Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 11 Námsstefna: Gæði og umönnun á hjúkrunarheimilum Notkun gæðavísa og matslykla RAI mælitækisins í starfi Hótel Loftleiðum 24. marz 2004 Dagskrá 12:45-13:15 Skráning 13:15-13:25 Setning: Hrafn Pálsson, deildarstjóri í heilbrigðisráðu- neytinu. 13:25-14:15 Skilgreiningar á gæðavísum, matslyklum og kvörðum í RAI mælitækinu: Hlíf Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar. 14:15-14:45 Notkun matslykila: Pálmi V. Jónsson, öldrunarlæknir. 14:45-15:15 Kaffi 15:15-16:00 Gæðavísar og matslyklar notaðir til að þróa hjúkrun og bæta líðan. Raunveruleg dæmi tekin um byltur, verki og lyfjanotkun: Anna Birna Jensdóttir, forstjóri Sóltúns. 16:00-16:30 Helstu spurningar um RAI mælitækið: Sigríður Egilsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknis- embættinu. 16:30-17:00 Umræður Vinsamlega skráið þátttöku hjá heilbrigðisráðuneytinu í síma 545 8700 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti DAVÍÐ Bjarnason, stunda- kennari við Háskóla Íslands og doktorsnemi í mannfræði, fjallaði um farsímatæknina og þá miklu útbreiðslu sem far- síminn hefur náð á síðustu ár- um á málstofu um Samskipti í netheimum, á ráðstefnu um tækni í samfélaginu í HÍ í gær. Sagði hann að farsímatækn- in hefði fundið sér leið inn í samfélagið eftir því sem nútím- inn hefði mótast af meiri hraða, kröfum um hagkvæmni og að fólk nýtti tíma sinn betur. Eitt þekktasta dæmið um breyttan samskiptamáta fyrir tilstuðlan farsíma væru sms-skilaboð. „Þessi tækni var í raun sett inn í farsímana án þess að fram- leiðendur hefðu sérstaka sýn á að þetta yrði samskiptamáti. Þetta hefur síðan þróast yfir í að verða aðalsamskiptamáti margra hópa, einkum ung- linga.“ Davíð benti á að farsíminn hefði fyrst verið kynntur til sögunnar sem tæki sem kæmi að góðu gagni í viðskiptalífinu. Í dag væri notendasviðið mikl- um mun víðara eins og dæmin sönnuðu. Davíð sagði mikilvægt að notendur farsíma á ólíkum sviðum tækju þátt í að móta farsímatæknina þegar fram liðu stundir. „Við megum ekki festa okkur í tæknilegri nauð- hyggju um að síminn muni gera hitt og þetta heldur hugsa um okkur sem virka gerendur þar sem við höfum áhrif á mót- un tækninnar.“ Farsímatækni framtíðarinnar „Megum ekki fest- ast í tækni- legri nauð- hyggju“ SIGURÐUR Örn Hektorsson geð- læknir mun kynna nýjungar á fyr- irkomulagi þjónustu við geðsjúka utan sjúkrahúsa, á fræðslufundi Geðhjálpar sem haldinn verður í dag. Sigurður Örn starfaði í eitt ár sem geðlæknir í bænum Modesto í Kaliforníu og kynntist þar fyr- irkomulagi sem þróað hefur verið á svæðisbundnum þjónustustöðv- um fyrir geðsjúka. Að sögn hans er áhersla þar lögð á að sérstakir þjónustu- eða stuðningsfulltrúar haldi utan um alla þjónustuna sem sjúklingurinn fær. Þarna hefur hver sjúklingur sinn stuðnings- fulltrúa sem aðstoðar sjúklinginn með margvíslegum hætti og veitir honum m.a. liðsinni við að fá þjón- ustu sem hann þarf á að halda í samskiptum við félagsþjónustu, húsnæðiskerfið, menntakerfið og heilsugæsluna, að sögn hans. Hefur gefið góða raun Sigurður Örn segir þetta fyr- irkomulag hafa gefið góða raun. „Í þeim þrengingum sem heil- brigðisþjónusta í Bandaríkjunum hefur verið að ganga í gegnum, og þá sérstaklega geðheilbrigð- isþjónustan, þar sem sífellt minni fjármunir eru fyrir hendi til