Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 13 „ÁRIÐ 2003 var viðburðaríkt hjá SÍF eins og svo oft áður. En um leið var það erfitt þar sem afkoman varð ekki í samræmi við þær vænt- ingar sem gerðar voru til rekstursins á árinu. Niðurstaðan veldur talsverðum vonbrigðum þar sem afkoman varð langt undir því sem ásættanlegt getur talist. Meginástæða þess að afkoma félagsins varð ekki í samræmi við væntingar er slök afkoma starfseminnar á Íslandi, í Frakklandi og Kan- ada,“ sagði Ólafur Ólafsson um starfsemi SÍF á aðalfundi félagsins í gær. „Afkoma SÍF hf. á Íslandi olli vonbrigðum. Það eru einkum tvær meginskýringar á því að afkoman varð undir væntingum en undanfarin ár hefur afkoman á Íslandi verið með ágætum. Í fyrsta lagi vó lækkandi afurðaverð al- mennt, sem og samdráttur í sölu saltfisks, mest í frávikum félagsins. Því til viðbótar var geng- isþróunin óhagstæð fyrir félagið. Söluverð- mæti afurða lækkaði um tæp 16% milli ára. Í öðru lagi átti SÍF við tiltekin birgðavanda- mál í saltfiski að glíma. Þau tókst að leysa fyrir lok ársins en nokkur hluti vörubrigða félagsins var seldur með tapi. Sölustarfsemi SÍF hf. á Íslandi er á margan hátt mjög ólík þeirri starfsemi sem á sér stað hjá dótturfélögum SÍF sem eru í fullvinnslu af- urða, þ.e. í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Frakklandi og á Spáni. Þótt stunduð séu við- skipti með sjávarafurðir er virðisaukinn annar, kaupendur oftast aðrir og oft önnur lögmál sem gilda í viðskiptunum. Þess vegna var farið af stað með þá vinnu í lok sl. árs að greina SÍF í tvær megineiningar, annars vegar magnsöluviðskipti og hins vegar virðisaukandi vinnslu. Með þessu er verið að skýra línur og skerpa áherslur í starfseminni enn frekar. SÍF hf. á Íslandi mun leggja meg- ináherslu á sölu sjávarafurða frá Íslandi sem fara ekki í frekari vinnslu á vegum SÍF en eru seldar áfram í óbreyttu formi frá framleið- endum á Íslandi. Hér gildir að hafa mikið og náið samstarf við útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtæki á Íslandi og dótturfélögin sem munu annast sölu afurðanna á hinum ólíku mörk- uðum. Við gerum okkur vonir um að þessi breytta áhersla muni skila sér í bættri afkomu sem og betri þjónustu við viðskipavini félagsins á Ís- landi. Rekstur Tross ehf. og Saltkaupa hf,, sem bæði starfa á Íslandi, gekk með ágætum á síð- astliðnu ári. Gert er ráð fyrir að þessi félög efl- ist enn frekar á komandi árum.“ Vonbrigði í Frakklandi „Afkoma SÍF France olli vonbrigðum enn eitt árið. Tap varð af rekstrinum og mikil frá- vik frá þeim áætlunum sem félagið vann eftir. Mjög miklir fjármunir hafa verið lagðir í rekstur SIF France á síðustu árum. Þannig hefur verið fjárfest fyrir um 26 milljónir evra í rekstrinum í Frakklandi á síðustu fjórum ár- um. Því miður hafa þessar fjárfestingar ekki skilað tilætluðum árangri. Þó er rétt að leggja áherslu á að nú á félagið og rekur fjórar verk- smiðjur sem flestar eru vel í stakk búnar til að takast á við þá miklu samkeppni sem ríkir á markaðnum. Á síðasta ári voru gerðar umtalsverðar breytingar á stjórnunarlegri uppbygginu SIF France þannig að sjálfstæði hverrar rekstr- areiningar var aukið til muna svo og eftirlit með reksti. Um áramót var fyrirtækinu skipt upp í fjór- ar einingar; frystisvið, saltfisksvið, ferskfisk- svið og kælisvið. Nú nýverið lét Birgir Sævar Jóhannsson af störfum sem forstjóri félagsins en hann hafði verið forstjóri félagsins um margra ára skeið. Stjórn SÍF þakkar Birgi fyrir störf sín í þágu félagsins. Forstjóri hefur ekki verið ráðinn í hans stað. Nokkrir erlendir aðilar með víðtæka reynslu úr atvinnugreininni koma til greina sem vænt- anlegur forstjóri en ekki verður unnt að greina frá niðurstöðu í leit að nýjum forstjóra fyrr en að nokkrum tíma liðnum.