Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 31
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 31 HVERAGERÐI - DYNSKÓGAR Vorum að fá í einkasölu lítið en snoturt einbýlishús á einni hæð. Húsið hefur verið mikið endurnýjað þ.m.t. þak og klæðning að utan. Húsið skiptist í skála, með uppteknu lofti, herbergi, bað, lítið eldhús, geymslu og þvottahús. Lóðin er mjög stór og falleg með verönd, heitum potti og góðri útiaðstöðu. Verð 11,4 milljónir. GIMLI HVERAGERÐI Allar upplýsingar um eignir í Hveragerði veitir Kristinn, sölumaður okkar í síma 483 5900. GSM eftir lokun skrifstofu 892 9330. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur lögg.fasteignasali Af hverju fá þau ekki vinnu? Ráðstefna um stöðu ungs fólks í atvinnuleit á Hótel KEA þriðjudaginn 23. mars kl. 13.00-16.45. Markmið ráðstefnunnar er að ræða stöðu 16-24 ára atvinnuleitenda og möguleika þeirra á að finna nám og störf við hæfi. Dagskrá: 13:00-13:05 Ráðstefnan sett. 13:05-14:30 Helena Karlsdóttir, forstöðumaður SVM, „Þróun og staða atvinnuleysis.“ Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, „Hvers vegna hætta nemendur í framhaldsskóla?“ Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri „Akureyrarbær og störf ungs fólks.“ Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri „Atvinnulíf á krossgötum - hvernig eru þarfir atvinnulífsins að þróast?“ Erindi ungs atvinnuleitanda um reynslu hans af atvinnuleit. 14:30-14:45 Kaffihlé. 14:45-15:15 Bryndís Símonardóttir, fjölskylduráðgjafi Hlíðarskóla, „Tenging grunnskóla og atvinnulífs?“ 15:15-16:15 Þorbjörn Jensson, forstöðumaðurkynnir Fjölsmiðjuna í Kópavogi. 16:15-16:45 Ásgeir Magnússon, forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi. „Atvinnumálin í nútíð og framtíð – samantekt. “ 16:45 Ráðstefnuslit. Fundarstjóri: Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður svæðisráðs SVM. ALLIR VELKOMNIR MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR. Svæðisvinnumiðlun norðurlands eystra Keflavík | „Við höfum báðar reynslu af því að starfa í heimahúsi og í þessu leiguhúsnæði hér og við erum sam- mála um að þetta húsnæði henti mun betur í daggæslu heldur en heimili okkar,“ sögðu dagmæðurnar Fjóla Hilmarsdóttir og Ragnhildur Ævars- dóttir þegar Morgunblaðið heimsótti þær á Ásabrautarróló í Keflavík. Miklar og heitar umræður hafa átt sér stað um nýja reglugerð félags- málaráðherra um daggæslu í heima- húsum og á röddum daggæslufólks má heyra að reglugerðin nýja tekur lítið tillit til foreldra og þeirrar góðu reynslu sem daggæsla í leiguhúsnæði hefur. Viðmælendur Morgunblaðsins, þær Fjóla Hilmarsdóttir og Ragn- hildur Ævarsdóttir, forystumenn Dagmæðrafélags Suðurnesja, voru meðal þeirra dagforeldra sem sóttu fjölmennan fund dagforeldra í Gerðu- bergi fyrr í þessum mánuði, þar sem 253 dagforeldrar skrifuðu undir mót- mælalista. Nú hafa um 100 nöfn bæst við og þær vonast til að ná 400 áður en næsta vika er öll. „Þessar undir- skriftir hafa greinilega skilað ein- hverjum árangri því við lásum það í Morgunblaðinu að búið væri að skipa nefnd um nýju reglugerðina, þar sem m.a. sitja fulltrúar dagforeldra og að reglugerðin verði ekki sett á fyrr en í haust. Með því að hafa fengið fulltrúa okkar inn, þá eru meiri líkur á því að sjónarmið okkar nái fram að ganga.“ Þær stöllur segja ekki síður mik- ilvægt að líta á málið út frá hags- munum foreldra, nú þegar tillögur gera ráð fyrir fækkun barna úr fimm í fjögur. „Eins og búið er að benda á munu að öllum líkindum margir dag- foreldrar hætta störfum nái reglu- gerðin fram að ganga og gjöld hækka hjá þeim sem vilja starfa áfram til að vega á móti tekjuskerðingu. Og hvar á að koma öllum börnunum fyrir þeg- ar plássum og dagforeldrum fækkar? Það verður að hugsa málið til enda.“ Húsnæðið fellur að kröfum Fjóla og Ragnhildur tóku Ása- brautarróló á leigu sl. haust, líkt og margar dagmæður í Reykjanesbæ hafa gert. Þær segjast hafa verið fljótar að stökkva á húsnæðið þegar það losnaði, enda finnist þeim mikill hagur í því og mun ákjósanlegra heldur en að gæta barnanna á sínu eigin heimili. „Þetta húsnæði er al- gjörlega sniðið að þörfum barnanna og hér inni er ekkert sem ekki á hér heima. Heima hjá okkur er hins veg- ar alls kyns glingur og dót sem getur verið hættulegt börnum og það er varla raunhæft að ætla að maður um- bylti heimili sínu, þó að mann langi til að starfa sem dagforeldri. Fjöl- skyldu- og félagsþjónusta Reykjanes- bæjar hefur líka mælt með þessu leiguhúsnæði og það segir nú kannski allt sem segja þarf. Okkur ber t.d. að hafa góðan útileikvöll á jarðhæð og hér eru aðstæður eins og best verður á kosið.