þess að veita þjónustu, tel ég að þetta fyrirkomulag sé mjög hjálplegt,“ segir hann. Hann segir einnig athyglisvert að oft á tíðum búi þjónustufull- trúarnir að svipaðri reynslu og skjólstæðingarnir sjálfir. Þeir komi úr ýmsum áttum, séu ekki nauðsynlega fagmenntaðir heil- brigðisstarfsmenn en eigi það sameiginlegt að hafa reynslu af mannlífinu. Fræðslufundurinn verður hald- inn að Túngötu 7 og hefst kl. 14. Fjallað um ný meðferðarúrræði vegna geðsjúkra á fræðslufundi Geðhjálpar Stuðningsfulltrúar aðstoða sjúklinga utan sjúkrahúsa UPPLÝSINGATÆKNI á heilbrigis- sviði, heilsufar í greipum tækni og samskipti í netheimum voru meðal umfjöllunarefna í málstofum á þver- faglegri ráðstefnu; Tæknin í sam- félaginu, samfélagið í tækninni, sem lauk í Háskóla Íslands í gær. Gísli Pálsson, prófessor í mann- fræði við HÍ, fjallaði um gagna- grunna af ýmsum toga og minnti áheyrendur á að þeir væru langt í frá nýir af nálinni hér á landi. Árið 1974 hefði gagnagrunnur erfðafræðinefndar Háskóla Íslands verið settur á laggirnar en megin- hlutverk hans var að safna á einn stað ýmsum erfðafræðilegum upplýsing- um um Íslendinga. Gert var ráð fyrir að nýta mætti upplýsingarnar til ým- issa erfðafræðilegra, ættfræðilegra, félagsfræðilegra og læknisfræðilegra rannsókna. „Þetta var ekkert annað en samræmdur gagnagrunnur á heil- brigðissviði,“ sagði Gísli. Nýr samræmdur gagnagrunnur „sofnaður, í dvala eða dáinn“? Sem dæmi um aðra gagnagrunna nefndi Gísli Dungalsafn frá 1917 sem hefur að geyma lífssýni úr sjúkingum á íslenskum sjúkrahúsum, Blóðbank- ann, Krabbameinsskrána, Hjarta- vernd auk gagnagrunns erfðafræði- nefndar HÍ. Gísli sagði að flestir virtust gera ráð fyrir í bili að nýr sam- ræmdur gagnagrunnur á heilbrigðis- sviði væri „sofnaður, í dvala eða dá- inn“ en afar merkileg hliðarverkun væri fyrir hendi eftir sem áður og það væri Íslendingabók á Netinu. Fram kom í máli Gísla að þegar Ís- lendingabók fór á Netið í janúar í fyrra hefðu 18 þúsund innskráningar verið á Íslendingabók á dag en hefði fækkað síðan og væru nú nokkuð inn- an við 2.000 á dag. Notkunin væri meiri á virkum dög- um en um helgar og mest snemma á morgnana. „Það er mjög greinilegt að Íslend- ingar nota sér þessa þjónustu,“ sagði Gísli. Fram kom í máli hans að á bilinu 50–60 þúsund ábendingar hafa borist forvígismanni Íslendingabók- ar, Friðriki Skúlasyni, og Íslenskri erfðagreiningu frá því grunnurinn fór á Netið, bæði varðandi rangfærslur og þakkir fyrir það sem vel hefur tek- ist. Gísli sagði að þessi fjöldi ábend- inga væri í raun gluggi inn í íslenskt sifjakerfi og út af fyrir sig spennandi rannsóknarefni fyrir mannfræðinga. Um 144.500 manns eru skráðir not- endur Íslendingabókar. Stefán Hjörleifsson, starfandi heimilislæknir í Björgvin í Noregi, fjallaði um mismunandi skoðanir sér- fræðinga á sjúkdómsvæðingu og fjallaði í því sambandi meðal annars um „klínískar aukaverkanir“. Læknisfræðilegar aukaverkanir algengar Vísaði hann í umfjöllun Ivans Ill- ich, höfundar bókarinnar Medical Nemesis: Expropriation of health, sem út kom árið 1975 en í henni færir höfundur rök fyrir því að heilsufari jarðarbúa stafi beinlínis ógn af tækninni. Rauði þráðurinn í gagnrýni hans var að vestræn samfélög treystu um of á tæknina til að leysa alls kyns vandamál, m.a. á sviði samgangna, menntunar og lækninga sem