Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 76
ÍÞRÓTTIR 76 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ RÚNAR Alexandersson verður ekki á meðal keppenda á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem hefst í dag kl. 15 í Laugardalshöll þar sem keppt verður í fjölþraut. Búist er við því að úrslit í fjölþraut verði til reiðu kl. 17. Á morgun, sunnudag, er keppt til úrslita á einstökum áhöldum, en 6 keppendur komast í úrslit á hverju áhaldi og ráðast úrslit um kl. 16 á sunnudag. Á vefsvæðinu fimleikar.is spáir Jón Finnbogason í spilin og telur hann að Viktor Kristmannsson úr Íþróttafélaginu Gerplu verði með nokkra yfirburði í karlaflokki og Jónas Valgeirsson og Anton Heiðar Þórólfsson úr Ár- manni verði í næstu sætum þar á eftir, en baráttan verði hörð þeirra á milli. Jón segir ennfremur að keppnin í kvennaflokki verði harðari en áður. Sif Pálsdóttir úr Gróttu hefur sigrað undanfarin fjögur ár og er líkleg til afreka að nýju ásamt stöllu sinni úr Gróttu, Snædísi Hauksdóttur. Inga Rós Gunnarsdóttir og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir úr Íþrótta- félaginu Gerplu munu einnig blanda sér í baráttuna um Ís- landsmeistaratitilinn. Sif gerir atlögu að fimmta titlinum í röð BJÖRN Birgisson, kylfingur úr Golfklúbbi Grindavíkur, fór holu í höggi á 4. braut Húsatóftavallar í Grindavík í fyrradag þeg- ar hann var þar að leik með félögum sínum, en sú braut er 180 metrar - erfið par þrjú hola. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem Björn fer holu í höggi á Húsatóftarvelli því hinn 1. október í haust lék Björn sama leikinn á 8. braut vallarins, fyrstur manna í sögu vall- arins „Það er alltaf gaman að brjóta ísinn og ekki síst á þessari braut sem svolítið erfið,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið. Björn hóf að leika golf árið 1999 og er með 17 í forgjöf. Hann segir að menn hafi leikið golf á Húsatóftarvelli í allan vetur þegar veður hefur leyft. „Völlurinn er frek- ar þurr og því ekkert mál að fara og spila á honum þegar vel viðrar og því hafa menn verið þar að leik í allan vetur þegar færi hefur gefist,“ sagði Björn. Björn fór holu í höggi SAMKVÆMT úttekt spark- spekinga á sænska blaðinu Aftonbladet er Auðun Helgason einn af fimm bestu bakvörðum í sænsku úrvals- deildinni í knattspyrnu, Allsvenskan. Í umsögn blaðsins um Auðun segir: „Auðun er sterkur leikmaður bæði í vörn og sókn. Hann getur sent langar nákvæmar send- ingar innfyrir varnir and- stæðinganna og er fjölhæfur og reynslumikill landsliðsmaður.“ Auðun gekk í raðir Landskrona í jan- úar á síðasta ári eftir að hafa fengið sig lausan undan samningi við Lokeren í Belgíu. Auðun samdi við Landskrona til tveggja ára og var fastamaður í liðinu á síðustu leiktíð, spilaði 23 af 26 leikjum liðsins í úrvals- deildinni, alla í byrjunarlið- inu, og skoraði tvö mörk. Hann var valinn í íslenska landsliðshópinn í nóvember eftir 26 mánaða fjarveru og lék leikinn gegn Mexíkó sem endaði með markalausu jafntefli. Það var hans 28. landsleikur. Auðun hefur átt við meiðsli að stríða á undir- búningstímabilinu en lék sinn fyrsta leik á árinu í fyrrakvöld gegn Bröndby og hann ætti því að verða klár í slaginn þegar flautað verð- ur til leiks í Allsvenskan 3. apríl en þá mætir Landskrona nágrannaliðinu Helsingborg. Auðun einn af fimm bestu bakvörðunum í Svíþjóð Auðun PAUL Burgess, yfirvallarhirðir á Highbury, heimavelli Arsenal í London, hefur verið í Portúgal undanfarna daga. Burgess, sem hefur oft komið hingað til lands og átt gott samstarf við Jóhann G. Krist- insson, vallarstjóra Laugardalsvallarins, var sendur til Portúgals á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Þar hefur hann verið að vega og meta knattspyrnuvellina sem notaðir verða þegar Evrópukeppni landsliða fer fram í Portúgal í sumar. Burgess á stóran þátt í að gras- flöturinn á Highbury-vellinum hefur fengið viðurkenningar mörg undanfarin ár, sem besti knattspyrnuvöllurinn á Englandi. Kannar velli í Portúgal  GUÐMUNDUR E. Stephensen fagnaði norska meistaratitlinum í borðtennis í fyrradag ásamt félögum sínum í B-72 frá Ósló í norsku úrvals- deildinni. Í úrslitaleiknum lagði B-72 lið Lakesvag, 5:2 , en Guðmundur vann báða einliðaleiki sína 3:0 og í tvíliðaleiknum í úrslitarimmunni lék Guðmundur með Zhang Mio og þeir unnu andstæðinga sína 3:0.  