“ Fjóla og Ragnhildur sögðu að for- eldrar væru mjög ánægðir með alla aðstöðu á Ásabrautarróló en margir hefðu jafnframt lýst yfir áhyggjum af yfirvofandi ástandi. „Við höfum hitt marga foreldra og auðvitað líka aðra daggæsluforeldra og allir eru mjög uggandi vegna þeirra aðstæðna sem kunna að skapast ef nýja reglugerðin nær fram að ganga. Auk þessa undir- skriftalista sem fór af stað á fund- inum í Gerðubergi eru margir aðrir að ganga, m.a. foreldralisti sem síðan mun afhentur félagsmálaráðherra,“ sögðu Fjóla og Ragnhildur að lokum, staðráðnar í að halda baráttunni áfram. Tvær dagmæður leigja róluvöll Leiguhúsnæði hentar betur en heimilin Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Á Ásabrautarróló: Ragnhildur Ævarsdóttir og Fjóla Hilmarsdóttir með átta af daggæslubörnum sínum sem hér sitja að morgunsnæðingi. Reykjanesbær | „Þetta er einhvers- konar persónuleg yf- irlitssýning. Ég er að líta yfir farinn veg og tengja það svo verk- um með alveg nýrri myndbyggingu,“ seg- ir Kristján Jónsson listmálari en sýning á verkum hans verður opnuð í sýningarsal Listasafns Reykja- nesbæjar í Duus- húsum klukkan 15 í dag. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni á striga og mdf-plötur. Kristjáns segir að í eldri verkum sínum hafi hann ver- ið með tilvísanir í manngerða hluti og mikið pælt í tímaeyðslu. Hann sé að færa sig meira frá hlut- bundnum myndverkum yfir í hina óhlutbundnu myndbyggingu. Í nýju myndunum sé minni gassa- gangur og þótt nýju myndirnar séu kyrrlátari og myndbyggingin einfaldari segi þær ekki minni sögu. Vonast hann til að einfald- ara verði fyrir áhorfandann að komast að kjarna málsins en jafn- mikill galdur yrði eft- ir sem áður að komast að einhverri nið- urstöðu. Kristján er fæddur í Reykjavík árið 1960. Eftir BA nám í aug- lýsingadeild Univers- ity of South Florida árið 1984 sótti Krist- ján námskeið í teikn- ingu, bæði í Reykja- vík og Barcelona. Á árunum 1989 til 1993 stundaði hann nám í grafík og listmálun við listaskól- anum Massana í Barcelona. Krist- ján hefur síðan tekið þátt í ýmsum verkefnum, m.a. samstarfsverk- efninu Námur undir umsjón Guð- mundar Emilssonar og einnig sá hann um rekstur Höfðaborg- arinnar, leikhúss og gallerís í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Hann starfar nú jöfnum höndum við myndlist og auglýsingagerð. Sýningin í Listasafni Reykja- nesbæjar er níunda einkasýning Kristjáns Jónssonar. Sýningin er opin alla daga frá klukkan 13 til 17 og stendur til 2. maí. Kristján Jónsson opnar sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar Persónuleg yfirlitssýning Kristján Jónsson Keflavík | Sýningu Árna Johnsen, Grjótið í Grundarfirði, í Gryfj- unni í Duushúsum lýkur á sunnu- dagskvöld með opinni kvöldvöku. Tæplega 4 þúsund manns hafa komið og skoðað sýninguna og er það einsdæmi að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá menn- ingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Í dag verður sýningin opin frá kl. 13 til 18. Dagskrá kvöldvökunnar annað kvöld hefst klukkan 21. Árni verður sjálfur á staðnum með gít- arinn og von er á góðum gestum, meðal annars Gretti Björnssyni harmonikkuleikara, Halldóri Blöndal forseta Alþingis, séra Hjálmari Jónssyni dómkirkju- presti, Rósu B. Blöndals skáldi, Rúnari Júlíussyni hljómlist- armanni, Jóhönnu Ósk Valsdóttur söngkonu, Inga Hans Jónssyni úr Grundafirði, félögum úr Kven- félaginu Ósk í Reykjanesbæ og Elíasi Bjarnhéðinssyni El Puerkó. Kvöldvakan er öllum opin. Sýningu Árna Johnsen lýkur með kvöldvöku Reykjanesbær | Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ boðar til fram- kvæmdaþings næstkomandi mánu- dag, klukkan 16 til 19. Þingið verð- ur haldið á veitingahúsinu Ránni við Hafnargötu 19a og er öllum op- ið. Á þinginu verða kynntar helstu verkframkvæmdir sem fyrirhug- aðar eru á árinu í landi Reykjanes- bæjar og á Keflavíkurflugvelli. Auk Reykjanesbæjar og aðila tengds honum, eins og Reykjanes- hafnar og Fasteignar hf., verða kynntar framkvæmdir vegna al- þjóðaflugvallar á Keflavík- urflugvelli, varnarliðsins og virkj- unar á vegum Hitaveitu Suðurnesja. Þá hefur helstu verk- tökum á svæðinu verið boðið að kynna eigin framkvæmdir, segir í frétt frá bæjarstjóra. Kynning á framkvæmdum Fyrsta skóflustungan | Fram- kvæmdir við byggingu nýs grunn- skóla í Innri-Njarðvík hefjast í dag. Tvö sjö ára börn, væntanlegir nem- endur við skólann, taka fyrstu skóflustunguna klukkan 14 og njóta við það verk aðstoðar bæjarstjórans. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf., sem Reykjanesbær er aðili að, bygg- ir skólann. Áætlað er að skólastarf á vegum Reykjanesbæjar hefjist í húsnæðinu haustið 2005.    ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.