Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 12
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, opnaði
í vikunni íslenska hönnunarsýn-
ingu í París undir heitinu Trans-
forme. Markmið sýningarinnar er
að koma íslenskri hönnun á fram-
færi og kynna sérstöðu og fram-
sækni íslenskra hönnuða, segir
meðal annars í fréttatilkynningu
frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt-
inu.
Á sýningunni má finna dæmi um
iðnhönnun, húsgagnahönnun, text-
ílhönnun, keramik, skartgripi,
fatahönnun, grafíska hönnun, arki-
tektúr og landslagsarkitektúr. Í
frétt ráðuneytisins segir að við val
verka hafi verið haft að leiðarjósi
að þau vörpuðu ljósi á þær miklu
öfgar sem þjóðin búi við. Sýningin
er í VIA-galleríinu í París og er
henni skipt í þrjá hluta í jafn-
mörgum sölum í galleríinu. Hver
salur sýnir ólíka þætti íslensks
raunveruleika; hvíti salurinn (snjór
og ímyndir vetrarins), blái salur-
inn (myrkrið, hafið og dulhyggjan)
og rauði salurinn (umbreyting
náttúrunnar og gróandinn).
Iðnaðarráðherra opn-
aði hönnunarsýningu
Frá íslensku hönnunarsýningunni í París sem Valgerður Sverrisdóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, opnaði formlega síðastliðinn fimmtudag.
Sýningin er haldin að frumkvæði
iðnaðar- og viðskiptaráðherra og
kostuð að mestu af ráðuneytinu en
með stuðningi Reykjavíkurborgar
og Útflutningsráðs Íslands. Sýn-
ingarstjórar eru Páll Hjaltason
arkitekt og Steinunn Sigurðardótt-
ir fatahönnuður.
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GJAFA- og styrktarsjóður Jónínu S.
Gísladóttur, ekkju Pálma Jónssonar í
Hagkaup, hefur á þremur árum lagt
nærri 100 milljónir króna til að efla
hjartalækningar á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi. Nú síðast var opnuð
fyrir tilstilli sjóðsins göngudeild
hjartabilaðra á spítalanum. Stefna
sjóðsins er að örva framfarir í hjarta-
lækningum og þjónustu við hjarta-
sjúklinga á spítalanum. Einnig að op-
inberir aðilar og einkaaðilar leggi
fram nokkur mótframlög. Hafa alls
verið keypt tæki fyrir um 160 millj-
ónir króna að frumkvæði sjóðsins.
Guðmundur Þorgeirsson, sviðs-
stjóri hjartalækninga á lyflækninga-
sviði I, segir að opnun göngudeild-
arinnar sé ný starfsemi á
þrengingatímum á spítalanum sem
þýði hins vegar sparnað þegar til
lengri tíma er litið. Hjartabilun sé al-
gengasta ástæða innlagna á sjúkra-
hús hérlendis sem víða á Vesturlönd-
um og með því að bæta meðferð og
koma á sérhæfðum göngudeildum
megi draga úr innlögnum og endur-
innlögnum. Einn hjúkrunarfræðing-
ur í fullu starfi sinnir göngudeildinni
og læknir í hlutastarfi sem kallar til
aðra sérfræðinga eftir þörfum. Guð-
mundur segir að með tilkomu fram-
laga frá Gjafa- og styrktarsjóði Jón-
ínu S. Gísladóttur hafi verið unnt að
efla mjög starf hjartadeildarinnar og
„hún er vakin og sofin í umhyggju
sinni fyrir velferð deildarinnar, hún
fylgist vel með og hefur skoðanir og
hefur sýnt áhuga sinn og stuðning í
verki,“ segir Guðmundur.
Hjartaþræðingartæki
og hjartarafsjár
Styrktarsjóðurinn var stofnaður
árið 2000 með 200 milljóna króna
framlagi Jónínu og síðar bætti hún
við 17 milljónum. Eignir sjóðsins um
síðustu áramót námu 185 milljónum
króna. Auk nýju verkefnanna sem
minnst er á hér að framan hafa fram-
lög verið veitt til þriggja annarra
stórra verkefna sem tengjast hjarta-
lækningum. Í fyrsta lagi má nefna 40
milljóna króna framlag sem gerði það
kleift að stórefla tækjabúnað til
hjartaþræðinga og kransæðavíkkana
og skipuleggja hjartaþræðingar á
tveimur samliggjandi hjartaþræðing-
arstofum. Þá var hægt að endurnýja
hjartaómtæki á skurðstofu en það er
m.a. mikilvægt við aðgerðir hjarta-
lokum sem fer mjög fjölgandi. Í
þriðja lagi var keyptur grunnbúnað-
ur fyrir allar hjartadeildir til að fylgj-
ast með hjartslætti og hjartsláttar-
truflunum sjúklinga en ákveðið var
að endurnýja búnað deildarinnar við
sameiningu spítalanna.
Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur styrkir Landspítalann
Hefur lagt fram 100
milljónir á þremur árum
Brotist inn
í 7 bíla á
einni nóttu
RAMMT kvað að innbrotum í fyrri-
nótt í Reykjavík þegar brotist var
inn í sjö bíla og tvo vinnustaði. Þjóf-
ar höfðu gengið á bifreiðir í í Voga-
hverfi og nágrenni Álfheima og
Réttarholtsvegar og brutu hliðar-
rúður í bifreiðum. Stolið var geisla-
diskum og öðrum verðmætum
lausamunum. Þá var brotist inn í
geymslu í Árbæjarhverfi en þjóf-
arnir handteknir skömmu síðar
skammt frá vettvangi. Einnig var
brotist inn í nýbyggingu í Grafar-
holti og er þjófanna leitað.
Lögreglan hvetur fólk til að skilja
ekki eftir sjáanleg verðmæti í bif-
reiðum sínum til að minnka líkur á
innbrotum.
Kom að
mönnum í
íbúð sinni
ÍBÚÐAREIGANDI í austurborg-
inni í Reykjavík kom að tveimur
grímuklæddum mönnum á heimili
sínu í fyrrinótt. Að sögn lögregl-
unnar í Reykjavík voru mennirnir
búnir að róta til í íbúðinni, en hlupu
á brott þegar íbúðareigandinn kom
á staðinn. Áður en þeir fóru á brott
réðst þó annar mannanna að hús-
ráðanda. Þjófarnir stálu tölvu í inn-
brotinu.
Litlar
breytingar
á fylgi
flokkanna
FYLGI Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar jókst lítillega í mars,
samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups, og
aðrir flokkar dala að sama skapi.
Gallup segir að ekki sé um mark-
tækar breytingar að ræða.
Samkvæmt könnuninni fengi
Sjálfstæðisflokkur 37,1% fylgi,
verði kosið til Alþingis nú, Sam-
fylkingin fengi 27,6%, Vinstri-
hreyfingin-grænt framboð fengi
15,6%, Framsóknarflokkurinn
14,1% og Frjálslyndi flokkurinn
fengi 5,3% fylgi. Stuðningur við
ríkisstjórnina er um 55% og hefur
aukist um 3 prósentustig frá febr-
úar, en stjórnarflokkarnir fá sam-
anlagt sama fylgi og í síðasta mán-
uði, eða 51%.
Tæplega 20% tóku ekki afstöðu
eða neituðu að gefa hana upp og
tæplega 6% sögðust myndu skila
auðu eða ekki kjósa ef kosningar
færu fram nú.
Könnunin var gerð dagana 25.
febrúar til 29. mars. Úrtakið var
3.879 manns á aldrinum 18-75 ára.
Svarhlutfall var 64%
FYRSTU vísbendingar gefa til
kynna að allmikill sjóbirtingur sé í
ám á Suðurlandi og í Litluá í Keldu-
hverfi, fyrsti veiðidagurinn var á
fimmtudag, skilyrði voru þá góð og
veiðin víða frábær. Í gær höfðu
skilyrði hins vegar versnað eftir
mikla rigningu um nóttina.
15 punda úr Tungulæk
Það hefur sljákkað í Skaftá og
skilyrðin skánað mikið við það. Það
er mikill fiskur, við fengum um 60
fiska í Tungulæk á fimmtudaginn,
en það er lítið verið að veiða í dag,
þó komnir yfir 70 fiskar á land.
Þann stærsta fékk ég sjálfur á
fimmtudagskvöldið, um það bil 15
punda fisk á Devon í Frystikistunni.
Fiskurinn var horaður og ég gaf
honum líf,“ sagði Þórarinn Krist-
insson, eigandi Tungulækjar í gær-
dag.
Önnur vötn og aðrar ár…
Pálmi Gunnarsson sagði veiðina
og skilyrðin við Litluá eins og best
yrði á kosið að vori, veðrið hlýtt og
gott, mikill fiskur og veiðin eftir
því. Á fimmtudag komu hátt í 80
fiskar á land, nær öllum sleppt og
var talsvert af 5 til 7 punda fiski.
