Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 74
DAGBÓK
74 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss kemur í dag.
Ottó N. Þorláksson og
Venus fara í dag.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Félags-
heimilið er opnið alla
virka daga frá kl. 9–17.
Gerðuberg, félags-
starf. Fimmtudaginn
25. mars „kynslóðir
saman í Breiðholti“, fé-
lagsvist í samstarfi við
Fellaskóla. Allir vel-
komnir s. 575 7720.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 laugardagsmorgna
frá Gjábakka.
Krummakaffi kl. 9.
Breiðfirðingafélagið,
Faxafeni 14. Góugleðin
verður í kvöld, laugar-
daginn 20. mars. Breið-
bandið spilar frá kl.
21–03. Allir velkomnir.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vikunn-
ar. Létt leikfimi, bak-
leikfimi karla, vefja-
gigtarhópar, jóga,
vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
GA-Samtök spilafíkla,
Fundaskrá: Þriðjud.:
Kl. 18.15, Seltjarnar-
neskirkja, Seltjarnar-
nes. Miðvikud.: Kl. 18,
Digranesvegur 12,
Kópavogur og Egils-
staðakirkja, Egils-
stöðum. Fimmtud.: Kl.
20.30, Síðumúla 3–5,
Reykjavík. Föstud.: Kl.
20, Víðistaðakirkja,
Hafnarfirði. Laugard.:
Kl. 10.30, Kirkja Óháða
safnaðarins, Reykjavík
og Glerárkirkja, Akur-
eyri. Kl. 19.15, Selja-
vegur 2, Reykjavík.
Neyðarsími: 698 3888.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis.
Fundir mánudaga kl.
20 að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Oa-samtökin. Átrösk-
un / Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is
og síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamarkað-
ur í Kattholti, Stangar-
hyl 2, er opinn þriðjud.
og fimmtud. frá kl. 14–
17. Leið 10 og 110
ganga að Kattholti.
Fífan, Dalsmára 5 í
Kópavogi. Tartan-
brautir eru opnar al-
mennu göngufólki og
gönguhópum frá kl.
10–11.30 alla virka
daga.
Blóðbankabíllinn.
Ferðir blóðbankabíls-
ins: sjá www.blodbank-
inn.is.
Minningarkort
Minningarkort Hjarta-
verndar, Reykjavík:
Skrifstofu Hjarta-
verndar, Holtasmára 1,
201 Kópavogi, s.
535 1825. Gíró og
greiðslukort. Dvalar-
heimili aldraðra
Lönguhlíð, Garðs Apó-
teki Sogavegi 108, Ár-
bæjar Apóteki Hraun-
bæ 102a, Bókbæ í
Glæsibæ Álfheimum
74, Kirkjuhúsið Lauga-
vegi 31, Bókabúðin
Grímsbæ v/ Bústaða-
veg, Bókabúðin Embla
Völvufelli 21, Bókabúð
Grafarvogs, Hverafold
1–3.
Minningarkort Hjarta-
verndar, Reykjanesi:
Kópavogur: Kópavogs
Apótek, Hamraborg
11. Hafnarfjörður:
Lyfja, Setbergi. Spari-
sjóðurinn, Strandgata
8–10, Keflavík: Apótek
Keflavíkur, Suðurgötu
2, Landsbankinn,
Hafnargötu 55–57.
Minningarkort Hjarta-
verndar,Vesturlandi:
Akranes: Hagræði hf.,
Borgarnes: Dalbrún,
Brákabraut 3. Grund-
arfjörður: Hrannarbúð
sf., Hrannarstíg 5.
Stykkishólmur: Hjá
Sesselju Pálsd., Silf-
urgötu 36. Ísafjörður:
Póstur og sími, Aðal-
stræti 18. Stranda-
sýsla: Ásdís Guð-
mundsd., Laugarholti,
Brú.
Minningarkort Hjarta-
verndar Austurlandi:
Egilsstaðir: Gallery
Ugla, Miðvangur 5.
Eskifjörður: Póstur og
s., Strandgötu 55.
Höfn: Vilborg Einars-
dóttir Hafnarbraut 37.
Minningarkort Hjarta-
verndar Norðurlandi:
Ólafsfjörður: Blóm og
gjafavörur Aðalgötu 7.
