Morgunblaðið - 24.02.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 24.02.2004, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR bændur, þeir Eysteinn G. Gíslason (15.2.) og Ragnar Þor- steinsson (17.2.), hafa skrifað hug- leiðingar í blaðið, um gróður fyrr og nú. Ágætis innlegg í umræðuna. Báðir nefna mikilvægi rollunnar í gegnum aldirnar. Satt er það, þar sem við urðum ekki þeirrar gæfu að- njótandi að nýta selinn í stað hennar. En nú er öldin önnur og alls ekki eins mikil þörf á rollum og áður og þess vegna tími til kominn að fækka þeim það mikið að koma megi þeim fyrir í beitarhólfum, til þess að landið eigi auðveldara með að gróa sára sinna. Í sambandi við öll gosin sem bændur tala oft um, vil ég benda þeim á að einmitt í mörgum hraun- um landsins fær gróður frið fyrir beit, þar sem svo erfitt er fyrir skepnur að fóta sig í þeim. Svo ekki hafa öll gos verið til óþurftar. R.Þ. heldur að fáir landar okkar séu sammála mér um ófremdar- ástandið á hinni grænu kápu fjall- konunnar, þar sem svo fáir tjá sig á prenti. (Minn skilningur, mitt orða- lag.) Samt vill hann reyna að sann- færa þessa „fáu“ hræður með skrif- um sínum! Rétt er það hjá honum að vetr- arfóðruðum ám hefur fækkað í tæp- lega 500.000. En við megum ekki ein- blína á þessa tölu, því fé á sumarbeit gæti þá verið um 1.300.000, jafnvel fleira. Og ekki má gleyma hestunum. Hann segir að nú stundi 600 bændur af 2.000 landgræðslu! Vá! Eru kannski bara svona margir bún- ir að skrá sig? Kannski búnir að fá styrk til verksins en ekki byrjaðir? Alla vega fer ekki mikið fyrir árangr- inum, eða hver er hann? Hver fylgist með honum? Eru menn kannski að ná því að endurheimta 2% horfins gróðurs? (Skógrækt á ræktuðu landi er ekki landgræðsla.) Ég fagna þessari svokölluðu gæðastýringu í sauðfjárrækt. En hún getur aldrei orðið í sátt við gróð- ur landsins fyrr en hætt er að hafa afbeit til fjalla, því afbeit þar er of- beit. Og eins og Sveinn Sigurðsson bendir á í frábærri grein sinni 10.2. er rykmengunin hér á landi á við það sem gerist í öðrum eyðimerkurlönd- um. Éta þá ekki rollurnar meira og minna rykmettuð háfjallagrösin í þessu „hreina og óspillta“ landi? E.G.G. hefur áhyggjur af hvönn- inni. En, er hún eitthvað ómerkilegri jurt en gengur og gerist? Er ekki hægt að vinna einhver ósköp úr henni? Sitt sýnist reyndar hverjum, hver sé óæskileg jurt og hver æski- leg. Ara Teitssyni finnast t.d. víði- og birkirunnar vera illgresi! Og sumir sjá rautt er þeir sjá blátt; lúpínu- breiður „við jarðvegsgerð“. Ég vil benda E.G.G. á að vel haldn- ar rollur geta ósköp vel bitið ofan af trjágróðri og farið bæði létt með það og verið fljótar. Þetta hef ég séð með eigin augum. (Meira seinna.) Þær elska líka litríkt blómskrúð og gera því góð skil komist þær í feitt og það þó að á miðju sumri sé. Við ræðum svo um skurði landsins við gott tækifæri; sjónmengunina, hættuna af þeim við vegi landsins, óþurft í mörgum tilfellum og það að þá má gera ósýnilega eins og gert er í löndum á háu menningarstigi. Eins og Össur Skarphéðinsson hef ég líka verið að hugsa um hve fárán- legt það er að vera með mörg at- vinnumálaráðuneyti. Það á bara að vera eitt. Auk þess er ég