Stjórn Stangaveiðifélags Kefla-
víkur rótaði um 40 birtingum upp-
úr Geirlandsá, en sleppti aftur
meira en helmingnum. Þetta voru
mikið 4 til 6 punda fiskar, en þeir
stærstu allt að 12 pund. Stærstu
fiskarnir synda enn frjálsir, en
veiðin var öll á spón. Í gærmorgun
var áin óveiðandi eftir flóðrigningu
og það sama er að segja um Varmá,
sem gaf milli 50 og 60 fiska á
fimmtudaginn að sögn Valgeirs
veiðivarðar, en í gær var áin dökk
og í flóði. Valgeir sagði ennfremur
að síðdegis hefðu fleiri stórir regn-
bogar bæst í aflann, sá stærsti 8
punda.
Þröstur Elliðason lét vel af opnun
Minnivallalækjar, sagði nokkra
fiska hafa verið dregna fyrsta dag-
inn, allt að 7–8 punda þá stærstu.
Stöðvarhylurinn er tregur, en fisk-
ur dreifðari en áður að vori.
Ragnar Johansen leigutaki
Vatnamóta og Hörgsár sagði skil-
yrði hafa versnað, en samt hefðu
veiðst einir tíu fiskar til viðbótar í
Vatnamótunum í gærmorgun og
voru þá komnir á sjötta tug fiska á
land. Hann skrapp sjálfur í klukku-
stund í Hörgsá og landaði tveimur,
en á fimmtudaginn missti hann þar
fisk sem hann taldi hafa verið 16–
17 pund. Sá reif sig lausan í fjöru-
borðinu, en Ragnar sagði það ekki
hafa komið að sök, því hann hefði
sleppt honum hvort eð var.
Loks er að nefna að Ólafur Kr.
Ólafsson sagðist reikna með að
veiði hefði verið með minnsta móti í
Soginu, bæði hefði verið leiðinda-
veður og svo allt of mikið vatn
vegna aftöppunar Landsvirkj-
unnar. „Sogið var sem nam fimm
sinnum Elliðaánum yfir eðlilegu
rennsli sínu á fimmtudaginn,“ sagði
Ólafur, en sagðist reikna með að
skilyrði myndi batna mikið á næst-
unni þegar dragi úr úrkomu og
kólnaði lítið eitt.
Frábær
vertíðarbyrjun
Ólafur Hauksson með stóra og
pattaralega regnbogasilunga úr
Varmá.
Morgunblaðið/Einar Falur
Þórarinn Kristinsson með sjóbirt-
ing úr „Frystikistunni“ í ármótum
Tungulækjar og Skaftár.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Vegamálastjóri segir að
kanna þurfi veðurfar
vegna Stórasandsvegar
Veðurstöðv-
um hugsan-
lega komið
upp í sumar
FYRSTA skrefið til undirbúnings
vegar yfir Stórasand milli Norður-
árdals í Skagafirði og Borgarfjarðar
væri að setja upp veðurstöðvar til að
kanna veðurfar á þeirri leið, að sögn
Jóns Rögnvaldssonar vegamála-
stjóra og segir hann hugmyndina
raunar ekki nýja. Vegamálastjóri
segir líklegt að sjálfvirkum veður-
stöðvum verði komið upp í sumar.
Þær þurfi að vera á tveimur stöðum
og mæla þurfi veðurfar í tvo vetur
hið minnsta til að fá þokkalega vitn-
eskju um það.
Halldór Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, hefur ásamt þing-
mönnum úr Sjálfstæðisflokki,
Framsóknarflokki og Samfylkingu
lagt fram á Alþingi tillögu til þings-
ályktunar um að samgönguráðherra
ráðist í undirbúning vegarlagningar
um Stórasand.
Rannsókn nauðsynleg
Vegamálastjóri segir erfitt að
meta hvort vegur um Stórasand sé
fýsilegur kostur án undangenginna
rannsókna. Þá segir hann margt
koma til greina varðandi fjármögn-
un en í tillögu þingmannanna er
stungið uppá einkaframkvæmd og
kostnaður að greiddur með veg-
gjöldum.
Jón Rögnvaldsson segir að í fram-
haldi af niðurstöðum veðurfarsat-
hugana þurfi að kanna mögulegt
vegarstæði og staðhætti. Hann
bendir á að Vegagerðin hugi stöðugt
að möguleikum á styttingum á
hringveginum og þar sé Norður-
landsvegur á blaði eins og aðrir
hlutar vegarins. Segir vegamála-
stjóri of mikið sagt að Vegagerðin
hafi uppi tillögur um að stytta Norð-
urlandsveg í Skagafirði og Langadal
eins og fram kemur í greinargerð
þingsályktunartillögunnar, þarna sé
um hugmyndir að ræða sem ekki
séu komnar á áætlun.
♦♦♦
♦♦♦