um leið væri sífellt að verða flóknari. Illich flokkar læknisfræðilegar aukaverkanir eftir því á hvaða sviðum aukaverkanirnar birtast, að sögn Stefáns. Ein flokkunin, „klínískar aukaverkanir“ væru þannig afleiðing- ar af læknisverkum sem bitna á þeim sem gangast undir lækningar, s.s. eins og eituráhrif vegna lyfjagjafa, rangar sjúkdómsgreiningar og gagnslitlar og hættulegar skurðað- gerðir. Stefán tók nærtæk dæmi, m.a. af börnum sem var oftar gefin sýklalyf við eyrnabólgum og kvefi hér á landi en annars staðar. Aukaverkanir af sýklalyfjum væru þekktar og mikil sýklalyfjanotkun stuðlaði að því að bakteríur yrðu ónæmar fyrir lyfjun- um. Þá væru skiptar skoðanir um gagnsemi hormónameðferðar fyrir konur um miðjan aldur og rannsóknir bentu ef til vill til að þær yllu meiri skaða en hitt. Sagði Stefán að 1,7 milljónir sjúklinga í Bandaríkjunum yrðu fyrir læknisfræðilegum auka- verkunum á ári. Stefán benti á að Illich hefði fullyrt að þegar tæknileg sýn á manninn yrði allsráðandi myndum við glata hæfi- leikanum til að greina skaðlegar af- leiðingar af þeirri sýn. Áhrif tækninn- ar væru í raun svo ísmeygileg að mennirnir myndu glata hæfileikanum til að verða varir við tjónið sem af hlýst. „Erum við háðir sérfræðingum þegar eitthvað bjátar á í lífinu? Erum við að glata hæfileikanum til að greina á milli þess sem hægt er að bregðast við með tæknilegum leiðum, og hins vegar annarra vandamála sem jafnvel ágerast og verða þrálát- ari sé reynt að leysa þau með tækni- legum aðgerðum, og ef svo er, hvaða leiðir eru okkur færar til að gera okk- ur grein fyrir slíku tjóni og bregðast við því?“ spurði Stefán og vísaði þar í skrif Illich. Flestir mótfallnir erfðabreyttum matvælum Agnes Allansdóttir, félagsfræðing- ur við Háskólann í Siena á Ítalíu, fjallaði um viðhorfskannanir á af- stöðu Evrópubúa til ýmissa álita- mála, svonefndar Eurobarometer- kannanir, sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir frá árinu 1991. Þeg- ar spurt er um viðhorf til líftækni kemur í ljós að flestir eru mótfallnir erfðabreyttum mat en flestir styðja erfðafræðirannsóknir í læknisfræði- legum tilgangi. Þegar spurt var hver ætti að hafa aðgang að erfðafræði- upplýsingum nefndu flestir lækna og lögreglu en flestir voru mótfallnir því að slíkar upplýsingar lentu í höndum tryggingafélaga. Athyglisvert var að stuðningur almennings við líftækni rokkaði nokkuð eftir því hvenær var spurt. Framan af síðasta áratug var stuðningur nokkuð óbreyttur en þeg- ar umfjöllun um ána Dollý, fyrsta spendýrið sem var einræktað út frá fullorðnu dýri, komst í hámæli féll stuðningurinn en hefur nú aftur náð sér á strik. Sagði Agnes að rætt væri um sk. „Dolly-effect“ í þessu sambandi. Nokkurs tvískinnungs virtist gæta í afstöðu Evrópubúa til erfðabreyttra matvæla annars vegar og plantna hins vegar en færri virðast hafa á móti því að plöntur séu erfðabreyttar en fleiri eru á móti erfðabreyttum matvælum. Upplýsingatækni í samfélaginu og heilsufar í greipum tækni rætt á málþingi í HÍ Gagnagrunnar langt í frá nýir af nálinni Morgunblaðið/Ásdís Fjölmargar málstofur voru haldnar á málþinginu Tæknin í samfélaginu, samfélagið í tækninni, sem lauk í gær í Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Ásdís Stefán Hjörleifsson, heim- ilislæknir í Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.