Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 22
Reuters Chen Shui-bian, forseti Taívans, særðist á maga þegar skotið var á hann. FORSETI og varaforseti Taívans lifðu af skotárás í gær, daginn fyrir forsetakosningar og eftir mjög harð- vítuga kosningabaráttu. Ákveðið var að fresta ekki kosningunum þrátt fyrir tilræðið. Chen Shui-bian forseti og Annette Lu varaforseti særðust í skotárásinni sem var gerð þegar þeim var ekið um götur borgarinnar Tainan á sunnan- verðri eyjunni í þaklausum jeppa á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þau voru flutt á sjúkrahús í borginni en reyndust ekki hafa særst lífs- hættulega. Chen forseti fékk ellefu sentimetra langt sár á magann og var það saum- að saman með fjórtán sporum. Ann- ette Lu særðist á hné. Þau fóru af sjúkrahúsinu síðar um daginn. Bæði fullvissuðu þau þjóðina um að vera heil á húfi í sjónvarpsávarpi í gærkvöld. Yu Shyi-kun, forsætisráðherra Taívans, sagði að stjórnin hefði komið á fót sérsveit sem ætti að rannsaka árásina. „Við hvetjum fólk til að halda ró sinni, taka þátt í kosningunum með friðsamlegum og eðlilegum hætti, til að styrkja lýðræði lands- ins.“ Enginn lýsti árásinni á hendur sér og ekki var skýrt frá neinum hand- tökum vegna málsins. Fréttaskýr- endur sögðu að hún yki sigurlíkur Chens forseta vegna samúðar kjós- enda, en hann var með jafnmikið fylgi og forsetaefni stjórnarandstöðunnar, Lien Chan, samkvæmt skoðanakönn- unum sem gerðar voru fyrir viku. Kosningafundum aflýst Lien fordæmdi árásina og hvatti til þess að hún yrði rannsökuð til hlítar áður en kosningarnar færu fram. „Þjóðin á rétt á því að vita hvers vegna þetta gerðist svo skömmu fyrir kosningar.“ Þjóðaröryggisráð Taívans fyrir- skipaði lögreglunni að veita Lien aukna vernd. Báðir frambjóðendurn- ir aflýstu síðustu kosningafundum sínum sem áttu að fara fram í gær- kvöldi. Forseti og vara- forseti Taívans lifa skotárás af Tainan. AFP. ERLENT 22 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ VERÐUR Taívan einhvern tíma sjálfstætt lýðveldi? Þótt spurningin verði ekki lögð fyrir íbúana í for- setakosningunum í dag, laugardag, er hún ofarlega í hugum margra og liðsmenn núverandi forseta, Chen Shui-bian, hafa viðrað tillögur um að hún verði lögð fyrir kjósendur í þjóðaratkvæði árið 2008. Þá verða Ólympíuleikar í Peking og ljóst að Kínastjórn yrði milli tveggja elda; hernaðarárás á Taívan gæti eyði- lagt allan áróðurshagnað af leik- unum. En stjórn kommúnista í Peking lítur á Taívan sem „hérað í einu, óskiptu Kína“ en ekki ríki. Jafnir í könnunum Pekingstjórnin hefur margsinnis hótað því að leysa deilurnar um stöðu Taívans með hervaldi. Og jafnt Bandaríkin sem Vestur-Evr- ópuríkin og Japan hvetja Taívana ákaft til að forðast allt sem geti orðið til að skerist í odda. „Við erum áhyggjufull og finnum fyrir angist í hjarta okkar,“ segir Yang Guoqing sem situr í einni af mikilvægustu nefndum kínverska þingsins. „Landar okkar á Taívan eiga sér hefðir ættjarðarástar en fyrr eða síðar munu þeir átta sig á því hve mikið tjón yrði af því að Ta- ívan yrði sjálfstætt.