CARLO Cudicini, markvörður Chelsea, mun ekki geta leikið leikina gegn Arsenal í Meistaradeild Evr- ópu, vegna meiðsla á hendi – bein brákaðist á æfingu og hefur hann farið í aðgerð. Cudicini verður ekki tilbúinn í slaginn eftir fjórar vikur.  CHARLES Oakley hefur gert 10 daga samning við NBA-liðið Hou- ston Rockets en þjálfari liðsins Jeff Van Gundy var áður þjálfari Oakley er hann lék með New York Knicks.  VAN Gundy segir að Oakley muni gera mikið gagn þrátt fyrir að hann hafi ekkert leikið í vetur en fram- herjinn er fertugur að aldri og lék síðast með Washington Wizards ásamt fyrrverandi félaga sínum frá Chicago Bulls, Michael Jordan. Oakley lék í áratug með Knicks, í þrjú ár með Toronto Raptors og nú síðast með Wizards. Það eru fleiri leikmenn úr Knicks sem eru í her- búðum Rockets, Patrick Ewing er aðstoðarþjálfari liðsins og leikstjórn- andinn Mark Jackson samdi við liðið fyrr í vetur.  ALESSANDRO Nesta varnarmað- ur Evrópumeistaraliðs AC Milan frá Ítalíu er meiddur á fæti og verður frá keppni í 2-3 vikur. Nesta missir af deildarleik gegn Parma um helgina og fyrri leik liðsins í átta liða úrslit- um Meistaradeildarinnar gegn De- portivo la Coruna frá Spáni. Nesta fór af leikvelli eftir 11 mínútur gegn Juventus s.l. sunnudag þar sem Mil- an hafði betur, 3:1.  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, getur ekki teflt fram sjö af leikmönnum sínum gegn Tottenham á Old Trafford. Roy Keane, Louis Saha, Cristiano Ronaldo, Eric Djemba-Djemba og Kleberson eru meiddir og Gary Ne- ville og Rio Ferdinand eru í leik- banni. Þá er óljóst hvort Mikael Silvestre er orðinn góður eftir meiðsli á hné.  MEIÐSLI og veikindi hrjá Liver- pool. Óvíst er hvort að fyrirliðinn Steven Gerrard geti leikið með lið- inu gegn Wolves vegna flensu, en nokkrir leikmenn eru úti vegna meiðsla – Steve Finnan, Florent Sin- ama-Pongolle, Anthony Le Tallec, Vladimir Smicer, Chris Kirkland og Salif Diao.  DENNIS Bergkamp og Fredrik Ljungberg eru á ný komnir í leik- mannahóp Arsenal, sem mætir Bolt- on á Highbury. FÓLK Við ætlum að gera eins gott úrþessu í samvinnu við Siglfirð- inga og kostur er úr því sem komið er,“ segir Jónas sem ráðgerir að senda 20 manna sveit til Siglufjarðar til þess að vinna við mótshaldið þar. Jónas segir að í hlýindunum á dög- unum hafi nær því allan snjó tekið upp á skíðasvæðinu í Tungudal og nú sé svo komið að autt er við tvær neðstu lyfturnar en örlítill snjór við þá þriðju og efstu. „Það er mjög skellótt við efstu lyftuna og alveg ógjörningur að halda keppni við þær aðstæður,“ segir Jónas sem segir að nægur snjór sé enn á Seljalandsdal til þess að halda göngukeppnina, en Seljalandsdalur liggur hærra en svæðið í Tungudal. „Það er nægur snjór á Siglufirði nú um stundir og fín aðstaða og því ríkir ánægja með að samkomulag náðist við félaga okkar þar um að taka að sér alpagreinahluta Skíðamótsins. Í Siglufirði er víst mun meiri snjór um þessar mundir en á Dalvík og í Ólafs- firði,“ sagði Jónas sem ætlar að hefja Skíðamótið á Ísafirði og afmælis- veisluna sem sprettgöngu í miðbæ Ísafjarðar miðvikudaginn 31. mars. Hann segir vandalaust að keppa í sprettgöngu í bænum með enda- marki á Silfurtorgi þótt þar sé sem marautt sem á sumardegi væri. „Við ætlum að flytja snjó ofan af heiði og niður í bæ auk þess sem við notum ís sem undirlag. Við reyndum þetta í fyrra og það tókst vel til og því teljum við vandalaust að endurtaka leikinn nú,“ segir Jónas. Keppni í hefð- bundnum göngugreinum hefst síðan daginn eftir á Seljalandsdal í alpa- greinum á Siglufirði. Mótinu lýkur laugardaginn 3. apríl. Norski skíðagöngumaðurinn Thomas Alsgaard hefur þegið boð Skíðafélags Ísafjarðar að keppa sem gestur á mótinu, en Alsgaard er sannkallaður hvalreki fyrir íslenska skíðagöngumenn enda einn þekktasti skíðagöngumaður heims á síðustu ár- um. Alsgaard skaut upp á stjörnu- himininn fyrir tíu árum þegar hann vann gullverðlaun í 30 km göngu á Vetrarólympíuleikunum í Lilleham- mer, þá aðeins 22 ára gamall. Alls vann hann til átta verðlauna á heims- meistaramótum og Ólympíuleikum áður en hann hætti