Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. W inston Churchill lét ein- hvern tíma svo um mælt að það væri aðeins eitt verra en að þurfa að heyja stríð með öðrum þjóðum, og það væri að þurfa að heyja stríð án bandamanna. Þessi orð Churchills hafa að mörgu leyti sannast á því ári sem í dag er liðið frá því að innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak hófst. Fljótt og vel gekk raunar að gjörsigra íraska herinn á víg- vellinum en eins og öllum ætti að vera kunnugt um hefur ástandið síðan þá verið ótryggt og raunar virðist sem harðskeytt- ustu andstæðingum bandarísku her- stjórnarinnar í Bagdad vaxi ásmegin dag frá degi. Mannfallið í Írak frá síðustu áramótum bendir að minnsta kosti til þess. Bandaríkjamenn hafa semsé ekki náð að „vinna friðinn“ í Írak á því ári sem lið- ið er frá innrásinni og í því stríði, ef svo má kalla, þjakar það þá mikið að njóta ekki fulls stuðnings alþjóðasamfélagsins. Enn er deilt harkalega um lögmæti árásarinnar á Írak og veru á annað hundrað þúsund erlendra hermanna í landinu. Sú umræða hefur raunar magn- ast á undanförnum vikum, m.a. eftir að nokkurn veginn varð ljóst að engin ger- eyðingarvopn væri að finna í Írak en þó einkum eftir kosningarnar á Spáni fyrir viku, þar sem stjórnarskipti urðu; við tók stjórn sósíalista sem vill kalla spænska hermenn frá Írak og lítur svo á að inn- rásin hafi verið ólögmæt. Þessar vendingar eru í sjálfu sér til þess fallnar að grafa undan tilraunum til að „vinna friðinn“ í Írak, a.m.k. á meðan þar eru enn starfandi svo harðskeyttir uppreisnarmenn sem raun ber vitni. Þeir líta nefnilega auðvitað svo á að sundr- ungin í röðum vestrænna þjóða sé vís- bending um að þeir séu að ná tilsettum árangri: að grafa undan veru Bandaríkja- manna í Írak og undan áhrifum þeirra al- mennt í heiminum. Með þessu er ekki verið að sakast við einn fremur en annan, einungis verið að benda á að orð Churchills eiga hér við: það eina sem er verra en að ætla sér að koma skikkan á skipan mála í Írak í slag- togi við bandamenn er að þurfa að gera það einn og óstuddur. Philip H. Gordon, sérfræðingur í utan- ríkismálum, benti á það á umræðufundi hjá Brookings-stofnuninni í Washington fyrir skömmu að Bandaríkjastjórn hefði talið að innrásin í Írak myndi öðlast lög- mæti eftir á, þ.e. eftir að sigur væri tryggður. Ráðamenn í Washington hafi hins vegar misreiknað sig, áætlanir þeirra hafi nefnilega byggst á því að í gætu ekki s almenning, með stórve Allir mun séu að hróp Ignatieff or Írak myndi finnast mikið magn gereyð- ingarvopna, sannanir myndu finnast fyrir tengslunum milli Saddams Husseins Íraksforseta og al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna og að fljótlega yrði hægt að setja á laggirnar stjórn sem tryggja myndi pólitískan stöðugleika. Kenneth Pollack, sérfræðingur í örygg- is- og varnarmálum, sagði á sama fundi að það gæti skaðað Bandaríkin til lang- frama, að ekkert af þessu hefði gengið eftir. Þjóðir heims myndu ekki taka Bandaríkjastjórn trúanlega næst þegar hún þyrfti að láta sverfa til stáls, enn erf- iðara myndi reynast að byggja bandalag þjóða um tiltekið markmið. Ekki endilega af því að ríkisstjórnir landa væru andvíg- ar áætlunum Bandaríkjanna – þær legðu e.t.v. sama mat á þá stöðu sem upp væri komin – heldur af því að þessir ráðamenn Stríð án banda Eftir Davíð Loga Sigurðsson ’ Sundsem áðu bandam una; ban Bandarí fót eftir septem ara en þ Bush faðmar bandarískan hermann að sér er hann sótti l Spáni hefur Bush misst bandamann og vaxandi efasemda Ý msir stjórnmálamenn, Morg- unblaðið og fleiri hafa sér- stakar áhyggjur af þróun við- skiptalífsins þessi misseri. Umræðan tekur á ýmsum hliðum viðskiptalífsins þó seint verði sagt að hún sé skipulögð umræða um almennan ramma þess. Þá er erfitt að greina tillögur sem skapað gætu meiri framfarir og hag- kvæmara og réttlátara skipulag, sem hlýt- ur þó