“ Chen forseti, sem er 53 ára, og helsti andstæðingur hans, hinn 67 ára gamli Lien Chan, voru báðir með um 36–37% fylgi í síðustu könnunum sem gerðar voru fyrir tæpri viku. Ógerlegt þótti með öllu í gær að segja fyrir um hver áhrif tilræðið við forsetann í gærmorgun kæmi til með að hafa. Margir voru enn óákveðnir ef marka má skoð- anakannanir. Lien hefur sakað Chen um að sýna ábyrgðarleysi með því að ögra Kínastjórn og höfða til hættulegrar tilfinningasemi. Lien styður sam- einingu við Kína þegar aðstæður leyfi og segist vilja fara í friðarferð til meginlandsins. Einnig segist hann vilja fá Bandaríkjamenn til að taka þátt í framtíðarviðræðum við ráðamenn í Peking. En bent hefur verið á að litlar líkur séu á því að Kínastjórn samþykki ferð Liens þar sem hún viðurkennir ekki rétt hans eða annarra til að kalla sig forseta. Fyrstu áratugina eftir sigur kommúnista á meginlandinu 1949 urðu Taívanar að sætta sig við lítt dulbúið flokkseinræði flokks þjóð- ernissinna sem áður réð öllu Kína. En frjálsar kosningar voru síðan haldnar 1996 og fór ekki milli mála að stjórnvöld í Peking óttuðust bæði niðurstöðuna og fordæmið, lýðræðisskipulag á eyju sem hún gerði tilkall til. Kínverjar efndu þá til mikilla heræfinga á meginland- inu og skutu eldflaugum í tilrauna- skyni yfir taívanskt hafsvæði. Bandaríkjamenn minntu þá á að þeir ábyrgðust öryggi Taívana og tvö flugmóðurskip þeirra sigldu til eyríkisins. Ofbeldi yrði ekki liðið, voru skilaboðin. Á meginlandinu andspænis Taív- an eru um 500 eldflaugar í skot- stöðu. Auk þess að kjósa forseta geta Taívanar nú tekið þátt í tvö- faldri þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag þar sem spurt verður annars vegar hvort efla beri varnir gegn hugsanlegri árás Kínverja og hins vegar hvort gera eigi tilraun til að hefja beinar viðræður við kommúnistastjórnina. Vandi lýðræðisríkja er ekki síst að noti Taívanar sér lýðræðislegan rétt til að verða sjálfstæðir verður erfitt að finna rök gegn þeirri ákvörðun. Á að styðja einræðið gegn lýðræðinu? Og er ekki hætta á að ráðamenn í Peking mistúlki stöðuna, álíti að Vesturlönd muni taka vaxandi viðskiptahagsmuni fram yfir stuðning við smáþjóðina? Þess vegna sé núna hægt að beita hervaldi? Ekki fer milli mála í yfirlýsingum frá Peking að Chen er enn verri kostur en Lien. Hins ber að geta að viðbrögð Taívana hafa, frá því að raunverulegu lýðræði var komið á fyrir nær átta árum, ávallt verið þau í kosningum að velja þann eða þá sem Kínastjórn beitti sér helst gegn, eins og bent er á í grein í International Herald Tribune. Pekingstjórnin segir að ríkið megi ekki klofna og þess vegna sé ólíðandi að Taívan lýsi yfir sjálf- stæði. Á bak við er einnig óttinn við að kúgaðar minnihlutaþjóðir í Tíbet og Xinjiang, sem vilja losna við kín- versk yfirráð, verði enn djarfari ef Taívanar slíta formlega tengslin. Taívan komst ekki undir kínversk yfirráð fyrr en á 17. öld og 1895 tóku Japanar eyjuna, þeir héldu henni þar til 1945. Jonathan Fenby, sem skrifað hefur um sögu Kína, segir í tímaritinu Prospect að í Peking óttist sumir að Taívan verði aftur japönsk