 16. Hxa4 a5 17.
Ra3 Re7
Hér hefði komið til greina að
leika 17. … f5 þó að sama staða
gæti komið upp eins og í skákinni
eftir 18. 0–0. Kjarni vandamála
svarts er að peð hans á miðborð-
inu eru öll á svörtum reitum sem
gerir svartreita biskupinn óvirk-
an. Af þessum sökum þarf hann
að stefna að því öllum árum að
koma þeim peðum sínum af stað.
18. 0–0 Bxd5 19. exd5 f5 20.
Rc4 e4 21. Bc2 f3
21. … Rxd5 hefði ekki gengið
upp þar sem eftir 22. Hd1 stendur
hvítur mun betur að vígi.
22. Hd1!? Rg6
22. … fxg2 kom hér sterklega
til greina þó að hvítur standi að-
eins betur eftir 23. Kxg2 Rg6 24.
Kh1 Re5.
23. g3 Re5 24. Re3 Dd7
Staðan virðist nú vera í dýna-
mísku jafnvægi en hvítur lumar á
sterkum leik sem gerir svörtum
erfitt fyrir.
SJÁ STÖÐUMYND 2
25. g4!
Hugmyndin með þessum leik er
að liða peðakeðju svarts á miðborð-
inu í sundur en við það myndi
svarta staðan hrynja til grunna.
Svartur reynir hvað hann getur til
að flækja taflið og verða sér úti um
mótspil.
25. … Rd3 26. Rxf5 Hxf5!?
26. … Rxb2 27. Hxe4 Rxd1 28.
Re7+ Kh8 29. He6 og hvítur vinn-
ur.
27. gxf5 Bd4!?
27. … Rxb2 hefði einnig komið
til greina þar sem eftir 28. Hxe4
Rxd1 29. Bxd1 a4 hefur svartur
mótspil fyrir peðamissinn.
28. h3
Svartur hefði mátað eftir 28.
Hxd4 Dg7+.
28. … Rxf2??
Þessi leikur gengur engan veg-
inn upp og leiðir rakleiðis til taps.
Það virðist sem 28. … Kh8! hefði
verið besti möguleikinn fyrir svart-
an þar sem eftir 29. Hxd4 Hg8+
30. Kf1 Dg7 31. Dg4 Dh6 er ekki
útséð um það hvort hvítur standi
uppi sem sigurvegari.
29. Haxd4 Dg7+ 30. Kxf2 Dg2+
31. Ke3 De2+ 32. Kf4 Dh2+ 33.
Kxe4 Dxc2+ 34. Kxf3 Hf8 35.
Hg1+ Kh8
Svartur hefur fengið að skáka
töluvert fyrir hrókinn sem hann er
undir en nú er komið að hvítum að
skáka og máta!
SJÁ STÖÐUMYND 3
36. Dxh7+! og svartur gafst upp
enda verður hann mát eftir 36. …
Kxh7 37. Hh4#.
Hjörvar Steinn Norðurlandameistari
SKÁK
Karlstad, Svíþjóð
NORÐURLANDAMÓT Í SKÓLASKÁK
19.–22. feb. 2004
Daði Örn Jónsson
Helgi Áss Grétarsson
Hjörvar Steinn Grétarsson Norð-
urlandameistari í skólaskák.
dadi@vks.is
Stöðumynd 3.Stöðumynd 2.Stöðumynd 1.
Nýjar bækur og sígildar, um
andleg mál!
Olíubrennarar, reykelsi, spil og
margt fleira
Ljós og Líf, Ingólfsstræti 8.
Fyrir þá sem spá í lífið.
Lokaútsala
Eldri vörur á 1.000 kr., 2.000 kr. og
2.990 kr.
Allar blússur á 3.900 kr.
Nýkomnir - toppar.
Grímsbæ, Bústaðavegi.
Sími 588 8488.
Rafstöðvar. Díselrafstöðvar 3
kW dísel, 1.f 126.305 m. vsk. 5 kw
dísel 1.f 145.104 m. vsk, m. raf-
starti. Bensínrafstöðvar 650W
22.000 m. vsk. 2,5kw bensín 1.f
67.639 m. vsk. 5 kw bensín 3.f
121.000 m. vsk. Loft og raftæki,
s. 564 3000. www.loft.is.
Liebherr 63 K. Til sölu Liebherr
63 K krani m. þráðl. fjarstýringu.
Árg. 1993. Hæð undir krók 23,1 m,
bómulengd 43 m. Verð 4,8 m. kr.
S. 544 4490/696 4496.
www.midlarinn.is leitar að net-
aniðurleggjurum fyrir viðskiptav-
ini, bæði 160 cm og 90 cm, 1 eða
2 rotorar.