keppni í fremstu röð eftir HM í fyrra. Jónas sagði mikla ánægju ríkja með komu Alsga- ard og hún yrði til að gera gott mót betra. „Við stefnum að því að halda sannkallaða gönguveislu á Ísafirði um mánaðamótin og vonum að sem flestir hafi gaman af,“ sagði Jónas. Ísfirðingar og Siglfirðingar skipta á milli sín Skíðamóti Íslands vegna snjóleysis Ógjörningur að renna sér á skíðum í Tungudal VEGNA snjóleysis á skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal hefur verið ákveðið að flytja alpagreinahluta Skíðamóts Íslands til Siglufjarðar, þar sem aðstæður eru betri nú um stundir til að stunda þær greinar. Áfram er stefnt að því að keppni í göngu fari fram fyrir vestan, nánar tiltekið á Seljalandsdal. „Ég er ánægður með að málin séu nú í höfn þannig að við getum farið að undirbúa sjálft mótið,“ sagði Jónas Gunnlaugsson, formaður Skíðafélags Ísafjarðar, en félagið fagnar 70 ára afmæli á þessu ári er mótið á að vera hluti hátíðarhaldanna. Morgunblaðið átti stutt spjall viðPatrick og talið barst að gervi- grasi, sem hefur þróast ört síðustu ár. „Nú er að koma þriðja og fjórða kyn- slóð af gervigrasi, sem er komin með frábæra eiginleika en í Englandi getum við bara borið það saman við gamla plast-gervi- grasið, sem var í Preston, Oldham og QPR svo að mynd okkar af gervi- grasi er mjög slæm,“ sagði Patrick en hann skoðaði gervigrasið í Egils- höll. „Það er frábært og í Englandi æfum við líka á slíkum völlum með yngri flokka en leikmenn í efstu deild vilja ekki æfa á þeim, þó að við hjá Blackburn eigum sjálfir svona völl. Það er líklega vegna þess að þeir eru aldir upp á alvöru grasi en þeir sem byrja ungir að æfa á svona grasi eru líklegri til að vilja síðar æfa og spila á gervigrasi – það gætum við séð ger- ast á næstu fimm árum. Við þessir gömlu vallarstarfsmenn teljum okk- ur hinsvegar geta framleitt alvöru gras, sem stenst samanburð við besta gervigrasið. Ef við höldum okkur rækilega á tánum og aukum á þekkingu okkar ættum við að geta boðið eins mikil gæði og á þriðju og fjórðu kynslóð af gervigrasi. Mér sýnist áhorfendur líka vilja sjá menn spila á alvöru grasi,“ sagði Patrik. Dumferline í Skotlandi er að sögn Patrick eina úrvalsdeildarliðið, sem hefur komið sér upp gervigrasi en það hefur ekki verið nógu gott. „Hinsvegar teljum við að stóru al- þjóðaknattspyrnusamböndin vilji staðla leiki sem mest, til dæmis að boltinn skoppi allsstaðar jafn mikið, sama hvar sem er í veröldinni og við teljum það ekki endilega betra fyrir íþróttina,“ sagði Patrick og benti á aðrar leiðir. Ein hugmynd er að bæta velli með því að blanda saman alvöru grasi og gervigrasi. „Í Englandi skiptum við um torfur á ónýtum svæðum, oft vítateigum, en það er líka verið að nota gervigras með al- vöru grasi. Það er aðeins notað á tvö prósent af öllum vellinum, þá er gerviefni stungið niður í grasið til að styðja við ræturnar. Það getur hjálp- að á sumum stöðum en við gerum það ekki hjá Blackburn þó að hjá sumum klúbbum gangi það upp. Það á enn eftir að sanna og er enn verið læra hvernig á að fara með þessa tækni.“ Hann skoðaði nokkra velli hér landi og fannst ekki góðir. „Mér sýn- ist vellirnir í slæmu ásigkomulagi og grasið ekki líklegt til að ná sér á strik strax. Það er hægt að nota yfir- breiðslur en það þarf að fara mjög varlega með það. Margir vellir í Eng- landi eru með hita í vellinum og oft erum við með yfirbreiðslur þar sem hægt er að blása heitu lofti til að halda kuldanum í burtu. Það eru líka til margar tegundir af grasi, sem henta mismunandi aðstæðum.“ Menn vilja alvöru gras Morgunblaðið/Jim Smart Örn Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Fylkis, Steve Patrick og Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallarins. KNATTSPYRNUVELLIR á Íslandi koma misvel undan vetri svo að vallarstarfsmenn hafa í nógu að snúast við að gera þá klára fyrir átök sumarvertíðar og halda þeim við. Þetta var í umræðu á árs- fundi SÍGÍ, Samtökum íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi, íLeirunni í gær. Þar hélt erindi Steve Patrick, sem hefur í 16 ár haft umsjón með grasvöllum enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn. Stefán Stefánsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.