Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 77
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 77
TVÍSÝNT er hvort David James,
landsliðsmarkvörður Englands,
getur leikið í marki Manchester
City á mánudagskvöldið kemur
þegar lið hans sækir Leeds heim í
ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu. James skarst illa á hné í
leiknum gegn Manchester United
um síðustu helgi, sárið er á versta
stað, á miðju hnénu, og var saumað
saman, og hann hefur ekkert getað
æft í vikunni. Fari svo að James
geti ekki spilað, fær Árni Gautur
Arason sitt fyrsta tækifæri í úrvals-
deildinni. Hann lék sem kunnugt er
tvo bikarleiki með City fyrir
skömmu þegar James mátti ekki
spila með liðinu í þeirri keppni.
Árni Gautur í
marki City
gegn Leeds? ÍSLANDSMEISTARALIÐ Kefla-
víkur í körfuknattleik kvenna stóð í
ströngu gegn Grindavík í oddaleik
liðanna í undanúrslitum 1. deildar í
gær en meistaraliðið hafði betur,
66:62, eftir að hafa verið undir í
hálfleik, 39:34.
Það gekk mikið á hjá Keflvík-
ingum í aðdraganda leiksins þar
sem Hjörtur Harðarson, þjálfari
liðsins, sagði upp störfum vegna
ágreinings um starfsaðferðir hans
og leikmanna. Sigurður Ingimund-
arson hljóp í skarðið fyrir Hjört
með stuttum fyrirvara og stýrði
landsliðsþjálfari íslenska karlaliðs-
ins skútunni í höfn í sínum fyrsta
leik í vetur. Keflavík mætir ÍS í úr-
slitum Íslandsmótsins en í þeirri
rimmu þurfa liðin að vinna þrjá
leiki til þess að verða Íslandsmeist-
ari en í undanúrslitunum nægði að
vinna tvo leiki.
„Við náðum að leika vörnina vel
en sóknarleikurinn hefur ekki verið
upp á það allra besta að und-
anförnu,“ sagði Erla Þorsteins-
dóttir, fyrirliði Keflavíkur. Hún
vildi ekki tjá sig um þjálfaramál
liðsins en sagði að leikmenn liðsins
ætluðu sér að verja Íslandsmeist-
aratitilinn.
„Það er mikill hugur í okkur og
þetta mál sem dundi yfir okkur
daginn fyrir leikinn gegn Grinda-
vík er búið af okkar hálfu. Við ætl-
um að einbeita okkur að framtíð-
inni og Sigurður Ingimundarson er
þjálfarinn okkar í dag. Meira er
ekki um málið að segja,“ sagði Erla.
Meistararnir mæta
Stúdínum í úrslitum
FÓLK
LÁRA Hrund Bjargardóttir, SH,
var aðeins 58/100 úr sekúndu frá
eigin Íslandsmeti í 200 m fjórsundi á
bandaríska háskólameistaramótinu í
sundi sem hófst í fyrrinótt að ís-
lenskum tíma í College Station í
Texas. Lára synti á 2.17,89 mínút-
um en Íslandsmet hennar er
2.17,31– sett á Innanhússmeistara-
mótinu í Eyjum fyrir þremur árum.
LÁRA Hrund, sem stundar nám
við University of California, Irvine
(UCI), hafnaði í 56. sæti í undanrás-
unum af 69 keppendum. Hún
spreytir sig einnig í 400 m fjórsundi
og 200 m bringusundi á mótinu.
ÍSLENSKA landsliðið í snóker
tekur þátt í Evrópubikarkeppni
landsliða í Lettlandi í næstu viku.
Landsliðið er skipað þeim Ásgeiri
Ásgeirssyni, Jóhannesi B. Jóhann-
essyni og Sumarliða Gústafssyni.
Samhliða mótinu verður haldin liða-
keppni öldunga, 40 ára og eldri og
þar keppa fyrir Íslands hönd þeir
Gylfi Ingason og Sigfús Helgason.
NENAD Perunicic, serbíska stór-
skyttan hjá handknattleiksliðið
Magdeburg, reiknar með að leika á
ný með félaginu gegn Wallau Mas-
senheim 5. apríl nk. Perunicic hefur
verið frá keppni síðan í október
vegna meiðsla í öxl og þurfti hann
m.a. að fara í uppskurð vegna þessa.
KNATTSPYRNUSAMBAND
Evrópu, UEFA, vísað í dag frá
kæru knattspyrnusambands Wales
um að rússneska landsliðinu verði
meinað að taka þátt í Evrópumeist-
aramótinu í knattspyrnu sem fram
fer í Portúgal í sumar. Wales krafð-
ist þess að Rússum yrði vísað úr
keppni þar sem einn leikmaður
Rússa féll á lyfjaprófi eftir fyrri leik
þjóðanna um sæti í keppninni í
haust. UEFA segir í rökstuðningi
sínum að ekki sé hægt að láta heilt
lið líða fyrir gjörðir eins manns og
því verði rússneska landsliðinu ekki
vísað úr EM.
