Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 75 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert bæði hugmyndarík/ur og skynsöm/samur og veist því oft ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Á komandi ári verður nánasta samband þitt í brennidepli. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Næstu fjórar vikurnar hef- urðu einstakt tækifæri til að hlaða batteríin og safna orku fyrir allt næsta ár. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þótt þér finnist þú hafa mikla orku þarftu á mikilli hvíld að halda þessa dagana. Þú þarft á því að halda að hægja á og láta þig dreyma. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Búðu þig undir að taka virk- an þátt í félagslífinu á næst- unni. Þú verður sennilega í óvenjumiklum samskiptum við yngra fólk. Vertu opin/n fyrir nýjum hugmyndum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú vekur óvenjumikla athygli þessa dagana. Þér verður hugsanlega falin aukin ábyrgð og það mun draga at- hyglina að þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er góður tími til að gera ferðaáætlanir eða ráðstafanir varðandi fyrirhugað nám. Þú hefur mikla þörf fyrir að víkka sjóndeildarhring þinn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að ganga frá skött- um og skuldum, trygginga- eða erfðamálum. Brettu bara upp ermarnar og byrjaðu að vinna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sólin er langt frá merkinu þínu og því þarftu á óvenju- mikilli hvíld að halda. Hikaðu ekki við að dekra við þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Leggðu þig fram um að skipuleggja þig betur. Los- aðu þig við allt það sem þú þarft ekki lengur á að halda. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er góður tími til hvers konar skemmtana. Bjóddu til veislu, farðu í frí eða gerðu eitthvað skemmtilegt með börnunum. Þú munt hugsan- lega verða ástfangin/n á næstunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Á næstu vikum þarftu að láta þarfir fjölskyldu þinnar hafa forgang. Gefðu þér tíma til að vera með foreldrum þínum og hugaðu að viðgerðum á heimilinu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er að færast meiri hraði í lífið hjá þér. Það verður mik- ið að gera hjá þér í vinnunni auk þess sem þú munt fara í stutt ferðalög og hafa aukin samskipti við systkini þín. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki meta sjálfa/n þig á grundvelli eigna þinna. Hug- aðu frekar að því hver þú ert og hvernig þú kemur fram við þína nánustu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HAMINGJA JARÐAR Rótgróið sem þöllin í sendnu hjarta landsins er þorp mitt á jörðu. Verkamenn með ryk í hári og marðar hendur, konur sem dilla jarðneskum hlátrum bak við tjöld eldhúsgluggans. Berfætt í grasinu standa börnin, og stráin vaxa milli moldugra tánna, krossfest hamingju jarðar með grænum nöglum. Jón úr Vör LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 20. mars, er áttræð Ásdís Arn- finnsdóttir, Krókahrauni 6, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Þorleifur Finns- son. Ásdís tekur á móti ætt- ingjum á heimili sínu í dag eftir kl. 16. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 20. mars, er sjötugur Birgir Hallvarðsson, Botnahlíð 14, Seyðisfirði (Asparfelli 4, Reykjavík). Birgir og eigin- kona hans, Sigfríð Stella Ólafsdóttir, taka á móti gestum á heimili Huldu og Stefáns í Giljaseli 11 í kvöld eftir kl. 20. SVÍNING er neyðar- úrræði sem reyndir spil- arar grípa ekki til fyrr en í lengstu lög. Ástæðan er augljós – útkoman ræðst af duttlungum legunnar, en ekki kunnáttu spil- arans. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ÁKG8752 ♥DG10 ♦G9 ♣7 Suður ♠D943 ♥Á42 ♦KD73 ♣Á10 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 2 hjörtu * Pass 2 spaðar Pass 4 lauf ** Pass 6 spaðar Pass Pass Pass * Yfirfærsla í spaða. ** Splinter – stutt lauf og slemmuáhugi. Útspil vestur er tromp- sexa. Hvernig er best að spila? Svíning fyrir hjartakóng er augljós kostur, en áður en til þess kemur er rétt að nýta þá möguleika sem tígulliturinn býður upp á. Það er fráleitt að spila tígli á níuna, enda væri það að skipta einni svín- ingu fyrir aðra. En milli- spilin í tígli – nían í borði og sjöan heima – skapa ýmsa möguleika. Best er að gera ráð fyr- ir tígulásnum í vestur og tíunni í austur: Norður ♠ÁKG8752 ♥DG10 ♦G9 ♣7 Vestur Austur ♠6 ♠10 ♥K97 ♥8653 ♦Á862 ♦1054 ♣KG854 ♣D9632 Suður ♠D943 ♥Á42 ♦KD73 ♣Á10 Sagnhafi byrjar á því að hreinsa laufið með tromp- un. Fer svo heim á spaða og spilar tígli á gosann og níunni úr borði. Hug- myndin er að hleypa ní- unni ef austur setur lítið, en hann hefur enga ástæðu til að spara tíuna. Vestur drepur kónginn og þarf nú að spila hjarta frá kóng eða tígli frá 86 upp í D7. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. g3 Bb4 4. Bg2 O-O 5. e4 Bxc3 6. dxc3 d6 7. De2 Rbd7 8. Rf3 Rc5 9. Rd2 a5 10. b3 Bg4 11. f3 Bd7 12. O-O Db8 13. Ba3 Da7 14. Kh1 Hfe8 15. Hae1 h5 16. f4 Bg4 17. De3 h4 18. f5 hxg3 19. Dxg3 Kf8 20. Rb1 Ke7 21. b4 Rcd7 22. c5 Hg8 23. Hf2 axb4 24. cxb4 b5 25. Bc1 dxc5 26. Be3 Kd8 27. Hd2 Kc8 28. bxc5 Db7 29. Rc3 c6 Staðan kom upp á Reykjavík- urskákmótinu sem lauk nýverið í Ráð- húsi Reykjavíkur. Lettneski stórmeist- arinn Normunds Miezis (2521) hafði hvítt gegn Stefáni Kristjánssyni (2404). 30. Rd5! við þetta tekst hvítum að opna lykillínur að svarta kóngn- um. 30...cxd5 31. exd5 Bxf5 32. c6 Db8 33. d6 Re4 33... Ha3 gekk ekki upp vegna 34. c7. 34. cxd7+ Kd8 35. Dxe5 og svartur gafst upp. Landsbanki Íslands, Guð- mundur Arason ehf. og Reykjavíkurborg styrktu mótið með rausnarlegum framlögum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 20. mars, er sjötug Hrefna Magnúsdóttir, textílhönn- uður, Beykihlíð 4, Reykja- vík. Hún heldur uppá af- mælisdaginn með fjölskyldu sinni. MEÐ MORGUNKAFFINU Jónas minn. Þú átt að segja „já“, ekki „já, eins og vanalega“. SAMFYLKINGARDAGAR svo- kallaðir voru haldnir á Akureyri um síðustu helgi. Níu þingmenn flokks- ins fóru þá norður ásamt starfs- mönnum flokksins, heimsóttu Há- skólann, Menntaskólann og Verkmenntaskólann, þar sem rætt var við nemendur og kennara. Samfylkingarfélag var stofnað í Eyjafjarðarsveit á laugardaginn, sama dag var haldinn aðalfundur flokksfélagsins á Akureyri og einn- ig tekið í notkun framtíðarhúsnæði jafnaðarmanna í höfuðstað Norður- lands, í Lárusarhúsi við Eiðsvalla- götu. Fyrr um daginn var þar fund- ur um stefnumótun í heilbrigð- ismálum. Umræðuefni fundarins var stjórnkerfisbreytingar, flutningur verkefna milli ráðuneyta, flutningar verkefna til sveitarfélaga, öldrunar- mál og málefni geðfatlaðra og fatl- aðra. Formaður Samylkingarinnar Össur Skarphéðinsson, kynnti stefnumótunarvinnu flokksins í þeim málum og starfsmenn Akur- eyrarbæjar ræddu lærdóma sem Akureyringar hafa dregið af reynsluverkefnum í heilbrigðisþjón- ustu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fundur um stefnumótun í heilbrigðismálum, sem fram fór í Lárusarhúsi. Samfylkingardagar haldnir á Akureyri Bútasaumshátíð í Gerðubergi Laugardaginn 20. mars kl. 14–17 verður basar/flóamarkaður og opið hús hjá Íslenska bútasaumsfélag- inu í Gerðubergi í tengslum við aðalfund félagsins. Aðalfundurinn verður í stóra fundarsalnum í Gerðubergi kl. 13–14 og að honum loknum verða þar helstu búta- saumsverslanir með sölu- og kynningarbása. Sýning verður