sammála þeim sem vilja alla skóla undir sama hatt, nefnilega menntamálaráðu- neytið. Í lokin. Eru einhverjar reglur til um þjóðargjafir? Getur einn maður ákveðið hvað við þær er gert? MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. melteigur@simnet.is Eyðimörkin Ísland? Frá Margréti Jónsdóttur: KÆRU ökumenn. Hvað er í gangi hjá okkur? Mikið erum við kæru- lausir og óliðlegir hver við annan. Hér á Íslandi farast um 20–30 manns á ári í umferðarslysum, 15–18 á mjög góðu ári. Þetta er að sjálfsögðu allt of mikið. Ríkið og bæjarfélög eru að vinna markvisst að bættu umferðaröryggi, það er að sjálfsögðu af hinu góða og aldrei er of mikið gert í þeim efnum. Sannleikurinn er hinsvegar sá að flest banaslys í umferðinni eru vegna mannlegra mistaka. Það erum við ökumennirnir sem þurfum heldur betur að fara að taka okkur á. Sjálfur keyri ég talsvert mikið, eða um 30.000 km. á ári, og hef bless- unarlega sloppið við slysin ennþá á mínum 17 árum sem ökumaður. En það hefur svo sannarlega ekki alltaf verið mér að þakka. Það er hreint ótrúlegt að sjá til okkar ökumanna t.d. hér í Reykjavík „sikksakkandi“ milli akreina á allt of miklum hraða með gsm-símann í annarri hendinni. Ég hef séð konur vera að mála sig undir stýri og karlmenn að raka sig. Stefnuljósanotkun er mjög ábóta- vant, eins mikið öryggi og stefnuljós- in eru og einföld aðgerð ef maður er með hugann við aksturinn. Alltof margir ökumenn eru mjög óliðlegir og stífir við að hleypa öðrum á milli akreina, gefa jafnvel hiklaust inn svo enginn komist inn á þeirra akrein. Þvílík heimska. Samkvæmt lögum alstaðar í heim- inum er bannað að keyra yfir á rauðu ljósi. Ef allir færu eftir því alltaf myndi banaslysunum fækka. Kæru ökumenn. Tökum höndum saman og breytum okkur í þroskaða ökumenn sem fara að lögum og sín- um tillitssemi við aðra ökumenn og vegfarendur. Munið það að ef allir taka þessi orð til sín og hafa þau að leiðarljósi, þá og fyrst þá mun bana- slysum í umferðinni fækka. JÓN VIGFÚS GUÐJÓNSSON, Laugavegi 178, Reykjavík. Við ökumenn þurfum að taka okkur á Frá Jóni Vigfúsi Guðjónssyni: Svínið mitt Risaeðlugrín SÝNING Í KVÖLD KLUKKAN 20:00! KOMIÐ OG UPPLIFIÐ FRÁBÆRA SKEMMTUN! HEY ÞÚ! ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞÉR AÐ VINNA FYRIR SAMFÉLAGIÐ! © DARGAUD © DARGAUD AUÐVITAÐ FÖRUM VIÐ ADDA MÍN EN DÝRIN MEGA EKKI KOMA MEÐ INN ? EN LJÓNIN? EN BIRNIRNIR? EN... ÞETTA ER EKKI ÞAÐ SAMA ADDA. SVO HEFUR SVÍNIÐ LÍKA GOTT AF ÞVÍ AÐ VERA EITT HEIMA AF OG TIL AAAH SIRKUS. ÞETTA VAR GLÆSILEGT! HVERNIG FANNST ÞÉR? MJÖG FLOTT MAMMA MÍN SVONA, SVONA ADDA MÍN. ÞETTA ER NÚ BARA SVÍN OG HANN ER... HANN HELDUR AÐ ÉG ELSKI HANN EKKI LENGUR! EN ÉG HUGSAÐI UM SVÍNIÐ Í ALLT KVÖLD AÐ ÉG TAKI EKKI LENGUR EFTIR HONUM! STJÓRINN VAR AÐ HÆKKA Í TIGN OG ER ORÐINN YFIRSTJÓRI AF HÆSTU GRÁÐU. ÞÚ ÁTT AÐ HÖGGVA ÚT ÞÚ FÆRÐ ALL EFNIÐ TIL ÞESS GERA MYNDINA FRÁ SAMFÉLAGINU ÞANNIG AÐ GERÐU ÞAÐ VEL! JÆJA, ÞÁ ER BARA AÐ BYRJA Æ!! ÆÆ! ÉG FÉKK NEISTA Í AUGAÐ... ASNARNIR LÉTU MIG FÁTINNUSTEIN TIL ÞESS AÐ GERA HÖGGMYNDINA! HRYÐJUVERKAMAÐUR Í STEININN MEÐ ÞIG!! BRJÓSTMYND AF HONUM Í STJÓRABÚNINGNUM TIL ÞESS AÐ GERA HANN ÓDAUÐLEGAN! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.