Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@fiton.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Garðastræti 37 – Sími 511 2828 SORG Í FINNLANDI Mannskæðasta umferðarslys í sögu Finnlands varð í fyrrinótt er stór flutningabíll með tengivagn og rútubifreið lentu í árekstri í hálku á vegi í Mið-Finnlandi. Fórust 24, að- allega ungmenni frá Helsinki á leið í skíðaferðalag. Rann flutningabíll- inn til á veginum og lenti tengi- vagninn, sem var fullur af 700 kílóa pappírsrúllum, framan á rútunni. Þjóðarsorg er í Finnlandi og sagði Jón Baldvin Hannibalsson, sendi- herra Íslands í Helsinki, að fólk væri harmi slegið. Sagði hann jafn- framt, að þessir miklu flutningar á finnskum vegum væru stórhættu- legir. Prestur í rannsókn Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú mál tveggja manna sem grun- aðir eru um kynferðisafbrot gegn börnum. Annar mannanna hefur starfað sem prestur í afleysingum. Biskupsstofa hefur sent frá sér yf- irlýsingu þar sem það er harmað að þetta mál skuli hafa komið upp. Mansal gæti náð fótfestu Utanríkisráðherra segir ýmislegt benda til þess að mansal gæti náð fótfestu hérlendis. Hann sagði virka löggæslu og aukna vitund al- mennings um þess konar glæpa- starfsemi mikilvæga. Þrjú mansals- mál komu upp hér á landi á síðasta ári. Nýtt nafn Eimskipafélags Eimskipafélagið heitir nú Burð- arás, en nafni félagsins var breytt á aðalfundi í gær. Jafnframt var nafni dótturfélagsins Eimskips breytt í Eimskipafélag Íslands. Björgólfur Thor Björgólfsson var kjörinn stjórnarformaður Burðaráss. Hvatt t i l samstöðu George W. Bush Bandaríkja- forseti minntist þess í gær, að ár er liðið frá Íraksinnrás, og hvatti til samstöðu gegn hryðjuverkum. Við- urkenndi hann, að mikill ágrein- ingur væri um Íraksstríðið með „góðum vinum“, en sagði það heil- aga skyldu að berjast gegn „ofbeldi hinna fáu“. Í yfirlýsingu 26 kunnra manna í Bandaríkjunum og Evrópu segir, að samskipti Bandaríkjanna og Evrópu hafi ekki áður verið verri, og er það rakið til Íraks- stríðsins. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Viðhorf 48 Viðskipti 13/18 Minningar 53/60 Erlent 22/25 Umræðan 48/52 Höfuðborgin 27/28 Kirkjustarf 60/62 Akureyri 29/30 Staksteinar 74 Suðurnes 31 Myndasögur 73 Landið 32 Bréf 72 Árborg 33 Dagbók 74/75 Listir 34/35 Leikhús 80 Úr Vesturheimi 36 Fólk 80/85 Neytendur 38 Bíó 83/85 Heilsa 39 Ljósvakamiðlar 86 Forystugrein 44 Veður 87 * * * EMBÆTTI ríkislögreglustjóra lagði í gær fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um gæsluvarðhald til loka apríl nk. yfir mönnunum þremur sem grunaðir eru um að hafa komið líki Litháans Vaidas Jucevicius í höfn- ina í Neskaupstað. Var það talið nauð- synlegt vegna almannahagsmuna þar sem ætla megi að þeir eigi yfir höfði sér „þunga dóma og aðferðir þeirra voru óvenjulega harkalegar“, eins og ríkislögreglustjóri segir í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. Þegar krafan var lögð fram var henni mótmælt af lögmönnum þre- menninganna. Héraðsdómari féllst svo á kröfu lögreglunnar í gærkvöldi um varðhald til 30. apríl nk. og ákváðu lögmenn sakborninga að kæra niður- stöðuna til Hæstaréttar. Hefði hér- aðsdómari ekki fallist á kröfuna hefðu mennirnir losnað úr varðhaldi þó að það eigi ekki að renna formlega út fyrr en 24. mars nk. