Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Árnasonfæddist á Syðri-Á í Ólafsfirði 27. júní 1928. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri að kvöldi 10. mars síð- astliðins. Foreldrar hans voru Árni Jóns- son útvegsbóndi á Syðri-Á, f. þar 15. febrúar 1888, d. 1. september 1975, og eiginkona hans Ólína Hólmfríður Sigvalda- dóttir, f. að Heiðar- húsum á Þelamörk 21. nóvember 1897, d. 23. apríl 1983. Bræður Jóns eru Helgi Sig- valdi, f. 25. febrúar 1935, d. 17. október 1955 og Ingi Viðar, f. 21. nóvember 1939. Eiginkona Jóns er Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Berghyl í Fljótum, f. 12. febrúar 1929. Þau gengu í hjónaband 27. ágúst 1953. Foreldrar hennar voru Guðmund- ur Benediktsson, f. 19. júlí 1893, d. 7. október 1970 og Jóna Kristín Guðmundsdóttir, f. 29. desember 1899, d. 18. desember 2003. Þau voru bæði ættuð frá Minni- Brekku í Fljótum. Jón hefur búið á Syðri-Á alla tíð. Hann stundaði sjómennsku frá unga aldri og sauð- fjárbúskap á Syðri-Á allt til æviloka. Hann starfaði sem fjall- skilastjóri fyrir Ólafsfjörð í mörg ár. Jón lærði snemma að leika á harmoniku og spilaði fyrir dansi alla tíð, bæði einn og með hljómsveitum. Þá starfaði hann með Harmoniku- klúbbi Eyjafjarðar og sótti landsmót Fé- lags harmonikuunnenda. Jón æfði sönghópa og lék undir með þeim. Einnig lék hann oft undir með ein- söngvurum. Árið 1984 gaf hann út hljómplötu þar sem hann lék m.a. eigin lög með aðstoð hljóðfæra- leikara á Akureyri. Árið 2002 lék hann inn á hljómdisk með félögum sínum í hljómsveitinni South Riv- er Band. Jón var hagmæltur og orti mikið, bæði lausavísur og kvæði. Á 75 ára afmæli sínu árið 2003 gaf hann út ljóðabókina Fjallaþyrnar og fjörusprek. Útför Jóns fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Bönd tryggðar og vináttu verða ekki slitin án trega og saknaðar. Svo sannarlega kveð ég Nonna frænda frá Syðri-Á með söknuði. Frá fyrstu tíð hefur heimilið á Syðri-Á, æskuheimili móður minnar, verið mér afar kært. Að koma „heim“ á Syðri-Á var alltaf gaman. Umvafin kærleika frá afa og ömmu, frænkum og frændum – og þar var tónlistin. Ég minnist Línu frænku við orgelið, hvað ég smástelpan undraðist hvernig hún gat lesið úr þessum óreglulegu strikum og punktum og hitt alltaf á rétta tóninn. Minnist aðfangadagskvöldanna þeg- ar Lína sat við orgelið og allir sungu jólasálmana. Síðan var drukkið súkkulaði úr fínu bollunum með gylltu röndinni. Það voru alvöru jól. Seinna kom nikkan hans Nonna. Ungur að árum lærði hann á harm- onikku og má segja að þá hafi byrjað hans tónlistarferill sem var alla tíð mikilvægur þáttur í lífi hans. Læt ég aðra um að telja upp afrek hans á því sviði. Ég minnist stundanna í stof- unni hjá Öbbu og Nonna þegar tón- arnir streymdu og lagið var tekið. Þau eru ófá ljóðin og lögin sem Nonni samdi. Í ljóði hans Eintali, sem ég held mikið upp á, fjallar hann um lífshlaup sitt í bundnu máli. Ég læt hér fylgja síðasta erindi ljóðsins. Líður senn að lífsins kveldi, langt er siglt og komið haust, og í sólar síðsta eldi sett er skipið upp í naust. Nú eru seglin björtu bundin, brugðið stýri hjörum frá. Bíð ég einn við ystu sundin eftir fari – og nýjum sjá. Ég veit að seglin björtu eru ekki lengur bundin. Ferðin er hafin í