Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 60
KIRKJUSTARF
60 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Suðræn sveifla
í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði
ÞAÐ verður mikill léttleiki yfir
guðsþjónustu sunnudagsins í Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði en guðs-
þjónustan hefst kl. 13. Að þessu
sinni verða sungnir bjartir, fal-
legir og fjörlegir sálmar frá suð-
rænum löndum, Suður-Ameríku,
Afríku og Spáni. Það er að venju
Örn Arnarson sem leiðir tónlist og
söng ásamt kór og hljómsveit
kirkjunnar. Þá mun Erna Blöndal
söngkona syngja einn af þessum
fallegu sálmum. Þessir suðrænu
sálmar vöktu mikla athygli er þeir
voru fluttir við guðsþjónustu í Frí-
kirkjunni fyrir rúmu ári.
Að lokinni guðsþjónustu hefst
svo hinn árlegi basar kvenfélags-
ins og verður hann haldinn í safn-
aðarheimili kirkjunnar. Allur
ágóði af basarnum rennur að sjálf-
sögðu til kirkjustarfsins. Það er
von okkar að safnaðarfólk fjöl-
menni og styrki þannig safnaðar-
starfið.
Björn Bjarnason
kirkjumálaráðherra
flytur hugvekju
í Seltjarnarneskirkju
Á MORGUN, sunnudaginn 21.
mars, mun Björn Bjarnason dóms-
og kirkjumálaráðherra, flytja hug-
vekju í messu sem hefst í Seltjarn-
arneskirkju kl. 11 fh.
Björn Bjarnason hefur ekki að-
eins verið virkur þátttakandi í
stjórnmálalífi þjóðarinnar heldur
og verið mikill áhugamaður um
trúmál og sýnt þjóðkirkjunni
mikla rækt í störfum sínum bæði
fyrr og nú. Það er mikill fengur
fyrir Seltjarnarnessókn að fá
kirkjumálaráðherra til að flytja
hugvekju í messunni á morgun og
eru Seltirningar og aðrir hvattir
til að fjölmenna.
Selkórinn mun flytja messu eftir
Dvorák í D-dúr. Stjórnandi er Jón
Karl Einarsson og orgelleikari er
Pavel Manasek. Prestur verður
séra Sigurður Grétar Helgason.
Að lokinni messu verður boðið
upp á molasopa í safnaðarheimili
kirkjunnar. Allir velkomnir.
Seltjarnarneskirkja.
Æðruleysismessa
í Dómkirkjunni
ÆÐRULEYSISMESSA, tileinkuð
fólki sem leitar bata eftir tólf
spora leiðinni verður í Dómkirkj-
unni sunnudaginn 21. mars kl. 20.
Einhver mun segja þar af
reynslu sinni úr baráttunni við
áfengissýkina. Anna Sigríður
Helgadóttir, Hjörleifur Valsson,
Birgir og Hörður Bragasynir sjá
um stemmningsríka tónlist.
Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson
flytur hugleiðingu. Sr. Anna Sig-
ríður Pálsdóttir leiðir samkomuna
og sr. Hjálmar Jónsson leiðir
fyrirbæn.
Kyrrðardagar fyrir þá sem eru
að styrkja vitundarsamband sitt
við Guð verða undir leiðsögn sr.
Jakobs í Skálholti 26.–28. mars og
tekur skrifstofa skólans við innrit-
unum í síma 486 8870. Sjá heima-
síðu Dómkirkjunnar www.dom-
kirkjan.is
Barna- og unglinga-
kórar Bústaðakirkju
í messu og foreldra-
félagið býður
í messukaffi
BARNA- og unglingakórar kirkj-
unnar syngja og spila á bjöllur í
guðsþjónustunni sunnudaginn 21.
mars kl. 14. Stjórnandi kóranna er
Jóhanna Þórhallsdóttir og organ-
isti Guðmundur Sigurðsson.
Eftir messuna býður foreldra-
félag kóranna öllum kirkjugestum
upp á kirkjukaffi í safnaðarheimili
kirkjunnar.
Barna- og unglingakórastarfið
er kraftmikið starf í kirkjunni og
eru þessir kórar skipaðir unga
fólkinu í sókninni, alls fimm kórar.
