Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 66
DAGBÓK 66 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Cemcarry kemur í dag. Borneo og Skógarfoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Green Frost kemur í dag, Arklow Wave fer í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel er opið alla virka daga frá kl. 9–17. Gerðuberg, félagsstarf. Fjölbreytt dagskrá hvern virkan dag frá kl. 9–16.30, vinnustofur opnar og spilasalur, veitingar í Kaffi Berg s. 575 7720. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krumma- kaffi kl. 9. Félag breiðfirskra kvenna. Fundur verður haldinn mánudaginn 5. apríl kl. 20. Gestur fundarins er Guðrún Ásmundsdóttir, leik- kona. Sunnuhlíð Kópavogi. Söngur með sínu nefi á laugardögum kl. 15.30. Íbúar, aðstandendur og gestir velkomnir. Lífeyrisþegadeild Landssambands lög- reglumanna. Sunnu- dagsfundurinn verður haldinn sunnudaginn 4. apríl. Fundurinn hefst kl. 10. Fundurinn verð- ur að þessu sinni hald- inn í kaffistofu aðal- lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu 4. hæð. Félagar fjölmennið. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-Samtök spilafíkla, Fundarskrá: Þriðjud: Kl.18.15, Sel- tjarnarneskirkja, Sel- tjarnarnes. Miðvikud: Kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogur og Egils- staðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud.: Kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud: Kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laugard: Kl. 10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík og Glerárkirkja, Ak- ureyri. Kl.19.15 Seljaveg- ur 2, Reykjavík. Neyð- arsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átröskun / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Fífan Dalsmára 5 í Kópavogi, tartan- brautir eru opnar al- mennu göngufólki og gönguhópum frá kl. 10– 11.30 alla virka daga. Blóðbankabíllinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga á Suðurlandi: Skóverslun Axels Ó. Lárussonar, Vest- mannabraut 23, Vest- mannaeyjum, s. 481 1826 Mosfell sf., Þrúðvangi 6, Hellu, s. 487 5828 Sólveig Ólafs- dóttir, Verslunin Grund, Flúðum, s. 486 6633 Sjúkrahús Suðurlands og Heilsu- gæslustöð, Árvegi, Sel- fossi, s. 482 1300 Versl- unin Íris, Austurvegi 4, Selfossi, s. 482 1468 Blómabúðin hjá Jó- hönnu, Unabakka 4, 815 Þorlákshöfn, s. 483 3794. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga, Reykjanesi: Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62, Grinda- vík, s. 426 8787 Penninn – Bókabúð Keflavíkur, Sólvallagötu 2, Kefla- vík, s. 421 1102 Íslands- póstur hf., Hafnargötu 89, Keflavík, s. 421 5000 Íslandspóstur hf., c/o Kristjana Vilhjálms- dóttir, Garðbraut 69, Garður, s. 422 7000 Dagmar Árnadóttir, Skiphóli, Skagabraut 64, Garður, s. 422 7059. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga í Reykjavík, Hafnarfirði og Sel- tjarnarnesi: Skrifstofa L.H.S. Síðumúla 6, Reykjavík, s. 552 5744, fax 562 5744, Hjá Hirti, Bónushúsinu, Suður- strönd 2, Seltjarnar- nesi, s. 561 4256 Bóka- búð Böðvars, Reykja- víkurvegi 66, Hafnar- firði, s. 565 1630. Hrafnkelssjóður (stofnað 1931) minning- arkort afgreidd í s. 551 4156 og 864 0427. Í dag er laugardagur 3. apríl, 94. dagur ársins 2004. Orð dagsins: „Aflið yður eigi þeirrar fæðu, sem eyðist, heldur þeirrar fæðu, sem varir til eilífs lífs og Mannsson- urinn mun gefa yður. Því á hann hefur faðirinn, Guð sjálfur, sett innsigli sitt.“ (Jh. 6, 27.)     Jón G. Hauksson skrifarpistil á vefsíðuna Heim- ur.is, um útþensluáform stjórnarformanns OR. „Það er undarlegt hvað sjálfstæðismenn í borginni eru iðnir við að agnúast út í Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúa. Alfreð á Orkuveituna og hvers vegna eru þeir Guðlaugur Þór, Vilhjálmur Þ. og Björn Bjarnason með allt þetta nöldur þótt hann vilji kaupa Símann?