Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 61 SÍMINN efndi til keppni í smassi sem er stytting á SMS-sendingum. Bæði ungir sem aldnir nota smass- aðferðina eins og kom berlega í ljós þegar Síminn efndi til keppni í smassi. Vinningshafinn sendi inn línuna „Við erum öll Sigfús á lín- unni“. Stefán Árnason, framhalds- skólakennari við Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ, var hlutskarpastur í smasskeppni Símans. Vinningshafi í öðru sæti var Sveinbjörn Logason en hann sendi inn línuna: „Fokið er í skjóli og mér er kalt eða er mér heitt í hamsi á hálum ís vitsmunalegrar vitleysu…einn,“ Keppandi í þriðja sæti var Guðrún Sigurjónsdóttir og hennar lína var: „Mér líður eis og tómri flugu í aspassúpu. Mig klæjar í skósvertuna.“ Þetta ljóð samdi Guðrún þegar hún var 14 ára. Vinningshafarnir hlutu allir GSM–síma frá Símanum í verð- laun, segir í fréttatilkynningu. Stefán Árnason vinningshafi og Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Vinningshafi í smasskeppni Símans VEGNA fréttar í DV sem birtist 2. apríl undir fyrirsögninni „Vandræða- leg vanskil. Fríkirkjan rukkar pípu- lagningamann“ vill Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson framkvæmdastjóri Frí- kirkjusafnaðarins í Reykjavík taka eft- irfarandi fram: „Það er rétt í frétt DV af þessu máli að áminning var send greiðendum styrktarframlaga, en fyrir mistök, sem eru hörmuð. Framsetning fréttarinnar er þó til þess fallin að kasta rýrð á Frí- kirkjusöfnuðinn. DV sá ekki ástæðu til að leita til Fríkirkjunnar eftir skýring- um, heldur tók þann kost að birta frétt- ina svo sem raun ber vitni. Því er brýn nauðsyn að Fríkirkjan skýri þetta mál. Fríkirkjan er að gefa út hátíðarrit í tilefni aldarafmælis Fríkirkjunnar um þessar mundir. Styrktarlínum og aug- lýsingum er safnað í blaðið til að standa undir útgáfunni í þetta sinn sem endra nær þegar gefin eru út safnaðarblöð. Verktaki er ráðinn til að safna þess- um auglýsingum og styrktarlínum. Þegar vilyrði er fengið hjá fyrirtæki eða einstaklingi til að styrkja blaðið er sendur út gíróseðill. Það er fyrst og fremst til að auðvelda þeim sem gefið hefur, að greiða framlagið. Landsbankinn annast útsendingu gíróseðlanna, en til eru mismunandi kerfi til innheimtu gíróseðla, eða allt frá því að senda einn gíróseðil og upp í það að annast ítrekanir og frekari inn- heimtuaðgerðir. Við útsendingu þess- ara umræddu gíróseðla urðu þau mis- tök að þeir voru skráðir í röngu kerfi. Það átti bara að senda út einn gíróseðil og síðan ekki söguna meir. Það er enginn á vanskilaskrá, né í vanskilum við Fríkirkjuna í Reykjavík vegna styrktarframlaga. Það að ítrek- un barst nokkrum þeim sem heitið höfðu að styrkja þetta málefni voru al- varleg mistök, sem Fríkirkjusöfnuður- inn harmar og biðst afsökunar á.“ Fríkirkjan harmar mistök AÐ GEFNU tilefni vill Trygg- ingastofnun ríkisins árétta að tannlæknum er í sjálfsvald sett hvort þeir innheimta endur- greiðslur sjálfir hjá TR eða láta viðskiptavini sína um það. Margir tannlæknar veita þá þjónustu að innheimta endur- greiðsluhluta viðskiptavina hjá Tryggingastofnun og spara þeim sporin. Slík þjónusta spar- ar fólki bæði fjárútlát og um- stang sem fylgir því að greiða reikning tannlæknis að fullu og fara síðan með reikninginn ann- að til að fá endurgreiðslu. Ráða hvern- ig endur- greiðslu er háttað HÓPUR af krökkum áþriðja ári í Versló á hag- fræðibraut hafa gefið út blað um framhaldsskólana á höfuðborgarsvæðinu sem er ætlað öllum tíundubekk- ingum á svæðinu. Blaðið nefnist 88 sem vísar til þess árgangs sem fær þetta