Morgunblaðið - 20.03.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 20.03.2004, Síða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ EYJÓLFUR Kristjánsson, lög- fræðingur hjá Sýslumannsemb- ættinu á Keflavíkurflugvelli, segir að engin leið sé að ákvarða hversu mörg fórnarlömb mansals fari um Keflavíkurflugvöll á ári hverju. Hér hafi komið upp mál af þessu tagi, sem sýni að Ísland sé hluti af þessum ískalda veruleika. Aldrei hefur þó verið ákært hér á landi á grundvelli ákvæða um mansal í hegningarlögum. „Við erum ekki undanþegin, þessi mál sem hafa komið upp hér sýna það. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að glæpa- samtök sem að svona málum standa eru svo öflug að falsanir eru orðnar svo góðar, að það er ekki nema fyrir færustu sérfræðinga að finna út hvort vega- bréfin séu fölsuð eða ófölsuð. Ísland er engin undantekning, en við erum mjög vakandi fyrir þessum málaflokkum á landamærunum og hin almenna landamæralögregla gerir sér grein fyrir alvarleika málanna,“ segir Eyjólfur í sam- tali við Morgunblaðið, en hann var einn fyrirles- ara á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið stóð fyrir um alþjóðlega baráttu gegn mansali í gær. Þau þrjú mál sem Eyjólfur vísar í áttu sér stað árin 2002 og 2003. Í fyrirlestri sínum sýndi hann hvernig var tekið á þeim málum. Í því fyrsta, sem átti sér stað í maí 2002, fundust tvö fölsuð vegabréf á albönskum karlmanni sem ætluð voru albanskri fjölskyldu sem hér hafði dvalið um nokkurn tíma. Vegabréfin voru slóv- ensk, en Slóvenar þurfa ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Maðurinn var ákærður fyrir brot á útlendingalögum, en var síðar sýknaður, eftir að rétt vegabréf fjölskyldunnar fundust, sem þýddi að málið féll niður. Eyjólfur sagði að meintur höfuðpaur í málinu, sem hélt fjölskyld- unni uppi hér á landi, hafi sloppið úr landi með nokkurra klukkutíma forskoti. Í öðru málinu var bandarískur karlmaður handtekinn grunaður um að aðstoða fjóra Kín- verja í mars á síðasta ári við að komast til lands- ins með ólöglegum hætti. Kínverjarnir voru á aldrinum 19–21 árs og framvísuðu bandarísk- um vegabréfum. Eyjólfur sagði að það hafi vakið grunsemdir landamæravarða í Keflavík að þau gátu ekki talað ensku. Í yf- irheyrslum sögðu þau að maður sem þau kölluðu „lögfræðinginn“ hefði aðstoðað þau til að komast til Bandaríkjanna. Hafði áður flutt fólk um Ís- land á leið til Bandaríkjanna „Lögfræðingurinn“ hét Dennis Yee og hafði komið til landsins með öðru flugi stundarfjórðungi á undan þeim. Hann var yf- irheyrður og reyndist hafa komið hingað til lands tveimur vikum áður, með tvo Kínverja með- ferðis. Rannsóknin teygði anga sína alla leið til Bandaríkjanna, en þangað fóru íslenskir lög- reglumenn til að yfirheyra annan af þeim sem voru í fylgd Yee tveimur vikum áður, en hann hafði verið stöðvaður af yfirvöldum við komuna vestur. Eyjólfur sagði að Kínverjarnir hefðu átt að greiða Yee 50–60 þúsund bandaríkjadali (3,5– 4,2 milljónir íslenskra króna) eftir komuna til Bandaríkjanna og að þeir hafi talið að það yrði ekkert mál að borga þá upphæð þar sem þeir myndu fá svo góð laun. Í ljós kom að Yee, sem sagðist hafa verið at- vinnulaus í rúmlega ár, hafði á síðustu 12 mán- uðum ferðast víða um allan heim. Hafði hann farið til New