Morgunblaðið - 24.02.2004, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
STARFSMENN sýslumannsins á
Keflavíkurflugvelli fundu í síðustu
viku um 10 kg af hassi í sendingu af
minjagripum sem talið er að hafi upp-
runalega komið með flugfragt frá
Nepal, í gegnum þriðja land.
Maður um þrítugt var handtekinn
vegna málsins á föstudag, og var hann
á laugardag úrskurðaður í gæsluvarð-
hald fram á föstudaginn 27. febrúar og
er málið enn í rannsókn hjá lögreglu.
Að sögn Harðar Jóhannessonar, yf-
irlögregluþjóns hjá Lögreglunni í
Reykjavík, hefur maðurinn ekki kom-
ið við sögu lögreglu vegna fíkniefna-
mála áður. Húsleit var gerð á heimili
mannsins en ekki fundust fíkniefni
þar.
Miðað við meðalverð á hassi í lausa-
sölu í janúar sl., uppgefnu af SÁÁ, er
ætlað götuverðmæti af sölu á 10 kg af
hassi um 22 milljónir króna, en hvert
gramm kostaði að meðaltali 2.200 kr.
Fundu 10
kg af hassi í
minjagripa-
sendingu
ÞAÐ VAR myndarlegt saltfjallið aftan við
Guðmund Sigurðsson í vöruskemmu Saltkaupa
í Hafnarfirði enda nýbúið að taka inn salt frá
Túnis og því ein þrjú þúsund tonn í skemmunni
en mest getur hún rúmað 3.500 tonn af salti.
Guðmundur segir að Saltkaup, sem er dótt-
urfélag SÍF, sé að verða eina fyrirtækið sem
höndli með og dreifi salti til fiskvinnslufyr-
irtækja hér á landi. „Saltfiskvertíðin er að
byrja og við erum að afgreiða þetta frá þúsund
og upp í þrjú þúsund tonn á mánuði,“ segir
Guðmundur.
Morgunblaðið/Rax
Situr við rætur saltfjallsins
KRÖFUGERÐ ríkisins í þjóðlend-
ur á Suðvesturlandi, svæðum innan
Gullbringu- og Kjósarsýslu, kemur
þeim lögmönnum verulega á óvart
sem Morgunblaðið ræddi við í gær,
skömmu eftir að kröfugerðin hafði
verið kynnt á vef óbyggðanefndar.
Þykir þeim ljóst að tekið verði til
varna af fullri hörku. Þannig segir
lögmaður Orkuveitu Reykjavíkur
að ríkið sé að ásælast lönd sem fyr-
irtækið hafi keypt á undanförnum
árum.
Ólafur Björnsson, sem hefur ver-
ið lögmaður margra landeigenda í
fyrri málum hjá óbyggðanefnd,
segir að í fljótu bragði virðist ríkið
vera að gera kröfur í eignarlönd
eða hluta þeirra, s.s. í Ölfushreppi
og Vatnsleysustrandarhreppi. Rík-
ið sé í raun að fara inn á stóran
hluta af landnámi Ingólfs. „Nam
ekki Ingólfur Arnarson allt þetta
land? Alla tíð hefur verið talað um
landnám Ingólfs en nú kemur allt í
einu í ljós að hann hefur ekki num-
ið þetta land. Það er furðulegt. Er
verið að gera landnámsmanninn
ómerkan? Þetta hlýtur að vera ein-
hver misskilningur hjá ríkinu.
Reykjanesskaginn hefur alla tíð
verið í einkaeigu, bæði einkaaðila
og sveitarfélaga. Samningar og
landamerkjabréf liggja fyrir um
það,“ segir Ólafur og tekur sem
dæmi malarnám og virkjunarsvæði
uppi á Hellisheiði.
Kemur verulega á óvart
Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður
Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir
sín fyrstu viðbrögð vera þau að
kröfugerðin komi sér verulega á
óvart. Hann eigi þó eftir að kynna
sér kröfulínurnar nánar og rýna
betur í kortin. Þó sé ljóst að ríkið sé
„að ásælast“ lönd að hluta til sem
Orkuveitan hafi keypt á undanförn-
um árum. Einnig geti kröfurnar
varðað hagsmuni Reykjavíkurborg-
ar og annarra sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu, sem muni hafa
ýmislegt við kröfur ríkisins að at-
huga. Hjörleifur segist þegar hafa
sent ýmis gögn til óbyggðanefndar
er varða svæði sem OR athafnar sig
á. Bera þurfi þessi gögn saman við
kröfugerð ríkisins.