á teppum sem félagsmenn hafa saumað fyrir verkefnið „Teppi fyr- ir hetju“. Námskeið verða allan daginn fyrir félagsmenn, en það þarf að skrá sig á þau fyrirfram. Gestur félags- ins þennan dag er Liselotte Kan- nik-Marquardsen, stjórnarkona í Dansk Patchwork Forening og mun hún leiðbeina á námskeiðum og kynna saum á Dear Jane- teppum. Svartárbotnahátíð haldin í Ara- tungu á morgun, laugardaginn 20. mars kl. 21. Heiðursgestur kvöldsins verður Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra. Karlakór Hreppamanna syngur, stjórnandi Edit Molnár, undirleikari Miklos Dalmay. Hjalti í Fossnesi, Krist- ján í Ásakoti og Jón í Gígj- arhólskoti skemmta og Hekla Hrönn syngur. Ingimar Einarsson leikur á dragspil. Kynnir verður Hilmar Einarsson bygginga- fulltrúi. Þá verður einnig böggla- uppboð. Aðgangseyrir er 2.000 kr. og veit- ingar verða seldar á staðnum. All- ur ágóði rennur til uppbyggingar á Svartárbotnaskálanum. Fræðslufundur Geðhjálpar verð- ur haldinn í dag, laugardaginn 20. mars, kl. 14 á Túngötu 7. Sigurður Örn Hektorsson geðlæknir fjallar um meðferðarúrræði geðsjúkra sem hann m.a. starfaði við í Bandaríkjunum. Þá mun hann svara spurningum gesta að lokinni framsögu. Boðið upp á veitingar. Málþing VG um menntamál Vinstrihreyfingin – grænt framboð stendur fyrir málþingi um menntamál laugardaginn 20. mars kl. 10 á Hótel Loftleiðum. Yf- irskrift málþingsins er „Framsýni á faglegum grunni“. Þingið er lið- ur í mótun nýrrar mennta- og skólamálastefnu VG sem unnið er að um þessar mundir. Málþingið er öllum opið. Erindi halda: Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, Þröstur Brynj- arsson, varaformaður Félags leik- skólakennara, Finnbogi Sigurðs- son, formaður Félags grunnskólakennara, Elna Katrín Jónsdóttir, varaformaður Kenn- arasambands Íslands, Þórólfur Þórlindsson, formaður Félags pró- fessora, Emil Björnsson, Fræðslu- neti Austurlands, og Ingólfur Ás- geir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Fund- arstjóri Drífa Snædal, ritari VG. Smáhundasýning í Garðheimum Í dag, laugardaginn 20. og sunnu- daginn 21. mars, standa Garð- heimar, í samstarfi við Hunda- ræktarfélag Íslands, fyrir smáhundasýningu í Garðheimum við Stekkjarbakka. Sýndar verða 16 tegundir smáhunda, sem eru flestar þær tegundir hreinrækt- aðra smáhunda sem finnast hér á landi. Opnuð hefur verið ný og stærri gæludýradeild í Garðheimum þar sem m.a. er boðið upp á dýrafóður frá framleiðendunum Proplan, Royal Canin. Verslunin er opin til kl. 21 öll kvöld. Vináttufélag Íslands og Kúbu stendur að opinni dagskrá í dag, laugardaginn 20. mars, í MÍR- salnum, Vatnsstíg 10 í Reykjavík, í kjölfar aðalfundar. Kl. 18.30 er léttur kvöldverður og kl. 20 verð- ur sýnd kvikmyndin „The Cuban Rebel Girls“ (70 mín.). Einnig seg- ir ungt fólk frá nýlegri heimsókn til Kúbu. Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla við stjórnarráðið Sam- tök herstöðvaandstæðinga munu andæfa stríðsrekstrinum, stuðn- ingi íslenskra stjórnvalda og veru bandaríska hersins á Íslandi, fyrir framan stjórnarráðið kl. 12 í dag, laugardag. Þar munu einnig ís- lenskir friðarsinnar veita verð- laun, segir í fréttatilkynningu. Hraðskákmót Kópavogs í barna- og unglingaflokki verður haldið í dag, laugardaginn 20. mars, kl. 14, í félagsheimili Taflfélags Kópa- vogs, Hamraborg 5, þriðju hæð. Mótið er fyrir nemendur 1.–10. bekkjar. Aðalfundur Hollvinasamtaka um Gufubað- og smíðahús á Laugarvatni verður í dag, laug- ardaginn 20. mars, kl. 16, í Smíða- húsinu við Laugarvatn. Kynntar verða endurbætur sem unnar hafa verið á sl. vikum. Heimasíða sam- takanna kynnt (www.gufa.is). Í DAG FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.