Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Leonardó ÉG FLÝTI MÉR AÐ FINNA UPP BÍLASTÆÐI © DARGAUD ÉG ER MEÐ SMÁ ATHUGASEMD VARÐANDI ALLA BÍLAFRAMLEIÐSLUNA HVER ER HÚN! HVAR EIGA EIGINLEGA ALLIR ÞESSIR BÍLAR AÐ KEYRA? ÉG SEGI BARA SVONA GÓÐ SPURN- ING! ÉG VERÐ AÐ DRÍFA MIG AÐ FINNA UPP HRAÐBRAUT! SEX MÍNÚTUM SÍÐAR... ÉG ER BÚINN MEÐ TEIKNINGARNAR! MEÐ ÞVÍ AÐ BYGGJA ÞRIGGJA AKREINA HRAÐBRAUT GETA BÍLARNIR KEYRT UM ALLA EVRÓPU JÁ EN... ÞÚ ERT FARINN AÐ FARA Í TAUGARNAR Á MÉR! JA... ALLT ÞETTA FÓLK VERÐUR AÐ GETA STAÐIÐ UPP EINHVERN TÍMANN OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ? HVAR EIGA ÞAU AÐ STOPPA? ÉG SEGI BARA SVONA Grettir Smáfólk Smáfólk HVAÐ GERIR MAÐUR VIÐ BRAUÐRIST SEM ILLUR ANDI BÝR Í? TEKUR HANA ÚR SAMBANDI FÁVITI BRÉF TIL ÞÍN SNOOPY... ÉG ELSKA DULARFULL BRÉF FRÁ HVERJUM ER BRÉFIÐ? HANN DATT! ÉG DETT ALLTAF ÞEGAR ÉG FÆ BRÉF FRÁ YFIRHUNDINUM! DULAR- FULLT BRÉF RÓLEG TILVERA MÍN HEFUR VERIÐ TRUFLUÐ AF ÞESSU MJÖG DULARFULLA BRÉFI ÖRUGGLEGA SLÆMAR FRÉTTIR... EÐA GÓÐAR FRÉTTIR... EN EKKI HVAÐ? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SENNILEGA var það tilviljun að það bar upp á svipaðan tíma að kynnt var í fjölmiðlum niðurstaða rann- sóknar um að um- hverfishyggja Ís- lendinga væri að minnka og að leið- rétta þurfti full- trúa svokallaðra umhverfisvernd- arsinna oftar en einu sinni um hvað birst hafði opinberlega um hvalarannsóknir Íslendinga 1986 til 1989 þegar stundaðar voru vísinda- veiðar á hval við Ísland. Því var hald- ið fram að ekkert hefði um þær rann- sóknir frést opinberlega. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar leiðréttu þetta og virðist ljóst að sennilega hafa þessar vísindaveiðar lagt meira af mörkum til þekkingar á fæðuvali hvala en nokkur önnur aðgerð og er þó enn mikilvægt að auka við vitn- eskjuna. Í þetta sinn voru það sam- tök, sem kalla sig International Fund for Animal Welfare, sem komu mál- inu á framfæri en þetta var hvorki í fyrsta né annað sinn sem leiðrétta þurfti svokallaða umhverfisverndar- sinna í þessu máli og það er ómögu- legt að trúa því að ekki hafi verið full- yrt gegn betri vitund. Ég held að alvöru umhverfis- verndarsinnar þurfi að hugleiða hvort ekki sé hugsanlegt samhengi á milli hárra upphrópana, þar sem lygi, hálfsannleikur, innistæðulausar full- yrðingar og dylgjur gefa oft tóninn, og þess að Íslendingar, sem lifa í nánara tengslum við náttúruna en flestar þjóðir, skuli sýna minnkandi „umhverfishygð“ eins og umhverfis- vernd birtist nú um stundir. Jakob Björnsson fyrrverandi orkumála- stjóri setti í Mbl. 8. mars, s.l. fram kenningu um af hverju svo er komið, þar sem hann segir að áróðurinn gegn Kárahnjúkavirkjun hafi þegar verst lét haft áhrif í þessa veru. Ég held að talsvert sé til í þeirri kenn- ingu enda voru mótrök sem Árni Finnson notað í svargrein í sama blaði þremur dögum síðar ekki sann- færandi. Íslendingar