ÚTVARPSSTÖÐ í Berlín hefur
heitið þeim leikmanni Bayern Münc-
hen sem skorar sjálfsmark í leikn-
um við Herthu Berlin í dag 1 milljón
evra sem jafngildir um 87 milljónum
króna. Forkólfar þýsku 1. deildar-
innar eru mjög ósáttir við þetta
framtak útvarpsstöðvarinnar en það
var kynnt á forsíðu þýska blaðsins
Bild í gær.
Gestirnir hófu leikinn mun beturen heimamenn. Leikmenn
Snæfells voru dálítið lengi í gang,
eins og þeir hafa oft
verið í vetur. Þegar
leið á fyrsta leikhluta
komu Sigurður Þor-
valdsson og Edward
Dotson með góðan kafla og Snæfell
náði frumkvæðinu í lok leikhlutans. Í
upphafi annars fjórðungs fékk
Dondrell Whitmore, einn sterkasti
leikmaður Snæfells undanfarið, sína
þriðju villu, en hann hafði til þessa
leikið á hálfum hraða vegna meiðsla
sem hann hlaut í leik við Hamar á
laugardaginn. „Ég ákvað að láta
Dondrell byrja leikinn og sjá hvort
veiki fóturinn hitnaði ekki, en það
gekk ekki svo ég lét hann lítið spila
eftir fyrsta fjórðung, enda lenti hann
einnig í villuvandræðum,“ sagði
Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæ-
fells. Heimamenn höfðu áhyggjur af
því hvað gerðist þegar Dondrell var
orðinn óleikhæfur. Það kom ekki
mikið að sök því aðrir leikmenn
stóðu upp og léku prýðilega og
heimamenn fögnuðu sætum sigri.
Í liði Snæfells léku margir mjög
vel, þó hallar ekki á neinn þegar
Hlynur Bæringsson er nefndur
fyrstur, hann átti frábæran leik, í
einu orði sagt, tók alls 24 fráköst,
skoraði 19 stig og hvatti sína menn
duglega áfram. Sigurður Á. Þor-
valdsson lék einn sinn besta leik í
langan tíma, en hann og Hafþór Ingi
Gunnarsson stóðu sig virkilega vel
nú þegar lykilmenn skiluðu ekki
sínu. Edward Dotson stóð sig mjög
vel, þegar hann stekkur þá stekkur
hann hátt, ver bolta í háloftunum í
vörninni og treður með tilþrifum í
sókninni. Corey Dickerson fór vel af
stað, datt síðan niður en kom sterkur
inn í síðari hálfleik. Dondrell og Lýð-
ur Vignisson gengu ekki heilir til
skógar og léku lítið.
Hjá Njarðvík bar Brenton Birm-
ingham af og er hann greinilega að
ná sínum fyrri styrk. Brandon
Woustra skilaði sínu ágætlega, góð
skytta þar á ferð. Friðrik Stefánsson
var sterkur að vanda en mátti sín lít-
ils gegn sterkum varnarmönnum
Snæfells. Ekki virtist vera mikill
styrkur fyrir Njarðvík að nýja leik-
manninum Williams Chavis, ef eitt-
hvað er þá tekur hann frá öðrum.
Læknar telja líklegt að ástæðablóðtappans sé áverkinn sem ég
fékk á kálfann í leiknum. Skoski leik-
maðurinn bókstaf-
lega vafði sig utan
um kálfann á mér og
í framhaldinu gaf
krossbandið sig,
höggið leiddi síðan til blóðtappa sem
uppgötvast tveimur dögum síðar,“
sagði Ásthildur í samtali við Morg-
unblaðið í gær en hún er enn hér
heima, hefur ekki fengið fararleyfi til
Svíþjóðar þar sem hún býr um þess-
ar mundir og leggur stund á mast-
ersnám í verkfræði við háskólann í
Lundi jafnframt því sem hún leikur
knattspyrnu með Malmö FF.
„Blóðtappinn uppgötvaðist á
mánudaginn en þá hafði ég haft
mikla verki í kálfanum. Tappinn kom
í ljós þegar ég fór í skoðun hjá lækni
og var ég undir eins sett á blóðþynn-
andi lyf. Það var ágætt að þetta kom
fljótlega í ljós áður en það dró frek-
ari dilk á eftir sér,“ segir Ásthildur
sem sér fram á langt frí frá knatt-
spyrnuiðkun. „Það fer ábyggilega ár
í að ná bata,“ segir Ásthildur sem sá
fram á spennandi og skemmtilegt ár
með félagsliði sínu Malmö FF og ís-
lenska landsliðinu. Malmö er eitt
sterkasta félagslið Evrópu og leikur
í undanúrslitum UEFA-keppninnar
í knattspyrnu í lok þessa mánaðar og
í byrjun apríl auk þess sem stór
verkefni eru framundan hjá íslenska
landsliðinu í knattspyrnu sem á
ágæta möguleika á að komast áfram
í Evrópukeppni landsliða.
