Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ LAGT er til í nýju frumvarpi dóms- málaráðherra, Björns Bjarnasonar, að lögregla geti neitað að veita verj- anda aðgang að einstökum máls- skjölum eða öðrum gögnum ef lög- reglan telur að það geti torveldað eða skaðað rannsókn málsins að gögn eða upplýsingar komist til vit- undar sakbornings. Slíka synjun megi þó bera undir dómara. Frumvarpið í heild felur í sér til- lögur um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála og er gert ráð fyrir því að það verði lagt fram á Alþingi á mánudag. Í frumvarpinu er sömuleiðis lagt til að lögreglu verði heimilað að taka skýrslur af sakborningum og vitnum upp á hljóðband eða myndband eða mynddisk en slíka heimild er ekki að finna í núgildandi lögum. Ennfremur er lagt til að ákæruvaldshafi geti ákveðið að símhlustun skuli fara fram án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði um símhlustun og öðrum aðgerðum geti valdið sakarspjöllum, en þó beri að leita úrskurðar dómstóls um ákvörð- unina eins fljótt og unnt er og ávallt innan sólarhrings frá því ákvörðunin er tekin. Komist dómari að þeirri niðurstöðu að ekki hafi átt að hefja aðgerð skal hann senda tilkynningu um það til dómsmálaráðherra. Vitnavernd lögreglumanna Loks eru í frumvarpinu tillögur um að lögreglumenn geti leynt nafni sínu sem og vitni sem koma fyrir dóm. Um nafnleynd lögreglumanna segir í frumvarpinu. „Ef ætla má vegna sakarefnis að öryggi þess sem gerir skýrslu eða sinnir annars rann- sóknaraðgerð geti stafað alvarleg ógn af því að sakborningur eða aðrir komist að raun um nafn hans eða önnur persónuauðkenni er heimilt með samþykki þess sem rannsókn stýrir að gefa þar hlutaðeiganda tilbúið heiti eða auðkenni. Skal þá um leið skjalfest hvaða maður hafi átt í hlut, en aðrir skuli ekki hafa að- gang að gögnum um það en sá sem rannsókn stýrir, svo og ákærandi og dómari ef mál kemur til kasta þeirra.“ Og um nafnleynd vitna segir í frumvarpinu: „Dómari getur sam- kvæmt kröfu ákveðið að vitni sem kemur fyrir dóm geri ekki í heyr- anda hljóði grein fyrir nafni sínu eða öðru sem varðar persónu þess og ekki eru efni til að telja að nafnleynd geti spillt fyrir vörn sakbornings svo að máli skipti. Skal þá dómara greint bréflega og í trúnaði frá nafni vitnis og öðrum atriðum sem leynd verður um en gögn með þeim upplýsingum skulu síðan varðveitt þannig að tryggt sé að aðrir fái ekki aðgang að þeim.“ Upptaka getur haft áhrif á málsmeðferð Ákvæði frumvarpsins eru skýrð í athugasemdum frumvarpsins. Þar kemur m.a. fram, þegar fjallað er um heimildina til að taka yfirheyrslur sakborninga upp á hljóð- eða mynd- band, að slík heimild geti haft mjög mikil áhrif á sönnunarstöðu mála fyrir dómi. „Það kemur oft fyrir að sakborningur og vitni hverfi frá framburði sínum hjá lögreglu þegar kemur að meðferð málsins fyrir dómi og hafa þeir oftast gefið þær skýringar á hinum breytta fram- burði sínum að lögregla hafi haft rangt eftir þeim í skýrslum eða breytt skýrslum eftirá. Almenn heimild til að taka yfirheyrslur sak- borninga og vitna upp með hljóði eða mynd getur bætt úr slíkum sönnun- arvandkvæðum. Upptaka á yfir- heyrslum sýnir með óyggjandi hætti hvernig skýrslutaka hjá lögreglu hefur farið fram og verndar þannig í senn stöðu lögreglunnar og hags- muni sakbornings eða vitnis fyrir því að lögreglan misnoti ekki aðstöðu sína,“ segir í athugasemdunum. Breyting vegna nýrrar tækni Í athugasemdunum segir einnig, að ástæður tillögunnar um að sím- hlustun fari fram án dómsúrskurðar, séu fyrst og fremst þær að reynsla undanfarinna ára og ný tækni í fjar- skiptum með símum án beintenginga hafi leitt til fleiri símhlustana en áð- ur. „Þá hafa tíð skipti á símum og númerum hjá þeim sem sæta hlustun, orðið til þess að réttarspjöll hafa orðið,“ segir í athugasemdunum og síðan bætt til útskýringar: „Rétt er að benda á að úrskurður um sím- hlustun kveður á um hlustun á sam- tali við tiltekið númer eða tiltekið fjarskiptatæki en ekki símtöl ákveð- ins aðila í ótilteknum símum.