Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 42
G isting býðst nú á einu fínasta hóteli í heimi við glæsileik sem vart hefur fyrr sést. Nýja hótelið Burj Al Arab rís, að því er sýnist undir seglum þöndum, skammt frá landi í borg- inni Dubai í Sádi-Arabíu. Í gæða- flokki er það talið 7 stjörnu hótel. Heimildamaður okkar, sem gisti þar þegar aðalfundur Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins stóð yfir í Dubai sl. haust, vildi ekki einu sinni segja frá því hvað næturgistingin hefði kostað, enda verð mismunandi eftir aðstæðum og kröfum. Hann kvaðst aldrei hafa séð annað eins, „allt í gulli innanstokks“, eins og hann orðaði það og varla hægt að lýsa flottheit- unum. Arabísku olíufurstana á þessum slóðum skortir vísast ekki fé þegar þeir eru að leggja út í stóráform um að lyfta upp ferða- mannaiðnaði til tekjudreifingar í framtíðinni og til að fá mótvægi við hina einhæfu olíuvinnslu sína, að því er krónprins Dubai, Shaikh Mohammed Bin sagði er hann af- hjúpaði sl. haust fyrsta líkanið með þessum stórtæku áformum. Burj Al Arab hótelið er reist á lítilli eyju úti fyrir Dubai-borg. Rís þar yfir hafflötinn upp í yfir 320 metra. Það er hannað eins og þan- ið segl á skútu. Á kvöldin er það baðað í glæsilegri ljósasýningu. Hótelið er skammt frá landi og engin umferð farartækja leyfð þar. Á einhvern hátt eru gestir samt fluttir til innritunar í Rolls Royce með bílstjóra að einkamóttöku- borði, sem er á hverri hæð, þar sem heill her af þjálfuðum brytum tekur gesti í sína umsjá allan sól- arhringinn. Hver íbúð er búin öllu því besta sem heimurinn hefur upp á að bjóða, að því er lofað er. Ekki verður farið nánar út í það, menn geta látið hugmyndaflugið um að fylla í eyðurnar, og upplýsingar má finna á vefnum. Um auðugan garð er að gresja, m.a. vísað á 367 greinar, fréttir, bækur og umsagn- ir. Hótel Burj Al Arab er hluti og fyrsti fullbúni áfanginn af áætlun, sem samanstendur af því að byggja upp af sjávarbotni á 11-17 m dýpi úti fyrir borginni 250 sér- hannaðar eyjar, sem hver um sig hefur form eins lands eða eyjar í heiminum. Verða þannig tákn fyrir heimsmyndina. Stutt verður á milli eyjanna í þessum eyjaklasa heims- ins. Gert ráð fyrir aðkomu af sjó og ekkert vegasamband er út í hverja einstaka eyju. Ekkert er verið að tvínóna við hlutina. Í haust þegar okkar mað- ur var þar á ferð voru tvær eyjar í hraðri uppbyggingu, ein nærri tilbúin í formi pálmatrjáa, sem á að hýsa annað hótel, og önnur þar sem á að rísa hæsta bygging heims. Glæsieyjan Ísland Landi okkar spurði hvort ein af þessum glæsieyjum yrði kannski í laginu eins og Ísland og var sagt að það væri með í myndinni. Og mikið rétt, á heimskortinu sem notað er í kynningu á þessum áætlunum má raunar glöggt sjá út- línur þessa bletts norður í höfum sem nefnist Ísland. Hversu mikið sem leggja má upp úr þeim upp- lýsingum. Þetta er okkar framtíðarsýn fyr- ir Dubai, sagði hans hátign araba- furstinn. Þetta er í fyrsta sinn sem eyjaáætlun af þessari stærð- argráðu og mikilleik er hleypt af stokkunum. Fyrsti áfanginn, land- vinnsla og landmótun, er talið að muni kosta 1,8 milljarða dollara og áætlað að uppbygging eyjanna 250 taki tvö ár. Síðan er ætlunin að fjárfestar taki við, og verði með í að móta byggingarnar sjálfar eftir sínu höfði og hlutverki. Ekki er þó gert ráð fyrir hótelum einum sam- an, heldur koma til greina afþrey- ingarstaðir eða ráðstefnu- og við- skiptahallir. Hver eyja hefur sitt hlutverk. En þar sem aðeins 250 byggingarlóðir verða þannig til sölu, verða fjárfestar valdir af mik- illi kostgæfni. Utan um þróunina á þessari „byggingu heimsins“ held- ur byggingarfyrirtækið Nakheel í Dubai. En Jumeirah International um hótel- og ferðamennsku- uppbygginguna. Í hugmyndunum má sjá að reikna megi með að margir fjár- festanna þrói eyjuna sína með þema sem endurspegli landið sem hún líkist, m.a. með minn- ismerkjum eða táknum fyrir það tiltekna land. Hvernig ætli Ísland kæmi þá út? Nokkrir fjárfestar, innlendir og erlendir, munu þegar hafa tryggt sér land. Skyldu þar í hópi vera nokkrir sem ásælast eyju í Íslandslíki? Hvað um það. Í landi þar sem verið er að veðja á ferðamenn framtíðarinnar eins og hér og þá gjarnan þá sem vel leggja með sér er forvitnilegt að sjá hvernig kröf- ur og framboð fyrir þá sem ekki vita aura sinna tal taka sífellt á sig nýja og umfangsmeiri mynd. Ef- laust er þar erfitt að halda í við ol- íufurstana.  DUBAI|Gestir eru sóttir á Rolls Royce til innritunar á sjö stjörnu hótelið í Sádi-Arabíu Glæsihótel undir seglum þöndum Gull: Íslendingur sem gisti á hótelinu sl. haust kvaðst aldrei hafa séð annað eins, allt væri í gulli innanstokks. Ótrúlegt: Hótelið er fyrsti hluti af áætlun sem krónprins Dubai, Shaikh Mohammed Bin, hefur um að byggja upp af sjávarbotni 250 eyjar sem hver um sig hefur form eins og land eða eyja í heiminum. Ísland er ein fyrirmyndanna. www.propertyworldme.com/ content/html/135.asp www.jumeirahinternat- ional.com/baa/burjal- arabhighres.pdf http://www.dubaicity- guide.com/tourism/hot- els.asp epa@mbl.is Glæsileiki: Burj Al Arab í Dubai er 7 stjörnu og eitt fínasta hótel í heimi. FERÐALÖG 42 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.