heið- ríkju á huldum leiðum. Elsku frændi, hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst mér. Hljómar þínir ylja mér um ókomin ár. Elsku Abba og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðj- ur. Sigríður Steingrímsdóttir. Hvað ætli það sé sem kviknar í sál barnsins og lifir svo lengi að verða fullorðnum manni kærast af öllu? Ætli það séu ekki minningar um gott fólk. Góðar og fallegar minningar um fólk, atburði og staði. Við systkinin vorum svo lánsöm sem börn að kynn- ast fólkinu á Kleifunum og fátt hefur reynst okkur betra veganesti í lífinu en einmitt það. Fólkið í þessu litla samfélagi var umburðarlyndar, skilningsríkar og góðar manneskjur og hjá þeim var gott að vera. Það kunni þá list að hlusta á börn, kunni að segja sögur og skapa heim æv- intýranna. Þegar við nú kveðjum Jón Árnason á Syðri-Á hinstu kveðju leita slíkar minningar á hugann. Leiðin milli heimilis afa og ömmu í Árgerði og Syðri-Ár var aldrei löng og öll vorum við systkinin heima- gangar hjá Nonna og Öbbu. Þar réð mildin, gleðin og manngæskan. Og söngvar hljóðna þegar nóttin leggst að landi, loftin glitra köld og djúp. Við bakkann hníga bláir straumar, blika út við sjónhring – draumar, eins og þá. (Jón Örn Marinósson.) Jón var gæddur ríkum hæfileikum til skáldskapar og tónlistar, hæfileik- um til að njóta og upplifa, hæfileik- um til að ferðast um í veröld tilfinn- inganna. Alls þessa nutum við á góðum stundum. Af hógværð reis hann upp í mannlífinu og miðlaði samferðamönnum af snilli sinni. Að leiðarlokum er aðeins hægt að þakka. Minningin lifir um góðan dreng. Elsku Abba, við sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur. Soffía, Gísli, Hrefna og Ólafur. Harmonikkan er þögnuð. Spilar- inn hefur staðið upp, leikið sitt síð- asta lag og kvatt. Það er skrýtin til- finning að geta ekki átt von á því, að hann birtist að nýju eins og hann er vanur. En þegar ég hringdi í Ingi- björgu, brosti hún í gegnum símann og sagði, að það hefðu dáið svo marg- ir gamlir Ólafsfirðingar upp á síð- kastið, að hann hefði mátt til að tygja sig. Það vantaði spilara þar efra til að leika undir með dansinum. Mér þótti þetta hlýleg kveðja og falleg og henni lík. Og við hana er í sjálfu sér ekki miklu að bæta. Þegar ég frétti lát Jóns tók ég fram Fjallaþyrna og fjörusprek og las þá einu sinni enn. Og eins og áður staldraði ég við minningarljóðið um Braga Finnsson frá Ytri-Á. Af því að það lýsir Jóni vel. Kannske er dýptin hvergi meiri í ljóðum hans, af því að hann slær á svo marga strengi. Undirtónninn er söknuður, en svo heyrum við líka aðra og bjartari tóna, vináttu og trygglyndi, sem voru svo sterkir eðl- isþættir í skaphöfn Jóns. Þegar hann hugsar til vinars síns verða þeir báð- ir litlir drengir á ný, leiðast hönd í hönd niður í fjöru og hlusta á öldu- gjálfrið, sem glitrar í sólarreifum. Og svo getur hann ekki stillt sig um að slá á léttari strengi: Einhvern tíma að mig ber upp úr jarðar vosi tekur þú á móti mér meður hlýju brosi. Jón átti líka aðrar perlur í ljóða- skrínu sinni, sem skína jafn skært, þótt litrófið sé annað. Litlu ferðavís- urnar, sem hann kallar Á ferð um Fljót, leyna á sér. Myndmálið er skýrt: Langir dagar, lognbjört nótt léttir öllum sporið. Hingað verður sælast sótt