Ríkið með kröfur í lönd
í eigu Orkuveitunnar
Er verið að gera Ingólf Arnarson
ómerkan, spyr Ólafur Björnsson hrl.
Krafist hluta/6
KAUPHÖLL Íslands gerði í fyrra yfir 60
athugasemdir við útgefendur skráðra
verðbréfa auk þess að beita opinberri
áminningu og févíti í þrígang og óopinberri
áminningu jafnoft.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í
nýju yfirliti eftirlitsmála Kauphallarinnar
fyrir árið í fyrra, en það var í gær birt í
fyrsta sinn.
Athugasemdirnar og áminningarnar
lúta flestar að upplýsingagjöf útgefend-
anna. Kauphöllin hefur í mörgum tilfellum
fundið að því að upplýsingar berist of seint
eða séu settar fram með ófullnægjandi
hætti.
Yfir 60 athuga-
semdir Kaup-
hallarinnar
Þrjár opinberar/12
VEL miðaði í kjaraviðræðum
verkalýðshreyfingarinnar og Sam-
taka atvinnulífsins í gær en þá var
unnið í vinnuhópum án atbeina rík-
issáttasemjara. Aðalsamninga-
nefndir beggja aðila munu funda í
dag með Ásmundi Stefánssyni
sáttasemjara þar sem staðan verð-
ur metin og áætlun gerð um fundi
næstu daga.
Halldór Björnsson, formaður
Starfsgreinasambandsins, segir að
farið sé að rofa til í ýmsum sérmál-
um og að á morgun hefjist vænt-
anlega viðræður um stærri mál eins
og lífeyrismálin. „Ég er hæfilega
bjartsýnn um að þetta eigi allt sam-
an eftir að ganga upp,“ segir Hall-
dór. Ari Edwald, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir
vinnu við sérkjarasamninga mikla
og seinlega. Þó sé farið að sjá fyrir
endann á þeirri vinnu. Launatafla
sé að verða tilbúin og búið sé að fara
yfir almennar kröfur.
Kjaramálin voru til umræðu á Al-
þingi í gær þar sem spurt var utan
dagskrár um aðkomu ríkisstjórnar-
innar að kjarasamningum. Ítrekaði
Geir H. Haarde fjármálaráðherra í
þeim umræðum að það væri stefna
ríkisstjórnarinnar að lögfesta hér
skattalækkanir að loknum kjara-
samningum. Halldór Ásgrímsson,
starfandi forsætisráðherra, sagði
ekki tímabært að greina frá því
með hvaða hætti ríkisstjórnin
kæmi inn í gerð kjarasamninga,
samskiptin við aðila vinnumarkað-
arins væru í eðlilegum farvegi.
Deiluaðilar funda með
ríkissáttasemjara í dag
Skattalækkanir/10
UPPSELT er á 20 sýningar Leikfélags
Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu á söng-
leiknum Chicago. Í gær voru ekki laus
sæti fyrr en í lok apríl nk. Þórhildur Þor-
leifsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, segir
þessar viðtökur leikhúsgesta að sjálf-
sögðu ánægjulegar og aðsóknin eigi sér
varla mörg fordæmi. Frumsýning var 18.
janúar síðastliðinn og síðan þá hefur ver-
ið uppselt á vel á annan tug sýninga. Guð-
jón Pedersen leikhússtjóri segir aðsókn-
ina hafa farið fram úr björtustu vonum.
„Öllum þykir gaman í leikhúsinu þegar
vel selst,“ segir Þórhildur og þau Guðjón
reikna með að taka þurfi söngleikinn upp
aftur í haust, miðað við þessa miklu að-
sókn.
Morgunblaðið/ÞÖK
Uppselt á 20
sýningar
á Chicago
JÓNAS Ingi Ragnarsson hefur
ákveðið að kæra ekki gæsluvarð-
haldsúrskurð til Hæstaréttar, en
hann var úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til 3. mars vegna rannsóknar á
líkfundinum í Neskaupstað.
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður
Jónasar, staðfesti þetta í gærkvöldi.
Segir hann að Jónas hafi ákveðið að
kæra ekki vegna þess að hann meti
það svo að fyrir hendi sé nægilega
rökstuddur grunur sem tengi hann
við málið til að ekki þýði að kæra.
Kærir ekki
gæsluvarð-
haldsúrskurð
Rannsaka/4