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður eins sakborn- inga, segir það athyglisvert að þegar lögreglan hafi lagt fram kröfuna hafi ekki verið vitnað í álit réttarmeina- fræðings, sem síðar hafi verið gert í fréttatilkynningu ríkislögreglustjóra, um að Vaidas hafi látist af völdum stíflu í mjógirni vegna fíkniefna- hylkja. Sveinn segir þetta skipta máli um hvaða grein hegningarlaga er stuðst við og hvort hinir grunuðu hafi stuðl- að að andláti manns með lyfjagjöf eða ekki komið honum til bjargar. Sveinn segir lögmennina hafa farið fram á eintak af krufningarskýrslu réttar- meinafræðings til að reifa málið betur í Hæstarétti. Enn beðið eftir rannsóknum sýna Arnar Jensson aðstoðaryfirlög- regluþjónn, sem stjórnað hefur rann- sókn málsins, segir í samtali við Morgunblaðið að þótt rannsóknin sé á lokastigi eigi enn eftir að hnýta nokkra lausa enda. Meðal annars er beðið eftir rannsóknum á blóðsýnum, sem send voru utan, og öðrum tækni- legum niðurstöðum. Voru blóðsýni m.a. tekin í bíl eins sakborninga, sem reyndust vera úr hinum látna og eig- anda bílsins. Þá er uppi grunur um fleiri vitorðs- menn, bæði hér á landi og í Litháen. Hefur rannsóknin m.a. beinst að því að upplýsa hvort um einstakt tilvik er að ræða eða hvort sakborningarnir hafi tengst eða staðið að fleiri fíkni- efnamálum. Ríkislögreglustjóri mun senda rík- issaksóknara rannsóknargögn máls- ins til ákvörðunar innan skamms, að því er segir í tilkynningu ríkislög- reglustjóra. Lögregla telur rannsókn- arhagsmuni ekki kalla lengur á ein- angrun mannanna þriggja og segir Arnar að af þeim sökum hafi verið óskað eftir „opnu varðhaldi“, þ.e. að þeir megi hafa samskipti við annað fólk og tala saman. Arnar telur að fyr- ir lok apríl verði rannsókn lokið og ríkissaksóknari búinn að taka ákvörð- un um ákæru eða ekki. Farið hafi ver- ið fram á svo langt varðhald þar sem hegningarlagabrotin, sem mennirnir eru grunaðir um, geti varðað 10 ára fangelsi eða meira. Spurður hvað átt sé við með „óvenjulega harkalegum“ aðferðum mannanna segir Arnar að lögreglan telji þá hafa gerst seka um alvarleg fíkniefnabrot, sem geti varðað allt að 12 ára fangelsi. Framan af rannsókn hafi mennirnir verið grunaðir um manndráp en það hafi breyst á síðari stigum og þeir nú m.a. grunaðir um brot á 220. gr. alm. hegningarlaga, sem er á þá leið að ef manni er komið í það ástand að það leiði til dauða þá geti það varðað allt að átta ára fang- elsi. Arnar segir miskunnarleysi ein- kenna þær aðferðir sem hafi verið beitt og það rökstyðji kröfu um lengra varðhald vegna almannahagsmuna. Lést af völdum stíflu í mjógirni Ríkislögreglustjóri staðfestir að tveir sakborningar í málinu af þremur hafi við yfirheyrslur játað aðild að málinu og gefið ítarlegar skýrslur sem rannsóknurum hafi tekist að staðreyna með ýmsum sönnunar- gögnum. Einn mannanna hafi hins vegar staðfastlega neitað sök. Fyrir liggi að Vaidas hafi komið til landsins 2. febrúar með um 400 grömm af ætluðu amfetamíni í um það bil 60 plasthylkjum sem hann hafði gleypt. Hinir þrír grunuðu tóku á móti honum og sinntu honum í íbúð eins þeirra allt þar til hann lést snemma að morgni 6. febrúar. Vaidas hafi veikst fljótlega eftir að hann kom til landsins af völdum hylkjanna sem hann bar innvortis. Upplýst er að frá 3. til 