að vera markmiðið en ekki skipulagið sjálft. Í þessari umræðu má sjá að menn hafi sérstakar áhyggjur af stöðu smærri hlut- hafa í íslenskum hlutafélögum. Reglur er snúa að minnihlutavernd hafa þróast veru- lega á síðustu árum og þá sérstaklega hef- ur virkur hlutabréfamarkaður skilað al- mennum hluthöfum betri og hagkvæmari leið til að ávaxta fjármuni sína en áður þekktist. Samt sem áður telja menn sér- staka vá fyrir dyrum. Þetta hefur m.a. kall- að fram frumvarp nokkurra þingmanna um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti þar sem herða á ákvæði um yfirtöku- skyldu, sem t.d. setur ríkari skyldur á feðga en bræður í viðskiptum. Við getum aðeins giskað á hver sé tilgangur slíkra sérreglna. Hækkun skilar sér til allra Meginmarkmið almennra hluthafa er að tryggja ávöxtun fjármuna sinna. Einnig skiptir það þá máli að sem líflegust við- skipti séu með bréf á markaði. Á síðasta ári slíkra mála unarráð Ísl vinnu um st grein Birgis jafnlega hát það ekki sís tökuleysi ei Rannsóknir ákvörðunum langflestum endum félag og aðhald h vilja gera át t.d. verðbré starfsemi h Í Evrópu beinandi re félögum og slíkar reglu að mörgu le verðugleika fyrirtækis o mennri umr hvert inntak löndum er m hækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 56% og velta jókst um 38%. Hækkun á gengi hlutabréfa skilar sér til allra hlut- hafa, lítilla og stórra. Því má ætla að hinir fjölmörgu hluthafar stærstu hlutafélag- anna á markaði megi vel við una og spyrja má hvort smærri hluthafar hefðu verið bet- ur settir með stífari löggjöf. Þessu til viðbótar má benda á að dreifð eignaraðild er alls ekki trygging fyrir hagsmuni smærri hluthafa. Í sumum til- fellum þvert á móti. Ef eignarhald er mjög dreift þá sýna dæmin að völd stjórnenda vaxa á kostnað hluthafa eins og kom ber- lega í ljós í Enron-hneykslismálinu í Bandaríkjunum. Þá hafa einstakir hlut- hafar með tiltölulega litla eignarhluti í mörgum tilfellum tryggt sér yfirráð í al- menningshlutafélögum án þess þó að hafa endilega afgerandi hagsmuni sem hlut- hafar sem er ólíkt því sem er í tilfelli kjöl- festufjárfestis. Menn hafa bent á Eimskip sem dæmi um slíkt og bent á að völd í því félagi voru tryggð af tiltölulega litlum eign- arhlutum á sama tíma og ávöxtun al- mennra hluthafa, sem fjármögnuðu þó fé- lagið að mestu, hafi verið rýr. Hlutverk eigenda og skyldur stjórnenda Í grein í Morgunblaðinu fimmtudaginn 11. mars gerir Birgir Már Ragnarsson grein fyrir ýmsum sjónarmiðum er snúa að reglum er vernda eiga smærri hluthafa, en Birgir hefur verið að vinna að skoðun Er okkur betur borg Eftir Tómas Ottó Hansson ’ Engarekstri orðið þ breytin síðustu VINNUBRÖGÐ HRYÐJUVERKAMANNA Í umræðum hér á Íslandi umhugsanlega ógn, sem okkur Ís-lendingum kunni að stafa af hryðjuverkamönnum, hefur athyglin mjög beinzt að því, hvort varnarlaust Ísland gæti staðið frammi fyrir því, að hópur hryðjuverkamanna kæmi hingað í flugvél og hertæki landið, án þess að við gætum nokkrum vörnum við komið, ef hér væru engar varnir, sem hægt væri að nefna því nafni. Í þessum umræðum er hins vegar mikilvægt að gera sér grein fyrir því, að í flestum tilvikum hafa hryðju- verkamenn komið sér fyrir í viðkom- andi ríki og framið hryðjuverkin inn- an frá. Þannig höfðu hryðjuverkamenn komið útsendur- um fyrir innan Bandaríkjanna á löngum tíma, sem rændu svo far- þegaflugvélum með alkunnum afleið- ingum. Á Spáni var ekki um það að ræða, að árás væri gerð utan frá, heldur höfðu hryðjuverkamenn augljóslega komið sér fyrir innanlands áður en ódæðisverkið var framið. Í umræðum hér verðum við einnig að gera ráð fyrir þeim möguleika, að erlendir menn geti komið hingað til lands í því skyni að fremja hryðju- verk. Þeir komi hingað undir fölsku flaggi, komi sér hér fyrir og láti höggið ríða ef svo ber undir. Skotmark þeirra í slíkum aðgerð- um þarf ekki endilega að vera ís- lenzkt. Þeir gætu