Skoðaðu á netinu.
Upplýsingar í síma 892 0808.
Tölvup. midlarinn@midlarinn.is
VW Bora árg. '00, ek. 89 þús.
km. Trend Line, beinskiptur, hvít-
ur, samlitur, sumar+vetrardekk.
Fallegur og vel með farinn bíll.
Sími 557 5582/660 6050.
Til sölu Opel Corsa árg. '00
Skoðaður '05. Verð 650 þús. Út-
borgun um 200 þús., 14 þús. á
mán. í bílalán. Góður bíll á góðu
verði. Sími 698 8548.
Opel Corsa 1,2 16 v árgerð
2000. Ekinn 72 þús. km, sk. '05,
góð vetrardekk. Góður bíll á sér-
stöku tilboðsverði kr. 490 þús.
stgr. Ath. öll skipti. Listav. 690
þús. Upplýsingar í síma 840 2145.
Opel Astra árg. '02, ek. 35 þús.
km. Flottur bíll til sölu. Spoiler,
cd/útvarp með stillingum í stýri,
litaðar rúður, sumar- og vetrar-
dekk á felgum. Tilboð óskast,
hafið samb. í síma 861 2817.
Lítil sem engin útborgun Nýr
Iveco 120 E 18, bíll ársins. Burð-
argeta 6 tonn, stærð 36 rúmmetr-
ar. Einn með öllu. Til afgreiðslu
strax. Öll skipti skoðuð.
Allar uppl. í síma 693 3730.
Pajero árg. '88, 7 manna, ný 33"
nagladekk. Verð 150 þús.
Mazda 929 árg. '88 2,2 vél,
sjálfsk., samlæsingar, rafm. í
rúðum, toppbíll. Verð 180 þús.
Sími 698 9696.
Sími 590 2000
Hratt og örugglega
frá Bandaríkjunum,
tvisvar í viku
Jeppapartasala Þórðar,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
sérhæfum okkur með varahluti
í jeppa og Subaru. Nýrifnir:
Pajero '92, Patrol '92, Cherokee
'89, Terrano'90 og Vitara '91-'97
Gabríel höggdeyfar, sætaáklæði,
ökuljós, spindelkúlur, stýrisendar,
vatnsdælur, gormar, handbremsu-
barkar og drifliðshlífar.
GS varahlutir,
Bíldshöfða 14, sími 567 6744.
Sími 590 2000
Rafgeymarnir
komnir
TOPPGÆÐI
Ökukennsla, akstursmat
Bifreið Toyota Touring 4x4.
Steinn Karlsson,
símar 861 2682 og 586 8568.
Ökukennsla
Ökukennsla, endurhæfing,
akstursmat og vistakstur.
Upplýsingar í símum 892 1422 og
557 6722, Guðbrandur Bogason.
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Nissan Almera,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
Toyota Avensis, bifhjólak.
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Wolksvagen Passat,
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Orkuboltarnir
Reynsla • Þekking • Árangur
Þrífum íbúðir, stigaganga,
flutningsþrif, húsgögn, teppi o.fl.
Gerum tilboð. Veitum öryrkjum
og eldri borgurum afslátt.
Sími 557 1988 og 699 8779
Grensásvegi 5 s. 588 85 85
SPRENGI-
TILBOÐ
Heill grillaður + stór
franskar = 1.000 kr.
Grand Cherokee Limited árg.
1996. Ek. 90 þús. mílur. Lúga,
leður, krókur, CD. Áhv. 650 þús.,
verð 1.250 þús. Sími 862 0702.
Toyota Rav 4* árg. '00, ek. 57
þús. km. 2Wd, samlitaður, ný góð
heilsársdekk, sérstaklega vel
með farinn bíll innan sem utan.
Ásett verð 1.590.000 kr. Áhv.
730.000. kr. Uppl. s. 669 9818.
Vaskurinn, VSK forrit VSK forrit
með útprentun fyrir reikninga.
Hentar vel fyrir einyrkja og minni
fyrirtæki. Einfalt og ódýrt Wind-
ows forrit. S. 864 6598.
tasehf.com tas@simnet.is
Hyundai Pony árg. '92, ek. 127
þús. km. 1.5, sjálfskiptur, ek. 127
þús., smurbók frá upphafi, 3 eig.
Ný tímareim, góður bíll. Verð 199
þús. staðgr. Uppl. í s. 898 8829.
Þarftu að auglýsa bílinn þinn ?
Mundu tilboð til áskrifenda í Bíla-
blaðinu á miðvikudögum.
Auglýsing með mynd á kr. 995.
Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðj-
udögum.
Auglýsingadeild Morgunblaðsins,
sími 569 1111. Netfang:
augl@mbl.is