York, Íslands, Englands, Frakk- lands, Svíþjóðar, Þýskalands, Macau, Kuala Lumpur, Hong Kong, Kína og Japans. Hann hafði yfirleitt farið oftar en einu sinni á hvern stað og hafði oftast staldrað mjög stutt við. Yee var ákærður fyrir brot á útlendingalögum og fékk sex mánaða dóm í Héraðsdómi. Loks var ástralskur maður, James Lyons, sem var á leið til Bandaríkjanna með tvær kín- verskar stúlkur, stöðvaður á Keflavíkurflugvelli í nóvember í fyrra. Stúlkurnar voru með jap- önsk vegabréf sem Eyjólfur segir að hafi verið afar vel fölsuð, einnig voru stimplarnir inn á Schengen-svæðið falsaðir. Þá voru stúlkurnar með fölsuð japönsk nafnspjöld, Visa-kort og með falsaða flugmiða aftur „heim“ til Japans. Í rannsókn lögreglu kom í ljós að tveir menn, annar staddur í Finnlandi og hinn í Svíþjóð, áttu pantað far daginn eftir í gegnum Ísland til Bandaríkjanna með kínverskar stúlkur. Hafði annar þeirra áður farið í gegnum Ísland með fórnarlömb. Voru yfirvöld í Svíþjóð og Finn- landi látin vita og kom í ljós að málin tengdust. Allir mennirnir voru dæmdir, Lyons var ákærður fyrir brot á útlendingalögum og skjalafals og fékk fimm mánaða dóm í héraðs- dómi. Fórnarlömbin voru í öllum þessum þremur málum send aftur til síns heima og segir Eyjólf- ur, í samtali við Morgunblaðið, að það hafi verið gert að þeirra eigin ósk. Aldrei ákært vegna mansals Eyjólfur segir að aldrei hafi verið kært á grundvelli ákvæðis 227.a í almennum hegning- arlögum, sem fjallar um mansal, en það tók gildi í apríl síðastliðnum. Ákvæðið kveður á um að hverjum sem gerist sekur um þátttöku í mansali í þeim tilgangi að notfæra sér mann kynferðislega eða til nauðungarvinnu eða til að nema á brott líffæri hans skuli refsað með allt að átta ára fangelsi. Þeir einstaklingar sem hafa verið ákærðir hér á landi til þessa voru ákærðir um smygl á fólki. Eyjólfur segir að eingöngu sé um stigsm- un en ekki eðlismun að ræða, þar sem refsing sé svipuð. Refsing við mansali sé átta ár, en við smygli á fólki sex ár. Þegar fyrsta málið kom upp voru gömlu útlendingalögin í gildi, annað kom upp stuttu eftir að ný útlendingalög tóku gildi og það þriðja stuttu eftir að mansals- ákvæðið í hegningarlögum kom til fram- kvæmda. Eyjólfur segir að í þeim mansalsmálum sem komið hafa upp hér á landi, eigi glæpamaðurinn og fórnarlömb hans eingöngu leið um Ísland á leiðinni til fyrirheitna landsins. Því hafi íslensk yfirvöld ekki getað ákært á grundvelli mansals- ákvæðisins til þessa. „Við höfum ómögulega getað sannað það fyrir dómstólum. Við höfum ekki vændishúsið, strippbúlluna eða saumastof- una til að sýna. Fórnarlömbin eru ekki komin þangað og hefur glæpurinn gagnvart þeim því í raun ekki verið framinn,“ segir hann. Eyjólfur segist hafa orðið var við viðhorfs- breytingu hjá íslenskum dómstólum varðandi afstöðu til alþjóðlegrar glæpastarfsemi. „Þrátt fyrir að við höfum ekki beint ákært fyrir man- sal, þá hafa þau mál sem hafa komið hér upp öll borið þess merki að vera mansalsmál. Við get- um talað um árangur að því leytinu til að við höfum tekið upprennandi mansalsmál og kæft þau í fæðingu,“ segir hann. Hugboð hleypir málum af stað Eyjólfur segir að mikil þekking og reynsla á rannsóknum á svona málum sé til staðar á Keflavíkurflugvelli í dag. Ekki er hafður uppi sérstakur viðbúnaður vegna mansals, málin koma upp í hefðbundu landamæraeftirliti. „Oft er það bara hugboð eða óljós grunur, sem hleypir í gang ákveðnu ferli innan lögreglu við rannsóknina. Þar verður maður að hafa mjög hraðar hendur og það er erfitt þegar um er að ræða málaflokk sem teygir anga sína jafnvel til margra heimsálfa.