Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Mikið úrval - Gott verð
10% afsláttur m.v. staðgreiðslu
RAÐGREIÐSLUR
á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum
á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík
Sölusýning
Í dag, laugardag 20. mars, kl. 12-19 og
á morgun, sunnudag 21. mars, kl. 13-19
Sími 861 4883
Töfrateppið
UM 49 þúsund skotvop eru skráð hér á landi
samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra.
Árið 1995 var fjöldi skráðra skotvopna um 33.800
og hefur skotvopnum því fjölgað um 45% á tæp-
um áratug. Er sú aukning í takt við útgefin inn-
flutningsleyfi á tímabilinu.
Þessar tölur verður að taka með fyrirvara að
því er embætti Ríkislögreglustjóra segir.
Engin „sprenging“ í byssueign
Að teknu tilliti til fólksfjölgunar, aukins frí-
tíma og vaxandi áhuga á skotveiði og útivist er
það mat embættisins að fjölgun skotvopnanna sé
ekki óeðlileg og að ekki hafi orðið nein „spreng-
ing“ í fjölda vopna sem Íslendingar eiga.
Skráning skotvopna inn í nýtt Landskerfi
hófst ekki fyrr en á árinu 2000 en áður voru
þessar upplýsingar í tölvukerfum sýslumanns-
embættanna en nokkuð misjafnt var hversu góð-
ar upplýsingarnar voru og jafnvel um vanskrán-
ingar eða tvískráningar að ræða í sumum
tilvikum. Þetta er ástæða þess að nákvæmar töl-
ur liggja ekki enn fyrir þar sem gömlu upplýs-
ingarnar voru færðar inn í nýja tölvukerfið.
Skráning batnar þó jafnt og þétt, s.s. við það að
menn endurnýja skírteini, leggja þau inn vegna
kaupa eða sölu á vopnum.
Umtalsverður fjöldi
óskráðra skotvopna
Hjá embætti ríkislögreglustjóra treysta menn
sér ekki til þess að skjóta á fjölda óskráðra
vopna og segja það að það yrði að mestu leyti
hrein ágiskun.
Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiði-
félags Íslands (SKOTVÍS), segir að upp úr 1980
hafi orðið mikil verðmunur á verði skotvopna hér
á Íslandi og einkum í Bandaríkjunum. „Þannig
að var töluvert mikið um smygl á vopnum nánast
fram til 1998. Um svipað leyti var töluverður
bílainnflutningur, einkum frá Bandaríkjunum,
og það kom hingað inn í landið umtalsvert magn
af óskráðum skotvopnum. Nákvæmlega hversu
mörg þau eru veit enginn. Ef menn gefa sér að
veiðivopn séu 30 þúsund og að safnarar og aðrir
eigi eitthvað svipað. Ef menn eru að tala um að
það séu hátt í 80 þúsund vopn á Íslandi þá er
þetta auðvitað reikningsdæmi.“
Sigmar segir að áður fyrr hafi skráning vopna
verið með höppum og glöppum, einkum úti á
landi og byssur á hverjum bæ og hverju skipi.
Því sé um fortíðarvanda að ræða „Þannig að það
hefur safnast hér upp í landinu töluvert vopna-
búr sem ekki er skráð. Vandamálið er ekki vopn
veiðimanna heldur það sem ég hef kallað vopn
sem enginn á. Fólk er með í hirslum sínum vopn
sem það hefur einhvern veginn komist yfir, feng-
ið þau í erfiðir, þau fylgt húsnæði o.s.fr.v. Vopnin
eru geymd óvarlega í geymslum og bílskúrum,
þau eru aldrei notuð. Svo hverfa þau kannski án
þess að eigandinn geri sér grein fyrir því fyrr en
löngu síðar. Þetta er stóra hættan,“ segir Sig-
mar.
Skráðum skotvopnum hef-
ur fjölgað um 45% á 9 árum
Ætla má að óskráð vopn
á Íslandi geti verið hátt í
tuttugu þúsund talsins
Í KJÖLFAR morðsins á Gunnari S.
Tryggvasyni, sem skotinn var til
bana með sjálfvirkri skammbyssu í
leigubifreið sinni á Laugalæk í jan-
úar árið 1968, skoraði lögreglan á
fólk að afhenda öll ólögleg skot-
vopn. Lögreglunni barst fjöldi
hvers kyns vopna eins og sjá má á
myndinni, sem sýnir hluta þeirra
vopna sem afhent voru. Stærsta
vopnið var þýsk hríðskotabyssa.
Að sögn Sigmars B. Haukssonar,
formanns SKOTVÍS, var áskorun
lögreglunnar á þessum tíma frekar
lítið kynnt og nánast ekkert gert
úti á landi til þess að fá fólk til þess
að skila inn vopnum. „Þessi fram-
kvæmd heppnaðist ekki þannig að
þetta hefur aldrei verið gert al-
mennilega. Þess vegna hef ég talið
að nú, þegar við höfum gott mið-
lægt skráningarkerfi á skotvopn-
um, sé rétta augnablikið til að inn-
kalla öll vopn og gera fólki að skrá
þau án þess að eiga á hættu að
hljóta sektir fyrir og verða sér úti
um leyfi ef menn ekki hafa það.
Eins tel ég æskilegt að lögreglan
bjóðist til að taka við ólöglegum
vopnum og farga án þess að eig-
endur þeirra lendi í eftirmálum,“
segir Sigmar.