sólskinið og vorið. Kannske liggur beinast við að skilja þessi orð bókstaflega sem náttúrustemningu, óð til landsins. En skáldinu er annað í hug. Það er að lýsa tilfinningum sínum, ungs manns til ungrar konu, sem býr handan heiðarinnar, en vefst tunga um tönn. Þess vegna sækir náttúru- barnið líkinguna í náttúruna. Það losar um tunguhaftið og þau Ingi- björg nutu þess að eiga langt sumar saman. En nú er hann farinn og sól- skinið heldur áfram að skína þar sem Ingibjörg er. Með Jóni er góður drengur geng- inn. Guð blessi minningu hans. Halldór Blöndal. „Við erum komin í sumarfrí. Ók- um norður í Ólafsfjörð í dag og sitj- um saman í ömmueldhúsi. Það er notaleg tilfinning að koma á Syðri-Á, eins og að koma heim. Þar er alltaf tekið hlýlega á móti okkur, eitthvað gott í pottunum hjá Öbbu og tónlist ómar um húsið. Nonni frændi situr með harmonikuna inni í stofu og fullt af fólki í kringum hann að hlusta, kætast og syngja með.“ Svona er dæmigert minningabrot okkar systkinanna. Það er alltaf gaman á Syðri-Á. Við upplifðum Nonna ekki eldast, líklega eltumst við með honum. Hann var sífellt á ferðinni, kvikur og snaggaralegur, að sinna bústörfum og veiðiskap. Dýrin hans aldrei langt undan, kindurnar úti á túni og hund- arnir við fætur hans. Þau hændust að honum, jafnt stór sem smá. Er ekki sagt að dýrin séu mannþekkj- arar? Nonni var vinur allra, ekki síst þeirra sem minna mega sín, og hann var málsvari dýra og barna. Hann var hjartahlýr og einlægur; öll börn hændust að honum enda var hann óspar á tíma sinn í návist þeirra og jafnan tilbúinn til að spjalla við þau, segja sögur og miðla fróðleik. Við sátum oft bergnumin í stofunni og horfðum á hann spila á píanóið. Hann gat líka spilað hvaða lag sem var eftir eyranu og fús til að spila undir ef við vildum syngja uppá- haldslögin okkar. Það var margt fleira sem okkur þótti spennandi við þennan frænda okkar. Einhver ævintýraljómi sem tengdist sjóferðum, heyskap, göng- um, vélsleðaferðum og öllum dýrun- um. Og kannski fyrst og fremst það JÓN ÁRNASON Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR TRYGGVADÓTTUR frá Þursstöðum, Borgarhreppi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS JÓNASSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðis- stofnun Sauðárkróks. Stefanía Kristín Jónsdóttir, Gylfi Eiríksson, Ágústa Sigrún Jónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Gísli Jón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MÖGGU ÖLDU ÁRNADÓTTUR frá Núpakoti. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilis- ins Kirkjuhvols fyrir einstaka umönnun. Þorvaldur Sigurjónsson, Hafdís Þorvaldsdóttir, Matthías Jón Björnsson, Guðlaug Þorvaldsdóttir, Árni Gunnarsson og barnabörn. Allt er hljótt og rökkur rennur yfir rétt sem þreyttar lokist brár. Dagurinn sem ekki lengur lifir læðist burt með ysinn hélugrár. Stíruaugum starir ljós og ljós, streymir hverju hjarta kyrrð og friður. Lokað hefur krónu lífsins rós, lognið dregur rökkurtjöldin niður. Þá kemur svefninn, sigrar hverja önd signandi hendi, lífsins gleði og sorgir. Sálirnar þreyttar líta draumalönd, ljósgeislasindur reifa dimmar borgir. Svefninn er gjöf frá Drottins dýrðarveldi, dagsins að græða vonbrigði og trega. Ylur af kynslóða kærleikseldi, hvarmana