Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 48

Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 48
UMRÆÐAN 48 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ É g var svo ótrúlega stolt af litlu systur minni, sem er tíu árum yngri en ég, þegar ég fylgdist með henni hafa sig til fyrir árshá- tíð skólans síns um daginn. Litla systir mín, sem raunar er ekkert lítil lengur, er í níunda bekk. Hún er sem sagt unglingur. Á meðan hún greiddi sér og gerði sig fína ræddi ég við hana um útlit. Ég spurði hvort margar jafnöldrur hennar færu í ljós eða settu á sig brúnkukrem fyrir atburði eins og árshátíð. Hún sagðist vita til þess, reyndar hafði ein vinkona hennar farið í ein- hvers konar úðabrúnku- meðferð, sem felst í því að fljótandi brúnku er úð- að á líkamann í gegnum þar til gerðar sprautur sem standa út úr veggjum í litlum klefa. Systir mín sagðist hins vegar, mér til nokk- urrar undrunar og enn meiri ánægju, ekki hafa minnsta áhuga á ljósabrúnku, úðabrúnku eða brúnkukremum. Sagðist vera sátt við að vera með hvíta húð. „Ég er bara svona,“ sagði systir mín. Ástæðan fyrir því að ég var svona stolt af þessum ummælum unglingssystur minnar er sú að mér fannst þau bera vott um sterka sjálfsmynd hennar. Mér fannst gott að heyra að hún sætti sig við það ljósa litarhaft sem við eigum sameiginlegt og legði ekki áherslu á að breyta því. Enda leit hún hreint glimrandi vel út í kjólnum sem ég lánaði henni vegna þessa stórviðburðar sem skólaárshátíðin er. Á vissan hátt skammaðist ég mín því ég hafði nýlega farið á árshátíð í sama kjólnum, en gat þá ekki látið það eiga sig að smyrja á mig brúnkukremi. Mér fannst það henta kjólnum svo ákaflega vel, þar sem hann huldi hvorki handleggi né axlir að fullu. Ég var ekki alveg sátt við mína náttúrlega fölu húð og ákvað að betur færi á því að dekkja hana. Sem betur fer held ég að ég sé svona nokkurn veginn vaxin upp úr því að finnast ég þurfa að upp- fylla tilteknar útlitskröfur sem sumir segja að samfélagið geri. Ég held reyndar að samfélagið geri engar kröfur. Samfélagið hefur ekki sjálfstæðan vilja og getur ekki gert eitt né neitt. Unglingsárin eru viðkvæmur tími, er oft sagt. Þess vegna er svo mikilvægt að unglingar – ein- staklingar í mótun – hafi sterka sjálfsmynd og alist upp við það að þau eigi að vera þau sjálf en keppist ekki við að uppfylla ímyndaðar kröfur. Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að einstaklingar eigi fyrst og fremst að gera kröfur til sjálfra sín, en ætlast til einskis af öðrum. Þetta fannst mér kristallast í svörum systur minnar við brúnkuspurningum mínum. Ég held nefnilega að vel sé hægt að sporna við því að unglingar geri óraunhæfar útlitskröfur til sjálfra sín með því að aðstoða þá við að byggja upp sterka sjálfsmynd. Kenna þeim að elska sjálfa sig fyrst og fremst, en ekki reyna að apa upp útlitseinkenni eftir mis- góðum fyrirmyndum sem birtast í kvikmyndum, sjónvarpi og mynd- böndum. Systir mín tók þá ákvörðun að vera sátt við sína húð og gera eng- ar tilraunir til að þekja hana með kremi í öðrum og dekkri lit. Né heldur gerði hún miklar tilraunir til að beita snyrtivörum í óhófleg- um mæli til að fela náttúrulega fegurð. Slíka húðþekjun telja þó margir ákjósanlega við hátíðleg tækifæri. Eins og ég lýsti framar tók ég sjálf þá ákvörðun að freista þess að öðlast brúnku án sólar fyrir mína árshátíð til að verða sátt við mitt útlit. Mikilvægt er að gera grein- armun á þessum tveimur ákvörð- unum, þeirri sem ég tók og þeirri sem systir mín tók. Þótt um það megi sjálfsagt deila, þá telst ég