Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ G. VALDIMAR Valdemarsson, formaður málefnanefndar mið- stjórnar Framsóknarflokksins, skrifaði grein um Laxármálið í Morgunblaðið miðvikudaginn 10. mars sl. og notar það til að koma flokkspólitísku höggi á Samfylk- inguna. Það er rangt að reyna að gera þetta mikilvæga mál að bitbeini stjórn- málaflokka og þau rök sem G. Valdimar ber fram eru rökleys- ur einar. Í fyrsta lagi horfir hann framhjá því að lögin um vernd Laxár og Mývatns frá 1974 ganga lengra en sam- komulag landeigenda og virkjunar frá árinu 1973 vegna þess að þetta svæði er miklu mikilvægara en svo að þar þurfi ekki aðrir um að véla en landeigendur og eigendur virkj- unar á hverjum tíma. Það nýtur mestu náttúruverndar sem hægt er á Íslandi, bæði með íslenskum lögum og alþjóðlegum sam- þykktum sem Ísland er aðili að, og þar með létta lögin alveg þeim þrýstingi af landeigendum sem Landsvirkjun reynir nú að beita með hót- unum um atvinnu- missi í héraði og tekjutap fyrir Að- aldæli ef ekki verði látið að kröfum Landsvirkjunar um að mynda 2 kílómetra langt lón í Laxárdal. Það nær því engri átt, eins og G. Valdimar gerir, að reyna að halda því fram að það sé einhvers konar réttlætismál að færa lögin að hinu eldra samkomulagi sem opnaði fyrir möguleika á breytingu á vatnsborði árinnar ef landeigendur féllust á hana. Slík afturför væri ekkert minna en stórfellt umhverfisslys. Lögin eru svo afdráttarlaus að þau banna all- ar slíkar breytingar nema til verndunar og ræktunar – og er þar ekki átt við þá vélaverndun sem Landsvirkjun hefur nú í huga. Lögin kveða einnig á um að brot varði sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Í öðru lagi er það rangt hjá G. Valdimar að láta í veðri vaka að umhverfismat með gögnum frá Landsvirkjun sé eitthvert sérstakt rannsóknarferli sem geti ekki farið af stað eftir öðrum leiðum. Skv. gildandi lögum um verndun Laxár og Mývatns á einmitt að reka nátt- úrurannsóknarstöð við Mývatn sem er alveg óháð orkufyr- irtækjum. Sú rannsóknarstöð var nýlega í fréttum vegna þess að ráðherra umhverfismála hafði sett formann stjórnarinnar af – en sá hefur verið kunnur af áhuga sínum á umhverfismálum en minni áhuga á virkjunum og mannvirkjum í friðlandi Laxár og Mývatns. Eðli- legast væri að stjórnvöld og fjöl- miðlar leituðu sér upplýsinga og þekkingar hjá þeim vísindamönn- um sem unnið hafa að rannsóknum á þessu svæði til þess að átta sig á þeim sögusögnum sem eru á sveimi um sandburð í ánni og leið- ir Landsvirkjunar til að stöðva hann eins og þar sé um nýtt fyr- irbæri í lífríki árinnar að ræða. Eins og flestum ætti að vera kunn- ugt eru helstu breytingarnar sem hafa orðið á umhverfi Laxár og Mývatns á undanförnum áratugum af manna völdum. Verði menn var- ir við óeðlilegar breytingar á lífríki árinnar er því ekki úr vegi að leita skýringa á þeim breytingum í um- svifum mannsins frekar en því náttúrulega ástandi árinnar sem hefur lítið breyst síðustu aldirnar. G. Valdimar Valdemarsson gerir Framsóknarflokknum og nátt- úruvernd í landinu mikinn grikk ef hann ætlar að reyna að keyra Lax- árdeiluna niður í átök milli stjórn- málaflokka á alþingi. Að sjálfsögðu verða fulltrúar okkar þar að beita sér til að forða þeim glæp sem nú er í undirbúningi en í þessu máli eiga þeir að hlusta betur á rödd eigin samvisku en á flokkstilskip- anir. Eða hver þarf sérstakt um- hverfismat til að meta áhrif þess að sökkva Þingvöllum, sprengja Gullfoss, malbika yfir Geysissvæð- ið og sjóða lím úr Konungsbók eddukvæða? Laxá rennur ekki eftir flokkalínum Gísli Sigurðsson svarar G. Valdimar Valdemarssyni ’Slík afturför væri ekk-ert minna en stórfellt umhverfisslys.‘ Gísli Sigurðsson Höfundur er vísindamaður á Stofnun Árna Magnússonar. Laxárdalur fyrir. Laxárdalur eftir. ÞAÐ VAR mér pína að lesa pist- il nafna míns Hersveins um mynd Mel Gibson „The Passion of the Christ.“ Ég verð að segja að trúartilfinn- ing mín var særð djúpu sári er Her- sveinn hellti úr skál- um reiði sinnar (eða einhverjum öðrum skálum) yfir þessa mögnuðu kvikmynd. Hann byrjar á því að fara rangt með heiti myndarinnar og í beinu framhaldi af því afhjúpar hann að sjálf yfirskrift mynd- arinnar hefur farið framhjá honum, en hún er fengin úr Jesaja spádómsbók og er þessi: „En hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á hon- um, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.