Hvammstangi: Versl-
unin Hlín, Hvamms-
tangabraut 28. Akur-
eyri: Bókabúð Jónasar
Hafnarstræti 108,
Möppudýrin Sunnuhlíð
12c. Mývatnssveit:
Pósthúsið í Reykjahlíð.
Húsavík: Blómasetrið,
Héðinsbraut 1. Raufar-
höfn: Hjá Jónu Ósk
Pétursdóttur, Ásgötu
5.
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í s. 588 7555 og
588 7559 á skrifstofu-
tíma.
Í dag er laugardagur 20. mars,
80. dagur ársins 2004, Vorjafn-
dægur. Orð dagsins: Þá birtist
honum engill af himni, sem
styrkti hann. Og hann komst í
dauðans angist og baðst enn ákaf-
ar fyrir, en sveiti hans varð eins
og blóðdropar, er féllu á jörðina.
(Lk. 22, 43.-44.)
Vefþjóðviljinn vísar íumfjöllun The Econ-
omist í síðustu viku um
það hvort jöfnuður hafi
aukist eða minnkað í
heiminum. „Það er með
þetta álitamál eins og svo
mörg önnur að með góð-
um vilja má komast að
svo að segja hvaða niður-
stöðu sem er. Misvísandi
hagtölur og margvíslegir
möguleikar á samanburði
gera þetta að verkum í
þessu máli eins og í svo
mörgum öðrum þar sem
túlka þarf misjafnlega
áreiðanlegar hagtölur.
Þetta felur þó ekki í sér
að þegar málið er skoðað
af sanngirni megi ekki
draga nokkra ályktun og
að allt sé jafn rétt eða
rangt eða jafnvel að eng-
in leið sé að segja neitt
um málið.
Þegar litið er á kjörallra einstaklinga í
heiminum, en ekki með-
alkjör ólíkra ríkja sem
eru eins og kunnugt er af
afar ólíkri stærð, er eng-
um blöðum um það að
fletta að jöfnuður hefur
aukist. Eða með öðrum
orðum, fyrir þá sem
kunna betur við þá fram-
setningu, að ójöfnuður
hefur minnkað. Annað
sem ekki skiptir síður
máli er að þeim sem búa
við lökustu kjörin, sem
yfirleitt eru skilgreindir
sem sá hópur sem lifir á
innan við einum Banda-
ríkjadal á dag, hefur
fækkað. Þeim hefur
fækkað hlutfallslega án
tillits til þess mælikvarða
sem notaður er og ein-
staklingum sem lifa við
þessi bágu kjör hefur
einnig fækkað - og þá er
ekki átt við hlutfallslega -
þrátt fyrir fjölgun jarðar-
búa. The Economist segir
að opinberar tölur Al-
þjóðabankans, sem Sam-
einuðu þjóðirnar og aðr-
ar stofnanir noti, bregði
upp of neikvæðri mynd
af ástandinu, en jafnvel
tölur Alþjóðabankans
sýna ekki fjölgun í þess-
um fátækasta hópi og
raunar hlutfallslega
fækkun þegar litið er til
þess að jarðarbúum hef-
ur fjölgað.
Eins og The Economistbendir einnig á er
hæpið, jafnvel þó að
menn vilji trúa neikvæð-
ustu tölunum, að kenna
alþjóðavæðingunni um.
Þau lönd sem draga með-
altalið niður eru nefni-
lega einmitt þau lönd
sem ekki hafa tekið þátt í
alþjóðavæðingunni. Þetta
eru aðallega löndin sunn-
an Sahara, en slæmt
stjórnarfar árum og ára-
tugum saman er helsta
ógæfa þessara landa.
Fjöldi annarra ríkja, sem
var mjög aftarlega á
merinni fyrir fáeinum
áratugum, hefur síðan
bætt stöðu sína mikið og
íbúarnir þar hafa komist
í álnir. Þessi ríki, sem
mörg eru í Suðaustur-
Asíu, hafa ólíkt ríkjunum
sunnan Sahara, nýtt sér
alþjóðavæðinguna. Þau
hafa opnað fyrir alþjóð-
leg viðskipti og njóta
ávaxtanna af þeirri
ákvörðun, segir Vefþjóð-
viljinn.
