Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 25
„ATBURÐIR af þessu tagi, sem eru
ekkert annað en þjóðernishreinsanir,
geta ekki gengið,“ sagði Gregory
Johnson aðmíráll
og yfirmaður
NATO-herjanna í
Suður-Evrópu í
gær um átökin
milli Serba og
Albana í Kosovo. Í
yfirlýsingu frá
NATO sagði einn-
ig, að það væri
fyrst og fremst á
ábyrgð leiðtoga
Kosovo-Albana að binda enda á óöld-
ina.
Johnson lét þessi orð falla eftir við-
ræður við Harri Holkeri, borgaraleg-
an yfirmann Sameinuðu þjóðanna í
Kosovo. Áður hafi hann sagt, að átök-
in hefðu verið „skipulögð“ og boðuðu
ekkert gott fyrir framtíð Kosovohér-
aðs. Meira en 2.000 hermenn frá
Frakklandi, Bretlandi, Þýzkalandi,
Danmörku, Ítalíu og Bandaríkjunum
verða sendir til Kosovo en þar er fyrir
18.000 manna fjölþjóðlegt lið á vegum
SÞ.
Óttazt að átökin valdi
einnig ólgu í Bosníu
Í yfirlýsingu NATO sagði, að þess-
ir liðsflutningar væru til marks um,
að bandalagið væri staðráðið í að
binda enda á ofbeldisverkin. Staðfest-
ur fjöldi yfir mannfall í átökum síð-
ustu daga var í gær leiðréttur í 28
manns. Áður var talið að 32 hefðu lát-
ið lífið. Um 600 hafa særzt.
Óttazt er, að átökin í Kosovo geti
kynt á ný undir ólgu milli Serba og
múslíma í Bosníu en þar hefur verið
kveikt í a.m.k. einni serbneskri
kirkju. Í Kosovo hafa nokkrar kirkjur
verið brenndar og einnig moskur.
Hugmyndir að varanlegri skipt-
ingu héraðsins milli þjóðarbrotanna
fengu nýjan byr í Belgrad í gær.
Serbneski forsætisráðherrann Vojisl-
av Kostunica vakti máls á þessu fyrir
skemmstu en þá vísuðu bæði Holkeri
og leiðtogar Kosovo-Albana hug-
myndinni þegar á bug.
„Þjóðernishreinsanir“
stundaðar í Kosovo
Gregory Johnson
Pristina. AP, AFP. NÝKJÖRINN forsætisráðherra
Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapa-
tero, sagði á fimmtudaginn að hann
væri hlynntur því að hjónabönd
samkynhneigðra yrðu lögleidd og
kvaðst reikna með að leggja fram
lagafrumvarp þar um.
„Já,“ sagði Zapatero hiklaust
þegar hann var spurður, í viðtali
við sjónvarpsstöðina Telecino,
hvort hann væri fylgjandi því að
leyfa samkynhneigðum að giftast.
„Við munum leggja fram frumvarp
um að lögformlegt samband sam-
kynhneigðra verði jafnrétthátt
[hefðbundnu] hjónabandi,“ sagði
hinn væntanlegi forsætisráðherra,
og bætti við að réttindi samkyn-
hneigðra til að giftast væru eitt af
því sem einkenndi „nútímalegt og
umburðarlynt samfélag“.
Fráfarandi hægristjórn, undir
forystu Þjóðarflokks Joses Marias
Aznars, hafði ítrekað hafnað kröf-
um um að lögleiða hjónaband sam-
kynhneigðra.
Samkynhneigðir fái
að giftast á Spáni
Madríd. AFP.
Jose Luis Rodríguez Zapatero
ruðningsboltahetjuna O.J. Simpson
með góðum árangri gegn morð-
ákæru fyrir um það bil einum áratug
mun hafa rukkað hann um „aðeins“
sex milljónir dollara, eða 426 millj-
ónir króna.
Í verjendaliði Skillings, sem kem-
ur víða að, eru meðal annars fjórir
menn frá lögmannsstofunni O’Melv-
eny & Myers, sem
er svo vel þekkt, að á
hana er minnst í
sjónvarpsþáttunum
„The Sopranos,“
sem fjalla um mafíu-
fjölskyldu í New
Jersey.
Að sögn Houston
Chronicle er þar
fremstur í flokki Daniel Petrocelli,
frá Kaliforníu, sem hefur komið víða
við. Hann vann einkamál sem fjöl-
skylda Rons Goldmans, sem Simp-
son var ákærður um að hafa myrt,
höfðaði á hendur Simpson eftir að
hann var sýknaður af morð-
ákærunni. Þá hefur Petrocelli, sem í
æsku átti sér þann draum að verða
atvinnutrompetleikari, varið Bang-
símon fyrir hönd Disneys með góð-
um árangri.
Meðaljón ætti enga möguleika
Lögmenn sem tjáðu sig um málið
við Houston Chronicle báru „varn-
arsveit“ Skillings saman við það sem
Enron-rannsóknarhópurinn, sem
bandaríska dóms-
málaráðuneytið
setti á laggirnar og
rekur, hefur úr að
spila. „Það eina
sem er hægt að
kaupa sér í svona
máli er jafn grund-
völlur. Yfirvöld
hafa svo að segja
ótakmarkað bolmagn,“ segir Mike
Ramsey, lögfræðingur í Houston, og
verjandi Kens Lays, fyrrverandi
stjórnarformanns Enron, sem einnig
á yfir höfði sér ákærur.
„Venjulegur borgari, fátæklingur
eða miðstéttarmaður, myndi ekki
eiga neina möguleika á að verjast
svona löguðu.“
Reuters
Jeffrey Skilling á milli verjenda sinna, Daniels Petrocellis (t.v.) og Bruce Hilers, er honum var birt ákæra nýlega.
’Ef til vill eru lögfræðingarnir
hans bara að
tryggja að glæpir
borgi sig ekki.‘