“ spyr Jón.     Alfreð hefur góðareynslu af kaupum á fjarskiptafyrirtækjum. Orkuveita hans hefur ekki fjárfest fyrir nema rúma 3 milljarða í slíkum fyr- irtækjum og samanlagt tap þeirra er ekki nema tæpir 2 milljarðar. Gleym- um því ekki að Alfreð hækkaði líka verðið á heitu vatni um 5% í fyrra- haust og sagði ástæðuna vera þá að það hefði dreg- ið verulega saman í sölu á heitu vatni í tvö ár vegna hlýnandi veðurs þannig að það væri óhjákvæmilegt að fyrirtækið gripi til ein- hverra ráðstafana til að bæta sér þennan tekju- missi.     Ég var einn þeirra semvarði Alfreð þegar menn deildu á hann fyrir að hækka verðið á heita vatninu og sagði sem svo: „Mér finnst ekki mikið að greiða 5% hærra verð fyr- ir heita vatnið gegn því að fá betra veður á Íslandi og hlýrra loftslag.“ Og ég segi það enn og aftur að ef Alfreð getur lofað manni betra veðri gegn smá- vægilegri hækkun á heita vatninu þá er óþarfi að gera „veður út af því“. Skiptir engu hvort Alfreð notar þessa hækkun til að fjármagna kaupin á Sím- anum.     Þekktustu fjarskiptafyr-irtækin tengd Orku- veitu Alfreðs eru Lína.net, Tetra Ísland og Raf- magnslína ehf. Verið er að leggja lokahönd á nýja samninga vegna Tetra Ís- lands en í þeim felst að Orkuveita Alfreðs af- skrifar allt hlutafé sitt og bætir síðan nýjum 50 milljónum við á móti Landsvirkjun. Lands- bankinn verður hins veg- ar stærsti eigandinn í Tetru. Þetta heitir hjálp í neyð, enda er það meg- inhlutverk Tetru.     Sumir hafa haldið aðhelsta hlutverk Orku- veitu Alfreðs væri að sjá höfuðborgarbúum fyrir orku á sem bestu verði. Þetta er misskilningur. Sjóðir Orkuveitunnar eru ótæmandi og þola alls kyns aukabúgreinar sem og millifærslur á ein- hverjum skuldum borg- arinnar yfir á Orkuveit- una. Orkulindir Orku- veitunnar eru líka ótæmandi og þorna aldrei hversu mikið sem af þeim er tekið – og hversu oft sem fólk fer í bað. Það er allt ótæmandi og óþrjót- andi þegar kemur að Orkuveitunni.“ STAKSTEINAR Alfreð og Orkuveitan Víkverji skrifar... Víkverji telur það alla jafnan ekkisitt hlutverk að skjalla eða „aug- lýsa“ einhverja atvinnustarfsemi í landinu en gerir undantekningu hér, af ómengaðri ástríðu. Þannig er að Víkverji er verulega mikill sælkeri og veit fáar kræsingarnar lystugri en þær sem hann fær á litlu látlausu veitingahúsi ofarlega á Laugaveg- inum sem heitir Ban-Thai. Allt síðan Víkverji uppgötvaði fyrst taílenska veislumatinn sem þar er boðið upp á hefur hann reglulega farið þangað, prófað fjölda rétta sem þar eru á matseðli og aldrei orðið fyrir von- brigðum. Leggst þar allt á eitt, frá- bær matur og framandi. Ferskt og gott hráefni, notalegt andrúmsloft, persónuleg þjónusta og umfram allt sanngjart verð. Taílenskir veitinga- og skyndi- bitastaðir hafa sprottið hér upp hver af öðrum enda herramannsmatur sá taílenski. En þeir eru misjafnir að gæðum staðirnir, eins og gerist og gengur í matvælabransanum, misvel vandað til verks, hráefnið misjafn- lega vandað og ferskt og réttirnir misjafnlega „ekta“. Af þeim taí- lensku stöðum sem Víkverji hefur prófað – sem eru flestir – þá hefur Ban-Thai borið af í einu og öllu. Það gladdi því Ban-Thai unnandann Vík- verja er hann komst að því í vikunni að búið er að opna í Skeifunni af- leggjara frá staðnum, Na Na-Thai, þar sem loksins er hægt að njóta sömu unaðslegu taílensku réttanna í hádeginu og fá þá afgreidda á ör- skotsstundu og ennþá betra verði. x x x Talandi um mat þá er Jói Felblessaður byrjaður á ný með matreiðsluþætti sína á Stöð 2. Hann er um margt sniðugur í eldhúsinu, býr til rétti sem allt í senn virðast hentugir, hverdagslegir og heillandi. Stærsti kostur hans er að hann sýnir okkur amatörunum fram á að það þarf hreint ekki að vera nein kúnst að matreiða dýrindis rétti. Bara láta vaða, prófa sig áfram og þá verður eitthvað bragðgott til á