eru umhverfisvernd- arsinnar. Ekki bara af hugsjón held- ur einskærri nauðsyn. Þeir sem eru jafn háðir umgengni við náttúruna og Íslendingar geta ekki annað en verið umhverfisverndarsinnar. Það þýðir ekki að ekkert megi gera. Hinn viti borni maður þarf að meta og vega öll inngrip í náttúruna, – hverju er fórnað og hver ávinningurinn er – og átta sig á að sum inngrip eru nauðsynleg. Mér finnst Jakob Björnsson hafa á vettvangi Mbl. oft bent með skynsamlegum hætti á þessar staðreyndir. Ég held að svar- ið við spurningunni í fyrirsögn þess- arar greinar sé neitandi en hitt er lík- legt að Íslendingar taki í meiri mæli en áður fullyrðingar um umhverfis- vernd með fyrirvara. PÉTUR BJARNASON, Löngumýri 34, 600 Akureyri. Er „umhverfishygð“ Íslendinga að minnka? Frá Pétri Bjarnasyni, fram- kvæmdastjóra Fiskifélags Íslands: FYRIR skömmu sá ég í Discovery- þætti í sjónvarpi fjallað um gatna- gerð og aðrar samgöngubætur í Boston í Banda- ríkjunum. Sýnd var meðal annars sex akreina hrað- braut í borginni sem ætlunin var að grafa niður og síðan skyldi tyrft yfir og tré gróðursett. Slík framkvæmd er mér mjög að skapi. Verkfræðingar og arkitektar hjá Samtökum um betri byggð og Höfuðborgarsamtökunum telja að ódýrara verði að setja Hringbraut- ina í fjögurra akreina stokk frá Bú- staðavegi að Melatorgi en að færa hana til suðurs. Fjórar akreinar myndu nægja þar sem gatnamót eru ljóslaus og gegnumakstur því við- stöðulaus. Á stokknum er ætlunin að verði lóðir að verðmæti fimm millj- arðar króna. Hugleiðið það! RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, fyrrv. þýðandi. Lóðir fyrir fimm milljarða Frá Rannveigu Tryggvadóttur: ÉG er ekki vanur að leggja leið mína upp í Öskjuhlíð en um daginn gerði svo óvenju gott veður að ég ákvað að fá mér göngutúr. Ekki þurfti ég að ganga lengi áður en ég kom auga á minjar frá síðari heimsstyrjöld, 2 vél- byssuhreiður og byrgi sem staðsett eru fyrir ofan keiluhöllina. Þar sem ég er nú mikill áhugamaður um þetta tímabil í sögunni vatt ég mér útaf hinni malbikuðu gönguleið til að líta betur á mannvirkin. Ég bjóst nú ekki við miklu en þegar að kom varð ég fyrir sjokki. Vélbyssuhreiðrin full af grjóti og fúlu regnvatni, hurðir löngu ryðgaðar af hjörum byrgisins og það einnig fullt af grjóti. Greinilegt er að ekkert hefur verið hirt um þessar minjar frá því að herinn yfirgaf þær. Herseta Breta og áhrif þeirra á land og þjóð er stór þáttur í sögu okk- ar sem ekki má gleyma og eru mann- virkin sem þeir reistu víðsvegar um landið engu ómerkilegri en bústaðir landnámsmanna. Ég vill því biðja ráðamenn og aðra sem vilja láta sig sögu landsins varða að bjarga þess- um minjum svo komandi kynslóðir geti einnig fengið að njóta tilvistar þeirra. ARNAR GUÐLAUGSSON, rafeindavirki og formaður Félags nema í rafiðnum. Stríðsminjar í Öskjuhlíð Frá Arnari Guðlaugssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.