blað. Blaðinu var dreift í alla grunnskólanna á höfuðborgarsvæð- inu 2. apríl sl. sem var síðasti kennsludagur fyrir páska. Í blaðinu er m.a. umfjöllun um framhaldskóla og inniheldur umfjöll- un hvers skóla m.a. viðtöl við tvo nemendur skólans, annan á fyrsta ári og hinn á síðasta. Þeir eru spurðir ýmissa spurninga svo sem hvers vegna þau völdu skólann, hvað mætti betur fara, sérkenni skólans, það sem stendur uppúr o.fl. Einnig inniheldur umfjöllunin stutta grein um skólann, skipurit, myndir af félagslífi og nokkra punkta um aðstöðu og félagslíf skólans. Blaðið er prentað í Ísafold- arprentsmiðjunni og verður dreift í 3.000 eintökum og er algjörlega á vegum hópsins sem gef- ur það út en hann tengist ekkert Verzlunarskólanum. Markmið með blaðinu er að auð- velda tíundubekkingum að taka ákvörðun um hvar þau muni eyða næstu árum enda eru þetta bestu ár ævinnar að margra mati og grunnur að framtíðínni, segir í fréttatilkynn- ingu. Nýtt blað fyrir grunnskólanema ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 24 05 2 03 /2 00 4 Nokia 3200 Myndavélasími Stærð myndar 352 x 288 punktar Litaskjár 4.000 litir Minni 1 MB Verð 19.900 kr. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004. Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Risapáskaegg fylgir! M yndskilab oð Frí tt að senda Ökukennsla - Akstursmat. Kenni á Ford Mondeo. Aðstoð við end- urnýjun ökuréttinda. Fagmennska í fyrirrúmi. www.sveinningi.com - Sveinn Ingi Lýðsson ökukennari, KHÍ, s. 892 2860 og 586 1342. Akstursmat vegna tveggja ára endurnýjunar og aðstoð vegna endurnýjunar ökuréttinda. Kenni á Benz 220 C. Vagn Gunnarsson s. 894 5200 og 565 2877. Óska eftir tjaldvagni. Óska eftir vel með förnum tjaldvagni. Verð- hugmynd ca 200-300 þús. Áhugasamir sendi tölvupóst á steinn@lerkias.is. 2 hjól til sölu, 250 Yammi og 600 Radian. Topphjól sem hafa átt heima í bílskúr á veturna og göt- unni á sumrin. 250 þúsund fyrir Yammann og 300 þúsund fyrir Radianinn. Ekkert prútt. S. 847 1900 - eie@mi.is. Yamaha Viper '02. 150 HP, start og bakkg. Pípur. Ek. 2.800 km, ryðfrí br/grind, extra kælir, 30 mm belti og fl. Páskatilboð 600 þús. Sími 892 8788. Til sölu vélsleðakerra fyrir tvo sleða með botnmáli 250x340, smíðaár 2000. Upplýsingar í síma 897 1188. Toyota Double cab árg. '95. 2,4 dísel, túrbó, intercooler, aukatank- ur, cd, cb, VHF talstöð, GPS, 38" dekk, ný kúpl., legur, 5/29 hlutf. o.fl. Ek. 160 þús. km. Góður og vel með farinn bíll. V. kr. 1.360 þús. Skipti mögul. á dýrari jeppa. Upplýsingar í síma 840 0470. Vöru og fisk flutningar Getum bætt við verkefnum í þungafl. Hvert á land sem er, stakar ferðir/föst viðskipti, góð tilboð. Frjálsa flutningafélagið s. 894 9690. Tunnuvagn. Nýr Eurotrailer til af- hendingar 15. maí. Th. Adolfsson ehf., s. 898 3612. Nýtt! Flatvagnar frá Kanada. Erum að láta smíða sérútbúna flatvagna í Kanada. 3ja öxla fyrir 49 tonna lest, 13,4 mx2,54 m, 2 lyftihásingar, 6 raðir af gámalás- um, harðviðardekk, áfastur strekkjarabúnaður + fl. o.fl. Th. Adolfsson ehf., s. 898 3612. ATH! Næsta sending af Eurotrail- er gleiðöxla tunnuvögnum vænt- anleg 10. maí. Til sölu Volvo Station 740 árg. 1987 til niðurrifs. Upplýsingar í síma 567 2710. Scania, Volvo eigendur! Varahlutir á lager. Upplýsingar, www.islandia.is/scania G.T. Óskarsson, Vesturvör 23, Sími 554 6000. Jeppapartasala Þórðar, Tangar- höfða 2, sími 587 5058. Sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru. Nýrifnir: Patrol '95, Impreza '97, Pajero V6 '92, Patrol '92, Legasy '92, og Vitara '91-'97 Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.