hjálenda ef ekki verði gripið í taumana. Mikil viðkiptatengsl Sumir stjórnmálaskýrendur segja að tíminn muni leysa deiluna, innan fárra áratuga muni Kína verða nægilega lýðræðislegt til þess að Taívanar sætti sig við frið- samlega sameiningu. Þótt opinber- lega geisi oft kalt stríð milli Kína og Taívan eru viðskiptalegu tengsl- in geysimikil. Minnst hundrað þús- und Taívanar búa í borgum og hér- uðum andspænis Taívan og annars staðar á strandlengjunni þar sem efnahagslegur uppgangur hefur verið mestur í Kína og starfa þeir í útibúum taívanskra fyrirtækja. Taí- vönsk fyrirtæki fjárfesta fyrir milljarða dollara árlega í Kína og notfæra sér eins og mörg vestræn fyrirtæki hvað vinnuaflið er ódýrt. En fari menn óvarlega er ekki víst að peningahagsmunirnir dugi til að koma í veg fyrir árekstra sem gætu undið upp á sig með afleið- ingum sem gætu stefnt friði í allri Austur-Asíu í voða. Kínastjórn storkað á ný? Þrátt fyrir tilræðið við Chen Shui-bian fara for- setakosningar fram á Taívan í dag. Kannanir gefa til kynna að mjótt verði á mununum.                 ’Vandi lýðræðis-ríkja er ekki síst að noti Taívanar sér lýðræðislegan rétt til að verða sjálf- stæðir verður erfitt að finna rök gegn þeirri ákvörðun.‘ kjon@mbl.is „Spænska stjórnin laug ekki“ Brussel, Madríd. AFP. ANGEL Acebes, innanríkisráð- herra fráfarandi ríkisstjórnar Spánar, sagði í gær að hún hefði ekki logið þeg- ar hún kenndi aðskilnaðar- samtökum Baska, ETA, um hryðju- verkin í Madr- íd í vikunni sem leið. „Spænska stjórnin laug ekki að nein- um, hvorki Spánverjum né öðr- um þjóðum,“ sagði Acebes við fréttamenn í Brussel þar sem hann sat skyndifund innanrík- isráðherra Evrópusambandsins sem boðaður var vegna hryðju- verkanna í Madríd. „Fram hafa komið margar rangar ásakanir,“ sagði Acebes þegar hann var spurður um um- mæli innanríkisráðherra Þýska- lands sem kvartaði yfir því að spænsk yfirvöld hefðu verið sein að láta þýsku stjórninni í té upplýsingar sem bentu til þess að hryðjuverkasamtökin al- Qaeda væru viðriðin hryðju- verkin í Madríd. Leynd létt af skjölum Spænsk stjórnvöld hafa létt leynd af tveimur skjölum þar sem rakin eru samskipti leyni- þjónustunnar og stjórnvalda daginn sem ódæðisverkið var framið. Kemur fram í þeim að leyniþjónustan taldi á upphafs- stigum málsins að ETA-hreyf- ingin hefði verið að verki og tóku ráðamenn og talsmenn rík- isstjórnarinar mið af því mati í yfirlýsingum sínum á fyrstu klukkustundunum eftir ódæðið. Um kvöldið bárust síðan vís- bendingar um að íslamskir hryðjuverkamenn hefðu hugs- anlega verið að verki og greindi talsmaður stjórnarinnar þá frá því. Neita sakargiftum Hæstaréttardómari í Madríd úrskurðaði í gær þrjá Marokkó- menn og tvo Indverja í gæslu- varðhald og einangrun vegna gruns um að þeir hefðu átt aðild að hryðjuverkunum. Þeir neita sakargiftunum og segjast ekki tengjast al-Qaeda eða öðrum hryðjuverkasamtökum. Mennirnir hafa ekki enn ver- ið ákærðir formlega. Þeir eiga yfir höfði sér allt að 40 ára fang- elsisvist verði þeir fundnir sek- ir. Angel Acebes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.