Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 79
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 79 Stjarnan kom á óvart fyrir jól með því að komast íúrvalsdeildina og lofaði góðu í fyrstu leikjum hennar. Virtist þá til alls líkleg. En nú er ævintýrið úti og úr þessu verður áttunda og síð- asta sætið án efa hlutskipti Garðbæ- inga. Þrír af lykilmönnunum voru ekki með, Arnar Jón Agnarsson er hættur, að sögn Sigurðar Bjarnasonar þjálf- ara, og þeir Gunnar Ingi Jóhannsson og David Kek- elia léku ekki í gærkvöld vegna meiðsla. Fyrir skömmu lagði Gústaf Bjarnason skóna á hilluna og Sigurður getur ekki spilað sjálfur þar sem hann er meiddur. Að auki er Vilhjálmur Halldórsson hand- arbrotinn þó hann harki af sér og taki þátt í sókn- arleik liðsins. „Það er lítið hægt að gera í svona stöðu en ég tek að sjálfsögðu á mig alla ábyrgð,“ sagði Sigurður Bjarnason við Morgunblaðið. Hann reyndi ýmislegt til að halda aftur af Haukunum, tók leikhlé eftir fjór- ar mínútur þegar staðan var 4:0 og prófaði „maður á mann“-vörn í fyrri hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Guðmundur Guðmundsson var bestur Stjörnumanna, sýndi góða takta í síðari hálfleik, og markverðirnir náðu að verja 20 skot þrátt fyrir allt. Þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson, Robertas Pauzuolis, Birkir Ívar Guðmundsson, Vignir Svavarsson og Þor- kell Magnússon voru aðeins með fyrstu 20 mínútur leiksins en varamenn þeirra juku forskotið jafnt og þétt. Andri Stefan var sá eini úr byrjunarliðinu sem kom við sögu að ráði í seinni hálfleik. Haukarnir skoruðu úr 17 hraðaupphlaupum, fengu 13 vítaköst, og allir 12 útileikmenn þeirra skoruðu. Síðastur til þess varð Aliaksandr Shamkuts úr vítakasti á loka- mínútu leiksins. Leikur liðanna verður seint talinn eftirminnilegur enþrátt fyrir að vera ekki sérlega vel leikinn var hann ágætis skemmtun; enda mikil barátta og jafnt á með lið- unum lengst af. Grótta/KR byrjaði bet- ur, vörnin náði að loka vel á helstu vopn KA í sókninni, þá Arnór og Andrius, en til að vega upp á móti því skoraði Jón- atan Magnússon fjögur góð mörk í fyrri hluta hálfleiksins. Um miðjan hálfleikinn fór að losna um áðurnefnda Arnór og Andrius og þá komust heimamenn yfir. Náðu mest þriggja marka forskoti en í leikhléi var staðan 18:16 KA í vil. Konráð Olavsson kom inn á í liði Gróttu/KR undir lok fyrri hálfleiks og skoraði tvö góð mörk. Hann hélt uppteknum hætti eftir hlé og var lang- besti leikmaður gestanna. Skoraði átta mörk í hálfleikn- um og náði með klókindum sínum að vaða gegnum göt- ótta vörn heimamanna nánast eins og honum sýndist. Forysta KA var lengst af 3–4 mörk en nokkur spenna hljóp í leikinn í lokin þegar fámennt var orðið í liðum vegna brottvísana. Sigur KA var aldrei í hættu og Grótta/KR minnkaði muninn í 1 mark á lokasekúndunni. Arnór Atlason var atkvæðamestur KA-manna í leikn- um en skotnýting hans hefur oftast verið betri. Það sýnir þó hvað í hann er spunnið að hann lagði ekki árar í bát þótt nokkur skot færu forgörðum, hélt sínu striki og kom sterkur inn í lokin. Einar Logi Friðjónsson skoraði mik- ilvæg mörk, þrátt fyrir að lítið færi fyrir honum lengst af, en Jónatan Magnússon sást ekki í seinni hálfleik eftir að hafa dregið vagninn í þeim fyrri. Áður hefur verið minnst á frammistöðu Konráðs Olavssonar í liði gestanna en auk hans voru Brynjar Hreinsson og Kristinn Björgúlfsson atkvæðamiklir í fyrri hálfleik. Konráð var ekki alls kostar sáttur við leik Gróttu/KR í leiknum og sagði að þeir hefðu lagt upp með að spila sterkan varnarleik, ná góðri markvörslu og hraðaupphlaupum. „Við gerðum þetta bara aldrei í dag, því miður,“ sagði Konráð. „Okkur gekk alveg bölvanlega að ná tökum á vörninni allan leikinn og þrátt fyrir að við spiluðum ágætlega í sókninni þá héldum við þeim inni í leiknum með þessari lélegu vörn. En ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð þessum stigum, Grótta/KR er með hörkulið og síst lakari en ÍR og Haukar.