Englakórinn er fyrir þau yngstu,
en þau börn eru 5–6 ára, þá eru
Barna- og Bjöllukórinn sem eru
börn á aldrinum 7–10 ára. Í
Stúlknakórnum eru stúlkur á aldr-
inum 10–12 ára og í Kammer-
kórnum eru 16 ára krakkar.
Kórarnir eru þessa dagana að
undirbúa vordagskrána en elstu
kórarnir æfa Abba-prógramm sem
þau flytja í vor og yngstu kórarnir
æfa söngleik.
Fjölmennum í kirkjuna okkar
og hlustum á raddir framtíðar-
innar.
Bústaðakirkja.
Kvöldmessa
í Grensáskirkju
ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöldið
21. mars, verður kvöldmessa í
Grensáskirkju og hefst hún kl. 20.
Form kvöldmessunnar er afar
einfalt með áherslu á létta söngva,
fyrirbæn og lofgjörð. Altaris-
ganga er í messunni en töluðu
máli stillt í hóf. Kirkjukórinn leið-
ir söng en organistinn, Árni Arin-
bjarnarson, leikur undir á píanó.
Að þessu sinni syngur Stúlkna-
kór Grensáskirkju einnig í kvöld-
messunni undir stjórn Ástríðar
Haraldsdóttur. Eftir messuna sel-
ur stúlknakórinn kaffi og meðlæti
og ágóði af sölunni rennur í ferða-
sjóð kórsins en förinni er heitið til
Ítalíu í vor.
Eldri fermingarbörn
heimsækja
Hafnarfjarðarkirkju
51, 61 og 71 árs fermingarbörn
Hafnarfjarðarkirkju munu sækja
messu kl. 11, sunnudaginn 21.
mars nk. Þau fermdust árin 1933,
1943 og 1953, en komu ekki saman
í kirkjunni í fyrra vegna þess að
sóknarprestur hennar, sr. Gunn-
þór Þ. Ingason, var þá fjarverandi
í námsleyfi erlendis, en hann
messar nú. Aðalheiður Elín Pét-
ursdóttir messósópran syngur ein-
söng í messunni.
Eftir hana halda fermingar-
börnin samkvæmi í Hásölum
Strandbergs, safnaðarheimili
Hafnarfjarðarkirkju. 50, 60 og 70
ára fermingarbörn kirkjunnar
stefna að því að sækja messu á
bænadegi Þjóðkirkjunnar á vori
komanda.
Kvöldmessa í
Hallgrímskirkju
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 21. mars
kl. 20 verður kvöldmessa í Hall-
grímskirkju.
Schola cantorum mun syngja
kórala úr passíum undir stjórn
Harðar Áskelssonar og séra Sig-
urður Pálsson mun leiða íhugun
tengda píslarsögu Jesú Krists.
Messunni lýkur síðan að venju
með bænastund og altarisgöngu.
Það er vaxandi fjöldi fólks sem
kýs að sækja þessar einföldu og
kyrrlátu helgistundir í rökkvaðri
kirkjunni áður en erill nýrrar viku
hefst.
Ráðstefna
hjá Veginum
RÁÐSTEFNA verður í dag frá kl.
10:00 til 16:00 með Thomasi Jons-
syni kennara á Biblíuskólanum hjá
Livets Ord í Svíþjóð. Ráðstefnan
er öllum opin.
Samkoma kl. 20:00 þar sem
hann predikar einnig.
Athugið að á sunnudagskvöld
mun Thomas einnig predika. Nán-
ari upplýsingar eru á www.vegur-
inn.is
Hans klaufi
í Lindasókn
Í LINDASÓKN í Kópavogi verður
fjölskylduguðsþjónusta á sunnu-
daginn kl. 11. Auk hefðbundinna
liða guðsþjónustunnar mun Stopp-
leikhópurinn sýna leikritið um
Hans klaufa, sem byggt er á sam-
nefndu ævintýri H.C. Andersen.
Leikarar eru Katrín Þorkelsdóttir
og Eggert Kaaber.
Allir velkomnir.
Aðalsafnaðarfundur
Garðasóknar
AÐALSAFNAÐARFUNDUR
Garðasóknar verður haldinn í
safnaðarheimili Vídalínskirkju við
Kirkjuhvol sunnudaginn 21. mars,
að lokinni guðsþjónustu sem hefst
kl. 11. Venjuleg aðalfundarstörf.