strýkur hljótt og yndislega. Ævinnar braut er sífelld leit að ljósi er ljóma gefur inn í sálar rann. Rétt eins og fræ í kaldri moldu kjósi, kveður hin sama þrá, við sérhvern mann. Kærleikur Guðs sem geislum ótal stráir gefur oss öllum von og trausta trú. Og víst er það ljós sem lífið alltaf þráir, BERGLJÓT BJÖRG ÓSKARSDÓTTIR ✝ Bergljót BjörgÓskarsdóttir fæddist á Hnapp- stöðum á Skaga- strönd 18. desember 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Blöndu- óss 22. febrúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Hólaneskirkju 28. febrúar. ljósið sem Drottinn kveikir fyrr og nú. (Páll Janus Þórðarson.) Elsku tengda- mamma, þegar þú hefur nú kvatt þennan heim kemur upp í hugann hve oft vill verða stutt á milli andláts hjóna sem átt hafa langa ævi saman hlið við hlið og sterkir þræðir verið ofnir saman á lífsins leið og ekkert fær slitið þau sterku bönd. Þannig finnst mér það hafa ver- ið með ykkur Gunnar tengda- pabba, þið studduð hvort annað í veikindum ykkar og þú stóðst sterk við hlið hans í veikindum hans á síðasta ári sem að lokum leiddu hann til dauða. Í framhaldi af því fóru þín veikindi að taka sig upp aftur og við það fékk enginn ráðið, en þú tókst því með ró og æðruleysi og varst tilbúin að taka því sem að höndum bæri í þeirri vissu að þín biðu horfnir ástvinir. Tengdaforeldrar mínir voru af þeirri kynslóð sem lifði miklar þjóðfélagsbreytingar og nægju- semi og þrautseigja var þeim eðl- islæg. Begga tengdamamma ólst upp við vinnusemi, hagsýni og nýtni og að spila vel úr því sem hún hafði handa á milli hverju sinni og það tókst henni alla tíð. Hún vann við fiskvinnslu með heimilisstörfum fram á fullorðins- ár og sló ekki slöku við þótt árin færðust yfir. Heima fyrir var hún alltaf að, bakandi eða prjónandi sokka og vettlinga og voru það ófáir sem þáðu hjá henni sokka eða vettlinga í gegnum tíðina. Begga var kát og glaðvær að eðl- isfari og hafði gaman af því að taka á móti gestum og gangandi í heimsókn og alltaf var bakkelsi á borðum og smurt með, annað kom ekki til greina. Krakkarnir okkar kölluðu hana oft kleinuömmu því hún var sérfræðingur í kleinu- bakstri og var ekki lengi að hrista fram úr erminni gómsætar nýbak- aðar kleinur og vildi alltaf að við tækjum með okkur í nesti kleinur og annað góðgæti þegar við keyrð- um vestur eftir heimsókn á Skaga- strönd. Tengdamamma var þannig gerð að ef hún gat rétt einhverjum hjálparhönd þá stóð ekki á því, hún var líka mikill dýravinur og stundum voru kisurnar hennar orðnar nokkuð margar þegar hún var farin að gefa kisum sem voru á vergangi og hún aumkvaðist yfir. Það verða mikil viðbrigði að geta ekki lengur heimsótt þau Beggu og Gunnar á Skagaströnd eins og fjölskyldan hefur gert síð- astliðin 30 ár og alltaf verið tekið opnum örmum, enginn afi og amma lengur í Kántrýbæ. Nú er sá tími liðinn en minningin lifir um heiðurshjónin Bergljótu Björgu Óskarsdóttur og Gunnar Helga Benónýsson sem kvöddu þennan heim með svo stuttu millibili, blessuð sé minning þeirra. Elsku mamma, amma og tengdamamma, hafðu þökk fyrir allar góðu stundirnar og minning- arnar sem verða okkur ætíð dýr- mætt veganesti. Lilja Rafney Magnúsdóttir og fjölskylda Suðureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.