Ég yrði mjög hissa ef þeir kæm- ust ekki í úrslitakeppnina,“ sagði Jóhannes þjálfari KA. Framarar höfðu undirtökin allantímann. Þeir náðu fljótlega í síð- ari hálfleik tíu marka forskoti en þá var eins og Valsmenn vöknuðu af vondum draumi. Framarar gerðust værukærir og hugsuðu fyrst og fremst um að verja forskot sitt en Valsarar tóku sig taki og þá sérstak- lega í vörninni. Þeir tóku tvo leik- menn Fram úr umferð og við það hrökk sóknarleikur Framara í baklás og það færðu Hlíðarendapiltar sér í nyt. Þeir söxuðu jafnt og þétt á for- skotið og náðu að hleypa óvæntri spennu í leikinn þegar þeim tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk, 24:21, sjö mínútum fyrir leikslok. Nær komust Valsmenn hins vegar ekki og Framarar fögnuðu góðum sigri á grönnum sínum. „Þetta var feikilega mikilvægur sigur og þó svo að ég hafi ekki verið fyllilega sáttur við hversu menn slök- uðu mikið á í síðari hálfleik þá get ég ekki verið annað en ánægður. Það sem gerðist í síðari hálfleik var að við vorum oft og iðulega manni færri og strákarnir hættu nánast að horfa á markið og ætluðu greinilega að verja forskotið. Það bíður hins vegar bara hættunni heim en sem betur fer héld- um við haus í lokin. Það hefur verið fínn gangur á liðinu eftir bikarúrslita- leikinn og nú er bara að fylgja þessu gegn Haukum á sunnudaginn,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari Fram. Sterkur varnarleikur og góð mark- varsla Egidijusar Petkivicius lagði öðru fremur grunninn að sigri Fram- ara. Þeir bláklæddu léku agaðan og sóknarleik í fyrri hálfleik og framan af síðari þar sem Valdimar Þórsson var í lykilhlutverki en síðustu 20 mín- úturnar voru slakar af hálfu Framara og ef ekki hefði komið til góð mark- varsla Litháans þá hefði Valur jafnvel getað saumað enn frekar að Fröm- urum. Valsmenn voru mjög daufir í 40 mínútur en í vonlausri stöðu gyrtu þeir sig í brók og björguðu þar með andlitinu. Sóknarleikur Valsvar slak- ur – byggðist upp á gegnumbrotum og tilviljanakenndum leik en baráttan í vörninni skilaði því að þeim tókst að gera leikinn spennandi á lokamínút- unum. Enginn stóð upp úr í Hlíðar- endaliðinu, sem saknaði sárt Mark- úsar Mána sem er handlama, og þá eru Bjarki Sigurðsson og Roland Eradze enn frá vegna meiðsla. BRYNJAR Björn Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn á nýjan leik í herbúðir Stoke City. Hann komst að sam- komulagi við forráðamenn Forest síðsdegis í gær um að fara til Stoke að láni í einn mánuð og Stoke hefur síðan möguleika á að framlengja dvöl Brynjars út leiktíðina. Brynjar verður í leikmannahópi Stoke í dag sem tekur á móti WBA en Stoke er í tólfta sæti 1. deildarinnar og á enn möguleika á að komast í auka- keppni fjögurra liða um laust sæti í úrvalsdeildinni. Brynjar yfirgaf Stoke síðastliðið vor eftir þriggja og hálfs árs dvöl hjá félaginu og gerði árs samning við Forest. Hann var í byrjunarlið- inu til að byrja með en undanfarna mánuði hefur hann lítið fengið að spreyta sig og fékk í það heila að- eins að spreyta sig í 14 leikjum liðs- ins, þar af tíu sinnum í byrjunarlið- inu. „Ég er feginn að vera laus frá Forest og að vera kominn aftur á fornar slóðir. Tíminn undir það síð- asta hjá Forest var ansi erfiður en núna vona ég að bjartari tímar séu framundan. Ég þekki vel til hjá Stoke og vonandi næ ég að vinna mér sæti í liðinu sem allra fyrst og spila vel þá leiki sem eftir eru,“ sagði Brynjar Björn við Morg- unblaðið í gær en Brynjar var feiki- lega vinsæll hjá stuðningsmönnum Stoke þegar hann lék með því. Brynjar var keyptur til Stoke fyrir metfé, 600.000 pund, árið 1999 og lék 131 leik með félaginu og skor- aði í þeim 16 mörk áður en hann skipti yfir til Forest. Brynjar Björn er aftur kominn til Stoke  ÍBV náði í gær samkomulagi við Bandaríkjamanninn Mark Schulte um að hann leiki með Eyjamönnum í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sum- ar. Schulte var til reynslu hjá ÍBV á dögunum og þótti hann standa sig það vel að Eyjamenn gerðu honum tilboð sem hann svaraði jákvætt í gær. Schulte er 26 ára gamall hávax- inn varnarmaður sem leikið hefur með Minnesota Thunder í heima- landi sínu.  