Léttur málsverður í umsjá Lions-
fólks, í boði Garðasóknar á sama
tíma í safnaðarheimilinu.
Mikilvægt er að mæta vel til
guðsþjónustu og til aðalsafnaðar-
fundar til að láta okkur skipta hið
kraftmikla og líflega starf sem
fram fer í kirkjunni.
F.h., sóknarnefnar Garðasókn-
ar.
Hans Markús Hafsteinsson,
sóknarprestur.
Yfir 40.000 manns
í Hafnarfjarðar-
kirkju á einu ári
Á AÐALFUNDI Hafnarfjarðar-
sóknar sem haldinn var fyrir
skömmu voru lagðar fram tölur
yfir fjölda gesta í Hafnarfjarð-
arkirkju og safnaðarheimili henn-
ar árið 2003. Í ljós kom að yfir
40.000 manns höfðu sótt kirkjuna
heim samkvæmt talningu. Eru þá
ekki taldir með allir þeir sem tek-
ið hafa þátt í námskeiðum á veg-
um kirkjunnar á árinu, brúð-
kaupum eða skírnarathöfnum.
Ekki heldur eru taldir með kórar
sem æfa við safnaðarheimilið,
æskulýðsstarf kirkjunnar, ferm-
ingarfræðsla né aðrir fastir fé-
lagslegir starfsþættir. Eru þátt-
takendur í slíku starfi þó mörg
hundruð í hverri viku. Sem dæmi
má nefna að yfir 6.000 manns hafa
sótt hjónanámskeið kirkjunnar.
Sr. Þórhallur Heimisson,
Hafnarfjarðarkirkju.
Morgunblaðið/ÁsdísFríkirkjan í Hafnarfirði.
MINNINGAR
✝ Lárus JóhannÓlafur Jóhanns-
son fæddist í
Hvammi í Þistilfirði
2. október 1924.
Hann lést á Dvalar-
heimilinu Nausti á
Þórshöfn 8. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jóhann
Ólafur Jónsson frá
Hávarðsstöðum og
Kristín Sigfúsdóttir
frá Hvammi í Þistil-
firði. Hann var fjórði
í röð átta systkina og
enn eru þrjú þeirra á
lífi. Lárus ólst upp með foreldrum
og systkinum til átta ára aldurs er
hann fór að Laxárdal og dvaldi
þar til fullorðinsára.
Lárus kvæntist 1958 eftirlif-
andi eiginkonu sinni; Aðalbjörgu
Jónasdóttur frá Dalshúsum í
Bakkafirði. Þau eignuðust fjóra
syni; Jónas, Jóhann Ólaf, Sigurð
og Kristin. Lárus
stundaði nám á
Laugum í Reykjadal
í tvo vetur en árið
1947 flutti hann til
Akureyrar og gerð-
ist leigubílstjóri hjá
B.S.A. Þar var hann
til ársins 1953 en
flutti þá til Þórs-
hafnar og gerðist
vörubílstjóri og
verkstjóri hjá Vega-
gerðinni í nokkur
sumur. Þau Aðal-
björg bjuggu í Dals-
húsum í Bakkafirði
til ársins 1966 en keyptu þá jörð-
ina Hallgilsstaði á Langanesi og
bjuggu þar síðan en Lárus stund-
aði jafnframt vörubílaakstur með
búskapnum.
Útför Lárusar fer fram frá
Þórshafnarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14. Jarðsett
verður í Svalbarðskirkjugarði.
Föðurbróðir minn Lárus Jóhanns-
son bóndi og vörubifreiðastjóri á
Hallgilsstöðum á Langanesi er lát-
inn. Lárus bjó við vanheilsu en gott
atlæti á dvalarheimilinu Nausti á
Þórshöfn síðustu árin.
