Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 29
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 29
Eftirsóttar lóðir | Á fundi bygginga- og
skipulagsnefndar síðastliðinn þriðjudag var
dregið um það hverjir fengju þær 60 lóðir
sem úthlutað var í Suðurbyggð. Um 400
gildar umsóknir lágu fyrir en eitt af skil-
yrðum er að umsækjendur séu skuldlausir
við bæjarsjóð. Annað skilyrði er að þeir
sem nú þegar eru með lóðir en ekki byrjaðir
framkvæmdir teljast óhæfir. Drátturinn
tók einn og hálfan klukkutíma og var sýslu-
maðurinn á Selfossi viðstaddur dráttinn.
Niðurstaða úr drættinum verður gerð
kunnug á næsta fundi nefndarinnar 13. apr-
íl.
Akureyringar í heimsókn | Hópur nem-
enda og kennara byggingagreina frá Verk-
menntaskólanum á Akureyri kom nýlega í
heimsókn í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Heimsókn þessi hefur verið árlegur við-
burður og hefur Árni Erlingsson, kennari
við skólann, annast móttöku og leiðsögn
hópsins um skólann og héraðið. Hópurinn
sem kom að norðan skoðaði skólann fyrir
hádegi og fór síðan eftir hádegi í heimsókn í
verksmiðju Límtrés á Flúðum og skoðaði
Yleiningar í Biskupstungum. Almenn
ánægja var með ferðina og móttökurnar
hvar sem komið var.
Hægt að vinna fyrir sér | Nemendur
FSu í sjónlist og myndlist fengu góða heim-
sókn 24. mars. Móeiður Helgadóttir kom og
sagði frá starfi sínu eftir listnám í MHÍ og
LHÍ. Á vef Fjölbrautaskólans segir: „Hún
fékk áhuga á sviðshönnun í gegnum vinnu
með leiklistarskólanum og hefur unnið með
sviðsmyndir ásamt félögum sínum við ýmis
tilraunaleikhús í Þjóðleikhúsinu og við upp-
setningu á sögusýningunni í Perlunni. Nú
starfar hún í Latabæjarverkefninu. Það
kom fram í máli Móeiðar að það sé sko
hægt að vinna fyrir sér eftir listnám.“
Ferð til Frakklands | 24 nemendur og
þrír kennarar úr Fjölbrautaskóla Suður-
lands lögðu upp í ferð til Frakklands 26.
mars. Undirbúningur fyrir ferðina hefur
staðið lengi og er hópurinn nú að uppskera
eftir vinnuna sem á undan er gengin. Þessi
hópur tók á móti nemendum og kennurum
frá Frakklandi á síðustu önn og eru þau því
að endurgjalda heimsóknina. Ferðin er
skipulögð þannig að dvalið verður hjá gest-
gjöfunum sem eru nemendur og kennarar
frá St. Nazaire á Bretagneskaga.
Heimsókn til Noregs | Níu nemendur af
íþróttabraut og tveir kennarar fóru í heim-
sókn til Noregs í lok mars. Með ferð þessari
er verið að endurgjalda heimsókn nemenda
og kennara frá Strinda videregående skole
sem komu í heimsókn á síðustu önn. Ferðin
gekk vel og voru móttökur Norðmanna
mjög góðar.
Fjölskyldumiðstöð | Bæjarstjórn Ár-
borgar hefur ráðið Ragnheiði Thorlacius
hrl. í stöðu framkvæmdastjóra Fjölskyldu-
miðstöðvar Árborgar. Gert er ráð fyrir að
hún taki við starfinu 1. maí. 19 umsækj-
endur voru um stöðuna.
Bæjarmál
í Árborg
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Fjölbrautaskóli Suðurlands.
Þorlákshöfn | Nú stendur yfir í forsal Þorláks-
kirkju í Þorlákshöfn sýning listakonunnar
Æju og mun hún verða opin fram yfir páska-
helgina. Sýningin, sem Æja nefnir „Bikar lífs-
ins“, skiptist í þrennt eins og segir í sýning-
arskrá, en tengist og hverfist um tákn
páskahelgarinnar. Það var sóknarnefnd Þor-
lákskirkju sem hafði samband við Æju fyrr í
vetur og fór þess á leit við hana að hún héldi
sýningu á list sinni í forsal kirkjunnar nú um
páskana.