“ Oft fáist stutt gæslu- varðhald og þá verði að vinna málin hratt. „Þetta er að verða álíka stór brotaflokkur og smygl á fíkniefnum og miklu öruggari vegna þess að þú ert með tvær manneskjur með þér sem ferðalanga, ekki fimm kíló af kókaíni límd- við magann á þér. Það þykir mikil hagnaðarvon í þessu, að selja ungar stúlkur í vændi, til að mynda í Bandaríkjunum eða innan Evrópu. Þær eru oftast blekktar með loforðum um gull og græna skóga og góða atvinnu, sem au-pair eða hvað eina,“ segir Eyjólfur. Aðspurður hvort upp hafi komið grunur um mansal til Íslands segir hann að í fjölda tilvika hafi landamæraverðir á Keflavíkurflugvelli snúið við stúlkum sem séu hingað komnar til að dansa á strippstöðum. „Við höfum heimild í út- lendingalögum til að frávísa fólki á landamær- unum ef það uppfyllir ekki ákveðin skilyrði, eins og um vegabréfsáritun, dvalar- eða at- vinnuleyfi. Ef það kemur fram í yfirheyrslum að einhver stúlka [sem ekki hefur atvinnuleyfi] segist komin hingað til að dansa, þá er hún að koma í ólöglegum tilgangi því hún má ekki vinna hérna án þess að hafa atvinnuleyfi. Þá höfum við getað notað það,“ segir Eyjólfur. Þrjú mansalsmál hafa komið upp Eyjólfur Kristjánsson HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í erindi sínu á ráð- stefnu sem utanríkisráðuneytið stóð fyrir um alþjóðlega baráttu gegn mansali, að í ljósi legu Ís- lands og smæðar þjóðarinnar mætti telja að Ísland væri ekki ákjósanlegur vettvangur fyrir glæpastarfsemi á borð við mansal. „Það hefur hins vegar orðið ljóst á undanförum mánuðum að glæpa- hringir hafa reynt að nota Ísland sem flutningsland eða „transit“- stað. Einnig bendir ýmislegt til þess að slík starfsemi gæti náð hér fótfestu. Við verðum því sífellt að halda vöku okkar og vera á varð- bergi gagnvart þessum vágesti,“ sagði Halldór. Hann sagði að virk löggæsla og aukin vitund almennings um þessa glæpastarfsemi séu mikilvæg. „Í mansali felst gróft brot á grund- vallarmannréttindum. Hvorki kon- ur, karlar né börn eiga að ganga kaupum og sölum til kynlífsþrælk- unar eða annarrar misnotkunar. Hvergi í heiminum á slík vanhelg- un á mannréttindum að líðast. Að- eins með aukinni fræðslu og skil- virku alþjóðlegu samstarfi ríkja á milli, verður sameiginlega hægt að vinna bug á mansali, glæpastarf- semi, sem kalla má þrælahald nú- tímans.“ Halldór sagði að það væri því miður staðreynd að verslun með fólk fari stöðugt vaxandi. Það hafi ekki verið fyrr en á síðustu árum sem al- þjóðasamfélagið hafi vaknað til vitundar um hversu umfangs- mikil þessi alþjóðlega glæpastarfsemi er orðin. „Þannig áætla Sameinuðu þjóðirnar að allt að fjórar millj- ónir einstaklinga sæti mansali í heiminum á hverju ári og hagnað- urinn nemi fimm til sjö milljörðum banda- ríkjadala ár hvert. Ör- yggis- og samvinnu- stofnun Evrópu (ÖSE) telur að á hverju ári verði á annað hundrað þúsund einstaklingar í Suðaustur-Evrópu fórnarlömb mansals.