STAKSTEINAR
Ógæfan felst í skorti
á alþjóðavæðingu
Víkverji skrifar...
Víkverja hefur borist bréf frá 15ára stúlku á Selfossi, Söru
Kristínu, sem titlar sig femínista.
Ber bréfið með sér yfirskriftina
„Víkverji, þú hlýtur að vera að grín-
ast!“ og hljóðar svo:
„Í pistlinum þínum segir þú frá
því mikla kraftaverki að þú, karl-
maður, hengdir upp þvott. Það var
að sjálfsögðu ekki það sem hneyksl-
aði mig svona mikið heldur það sem
þú sagðir svo: „Ungir og miðaldra
foreldrar í dag komu langflestir í
þennan heim á meðan þeirra feður
voru víðs fjarri og sinnandi sínum
daglegu störfum. Nú telst það ekki
burðug karlmennska að vera ekki
viðstaddur fæðingu barna sinna,
svo ekki sé minnst á þvottastörfin
og öll önnur verk sem nútímafor-
eldrar skipta með sér. Stundum
finnst Víkverja eins og unga nú-
tímakonan gleymi þessari sögulegu
staðreynd. Körlum veitir ekki af
fleiri hvatningarorðum...“ Þú verður
að fyrirgefa en ég get einfaldlega
ekki séð hvers vegna þú átt sér-
stakt hrós fyrir að hengja upp þínar
eigin flíkur. Ekki hefur konum ver-
ið neitt þakkað fyrir allt sem þær
hafa gert, óumbeðnar og mögl-
unarlaust í fleiri þúsund ár. Held-
urðu að það sé einhvers hróss virði
að þú hengir upp þvott sem er ná-
kvæmlega það sem kona þín og
móðir hafa gert fyrir þig árum og
áratugum saman bara vegna þess
að þú ert karlmaður??? Mér finnst
það sko ekki og ef þú ætlar að fara
að hæla sjálfum þér fyrir að smyrja
þína eigin samloku næst þá skaltu
sko hugsa þig aðeins betur um. Mér
er alveg sama hvað karlmenn hafa
gert í fornöld en þökk sé fem-
ínistum, súffragettum og kvenrétt-
indabaráttunni að það er ekki leng-
ur einungis starf kvenmannsins að
hengja upp og þvo þvott, elda mat
og hugsa um heimilið, karlremban
þín! Hugsaðu um það næst þegar
þú framkvæmir það mikla afrek að
hengja upp þvottinn þinn og hættu
svo þessu tuði! Ekki ætla ég að
hrósa þér neitt fyrir það sem er al-
veg sjálfsagt að þú gerir!“
Svo mörg voru þau orð og þakkar
Víkverji fyrir bréfið. Hér hefur þó
einhver misskilningur átt sér stað.
Víkverji var ekki að vekja athygli á
því að hann hefði verið að hengja
upp þvott, og hvað þá talað um
kraftaverk í því sambandi, heldur
var hann aðeins að henda eilítið
gaman að því þegar tvær eldri kon-
ur lýstu undrun sinni og aðdáun á
að sjá karlmann í þvottahús-
störfum. Öllu gamni fylgir þó smá
alvara. Fólst alvaran t.d. í því að
minna á hve tímarnir hafa breyst
mikið til batnaðar. Víkverji getur
hins vegar lítið að því gert ef lýsing
á fortíðinni hefur farið fyrir brjóstið
á bréfritara. Síðan frábiður Víkverji
sér allar ásakanir um karlrembu.
Hann tók það skýrt fram í pistli
sínum að hann hengdi reglulega
upp þvott fjölskyldunnar og getur
bætt því við hér að hann gengur
glaður í bragði í öll önnur sjálfsögð
heimilisstörf og hefur alltaf gert.
Morgunblaðið/Sverrir
Sem betur fer hefur margt breyst
til batnaðar í jafnréttismálum.
NÝLEGA fór ég að sjá
uppfærslu Leikfélags Ak-
ureyrar á Draumalandinu.
Ég er nú enginn sérfræð-
ingur í leiklist en hef gam-
an af því að fara í leikhús.