Sem fyrr segir er Ásthildur á mála
hjá Malmö FF og er tryggð hjá fé-
laginu. Hún reiknar ekki með að það
skipti neinu máli gagnvart félaginu
og tryggingunum að hún meiddist
svo illa í landsleik. „Annars hef ég
lítið kannað þá hlið mála en vona að
það verði ekki neitt mál.“
Ásthildur segir að eðlilega hafi
verið mikil vonbrigði hjá forráða-
mönnum Malmö FF þegar þeir
fengu fregnir af meiðslum hennar en
liðið hefur búið sig af kappi undir
undanúrslitaleikina við Frankfurt í
UEFA-keppninni. Liðið hafi æft átta
sinnum í viku í vetur og hún sjálf í
betri æfingu en nokkru sinni fyrr og
sá hún fram á einhverja stærstu leiki
á sínum ferli. „Lið Frankfurt er
uppistaðan í þýska landsliðinu um
þessar mundir,“ segir Ásthildur en
Þjóðverjar eru núverandi heims-
meistarar í knattspyrnu kvenna.
„Svona eru íþróttirnar, það getur
verið stutt á milli. Fyrir meiðslin var
ég í góðum málum og sá fram á
spennandi tíma, nú er útlit fyrir að
ég verði frá keppni í eitt ár,“ segir
Ásthildur Helgadóttir, knattspyrnu-
kona og landsleikjahæsti og marka-
hæsti leikmaður íslenska landsliðs-
ins.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu, hefur verið lykilmaður liðsins undanfarin ár.
Blóðtappi í kálfa tefur fyrir bata hjá
Ásthildi Helgadóttur knattspyrnukonu
ÓLÁNIÐ eltir knattspyrnukonuna Ásthildi Helgadóttur um þessar
mundir. Á síðasta laugardag slitnaði krossband í hægra hné hennar
í landsleik gegn Skotum og tveimur dögum síðar fékk hún blóð-
tappa í hægri kálfann sem leiðir til þess að fresta verður aðgerð
vegna slitna krossbandsins fram á sumar. Þá verður hún að taka
blóðþynningarlyf næstu mánuði til þess að ráða niðurlögum blóð-
tappans og koma í veg fyrir að hann geri vart við sig að nýju. Þetta
samanlagt gerir að verkum að Ásthildur verður örugglega eitt ár frá
keppni en framundan var spennandi ár hjá henni á vellinum.
Eftir
Ívar
Benediktsson
Snæfell lagði
Njarðvík
GEYSILEG gleði braust út í Stykkishólmi í gærkvöldi þegar lið Snæ-
fells lagði sterkt lið Njarðvíkinga í fyrstu viðureign liðanna í undan-
úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik, 97:87. Stemn-
ingin var mikil fyrir leikinn og ekki spillti að leikurinn í Stykkishólmi
var sýndur beint í sjónvarpi í fyrsta sinn – á Sýn. Umgjörðin í kring-
um leikinn var frábær, ljósin slökkt í salnum þegar lið Snæfells var
kynnt og myndum af leikmönnum liðsins varpað upp á risastórt
tjald um leið og þeir voru kynntir. Áhorfendur voru vel með á nót-
unum og öll stemningin hjálpaði heimamönnum.
Ríkharður
Hrafnkelsson
skrifar
Aðgerð
dregst fram
á sumar
„ÞAÐ er styrkleiki hjá okkur hvað
við höfum oft haldið góðri einbeit-
ingu í lok leikja í vetur – og oftar en
ekki unnið leikina með góðum leik í
fjórða fjórðungi. Við erum sterkir á
endasprettinum – aðal styrkleiki
Snæfells hefur oft á tíðum verið
varnarleikurinn, eins og kom í ljós
á lokakaflanum í leiknum gegn
Njarðvík,“ sagði Bárður Eyþórs-
son, þjálfari Snæfells. Á þessum
kafla var vörnin hjá Snæfelli mjög
góð og gekk gestunum illa að kom-
ast í gegnum hana, nema Brenton
Birmingham, en við hann réðu
heimamenn ekki neitt. Í síðar hálf-
leik var eins og samherjar Brentons
hefðu mestu ánægjuna af því að
horfa á hann í sókninni.
„Þá er fyrsta skrefinu lokið og
það næsta bíður okkar á sunnudag-
inn í Njarðvík. Stemmningin hér í
Hólminum er frábær, öll umgjörðin
í kringum körfuboltann er stórkost-
leg og það er frábært að vera þátt-
takandi í þessu,“ sagði glaðbeittur
þjálfari Snæfells.
„Erum sterkir á endasprettinum“