“ Ráðherra sagði fórnarlömb man- sals fyrst og fremst vera konur og stúlkubörn frá fátækum ríkjum. „Fórnarlömbin eru gjarnan blekkt með auglýsingum um góða vinnu erlendis sem síðan reynist vera vændi á vegum skipulagðra glæpa- samtaka. Einnig eru dæmi um að konum og stúlkubörnum sé hrein- lega rænt og þær þvingaðar til kynlífs- þjónustu. Ánauð man- sals getur einnig fal- ist í nauðungarvinnu eða ólöglegu brott- námi líffæra.“ Hann sagði mansal tengjast annarri skipulagðri alþjóð- legri glæpastarfsemi eins og ólöglegri verslun með vopn, eit- urlyfjasmygli, pen- ingaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka. Ríki heims verða að standa saman Halldór sagði ekkert ríki geta eitt og sér spornað gegn þessum vágesti. „Ríki heimsins eru í vax- andi mæli að átta sig á því að bar- áttan gegn mansali krefst fjöl- þættrar og skilvirkrar alþjóða- samvinnu ef hún á að ná tilætluð- um árangri. Hér á ég við mark- visst samstarf á milli ríkja, alþjóðastofnana og frjálsra félaga- samtaka. Efling lögreglusamvinnu er hér afar þýðingarmikil. Einnig verður að tryggja að mansal sé gert refsivert í refsilöggjöf allra ríkja og að þeir sem slíka glæpa- starfsemi stunda séu leiddir fyrir lög og rétt og látnir sæta ábyrgð,“ sagði Halldór. Í þeirri baráttu gegni Pal- ermo-samningur SÞ, gegn fjöl- þjóðlegri og skipulagðri glæpa- starfsemi og viðauki hans um verslun með fólk, mikilvægu hlut- verki. Ísland undirritaði samning- inn og viðauka hans í desember ár- ið 2000 og sagði Halldór stefnt að fullgildingu samningsins. Á síðasta ári tók nýtt ákvæði í hegningarlög- um gildi, sem kveður á um að mansal geti varðað allt að 8 ára fangelsi. Sagði Halldór að á vett- vangi Evrópuráðsins sé nú unnið að undirbúningi alþjóðasamnings um mansal. Frjáls fjárframlög einstakra ríkja mikilvæg „Íslensk stjórnvöld leggja sér- staka áherslu á mannréttindi kvenna og barna á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði ráðherra og nefndi sameiginlegt átak jafnrétt- is- og dómsmálaráðherra Norður- landanna og Eystrasaltsríkjanna til að sporna við verslun með kon- ur, en í því felst markviss kynning á vandamálinu til að upplýsa al- menning. Þá sagði hann að innan ÖSE hafi íslensk stjórnvöld lagt ríka áherslu á að efla baráttu stofnunarinnar gegn mansali. Halldór sagði frjáls fjárframlög einstakra ríkja til hinnar al- þjóðlegu baráttu gegn mansali einnig þýðingarmikil. Á síðasta ári veittu íslensk stjórnvöld 2,5 milljónum króna til eflingar starf- semi ÖSE gegn mansali í Bosníu og Hersegóvínu. Var ráðinn inn- lendur sérfræðingur til tveggja ára sem mun standa fyrir fræðslu meðal almennings í Bosníu um mansal og ofbeldi gegn konum og börnum. Ráðstefna utanríkisráðuneytisins um alþjóðlega baráttu gegn mansali Glæpastarfsemi á borð við man- sal gæti náð fót- festu hérlendis Allt að fjórar milljónir manna, einkum kon- ur og börn, eru seldar mansali á ári hverju, oftast til kynlífsþrælkunar. Hagnaður af mansali er áætlaður 5–7 milljarðar banda- ríkjadala ár hvert og ætla Sameinuðu þjóð- irnar að mansal sé sú skipulagða glæpa- starfsemi sem sé í mestum vexti í heiminum. Nína Björk Jónsdóttir sat ráð- stefnu utanríkisráðuneytisins í gær. Morgunblaðið/Jim Smart Fjallað var um mansal frá mörgum hliðum í gær. Fyrirlesarar á ráðstefn- unni voru (frá vinstri) Eyjólfur Kristjánsson, Björg Thorarensen, dr. Helga Konrad og Stephan Minkies. nina@mbl.is Halldór Ásgrímsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.