Ég var afskaplega
ánægð með sýninguna,
skemmti mér konunglega
og fannst söguþráðurinn
spennandi og skemmtileg-
ur. Það að leikritið er svona
nálægt okkur í nútímanum
gerði það að verkum að ég
sá marga samferðamenn
mína í persónum þess.
Mér fannst allir leikar-
arnir standa sig mjög vel og
skapa trúverðugar persón-
ur. Þar var ekki síst Hildi-
gunnur Þráinsdóttir sem
mér fannst einstaklega góð
í hlutverki sínu sem dótt-
irin. Mér fannst hún svo
trúverðug að ég var stund-
um í vafa um að hún væri
yfir höfuð nokkuð að leika,
hún væri bara svona.
Það var mér því alger-
lega óskiljanlegt þegar ég
las gagnrýni Sveins Har-
aldssonar á verkinu. Ég er
honum algerlega ósammála
í einu og öllu. Þetta er mín
skoðun.
Ragnhildur
Aðalsteinsdóttir.
Agaleysi í umferðinni
ÉG undirritaður, eins og
margir aðrir skattgreið-
endur þessarar þjóðar, hef
veitt því athygli að Björn
dómsmálaráðherra hyggst
fjölga sérsveitarlögreglu-
mönnum í 50.
Hefur ráðherra ekki tek-
ið eftir því að það er miklu
meiri þörf að fjölga hið
fyrsta í umferðardeild lög-
reglunnar.
Það ríkir mikið agaleysi í
umferðinni. Umferðareftir-
lit illsjáanlegt og slysatjón
því miður eftir því. Það er
löngu tímabært að fram-
kvæma umferðarátak en
það má geyma það að fjölga
í sérsveit.
Hafliði Helgason.
Lindin 9 ára
KRISTILEGU útvarps-
stöðinni Lindinni vil ég
senda bestu hamingjuóskir
með 9 ára afmælið. Ég vil
þakka stjórnendum og
starfsfólki fyrir frábæra og
fjölbreytta dagskrá við
allra hæfi. Guð blessi ykkur
um ókomin ár.
Ánægður hlustandi.
Tapað/fundið
Eyrnalokkur týndist
SILFUR eyrnalokkur, í
laginu eins og langur og
mjór þríhyrningur, flatur
með skrúfaðri festingu á
mjórri endanum, týndist sl.
föstudagskvöld á Kaffi
Viktor. Þessi skartgripur
hefur mikið tilfinningalegt
gildi fyrir eiganda og er
finnandi beðinn að skila
honum til óskilamunadeild-
ar lögreglunnar í Borgar-
túni 7 eða hringja í síma
692-2676. Fundarlaun.
Ecco-skór teknir
í misgripum
NÝLEGIR svartir Ecco
kuldaskór með 3 riflásum
nr. 38 voru teknir í misgrip-
um og aðrir eins nr. 36
skildir eftir líklega í Smára-
skóla, Íþróttahúsi Breiða-
bliks, Sundlaug Kópavogs,
Myndlistarskóla Kópavogs
eða í Sporthúsinu. Skórnir
eru merktir innan í hæln-
um. Upplýsingar í síma
864 0110 eða 554 1010.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Ósammála
gagnrýni
LÁRÉTT
1 skinhelgi, 8 drepur, 9
súrefnis, 10 viljug, 11 bik,
13 rýja, 15 klúrt, 18 fljótt,
21 sprækur, 22 skýrði
frá, 23 fylginn sér, 24
kjötréttinum
LÓÐRÉTT
2 rás, 3 beina augum að,
4 tryllist, 5 odds, 6 auka-
skammtur, 7 kvenfugl,
12 rándýr, 14 ýlfur, 15
megna, 14 margt, 17
mannsnafni, 18 lítill
böggull, 19 fæddur,
20 þyngdareining
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 hámar, 4 fúlar, 8 lamin, 8 ættuð, 9 nár, 11 afar,
13 ólar, 14 órækt, 15 hælt, 17 treg, 20 fis, 22 fúska, 23
vætan, 24 afinn, 25 ramma.
Lóðrétt: 1 helga, 2 mamma, 3 rann, 4 flær, 5 lítil, 6 rúð-
ur, 10 ámæli, 12 rót, 13 ótt, 15 hefja, 16 losti, 18 ritum,
19 gunga, 20 fann, 21 sver.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html