Ljómi leikur um fyrstu minningar
mínar tengdar Lárusi frænda. Hann
var glæsimenni og hafði þar á ofan
verið leigubifreiðastjóri á Akureyri
og kom austur í sveitir á fínum
drossíum. Sagan segir að afa í
Hvammi og fleiri gömlum bændum
og lítt ökutækjavönum hafi hætt við
bílveiki þegar Lárus bauð þeim í bíl-
túr í dúnmjúkum eðalvögnum. Eftir
að Lárus flutti austur á nýjan leik
var hann m.a. verkstjóri hjá vega-
gerðinni, fékkst við ökukennslu og
var með vörubílaútgerð eins og
löngum síðan. Lárus byggði sér
reisulegt hús á Þórshöfn í félagi við
Kristin bróður sinn á sjötta áratugn-
um og þar bjuggu afi og amma eftir
að þau fluttu frá Hvammi. Lárus
kvæntist Aðalbjörgu Jónasdóttur,
eða Lillu, eftirlifandi eiginkonu sinni
og stoð og styttu frá Dalhúsum á
Langanesströnd árið 1958 og þar
stofnuðu þau sitt fyrsta heimili. Þau
festu kaup á jörðinni Hallgilsstöðum
I árið 1966 og fluttu þangað í vetr-
arbyrjun það ár. Þá hófust kynni mín
af Lárusi frænda fyrir alvöru. Ég
var hálfgildings ráðsmaður í hey-
skapnum á Hallgilsstöðum þetta
sumar. Þau Lárus og Lilla bjuggu
ennþá austur á Dalhúsum, en þar
sem flutningarnir stóðu fyrir dyrum
var heyjað af kappi á Hallgilsstöðum
og legið þar við á köflum. Lárus
ræddi við mig um heyskapinn eins og
fullorðinn mann og hlustaði á mín
sjónarmið þótt auðvitað réði hann
ferðinni. Þetta var mér 11 ára
strákpjakknun nokkurt nýnæmi og
hef ég ugglaust fundið meira til bæði
sjálfs mín og ábyrgðar minnar fyrir
vikið. Ekki verður hér sagt meira af
ráðsmennskunni á Hallgilsstöðum
þetta sumar eða í þeim tilvikum öðr-
um sem ég átti eftir að grípa þar í
verk. Stutt er á milli bæjanna Hall-
gilsstaða og Gunnarsstaða og mikill
samgangur og samvinna var milli
þeirra bræðra Lárusar og föður
míns og okkar krakkanna. Ekki get
ég svarið fyrir að hafa þarna um
sumarið 1966 og á árunum þar á eftir
stjórnað vélum eða ökutækjum sem
ég hafði strangt tekið ekki aldur til.
Jafnvel kann ég að hafa brugðið mér
í hlutverk kennarans og kennt þeim
ungu frændum mínum á Hallgils-
stöðum eitthvað í fræðunum. Þessir
góðu dagar voru einnig löngu, löngu
fyrir þann tíma sem fregnir af vinnu-
tímatilskipunum Evrópusambands-
ins bárust norður í byggðarlagið við
Þistilfjörð. Ungir sem aldnir lögðu
sitt af mörkum hver eftir sinni getu
og kröftum og uppskáru samveru án
kynslóðabils.
Lárus frændi minn var einstak-
lega hlýr maður, grandvar og góður í
viðkynningu. Hann var vandvirkur
og mikið snyrtimenni í allri um-
gengni. Þannig báru bílar hans yf-
irleitt af fyrir góða umhirðu og end-
ingu. Seinna áttum við eftir að vinna
saman sem vörubifreiðastjórar í
vegavinnu og þar var Lárus í essinu
sínu. Hann var lista ökumaður og
gamli-Ford og seinna Bensarnir
jafnan gljábónaðir. Þannig sé ég
hann nú fyrir mér á kveðjustund,
hýran á svip undir stýri eða í kaffi-
tíma í hópi okkar bílstjóranna með
gamanyrði á vörum. Var þá ekki
verra ef við stráklingarnir eða ær-
ingjarnir í hópnum, eins og ég eða
Níels Þóroddsson, höfðum gefið til-
efni til umræðna með aksturslagi
okkar eða öðru hátterni. Þá gat Lár-
us átt það til að skella sér á lær og
segja: ja hvað er þetta.
Lárusi er hvíldin góð eftir mikla
vanheilsu síðustu árin. Erfitt var að
sjá þessum hrausta manni hverfa
heimurinn en mikil huggun í að vita
að hann bjó við gott atlæti og ástúð
og umhyggju sinna nánustu. Blessuð
sé minning hans.
Steingrímur J. Sigfússon.
LÁRUS J.Ó.
JÓHANNSSON
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til-
greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma).
Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morg-
unblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins
Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum grein-
um.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og
klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi,
mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstu-
degi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma.
Birting afmælis- og
minningargreina