“ Tekið er fram í athugasemdunum að sams konar heimild sé bæði í dönskum og norskum lögum. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála Heimilað að taka skýrslur af sak- borningum á hljóð- eða myndband Morgunblaðið/Kristinn Samkvæmt frumvarpinu getur lögregla neitað að veita verjanda aðgang að einstökum málsskjölum eða öðrum gögnum ef lögreglan telur að það geti torveldað eða skaðað rannsókn málsins að gögn eða upplýsingar kom- ist til vitundar sakbornings. Gæti bætt úr ákveðnum sönn- unarvandkvæðum Gjöld eig- enda skipa til Þróunar- sjóðsins falli niður ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegsins. Með frumvarpinu er lagt til að gjöldin, sem eigendur skipa hafa greitt í Þró- unarsjóð sjávarútvegsins skv. lögum um sjóðinn, verði felld niður frá 1. september nk. „Breytingar þær sem hér eru lagðar til eiga rætur að rekja til þess að á árinu 2002 samþykkti Alþingi breytingu á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, sem felur í sér að frá og með 1. september 2004 verður lagt sérstakt veiðigjald á eigendur skipa fyrir úthlutaðar veiðiheimildir eða landaðan afla þegar ekki er um úthlutun að ræða. Jafnframt var þess getið í greinargerð með frum- varpinu að þegar til greiðslu veiði- gjalds kæmi væri við það miðað að niður féllu gjöld sem útgerðin greiddi og voru áætluð samkvæmt fjárlögum ársins 2002 um 850 millj- ónir króna,“ segir í athugasemdum frumvarpsins. Samkvæmt áætluðum efnahags- og rekstursreikningi Þróunarsjóðs fyrir árið 2003 var hrein eign sjóðs- ins um 318 milljónir kr. í árslok 2003, að því er fram kemur í athugasemd- um frumvarpsins, og var það í fyrsta skipti frá sjóðsstofnun sem sjóður- inn sýndi jákvæðan höfuðstól. „Gangi áætlanir Þróunarsjóðs fyrir árin 2003–2009 eftir má gera ráð fyr- ir að hrein eign sjóðsins verði um 370 milljónir kr. í árslok 2009 er starfs- tíma hans lýkur samkvæmt lögun- um.“ Sekt eigi ekki við um vanskil á vörslufé LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp þess efnis að lágmarksfé- sekt við tilteknum skattalagabrot- um, sem lögfest var árið 1995, eigi ekki við þegar um svokölluð vanskil á vörslufé er að ræða og brotamaður hefur skilað réttilega skilagrein, svo að ljóst megi vera að ekki sé um að ræða tilraun til undanskots. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, en meðflutnings- menn eru tólf þingmenn úr öllum þingflokkum á Alþingi. Einar segir í samtali við Morgun- blaðið að hann sé þeirrar skoðunar að gera eigi greinarmun á hreinum skattsvikum og því þegar menn lendi í hremmingum t.d. vegna atvinnu- rekstrar. Hann telur óeðlilegt að setja þessa aðila undir sama hatt. Ólík brot Í greinargerð frumvarpsins er far- ið nánar í þessi atriði og sagt að van- skil á vörslufé vegna greiðsluerfið- leika séu nokkuð ólík öðrum öðrum skattalagabrotum. „Brotið hefur sjaldnast þau einkenni sem algengt er að fylgi skattsvikum, svo sem van- höld á færslu bókhalds. Ekki er held- ur fyrir að fara þeirri leynd sem að jafnaði einkennir skattsvik og önnur skattalagabrot. Oft eiga brotlegir sér einnig málsbætur umfram þá sem fremja önnur skattalagabrot en skýringa er ósjaldan að leita í því að forsvarsmenn fyrirtækja hafa lent í greiðsluerfiðleikum sem oft enda með gjaldþroti,“ segir í greinargerð- inni. Þar kemur jafnframt fram að tilgangur frumvarpsins sé einnig sá að gefa dómstólum meira svigrúm til að ákveða refsingu, einkum með hliðsjón af þeim málsbótum sem brotlegir kynnu að hafa. STEFNT er að því að tillögur sam- einingarnefndar, um nýja sveitarfé- lagaskipan, verði tilbúnar fyrir lok maí 2004. Eftir það fá sveitarfélögin, samtök þeirra og almenningur hæfi- legan frest til þess að gera athuga- semdir við þær, að því er fram kem- ur í greinargerð frumvarps félagsmálaráðherra, Árna Magnús- sonar, um breytingar á sveitar- stjórnarlögum. Frumvarpið hefur