fullorðinn einstaklingur sam- kvæmt lögum og öðrum mæli- kvörðum sem við höfum til að meta það. Systir mín er ein- staklingur í mótun, á meðan ég telst nokkurn veginn fullmótuð. Það að hún hafi þroska til að taka ákvörðun sem ber vott um sterka sjálfsmynd er langtum mikilvægara en sú staðreynd að mín ákvörðun byggðist á óraun- verulegum kröfum mínum til sjálfrar mín. Þótt því megi halda fram að einstaklingar séu í sífelldri mótun og verði kannski aldrei fullorðnir, þá er ekki hægt að horfa framhjá því hversu mikilvægt mótunar- skeið unglingsárin eru. Sterk sjálfsmynd á unglingsárum mótar þá sýn sem einstaklingurinn hef- ur á sjálfan sig alla ævi. Þess vegna skiptir það ekki eins miklu máli hvort ég er sátt við það sem ég sé í speglinum eins og að systir mín sé sátt við það sem hún sér. Ég hef, eða á að minnsta kosti að hafa, aldur og þroska umfram hana til að vita hvað eru raunhæf- ar kröfur um útlit og hvað ekki. Þetta kann að hljóma sér- kennilega, þar sem ég get nú vart talist góð fyrirmynd hvað út- litskröfur varðar með mitt brúnkukrem á árshátíðarkvöldi. Mín ákvörðun er hins vegar al- gjört aukaatriði. Lykilatriðið er að unglingar, eins og systir mín, hafi nægilega sterkt egó til að skilja að þótt stóra systir kjósi að taka þá áhættu að verða flekkótt eða appelsínugul vegna brúnku- kremsnotkunar, þá þarf litla syst- ir ekki að taka þann séns líka. Kröfur um útlit eiga fyrst og fremst að byggjast á því hvað hverjum og einum þykir eðlilegt og líður vel með. Hver og ein(n) á að gera kröfur á sjálfa(n) sig, en ekki fara eftir kröfum annarra. Sjálfsmynd hvers og eins mót- ast að verulegu leyti af útliti. Til að þessu megi breyta þarf að styrkja sjálfsmynd unglinga – einstaklinga í mótun – svo það fólk sem samfélagið byggir verði nægilega sátt við sjálft sig til að geta sagt; „Ég er bara svona.“ „Ég er bara svona“ Sjálfsmynd hvers og eins mótast að miklu leyti af útliti. Til að breyta því þarf að styrkja sjálfsmynd unglinga, ein- staklinga í mótun, svo það fólk sem samfélagið byggir verði sátt við sjálft sig og geti sagt: „Ég er bara svona.“ VIÐHORF Eftir Eyrúnu Magnúsdóttur eyrun@mbl.is LIFANDI heilsa! Þessi orð velta upp fjölmörgum jákvæðum hug- tökum: Að vera sprelllifandi, gróska, frjósemi, hreysti, nátt- úrulegt, ríkulegt, umbreytandi, vax- andi, blómstrandi. Að lifa heilsuna MÍNA. Sáltaugaónæmisfræði er fagorðið yfir áhrif hugans (og tilfinninga) á líkamann. Í mörg ár fékkst ég við heilun á huga og lík- ama, þó án þess að skilja að þessi tengsl virka á báða vegu. Undanfarið hef ég ein- beitt mér sterklega að þessu samspili hugans á líkama, án þess að hugsa sérstaklega mikið um áhrif lík- amans á hugann, fyrir utan það að hreyfing gefur orku og aukna gleði. Ég las nýlega grein sem færði mér sönnur á gildi samspils líkama og anda. Í greininni var sagt frá því hvernig bætiefni hafa verið notuð til að lækna geðtruflanir eins og geð- hvarfasýki og geðklofa. Raunveru- legir geðsjúkdómar hafa sem sagt verið læknaðir, ekki aðeins með- höndlaðir, með bætiefnum. Ef við viljum njóta andlegrar og tilfinn- ingalegrar heilsu verðum við að gera líkamann heilbrigðan og ánægðan. Fyrir einu og hálfu ári tók ég þá ákvörðun að einbeita mér að því að ná bestu mögulegu heilsu á öllum sviðum: líkamlega, tilfinningalega, andlega og á sviði hugans, í fjöl- skyldu, í vinnu, í fjármálum o.s.frv. Ein af afleiðingum þess að ég tók þá ákvörðun var að ég komst í sam- band við Faridu Sharan sem er ein af færustu sérfræðingum í heimi á sviði náttúrulegra lækninga. Ástæða þess að ég hrífst af að- ferðum Faridu er margþætt. 