“ Það er ekki með nokkrum hætti hægt að leggja mat á þessa mynd nema að hafa þetta til hliðsjónar. Hersveinn segir að myndin „sé ekki um Jesús Krist heldur um illskuna. Hún er ekki um kærleikann, held- ur um myrkrið.“ Gerir hann sér ekki grein fyrir því að synd, mis- gjörð og hegning er illska, sem hefur alla tíð verið manninum fjötur? Ranglæt- isfjötur illskunnar hefur fjötrað manninn við eymd sína? Það myrkur, sem myndin sýnir með svo glöggum hætti og maðurinn getur ekki losað sig undan af eigin mætti, er sigrað með fórnandi kærleika Jesús Krists. Hann kom til að kveikja ljós. Hann gekk á hólm við myrkrið og vann sigur. Myndin fjallar um þessa hólm- göngu ljóss og myrkurs, dauða og lífs. Jesús kom til að leysa mann- inn undan glötun, undan dimmu myrkursins. Slíkt var eingöngu gert með guðlegum kærleika sem setur engin skilyrði og gengur á ystu nöf mannlegrar þjáningar. Jesús var fórnarlamb Guðs sem ber í burt synd þessa heims. Það er viðfangsefni myndarinnar. Gibson reynir að bregða upp mynd af ólýsanlegri þjáningu og lægingu mannsins, en einnig af sigri kærleikans yfir illskunni. Hersveinn segir í pistli sínum: „Þessi viðburður (Jesús hratt um borðum víxlaranna og borðum dúfnasalanna) er ekki sýndur í myndinni þótt hann sé höf- uðástæða þess að Jesús var hand- tekinn.“ Þetta er ekki rétt hjá Hersveini. Handtaka Jesús var til að uppfylla eilífan tilgang Guðs frá því fyrir grundvöllun verald- arinnar. Svikamylla pólitískra og trúarlegra afla er ekki hin eig- inlegi gerandi í þessari atburðarás. Gunnar Hersveinn sér Maríurn- ar sem fegurðina í myndinni. Hann sér ekki fegurðina í ótrú- legri pínu og kvöl til lausnar fölln- um manni undan ofurvaldi synd- arinnar. Hann sér ekki fegurðina í því að maður deyr fyrir vin sinn. Hann sér ekki fegurð þessa sam- hengis vegna þess hve kvölin er ótrúlega mikil, grimmdin skefja- laus. Hann sér ekki skóginn fyrir trjánum. Hann sér ekki þá fegurð sem Hallgrímur Pétursson sá og þjóðin hefur ornað sér við í myrkri aldanna. Hann sér ekki þá fegurð sem kirkjan hefur lofsungið og hefur verið hennar ær og kýr. Hann skynjar ekki grunn end- urlausnarinnar sem allt hvílir á vegna þess að verkið sem þurfti að vinna var drifið blóði, stígurinn sem þurfti að ganga var kvalanna braut. Gunnar Hersveinn segir einnig: „Áhugi höfundarins er á písl- arsögu holdsins – en ekki andans.“ Ég er ekki sammála Hersveini. Túlkun Gibson í þessari mynd er túlkun þess manns sem mikið er fyrirgefið og elskar því mikið. Gib- son gerir sér grein fyrir því að líf- ið er í blóðinu og það kemst ber- lega til skila. Öllum er ljóst sem sjá þetta verk að kvöl sálar og anda er stórum meiri en hinar holdlegu kvalir. Það var ekki hold- lega pína er olli því að hjarta Drottins brast á krossinum. En það er erfitt að útmála slíkt á hvíta tjaldinu. Myndin gerir þá kröfu að menn skynji það sem ekki er hægt að sjá. Gibson nær að túlka kvöl föð- urhjartans yfir blæðandi syni sem hafinn er upp nakinn milli himins og jarðar með snilldarlegum hætti í einni af lokasenum myndarinnar. „Niðurstaða mín er að túlkun Gibsons standi með kvölinni, pínu Krists, en ekki með kærleikanum og lífinu,“ segir Gunnar Hersveinn í niðurlagi pistils síns. Slík er ekki niðurstaða mín. Myndinni lýkur með upprisunni. Sigrinum yfir dauðanum. Kærleik- urinn deyddi dauðann. Maðurinn er frjáls. Frelsarinn opinberast í dýrð. Mel Gibson hefur náð því marki að gera mynd sem hefur meiri dýpt, er gædd meiri kærleika og þrungin meiri tilfinningu en ég átti von á. Þessi mynd lætur engan ósnortinn og þeim tíma sem menn verja til að sjá hana er vel varið. Pína Gunnar Þorsteinsson skrifar um kvikmynd Mel Gibsons ’Mel Gibson hefur náðþví marki að gera mynd sem hefur meiri dýpt, er gædd meiri kærleika og þrungin meiri tilfinn- ingu en ég átti von á. ‘ Gunnar Þorsteinsson Höfundur er forstöðumaður í Krossinum í Kópavogi.www.thjodmenning.is tryggvagata 16 sími 551 1808 www.mamimo.is fallegar fe rminga rg ja f i r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.