verið lagt fram á Alþingi. Í frumvarpinu kemur fram að endanlegar tillögur sameiningar- nefndar muni ekki liggja fyrir fyrr en næsta haust, en gert er ráð fyrir því að atkvæði verði greidd um til- lögurnar 23. apríl 2005. „Í frumvarp- inu er lagt til að í meginatriðum gildi sama fyrirkomulag og nú er í lögum um niðurstöðu atkvæðagreiðslu, þ.e. að sveitarfélög verði ekki sameinuð nema íbúar beggja eða allra sveitar- félaganna séu því fylgjandi,“ segir í athugasemdum frumvarpsins. „Það nýmæli er þó að finna í frum- varpinu að við ákveðnar aðstæður er gert ráð fyrir að skylt verði að end- urtaka atkvæðagreiðslu innan sex vikna í sveitarfélögum þar sem til- laga sameiningarnefndar var felld. Þetta gildir ef meirihluti íbúa á við- komandi svæði sem afstöðu taka til tillögu sameiningarnefndar lýsir sig fylgjandi sameiningu þeirra sveitar- félaga sem tillagan varðar og meiri- hluti íbúa í a.m.k. tveimur þessara sveitarfélaga samþykkir tillöguna. Sama kjörskrá skal gilda við báðar atkvæðagreiðslur en þessi breyting felur það í sér að íbúar sem í upphafi eru mótfallnir sameiningu eiga þess kost að endurskoða þá afstöðu sína í ljósi breyttra aðstæðna, svo sem ef útlit er fyrir að nágrannasveitar- félög muni sameinast eða fylgi við sameiningu reynist meira en búist var við.“ Stefnt er að því að tillögur um sameiningu sveitarfélaga verði tilbúnar í maílok Verða ekki sameinuð nema íbúar allra sveitarfélaga séu því fylgjandi Olíugjalds- frumvarpið lagt fram á Alþingi FRUMVARP fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde, um olíugjald og kílómetragjald hefur verið lagt fram á Alþingi. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á fjáröflun rík- isins til vegagerðar með gjaldtöku af notkun ökutækja sem knúin eru með dísilolíu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að tekið verði upp olíugjald á dísil- olíu sem verði 45 kr. á hvern lítra. Þá er lagt til að auk olíugjalds verði innheimt stighækkandi kíló- metragjald á bifreiðar og eftirvagna sem eru þyngri en 10 tonn, að und- anskildum fólksflutningabifreiðum. Lagt er til að lögin, verði þau sam- þykkt, öðlist gildi 1. janúar 2005. Á sama tíma falli úr gildi lög um fjár- öflun til vegagerðar. SAMÞYKKT var í ríkisstjórninni í gær að leggja fyrir þingflokka stjórnarflokkanna frumvarp menntamálaráð- herra um að stofna tónlistarsjóð sem hefði það hlutverk að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tón- listarmönnum og tónsköpun þeirra. Er þar m.a. lagt til að tónlistarráð leggi tillögur um styrkveitingar fyrir mennta- málaráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu hefur ráðherra lengi styrkt margs konar tónlistarstarf- semi, veitt ferðastyrki, styrki vegna einstakra verkefna innanlands sem utan og styrkt tónlistarhátíðir, einnig starfsstyrki til hljómsveita af sérstökum fjárlagalið. Laga- frumvarpið gerir ráð fyrir að það fé sem menntamálaráðu- neytið hefur haft til ráðstöfunar til tónlistarmála renni í tónlistarsjóð og ráðherra úthluti úr honum að fengnum til- lögum tónlistarráðs. Gert er ráð fyrir að menntamálaráð- herra skipi tónlistarráð til þriggja ára í senn og að í því sitji þrír fulltrúar. Auk þess að vera ráðherra til ráðuneytis um styrkveitingar er gert ráð fyrir að tónlistarráð veiti um- sögn um tónlistarerindi sem menntamálaráðuneytið vísar til þess. Getur ráðið einnig beint ábendingum og tillögum til ráðuneytisins og það veitt faglega aðstoð og stuðning. Þá kveður frumvarpið á um að tónlistarsjóði verði skipt í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningar- deild. Tónlistardeild veiti styrki til almennrar tónlistar- starfsemi en markaðs- og kynningrdeild til kynningar og markaðssetningar á tónlist hérlendis og erlendis. Lagafrumvarp um tónlistar- sjóð samþykkt í ríkisstjórn Morgunblaðið/Þorkell Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um tónlistarsjóð. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.