1. Aðferðir hennar eru í samræmi við niðurstöður mínar um áhrifarík- ustu leiðir til að heila líkamann (ég hef lengi haft mikinn áhuga á margskonar óhefðbundum aðferð- um) 2. Þær eru rökréttar og í samræmi við það sem gæti kallast hyggjuvit. 3. Aðferðirnar hafa verið notaðar og reynst vel fyrir þúsundir manna í gegnum árin og á mig þar á meðal. 4. Þær byggjast á víðsýni en ekki þröng- sýni eða einni réttri leið, lifandi heilsa er ýmsar aðferðir (vest- rænar, kínverskar, ind- verskar) og svo ýmiss konar heildræn meðferðarform. 5. Hugtakið „innri vistfræði“ 6. Aðferðin skilur ábyrgðina eftir í höndum einstaklingsins sjálfs. Þetta þýðir að það er í ÞÍNU valdi að gera þig heilbrigðan og heilan, þú þarft ekki að bíða eftir að einhver annar gefi þér aftur heilsuna þína. Innri vistfræði er hugtak sem er fullkomlega rökrétt í mínum augum. Rétt eins og lífríkið í umhverfinu hefur sitt vistfræðikerfi sem laskast ef það er ekki í jafnvægi erum við með innra vistkerfi sem einnig þarf að halda í jafnvægi. Einkenni geta virst þau sömu hjá fólki, en þegar þú lítur á innra vistkerfi manneskj- unnar geta orsakir einkenna verið ólíkar. Þetta var einn af athygl- isverðustu og rökréttustu þáttunum sem ég hef séð í nálgun aðferða- fræðinnar við að meðhöndla sjúk- dóma. Lifandi heilsa er lifandi, hún þroskast og vex með nýjum upplýs- ingum og þekkingu sem maður til- einkar sér smátt og smátt. Lifandi heilsa mun að lokum umbreyta lík- amanum og gefa okkur líf sem teng- ir líkama, anda og sál. En eins og ég hef rekið mig á verður umbreyt- ingin að hefjast í líkamanum. Ég bað Faridu að gefa okkur sýn á fyrirbærið: Lifandi heilsa snýst um að velja rétt til að skapa það líf sem þú virkilega óskar þér. Af hverju að láta sig dreyma um það sem maður vill þegar maður getur valið að láta það verða að veruleika frá degi til dags? Til þess að geta valið góða kosti þarf maður að hafa upplýsingar um hvað er raunveru- lega gott fyrir mann, og við þurfum að læra leiðirnar sem hægt er að fara til að geta látið draumana ræt- ast. Líkamleg heilsa er grunnurinn í lífinu. Þegar líkama okkar líður vel finnst okkur sem við getum gert hvað sem er og tilfinningar okkar verða jákvæðar og styðjandi. Þegar líkama okkar líður ekki vel verða til- finningar okkar þungar og við finn- um fyrir tregðu. Lifandi heilsa! Eftir Gitte Lassen ’Lifandi heilsa mun aðlokum umbreyta lík- amanum og gefa okkur líf sem tengir líkamann, anda og sál.‘ Gitte Lassen Höfundur er ráðgjafi og býður upp á einkatíma, fyrirlestra og námskeið. Á AÐALFUNDI Sparisjóðs vél- stjóra, sem haldinn var 12. mars sl., kom a.m.k. tvennt markvert fram. Í fyrsta lagi hefur Hallgrímur Jóns- son sparisjóðsstjóri ákveðið að láta af störfum fyrir haust- ið en hann hefur sinnt starfinu í tæp 40 ár. Í öðru lagi kom fram að nú er vilji til þess, a.m.k. af hans hálfu, að sameina sparisjóðina á Reykjavíkursvæðinu en um er að ræða Sparisjóð vélstjóra, Sparisjóð Kópavogs, Sparisjóð Hafn- arfjarðar og Spron. Það verður fyrst mögulegt í framhaldi af starfslokum Hall- gríms þar sem hann og Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri í Spron, hafa ekki getað talað saman síðan Guðmundur stóð að því að fella Hall- grím sem formann stjórnar spari- sjóðabankans sem Hallgrímur svar- aði með því að fá Jón Sólnes núverandi formann Sambands ís- lenskra sparisjóða til þess að fella Guðmund úr sæti formanns spari- sjóðasambandsins. Í framhaldinu hótaði hann að Spron gengi úr spari- sjóðasamstarfinu. Þannig er nú ástandið í hinni ómissandi sam- heldnu