6. febrúar voru honum útveguð ýmis hægðalosandi lyf, sem hann tók inn. Þá er einnig upplýst að Vaidas hafi verið gefið morfíntengda lyfið Contalgin síðustu einn til tvo sólar- hringana sem hann lifði. Samkvæmt áliti réttarmeinafræð- ings sem krufði og rannsakaði líkið lést Vaidas af völdum stíflu í mjógirni vegna fíkniefnapakkninga. Lík hans var sett í plastpoka, vafið inn í teppi og tveir sakborninganna fluttu það þannig í bílaleigubíl til Neskaupstað- ar þar sem þriðji sakborningurinn beið þeirra. Segir ennfremur í tilkynningu rík- islögreglustjóra að mennirnir þrír hafi um miðnætti sunnudaginn 8. febrúar losað líkið úr teppinu á neta- gerðarbryggjunni í Neskaupstað, fergt það, stungið á það fimm göt með hnífi til að hleypa úr því lofti og sökkt því síðan við bryggjusporðinn. Lögmenn sakborninganna þriggja í líkfundarmálinu hafa ákveðið að kæra til Hæstaréttar framlengingu gæsluvarðhalds þeirra til 30. apríl nk. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjórans og tæknideild lögregl- unnar í Reykjavík við vettvangsrannsókn í líkfundarmálinu. Rannsókn á lokastigi en fleiri liggja undir grun FJÖRUTÍU til fimmtíu ný störf gætu orðið til í Járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga gangi áætlanir eftir um framleiðslu þar á magnesíumjárnblendi, en það er mun mannaflafrekari starf- semi en sú sem fyrir er. Þetta kom fram hjá Sigtryggi Bragasyni, rekstrarstjóra hjá Ís- lenska járnblendifélaginu, á mál- þingi um stóriðju og samfélag á Vesturlandi sem haldið var á Akranesi í gær. Sigtryggur sagði að málið væri skammt á veg komið. Væntanlega yrði ákvörðun um hvort af þessu yrði tekin í ár og yrði það gert með haustinu gæti framleiðsla á magnesíumjárnblendi hafist seint á næsta ári. Starfsmennirnir væru spenntir fyrir þessu og full- ir bjartsýni um að þessar fyr- irætlanir gengju eftir. Ánægjuleg tíðindi Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, sagði að þetta væru af- skaplega ánægjuleg tíðindi. Lengi hefði verið beðið eftir að Járnblendiverksmiðjan rétti úr kútnum, því hún hefði gengið í gegnum breytingar. „Þetta er auðvitað gleðileg viðbót og von- andi að vel takist til,“ sagði Gísli ennfremur. Fram kom að um væri að ræða mun sérhæfðari framleiðslu en á venjulegu kísiljárni sem flutt er í heilum skipsförmum til kaupenda erlendis. Elkem, hinn norski eig- andi Íslenska járnblendifélagsins, framleiddi um 60 þúsund tonn af magnesíumjárnblendi árlega, sem væri um þriðjungur af árs- framleiðslunni. Markaðurinn væri mjög stöðugur hvað varðaði kaupendur, verð og annað og væri þess vegna mjög áhugaverð- ur og að þessu leyti ólíkur mark- aðnum með kísiljárn, sem væri mjög sveiflukenndur. Einnig kom fram að flutningur framleiðslunnar hingað til lands tengdist því að verið væri að leggja niður verksmiðju í Noregi sem hefði séð um þessa fram- leiðslu. Um væri að ræða á annað hundrað vörutegundir, sem væru ólíkar hvað varðaði efnafræði og stærð, og mikil handavinna væri tengd framleiðslu og pökkun vör- unnar áður en hún væri afhent kaupendum. Þess vegna væri starfsemin mannaflafrek. Framleiðsla á magnesíumjárn- blendi í athugun á Grundartanga Fjörutíu til fimmtíu ný störf gætu skapast Morgunblaðinu í dag fylgir blað Evrópuárs fatlaðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.