eins stefnt að því að ráðast á erlend sendiráð eða ein- hverjar starfsstöðvar erlendra manna hér á landi, sem þeir telja sig eiga eitthvað sökótt við. Við þurfum að búa okkur undir slíkar aðgerðir hryðjuverkamanna ekki síður en aðrar. Mikilvægt er í því sambandi að fylgjast rækilega með þeim, sem koma hingað til lands í einhverju skyni, og þá ekki sízt ef um er að ræða einstaklinga, sem koma frá átakasvæðum. Í því sam- bandi þarf einnig að gæta að því að þeir hinir sömu geta komið sér fyrir í öðrum löndum, sem við eigum vin- samleg samskipti við, og notað þau sem eins konar stökkpall til þess að eiga greiðan aðgang að Íslandi. Ganga verður út frá því sem vísu að vel sé fylgzt með slíkum mannaferð- um til Íslands. Jafnframt slíku eftirliti er nauð- synlegt að við eigum þjálfaða sveit manna til þess að takast á við slíka hópa ef nauðsyn krefur. Hver sem niðurstaðan verður í viðræðum okkar við Bandaríkjamenn er ljóst, að við erum ekki að óska eftir því, að vopn- aðir bandarískir hermenn séu til taks innan höfuðborgarsvæðisins í tilvik- um sem þessum. Viðræður okkar við Bandaríkjamenn snúast um aðra þætti í íslenzkum öryggismálum. En einmitt af þessum sökum er ákvörðun dómsmálaráðherra um fjölgun í sérsveit lögreglunnar mik- ilvæg. Eina spurningin er sú, hvort sú fjölgun sem ráðherrann hefur gert ráð fyrir sé nægileg til þess að takast á við hugsanleg verkefni af þessu tagi. Allt er þetta okkur Íslendingum framandi. En við verðum að horfast í augu við að við lifum í breyttum heimi. Við verðum að gera ráðstaf- anir til að mæta ógn sem að okkur gæti steðjað með þeim hætti, sem hér hefur verið lýst. Stuldur á sprengi- efni innanlands getur verið hrekkja- brögð ábyrgðarlausra einstaklinga en hann getur líka verið vísbending um alvarlegri hluti í okkar samfélagi. Það er alveg sama frá hvaða hlið þessi mál eru skoðuð. Í öllum tilvik- um hlýtur niðurstaðan að verða sú, að við hljótum að taka frumkvæði að því sjálf að tryggja öryggi okkar að þessu leyti og leita samstarfs við þær þjóðir, sem okkur standa næst, til þess að þær ráðstafanir skipti ein- hverju máli. ÍSLENDINGAR Á ÁTAKASVÆÐUM Það er augljóslega liðin tíð, aðÍslendingar starfi einvörð- ungu utan átakasvæða. Í Morgun- blaðinu í gær var birt frásögn Fróða Jónssonar, slökkviliðs- stjóra á Pristina-flugvelli í Kos- ovo, af átökunum, sem þar standa yfir. Fróði segir: „Ástandið hefur verið mjög slæmt þar. Þeir hafa mikið verið að brenna, kveikja í mörgum húsum. Slökkviliðið í Pristina hafði nógu að sinna niðri í Pristina og þess vegna kölluðu þeir nú í okkur og báðu um aðstoð. Við fengum líka vopnaða fylgd lög- reglumanna og fórum þarna niður eftir og slökktum í nokkrum hús- um þangað til þeir fóru að skjóta á okkur. Þá fórum við bara heim.“ Þetta er athyglisverð frásögn. Hún sýnir að íslenzkir slökkviliðs- menn eru í hættu staddir við störf sín á þessu svæði. Og jafnvel þótt um viðvörunarskot hafi verið að ræða, sem Fróði telur líklegt, get- ur verið skammt á milli viðvör- unarskota og meiri alvöru. Sú var tíðin, að Íslendingar komu hvergi nálægt slíkum hættu- svæðum. Það hefur breytzt eins og margt annað. Í því felst m.a. að við erum að leggja okkar af mörkum ekkert síður en aðrar þjóðir til þess að tryggja frið, þar sem tekizt er á. Við erum ekki lengur áhorfendur heldur þátttakendur. Þátttaka okkar í störfum sem þessum hefur yfirleitt mælzt vel fyrir hér innan- lands. Spurning er hins vegar hver viðbrögðin verða ef mannfall verð- ur í hópi Íslendinga, sem sinna slíkum störfum. Raunar er dæmi um slíkt. Í kjölfar slíkra atburða má hins vegar gera ráð fyrir alvar- legri umræðum en þegar hafa far- ið fram um aðild okkar að frið- argæzlustörfum víða um heim. Það fer hins vegar tæpast á milli mála, að þátttaka okkar hefur styrkt stöðu okkar innan þeirra al- þjóðasamtaka, sem hlut eiga að máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.