Margir þekkja til verka Æju. Hún hefur um
alllangt skeið verið vinsæll listamaður þegar
kemur að því að velja tækifærisgjafir, hún
bæði málar og vinnur í leir. Færri þekkja hins
vegar til trúarlegra verka eftir hana, en alt-
aristafla Fitjakirkju í Skorradal er t.d. eftir
hana. Verk Æju í Þorlákskirkju eru sér-
staklega unnin fyrir þessa sýningu og með
myndmál kirkjunnar í huga, auk þess sem þau
eru hugsuð sérstaklega í það rými sem þau
eru sýnd í.
Páskar eru mestir kristinna hátíða og hún
var aðalskírnarhátíð í frumkirkjunni. Á sýn-
ingunni er stór hringlaga bikar tákn skírn-
arfontsins, en fontur merkir lind og hring-
urinn er eilífðartákn. Í fontinum eru myndir
Guðmundar góða, Jóns helga og Þorláks
helga, sem Þorlákskirkja er kennd við. Vatnið
sem leikur um fætur hinna helgu manna
minnir á skírnarvatnið sem táknar bæði
hreinsun og nýtt líf í ljósi Krists, sem sólin
táknar.
Á forsíðu Sýningarskrár standa þessi orð
og mynda um leið bikarformið: fögnuður,
hlýja, líf, vor, von gjöf, himinn.
Páskasýning í forsal
Þorlákskirkju
Morgunblaðið/Jón H.
Á sýningunni er m.a. skírnarfontur.
Þorlákshöfn | Þegar fréttaritari Morgunblaðs-
ins leit inn í félagsmiðstöðina Svítuna í Þorláks-
höfn á dögunum var heldur betur handagangur
í öskjunni, um þrjátíu krakkar á aldrinum 13 til
15 ára voru á fullu að æfa frumsamið leikrit sem
fyrirhugað er að frumflytja helgina 24. apríl.
Sá sem hefur tekið að sér að segja krökk-
unum til heitir Declan O’Driscoll og er 29 ára,
frá Montreal í Kanada. Hann er að ljúka námi
sínu, BA-gráðu í leikhúsfræðum, leikstjórn og
leikritun.
– Hvers vegna er Declan á Íslandi? Ég hef al-
veg frá því ég var ungur drengur haldið mikið
upp á goð og gyðjur í íslenskra goðafræða.
Fyrsta hlutverkið sem ég lék í leikhúsi (í 4.
bekk) var um bragðarefinn Loka Laufeyjarson.
Fyrsta leikritið sem ég skrifaði hét „Í skugga
Yggdrasils“, það er byggt á dauða Baldurs úr
Eddu.
Ég kom til Íslands sem skiptinemi í sept-
ember og er að læra íslenskar þjóðsögur, goða-
fræði og menningu við Háskóla Íslands.
– Hvers vegna Svítan í Þorlákshöfn?
„Fyrir 10 árum hitti ég íslenska konu í For-
est Row í Englandi, hún heitir Jóna Hilm-
arsdóttir og er frá Eyrarbakka, við vorum bæði
að hefja nám í kennslufræðum Waldorf í Emer-
son Collage. Í Reykjavík þekkti vinur vinar
míns Jónu og kom mér í samband við hana.
Jóna er að vinna við félagsmiðstöðina Svítuna í
Þorlákshöfn og þegar hún frétti hvað ég hafði
lært og við hvað ég var að fást nefndi hún hvort
ég væri til í stjórna leiklist með unglingahóp í
Svítunni.“
Leikritið okkar verður til
„Yfir 30 krakkar skráðu sig sjálfviljugir í
vinnuhóp til leikhúsvinnu. Þau voru mjög
áhugasöm alveg frá upphafi og áhuginn hefur
haldist. Mér til mikillar furðu hefur nánast ekki
neitt brottfall verið í hópnum.
Fyrstu tímunum eyddum við í leikhúsleiki til
að hópurinn kynntist. Síðan hófst vinnan við
leikritið. Krakkarnir skiptu sér tilviljanakennt í
sex manna hópa og átti hver hópur að skila
beinagrind að leikriti. Eftir 15 mínútur komu
hóparnir saman og átti hver hópur að sýna sína
hugmynd með manngerðri beinagrind eða
skúlptúr sem þau bjuggu til. Þegar allir höfðu
sýnt sína mynd voru greidd atkvæði um það
hvaða hugmynd væri best og yrði fyrir valinu. Í
ljós kom að lokum, þó mjótt væri á mununum,
að hugmynd sem nefndist „Humar-martröð“
varð fyrir valinu.
Nú var hafist handa við að semja leikritið.
