Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 41
Fylltar kjúklingabringur 4 kjúklingabringur Bringurnar eru flattar út með kjöthamri eða kökukefli. Fylling 6–8 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir 8 ólívur, saxaðar 4 msk pestó 3 hvítlauksgeirar, kramdir 4 msk brauðraspur 1 msk hveiti ½ tsk nýmalaður pipar 2 msk olía ef blandan er mjög þurr Ofan á álpappírinn salvía eðalkrydd frá Pottagöldrum Blandið fyllingunni saman og jafnið á kjúklinga bringurnar. Rúllið kjúklingabringunum þétt saman og pakkið þeim svo í álpappír sem búið er að strá á salvíu og eðalkryddi. Bakið bringurnar í ofni við 180°C í 30–40 mínútur. Fjarlægið álpappír- inn og sneiðið hverja rúllu í 2–3 sneiðar. Þessi réttur er borinn fram með hrísgrjónum eða gratíneruðum kart- öflum, sveppasósu og salati. Sveppasósa 150–250 g sveppir ¼ laukur, saxaður 50 g smjör 3 msk hveiti 4 dl soð eða vatn og kjötkraftur 2 dl kaffirjómi gráðostur (má sleppa) salt og pipar sósulitur (ef maður vill) Hreinsið og sneiðið sveppina, mýkið sveppina og laukinn í smjör- inu og stráið hveitinu yfir. Hrærið vel í. Hellið soðinu smátt og smátt saman við og hitið, passið að ekki myndist kekkir. Látið suðuna koma upp. Hellið rjóma út í og kryddið eft- ir smekk. Látið sjóða og bætið rjóma eða vatni í ef sósan er of þykk. Bætið í sósulit ef þið óskið eftir. Í þessa sósu má láta gráðost og hvítvín til tilbreytingar, þá er komin góð ostasósa sem hentar vel með mat eða pasta. Einnig er gott að nota heil piparkorn og malaðan pip- ar til að búa til piparsósu. Þannig er hægt að leika með þessa grunnupp- skrift og búa til sósur með ýmsu ívafi. Paul Newton hjá versluninni Pip- ar og Salt segir að auk þess sé verslunin með fleira á boðstólum sem tengist páskaeggja- gerðinni eins og matarliti, pensla og sérstakan pott til að bræða í súkkulaði. Þetta er sextánda árið sem verslunin býður vörur til páska- eggjagerðar og á ári hverju bætist við nýir viðskiptavinir. Paul segist eiga í fór- um sínum góða uppskrift að súkku- laðieggjablöndu sem hann deili gjarnan með viðskiptavinum. Hann telur að margir hafi gaman af því að búa til sín eigin egg og velja inni- haldið í þau og ekki síður að fá að velja málshættina handa sínu fólki. Það er ekki óalgengt að fólk búi sjálft til konfektmola til að fylla eggin með eða setji smáhluti eða uppáhaldssætindi í þau. Dæmi eru um að fólk noti heimatilbúnu eggin sem umbúðir utanum stærri gjafir eins og skartgripi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 41 Morgunblaðið/Jim Smart  MATUR | Á röltinu Margir þekkja ferska Ranapastað sem er búið að veraá markaðnum í mörg ár. Á röltinu komumst við að því að nýj- ungar hafa verið að bætast við Rana pasta. Eldamennskan á ekki að taka langan tíma eða frá mínútu og upp í tíu mínútur. Meðal nýjunga er ravioli með Porchini sveppum, ravioli með tóm- ötum og mozzarella og gnocchi með tómötum og mozzarella, gnocchi með gorgonzola og gnocchi með skinku og osti. Að lokum eru svo nýjungar, sfogliavelo með 4 ostum og sfogliavelo með Ricotta osti og ferskum kryddjurtum. Þessar vörur fást m.a. í Nóatúnsverslunum, Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Melabúðinni og Sparverslun Bæjarlind. Neytendur sem hafa áhuga á að prófa þessar nýju vörur geta fylgst með tilboðum sem verða á pastanu á næstu vikum. Páskaeggjamót Senn koma páskar og þeir sem eru myndarlegir og ætla að búa sjálfir til páskaegg geta lagt leið sína í Pipar og Salt á Klapp- arstígnum. Þar fást nú tíu mismun- andi gerðir af páskaeggja- og kan- ínumótum sem kosta frá 495 krónum. Pasta og páskaegg Afrískur kjúklingur 4-5 kjúklingabringur 2 msk matarolía til steikingar 3 pressaðir hvítlauksgeirar 2 saxaðir laukar ½ tsk salt 5 tsk Karry Madrass, hot 2 tsk cuminduft 1 tsk paprikuduft ¾ tsk kanill 4 msk matarolía 2 msk púðursykur Mýkið hvítlauk og lauk í olíu. Blandið þurra kryddinu saman við og hitið vel með lauknum, svona 1 mín. á góðum hita, blandið síðan 4 msk olíu og 2 msk. púðursykri vel saman við. Látið í skál eða djúpt fat og kælið aðeins. Skerið kjúklinga- bringurnar í strimla. Eldið á pönnu þar til kjötið er orðið hvítt að utan, (ekki gegneldað). Blandið kjúklingn- um saman við kryddblönduna og lát- ið bíða á meðan sósan er er búin til. Sósa 1 dós niðursoðnir tómatar (notið vökvann) 6 msk soyasósa 2 tsk edik ½ tsk salt 1 tsk pipar 2 dósir jógúrt án ávaxta (blandað saman við í lokin). Blandið öllu saman sem á að fara í sósuna ( nema jógúrtinni), bætið kjúklingnum út í og sjóðið í 15 mín. Látið jógúrtina sjóða með seinustu 5 mín. Athugið að rétturinn þarf litla suðu í lokin með jógúrtinni. Ofan á 4 msk kókósmjöl 1 banani rauðar og grænar paprikuræmur Þurrsteikið kókosmjölið, sneiðið bananann og bætið út í kókosmjölið ásamt paprikuræmunum. Borið fram í fallegu djúpu fati og látið kókósblönduna yfir réttinn fyr- ir framreiðslu. Meðlæti er soðin hrís- grjón, salat og brauð. SMS tónar og tákn Fréttir á SMS DAGLEGT LÍF Kringlukast 20% afsláttur af völdum vörum Kringlunni, s. 588 1680 iðunn tískuverslun Ókeypis Redusan í kaupbæti með Phasomin kolvetnagleypi Ókeypis Ultra RX-Joint krem með Lið-Aktín Redusan fitugleypir frítt með! Þegar þú kaupir glas af Kvennablóma færðu annað í kaupbæti Þegar þú kaupir glas af Sabal Forte færðu annað í kaupbæti Ultra RX-Joint krem í kaupbæti með hverju glasi af Lið-Aktín á meðan birgðir endast 1 8 . - 2 1 . M A R S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.