endanum. Eitt er það þó sem fer meira og meira í þær fínustu á Víkverja – nei ekki sturtuatriðið fræga, og í sjálfu sér ekki heldur hversu mjög honum liggur alltaf á. Nei, það er árátta mannsins að þurfa í sífellu að vera að stinga hinu og þessu upp í sig eða dýfa puttanum í matinn prakk- aralega og segja „ummmm hvað þetta er gott“ eða „umm æðislegt“. Ekki bara að það stuði Víkverja að horfa upp á aðra hreykja sjálfum sér svona útí eitt, heldur virðist engu skipta hvað maðurinn er að smakka, alltaf eru viðbrögðin hin sömu; hvort sem hann er að smakka á nýlagaðri sósu eða nýsoðnum kartöflum. Minnir mann stundum á þegar Skúli Hansen smakkaði rétt- ina í matreiðsluþáttum sínum hér í denn og sagði síðan alltaf sinni djúpu og yfirveguðu röddu: „Jú, virkilega ljúffengt. Alveg eins og það á að vera.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Svar frá Neytenda- samtökunum við fyrirspurn LEÓ M. Jónsson beindi fyrirspurn til Neytenda- samtakanna í Velvakanda 30. mars sl. Þar spyr Leó hvort Neytendasamtökin hafi fylgst með verðþróun á símakostnaði. Því er til að svara að Neytendasamtökin fylgjast ekki með verðþróun á ein- stökum vörum og þjónustu. Það er mat Neytendasam- takanna að aðrir aðilar séu hæfari til að fylgjast með slíkri þróun og nefnum við í því sambandi Hagstofu Ís- lands, sem fylgist mjög ná- ið með verðþróun á vörum og þjónustu vegna útreikn- inga á vísitölu neysluverðs. Einnig fylgist Póst- og fjar- skiptastofnun með starf- semi þessara fyrirtækja og á að gæta hagsmuna neyt- enda. Neytendasamtökin hafa hins vegar gert verðkann- anir á símaþjónustu og var síðasta könnun gerð í des- ember á síðasta ári og má sjá niðurstöður hennar á heimasíðu samtakanna, www.ns.is. Neytendasam- tökin munu að sjálfsögðu halda áfram að gera slíkar kannanir. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. Ruslatunnuskortur í Grafarvogi ÉG vill koma því á fram- færi að það sárvantar ruslatunnur í Grafarvoginn og ég er hneykslaður á því að ekkert er gert í málinu. Síðasta sunnudag fór ég í göngutúr með fjölskyldu minni. Áður en ég fór út fékk ég mér tyggjó. Við gengum um næstum alla Hverafoldina og hvergi var ruslatunnu að sjá. Við gengum allavega klukku- tíma og tyggjóið orðið bragðlaust og vont. Mig langaði til að henda tyggjóinu en fann enga ruslatunnu. Af hverju eru svona fáar ruslatunnur í Grafarvoginum og af hverju er ekkert gert í mál- inu? Grafarvogsbúi. Tapað/fundið Kápa tekin í misgripum Í MATARBOÐI eftir fund í Osta- og smjörsölunni 5. mars síðastliðinn fannst ekki dökkgrá síð ullarkápa með svörtum loðkraga (ekki skinn). Sú sem fór heim í henni getur athugað með sína kápu í Ost og smjör og haft skipti eða haft samband við Þóreyju í síma 895 0517. Dýrahald Svartur fress týndur í Árbæ KISINN okkar, Jáum, týnd- ist mánudaginn 15. mars í Seláshverfi, Árbæ. Hann er alveg svartur með bláa ól og eyrnamerktur R0015. Lík- legt er að hann sé í Árbæ og nágrenni, jafnvel uppi í Breiðholti. Ef einhver hefur upplýsingar um hann, hring- ið í síma 587 1966 eða 866 0701 eða komið í Næf- urás 5, Reykjavík. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 hetja, 8 vælir, 9 líkams- hlutar, 10 skemmd, 11 bylur, 13 trjábúta, 15 sneypa, 18 hávelborin, 21 bókstafur, 22 dáni, 23 skakkt, 24 óvarlega. LÓÐRÉTT 2 kjánar, 3 tré, 4 manns- nafn, 5 ferskar, 6 ótta, 7 vaxa, 12 frístund, 14 húsdýr, 15 spilltan fé- lagsskap, 16 erfið, 17 skaðað, 18 risi, 19 sori, 20 dægur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 svíns, 4 sprek, 7 molna, 8 ólgan, 9 pál, 11 amma, 13 unna, 14 sökin, 15 hark, 17 afla, 20 ána, 22 tómur, 23 falda, 24 lærir, 25 alinn. Lóðrétt: 1 summa, 2 íslam, 3 skap, 4 stól, 5 Regin, 6 kunna, 10 álkan, 12 ask, 13 una, 15 hótel, 16 rúmur, 18 fálki, 19 arann, 20 árar, 21 afla. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.