Ljósmynd úr Öldinni okkar 1968
Rétti tíminn
til að farga
ólöglegum
vopnum
MAÐUR hefur gefið sig fram við
lögregluna á Selfossi sem segist hafa
tekið upp í bíl sinn ungan dreng við
Biskupstungnabraut á Selfossi sl.
mánudag og ekið með hann til
Hveragerðis. Ólafur Helgi Kjartans-
son, sýslumaður á Selfossi, segir að
flest bendi til að um sé að ræða
drenginn sem var með Ásgeiri Jón-
steinssyni sem lést af völdum voða-
skots sl. mánudag.
Ólafur Helgi segir að lögregluna
vanti enn upplýsingar frá ökumanni
sem tekið hafi drenginn upp í bíl sinn
í Hveragerði og ekið með hann til
Selfoss. Biður hann ökumanninn eða
aðra þá sem veitt geta upplýsingar
um málið, að gefa sig fram.
Ólafur Helgi segir að rannsókn
málsins miði vel áfram. Skýrslutök-
um sé ekki lokið. M.a. eigi eftir að
taka skýrslu af manni sem talinn er
eiga byssuna.
Staðfest er að móðir drengsins tók
af honum þrjú skot fyrir voðaatburð-
inn og að húsvörður við skólann tók
af honum tvö skot og kom þeim til
lögreglu til eyðingar. Ólafur Helgi
sagði ekkert hafa komið fram við
rannsókn málsins sem bendi til þess
að neinn fullorðinn hafi vitað um að
byssan hafi verið í höndum drengs-
ins.
Sá sem tók
drenginn upp
í gaf sig fram
HELST mætti halda að menn hafi
ruglast í árstíðum þegar sést til
bænda að raka og binda rúllur um
miðjan marsmánuð. Það var þó
ekki svo á bænum Hvítárholti á
miðvikudag, heldur var unnið að
því að ná í hús strandreyr sem ekki
hafði náðst síðasta haust.
„Við erum ekki svona miklir bú-
skussar,“ segir Ragnar Kristinn
Kristjánsson, sveppabóndi á Flúð-
um. Hann ræktar strandreyrinn til
að nota sem grunn að lífrænum
massa fyrir svepparæktina.
„Strandreyrinn verður í góðu ári
ansi hávaxinn, mannhæðarhár, en
er svo lengi að tréna að við þurfum
alltaf að bíða fram á síðustu stundu
með að slá hann. Í þessu tilviki gát-
um við ekki slegið hann fyrr en í
október. Svo kom bara ótíð og við
gátum ekki bundið nema hluta af
þessu. Þannig að maður grípur
bara hvert tækifæri sem gefst til
þess,“ segir Ragnar.Hann segir að
sennilega eigi þeir eftir að hirða
um 2.000 rúllur af reyrnum, en
samtals notar hann rúmlega 5.000
rúllur af reyr og bygghálmi í
svepparæktunina. Ragnar segir
reyrinn vissulega verri eftir leguna
í vetur, en það þurfi einfaldlega að
meðhöndla hann öðruvísi. Nú segir
hann að hvert tækifæri verði nýtt
til að safna reyrnum, enda aldrei að
vita hvort von sé á páskahreti.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds
Bundu rúllur um miðjan mars
Strandreyrinn bundinn á Hvítárholti í vikunni. Í baksýn eru höfuðbólið Bræðratunga og Jarlhettur við Langjökul.
RANNSÓKN er hafin á verklagi
hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík eftir að í ljós kom að
fjármunir sem lögreglan lagði hald
á vegna rannsóknar á fíkniefna-
máli rötuðu inn á reikning í eigu
lögreglumanns sem starfaði við
deildina.
Böðvar Bragason, lögreglu-
stjóri í Reykjavík, segir að eftir að
þetta mál kom upp hafi verið
ákveðið að fara yfir verklag fíkni-
efnadeildar. Það séu hin eðlilegu
viðbrögð við málinu. Hann segir að
fíkniefnadeildin starfi eftir vinnu-
reglum sem m.a. kveði á um vörslu
haldlagðra fíkniefna og eins um
vörslu fjármuna sem lagt er hald á.
Farið verði yfir þessar reglur og
vinnubrögð starfsmanna deildar-
innar.
Böðvar segist hafa ritað ríkis-
saksóknara bréf þar sem óskað er
eftir rannsókn á málinu, en sam-
kvæmt reglum ber að senda rík-
issaksóknara öll mál sem varða
meintar sakir á hendur lögreglu-
mönnum. Böðvar segist ekkert
vilja tjá sig um málavexti enda sé
rannsókn málsins ekki í sínum
höndum. Hann staðfesti hins veg-
ar að lögreglumaðurinn hefði verið
leystur frá störfum. Maðurinn
hefði sjálfur óskað eftir því að
hætta.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins kom í ljós að peningar að
upphæð á níunda hundrað þúsund
krónur fóru inn á reikning lög-
reglumannsins en peningunum
var síðan skilað eftir að grunsemd-
ir vöknuðu innan lögreglunnar.
Ekki er grunur um fleiri tilvik
en þetta né að aðrir starfsmenn
fíkniefnadeildar hafi átt hlut að
máli.
Verklag fíkniefna-
deildar rannsakað
Lögreglumaður biðst lausnar eftir
að fjármunir fóru á reikning hans