IAN Jeffs, enski miðjumaðurinn sem lék með ÍBV á síðustu leiktíð og er á mála hjá Crewe, verður með Eyjamönnum í sumar. Jeffs lék 16 leiki með ÍBV-liðinu á síðustu leiktíð og skoraði 3 mörk.  TOM Betts, sem eins og Jeffs var í láni hjá ÍBV frá Crewe á síðustu leiktíð, hefur ekki gert upp hug sinn hvort hann komi aftur en Eyjamenn vilja fá hann aftur í sínar raðir. Betts lék alla 18 leiki ÍBV í stöðu miðvarð- ar síðasta sumar og skoraði 1 mark.  GUNNAR Heiðar Þorvaldsson framherji ÍBV í knattspyrnu fer ekki til reynslu til norska úrvalsdeildar- liðsins Sogndal í næstu viku eins og til stóð. Sogndal hefur tilkynnt ÍBV að það hafi fengið annan sóknar- menn til liðs við sig.  SARA Jónsdóttir féll úr leik í 1. umferð í einliðaleik á opna franska meistaramótinu í gær. Sara mætti Brendu Beenhakker frá Hollandi og tapaði, 3:11, 13:10 og 6:11.  ERLA Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB setti stúlknamet í 200 metra fjór- sundi á Innanhússmeistaramótinu í sundi í Vestmannaeyjum sem hófst í gær. Erla synti vegalengdina á 2.20.02 mínútum og bætti met Kol- brúnar Ýrar Kristjánsdóttur. Tími Erlu er undir lágmarki á Evrópu- mótið í 50 metra laug sem haldið verður í Madríd í maí en samkvæmt reglum Sundsambands Íslands er hún of ung til að keppa á því móti.  ÖRN Arnarson, ÍRB, og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, unnu bæði til tvennra gullverðlauna í gær. Örn sigraði í 50 m flugsundi og 50 m skriðsundi og Kolbrún vann sömu greinar hjá konunum.  SINDRI Már Pálsson, skíðamaður úr Breiðabliki, varð í 21. sæti af 107 keppendum á stigamótið í risasvigi í Noregi í gær. Björgvin Björgvins- son, Kristinn Ingi Valsson, báðir frá Dalvík og Kristján Uni Óskarsson, Ólafsfirði, kepptu einnig á mótinu en tókst ekki að ljúka keppni. Þá varð Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir, Víkingi, í 24. sæti af 45 keppendum í risasvigi kvenna.  ÍTALSKI hjólreiðarmaðurinn Marco Pantani sem lést á hótelher- bergi á Rímíní 14. febrúar síðastlið- iðinn lést af af völdum notkunar á kókaíni. Krufning leiddi þetta í ljós. FÓLK Fáheyrðir yfirburðir Hauka VÆNGBROTIÐ Stjörnulið hafði ekkert í hend- urnar á Haukum að gera þegar liðin mættust í Ás- garði í gærkvöld. Haukar komust í 13:1 og 21:3 í fyrri hálfleiknum, staðan í hléi var 25:6, og loka- tölur urðu 46:20. Stærstu tölur sem sést hafa í efstu deild í manna minnum, og að sjálfsögðu margfalt met í hinni nýju úrvalsdeild. Samt kipptu Haukar byrjunarliðinu af velli nokkru áður en fyrri hálfleikur var úti og Páll Ólafsson þjálfari þeirra leyfði hinum að spreyta sig leikinn á enda. Víðir Sigurðsson skrifar Fram á siglingu FRAMARAR eru á góðri siglingu í úrvalsdeildinni í handknattleik en sigur þeirra á Val, 27:23, var sá fimmti í síðustu sex leikjum og með honum nánast gull- tryggði Safamýrarliðið sér sæti í úrslitakeppninni. Valsmenn halda þó enn toppsætinum, hafa stigi meira en KA en Fram- arar sigla lygnan sjó. Morgunblaðið/Sverrir Hafsteinn Anton Ingason, góður leikmaður Fram, hefur brotið sér leið í gegnum vörn Vals. Guðmundur Hilmarsson skrifar KA styrkti stöðu sína í efri hluta úrvalsdeild- arinnar í handbolta með naumum sigri á Gróttu/ KR á Akureyri í gærkvöld. Leikurinn var í járnum lengst af, KA þó nánast alltaf með yfirhöndina en gekk illa að hrista gestina af sér. Lokatölur urðu 33:32 KA í vil og Grótta/KR verður þar með enn að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni. Valur Sæmundsson skrifar KA-sigur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.