Grindin af „Humar-martröð“ sýnir ungan
mann, Eyva, sem vinnur í humarverksmiðju
þar sem yfirmaður hans pyntar hann. Ákveðinn
hópur tók að sér að skrifa verkið og stjórnaði
Rúnar Friðriksson þeirri vinnu – ég var mjög
hrifinn af áhuga hans og öllum hópnum sem
vann með honum. Þau luku við frábært hand-
ritið á vikutíma. Nú erum við búin að æfa á
fjórðu viku og til stendur að frumsýna 24. apríl.
Við erum öll mjög spennt. Þetta er saga
skrifuð af börnum í Þorlákshöfn, hún er byggð
á heimi sem þau búa í og kemur úr þeirra eigin
hugarheimi. Krakkarnir ráða. Ég er bara til að
leiðbeina þeim, benda þeim á réttar leiðir, leiðir
sem þau vilja fara. Þessir krakkar koma saman
sem hópur, sem lið, af fúsum og frjálsum vilja,
og setja saman mjög sniðugt leikhúsverk. Leik-
ararnir voru valdir þannig að lýst var eftir sjálf-
boðaliða í hvert hlutverk og það sniðuga gerðist
að aðeins einn bauð sig fram í hvert hlutverk.
Aðalhlutverkið er leikið af Örvari Snæ Þrast-
arsyni og var hann einn um að bjóða sig fram í
það hlutverk og þannig fundum við stjörnuna
okkar,“ sagði Declan af sinni hógværð.
Gunnar Torfi Guðmundsson, nemandi í 10.
bekk, hefur tekið virkan þátt í tilbúningi verks-
ins, svo og leikstjórn, enda ber hann titilinn að-
stoðarleikstjóri. Gunnar sagði að síðan Declan
kom um áramótin hefði starfið í félagsmiðstöð-
inni breyst mikið, krakkar sem áður voru óvirk
í starfi eru farin að láta til sín taka og eru ófeim-
in að láta í sér heyra.
Við höfum stundað alls konar æfingar til að
losna við feimnina. Vinna við leikritið sjálft hef-
ur staðið yfir í einn og hálfan mánuð og gengið
mjög vel. Við munum taka tæknina í okkar
þjónustu og hlutir verða teknir upp á mynd-
band og sýnt með skjávarpa þegar að sýningu
kemur. Starfið er mjög fjölbreytt og er hljóm-
sveit að æfa og mun hún koma fram í sýning-
unni,“ segir Gunnar.
Unnið með fanga í fangelsinu
á Litla-Hrauni
Declan er einnig að vinna með sambærilegt
verkefni með föngum á Litla-Hrauni. Hann
sagði að það hefði verið í desember 2003 sem
hann óskaði eftir því við Fangelsismálastofnun
að hann fengi að vera með leikhúsverkstæði
með föngunum á Litla-Hrauni. Þeir tóku mjög
jákvætt í hugmyndina þar sem þeir höfðu góða
reynslu af nýhöfnu kórstarfi í fangelsinu.
Declan fór á Litla-Hraun og ræddi við stjórn-
endur þar og voru þeir mjög jákvæðir. Marious
Peersen, sálfræðingur þar, tók að sér að vera
ráðgjafi verkefnisins. „Í febrúar fórum við að
Litla-Hrauni til að athuga hvort áhugi væri fyr-
ir hendi hjá föngunum. Átta fangar sýndu verk-
efninu áhuga. Vinna hófst 1. mars og höfum við
ákveðið að vinna verk sem byggir á goðafræði
Eddu. Sagan sem við völdum var Ottŕs Ranson,
sem er saga af hvernig drekinn Fáfnir kemst
yfir gullið sem síðar kemur fyrir í Völsunga
sögu, Sigurður Fáfnisbani. Vinnan með föng-
unum hefur gengið vel og er gefandi, vonandi
hefur hún einnig góð áhrif á þá,“ sagði Declan.
Leikritið „Humar-martröð“
sett upp í Svítunni
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Leikritið þeirra: Fjölmennur og líflegur hópur í félagsmiðstöðinni Svítunni í Þorlákshöfn semur
og setur upp leikrit, með aðstoð skiptinema frá Kanada, Declan O’Driscoll. Ragnar M. Sigurðs-
son, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, hefur komið sér vel fyrir framan við hópinn.
Aðstoða unglingana: Jóna Hilmarsdóttir,
starfsmaður Svítunnar, og Declan O’Driscoll
en hann aðstoðar unglingana í leiklist.
Ungur Kanadamaður
vinnur með krökkum í
Þorlákshöfn og föng-
um á Litla- Hrauni