sparisjóðafjölskyldu. Þegar rætt var um sölu á Spron til KB banka voru helstu gallarnir að staða starfsfólksins var talin ótrygg og síðan var talið alveg nauðsynlegt að litlu einingarnar þ.e. sparisjóð- irnir, héldu áfram starfsemi þar sem þar væri þjónustan við viðskiptavin- ina í hámarki öfugt við stóru fjár- málafyrirtækin. Hver er nú munurinn á því að sameina sparisjóðina á Reykjavík- ursvæðinu eða selja þá bönkunum? Við nánari skoðun virðist munurinn ekki ýkja mikill nema fyrir stofnfjár- eigendurna. Ef við lítum á stöðu starfsfólksins þá hlýtur því að fækka ef fjórir sparisjóðir verða samein- aðir. Ef það gerist ekki þá er erfitt að átta sig á tilganginum sem hlýtur að vera hagræðing en hagræðing er í reynd í flestum til- fellum fækkun starfs- manna og um leið lækkun á launakostn- aði. Leiða má að því líkur að fljótlega muni starf- semi eins stórs spari- sjóðs hér á Reykjavík- ursvæðinu verða með svipuðu sniði og hjá bönkunum enda hlýtur markmiðið að vera að búa til einingu sem hef- ur í fullu tré við bank- ana. Ef það er ekki markmiðið þá er vandséð hver til- gangurinn er með samrunanum. Ef við skoðum hagsmuni stofnfjáreig- enda annars vegar við sölu á spari- sjóðunum og hins vegar við samein- ingu þeirra þá er hún gjörólík. Með sölu sparisjóðanna til bank- anna hefðu stofnfjáreigendunir fengið þó nokkra fjarmuni fyrir bréfin sín en við sameiningu spari- sjóðanna er staðan óbreytt; bréfin eru til þess að gera lítils virði. Að öllu þessu skoðuðu hljóta stofnfjár- eigendur að spyrja sig í hvers um- boði stjórnarmenn í sparisjóða- sambandinu gengu fram fyrir skjöldu og kröfðust þess að sett yrðu lög sem hindruðu sölu sparisjóð- anna. Hver gaf þeim umboð til þess? Hvað varðar Sparisjóð vélstjóra þá spurði Hallgrímur Jónsson hvorki stjórn né stofnfjáreigendur álits þótt hann færi þar framarlega í flokki. Mér vitanlega voru stofnfjáreigend- urnir ekki spurðir álits þótt þessir ágætu sparisjóðsstjórar séu ráðnir af stjórnunum sem stofnfjáreigend- urnir kjósa á sínum aðalfundum og starfa því í umboði þeirra. Nei, fyrir því var greinilega ekki haft þótt í svona stóru máli hefði skilyrðislaust átt að kalla saman fund stofnfjáreianda til þess að fá umboð til þess að knýja fram laga- setningu. Ef við lítum á stöðu Spari- sjóðs vélstjóra við slíkan samruna þá má leiða að því sterkar líkur að sam- einaður sparisjóður muni ekki bera heitið Sparisjóður vélstjóra og heyrst hefur að tillaga sé uppi um nafnið Sparisjóður Íslands. Það er deginum ljósara að vél- stjórar geta fengið sömu þjónustu, a.m.k ekki lakari, hjá öðrum fjár- málastofnunum en Sparisjóði vél- stjóra. Því spyr maður sjálfan sig, ef nafnið fer hvað er þá eftir af Spari- sjóði vélstjóra og þeirri hugsjón sem stofnun hans fylgdi? Af hverju ættu vélstjórar frekar að skipta við Spari- sjóð Íslands en aðrar fjármálastofn- anir ef kjörin verða ekkert betri þar en annars staðar sem ekkert bendir til að þau verði. Niðurstaðan er einföld eða sú að þessir mætu sparisjóðsstjórar sem kröfðust lagabreytinga til þess að bjarga sparisjóðunum voru ekki að því. Þeir voru einungis að leggja grunn að enn einum bankanum og hafa um leið stórfé af stofnfjáreig- endunum, a.m.k. á Reykjavík- ursvæðinu; mönnunum sem réðu þá í vinnu og greiða þeim laun. Raunir stofnfjáreigenda sparisjóðanna Helgi Laxdal skrifar um málefni sparisjóðanna ’… þessir mætu spari-sjóðsstjórar sem kröfð- ust lagabreytinga til þess að bjarga spari- sjóðunum voru ekki að því.‘ Helgi Laxdal Höfundur er formaður Vélstjórafélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.