“ Slæm afkoma í Kanada „Afkoman hjá SIF Canada var slæm síðast- liðið ár. Afkoma SIF Canada hefur verið undir væntingum allar götur frá því að félagið var keypt árið 1997. Nýir stjórnendur, sem komu að félaginu fyrir rúmu ári, hafa verið að finna félaginu nýjan farveg í því breytilega og snúna umhverfi þar sem félagið starfar. Það er ljóst að framtíð SIF Canada, sem kann að vera á margan hátt mjög áhugaverð, fellur ekki að framtíðarsýn SÍF. Í ljósi þess mun SÍF endur- skoða eignarhald sitt á SÍF Canada á árinu. Þótt gefið hafi á bátinn í starfseminni í Frakklandi og Kanada er ástæða til að gleðjast yfir velgengni dótturfélaga SÍF í Bandaríkj- unum og Bretlandi.“ Gengur vel í Bandaríkjunum „Rekstur Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum gekk vel á árinu, en ársveltan var um 140 milljónir dollara eða um 10,7 millj- arðar íslenskra króna. Fyrirtækið hefur sterka stöðu í dreifingu fullunninna sjávarafurða til veitingahúsa og mötuneyta í Bandaríkjunum og þar jókst sala fyrirtækisins um 3,5% í dölum talið. Þær miklu breytingar sem orðið hafa á rekstri Iceland Seafood Corp. í Bandaríkunum síðustu ár eru í senn mjög ánægjulegar og at- hyglisverðar. Bandaríkjamarkaður er þekktur fyrir að vera erfiður og kröfuharður. Því er af- ar ánægjulegt að stjórnendum félagsins skuli hafa tekist að snúa rekstrinum við af jafn mikl- um myndugleika og raun ber vitni. Eins og Frank Sinatra söng í laginu um New York; „if you can make it here, you make it every- where“. Við vonum að í þeim texta leynist sannleikskorn. Ég tel rétt að benda hluthöfum á að í lok þessa árs verður félagið búið að greiða að fullu samninga vegna véla og áhalda í verksmiðjunni en þær greiðslur hafa numið um 2,8 milljónum dollara á ári. Í framhaldi af því mun afkoman og greiðsluflæðið batna sem því nemur.“ Góður gangur hjá Lyon’s „Á síðasta ári keypt SÍF Lyon’s Seafood í Bretlandi. Rekstur Lyon’s gekk vel á sl. ári en SÍF tók við rekstrinum um miðjan júlí 2003. Með kaupunum á Lyon’s Seafood tókst SÍF að koma sér vel fyrir á ákaflega mikilvægum hluta markaðarins með sjávarafurðir í Bret- landi, þ.e. á kælda markaðnum. Það er ljóst að á þeim hluta markaðarins verður áframhald- andi mikill vöxtur og þar eigum við eftir að leita frekari tækifæra til vaxtar. Það er ekki síður í ljósi mikilla umbreytinga á viðskipum með sjávararfurðir almennt, sem ég kem betur inn á hér síðar, að kaup okkar á Lyon’s eru mikilvæg. Lyon’s Seafood er með eitt stærsta vöru- merkið í kældum sjávarafurðum á breskum markaði og hefur einnig sterka markaðsstöðu í frystum skelfiskafurðum. Ársvelta Lyon’s Sea- food var um 7,7 milljarðar íslenskra króna á árs grundvelli. Heildarvelta SÍF-samstæð- unnar á breska markaðnum eftir kaup á Lyon’s Seafood er um 110 milljónir punda eða um 14 milljarðar íslenskra króna,“ sagði Ólafur Ólafs- son. Viðburðaríkt en erfitt ár Slök afkoma starfseminnar á Íslandi, í Frakk- landi og Kanada leiddi til lakrar afkomu SÍF- samstæðunnar á síðasta ári Morgunblaðið/Hjörtur Erfiðleikar Tap varð af rekstri starfsemi SÍF í Frakklandi. Hér er lax unninn í reyk- ingarverksmiðju SÍF í Frakklandi. SAMANLAGÐAR tekjur stærstu sjávarútvegsfyrir- tækja í Kauphöll Íslands lækkuðu á síðasta ári um 12%. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að samanlagðar tekjur fyrirtækjanna voru 57,1 ma.kr. á árinu 2003 (Brim meðtalið, áætlun fyrir Þor- björn Fiskanes og samanlagð- ar tekjur SVN og SR-mjöls) en samtals höfðu þessi fyr- irtæki yfir að ráða um 45% aflaheimilda við Ísland á liðnu ári. Sterk króna Lækkun tekna skýrist ann- ars vegar af styrkingu ís- lensku krónunnar, sem stuðlar að lækkun tekna í krónum, og ekki síður af lækkun afurða- verðs. Ekkert fyrirtæki jók tekjur sínar milli ára en minnst lækkuðu tekjur Sam- herja en mest lækkuðu tekjur Síldarvinnslunnar, Granda og Eskju. Undanfarin fimm ár hafa samanlagðar tekjur þess- ara sjávarútvegsfyrirtækja hækkað um 8% á ári og hefur sá vöxtur einna helst orðið vegna samruna í greininni. Norskur sjávarútvegur virð- ist hins vegar vera að rétta úr kútnum um þessar mundir eft- ir nokkur mögur ár. Gengis- lækkun norsku krónunnar veldur þar miklu en afurða- verð á þessu ári hefur einnig hækkað í erlendum myntum. Tekjur lækkuðu um 12% á milli ára ÓLAFUR Ólafsson, stjórn- arformaður SÍF, segir að stjórn SÍF telji mikilvægt að íslensku fyr- irtækin, SÍF og SH, standi saman um að tryggja samkeppnisstöðu sína á erlendri grund og að sölu- starf á íslenskum sjávarafurðum verði sem mest á forræði Íslend- inga. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi SÍF í gær. „SÍF hefur ekki aðhyllst full- komlega skoðanir annarra um heildarsameiningu félaganna en við bentum hins vegar á það þegar í september að mikil sóknarfæri fælust í sameiningu á sviði full- vinnslu. Við teljum það geta orkað tvímælis að sameina sölukerfin hér á Íslandi sem og þær skrifstofur sem nær eingöngu versla með ís- lenskan fisk. Það er hætta á því að við það finnist íslensku framleið- endunum valkostum þeirra hafa fækkað um of og samkeppni ekki nægjanlega virk. Við höfum því ekki lagt á það áherslu að félögin verði sameinuð sem slík,“ sagði Ólafur. Hann benti einnig á að stór- ir hluthafar innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefðu lengi sýnt áhuga á að selja hlutabréf sín í fé- laginu. Með kaupunum í SH vildi stjórn SÍF leggja áherslu á áhuga og væntingar um að hluthafar fé- laganna taki höndum saman um að efla stöðu íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja enn frekar á erlendri grundu. Á fundinum var samþykkt tillaga um að í stjórn félagsins yrðu sjö menn og einn varamaður. Stjórn félagsins var áður skipuð níu mönnum. Tillaga um stjórn SÍF var borin upp og hún samþykkt. Nýja stjórn SÍF skipa nú: Ólafur Ólafs- son, Aðalsteinn Ingólfsson, Gunnar Tómasson, Guðmundur Ásgeirsson, Guðmundur Hjaltason, Jón Eðvald Friðriksson og Jón Kristjánsson. Magnús Gauti Gautason var kosinn varamaður í stjórn en hann var áð- ur aðalmaður. Fyrir fundinn hafði Pétur Hafsteinn Pálsson lýst því yf- ir að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Á stjórnarfundi í kjölfar aðal- fundarins skipti stjórnin með sér verkum með sama hætti og áður. Þannig er Ólafur Ólafsson stjórn- arfomaður, Aðalsteinn Ingólfsson varaformaður stjórnar og Gunnar Tómasson ritari. Samþykkt var tillaga um að stjórn félagsins væri heimilt að auka hlutafé félagsins um allt að 300 milljónir króna með sölu nýrra hluta. Heimildina skal stjórnin nýta innan þriggja ára. Samkvæmt til- lögunni falla hluthafar frá for- kaupsrétti en stjórnin ákveður út- boðsgengi hluta og sölureglur í samræmi við hlutafélagalög. Samþykkt var tillaga stjórnar um að heimila félagsstjórn að kaupa hlutabréf í SÍF hf. allt að 10% að nafnvirði á næstu 18 mán- uðum. Kaupverð bréfanna má vera allt að 20% yfir meðalsöluverði hlutabréfa í félaginu á tveggja vikna tímabili áður en kaupin eru gerð. Ekki verður greiddur arður af hlutafé fyrir síðasta ár. Kaup í SH til marks um áhuga á samvinnu Ljósmynd/Sigurður Jökull Stjórnin Nýja stjórn SÍF skipa nú: Ólafur Ólafsson formaður, Aðalsteinn Ingólfsson varaformaður, Gunnar Tóm- asson ritari, Guðmundur Ásgeirsson, Guðmundur Hjaltason, Jón Eðvald Friðriksson og Jón Kristjánsson. Magnús Gauti Gautason var kosinn varamaður í stjórn en hann var áður aðalmaður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Formaðurinn Ólafur Ólafsson, formaður stjórnar SÍF, vill samvinnu SH og SÍF í Bandaríkjunum og Evrópu eftir atvikum en ekki sameiningu félaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.