Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 65
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 65
STJÓRN Verkalýðsfélagsins Hlífar
hefur sent frá sér ályktun þar sem
núverandi stjórnarflokkar eru
minntir á að ennþá hafa þeir ekki
efnt kosningaloforð sín um skatta-
lækkanir sem þeir gáfu þjóðinni fyr-
ir síðustu alþingiskosningar.
Stjórnin leggur áherslu á að brýn-
ast sé að létta skattbyrði hjá fólki
sem er með lág- eða miðlungslaun.
„Þar sem hækkun skattleysis-
marka kemur þessu fólki betur en
lækkun á skattprósentum tekju-
skattsins, skorar fundurinn á stjórn-
arflokkana að hækka núverandi
skattleysismörk verulega, helst það
mikið að lágmarkslaun á almennum
vinnumarkaði verði undir skattleys-
ismörkum.“
Minna á
kosninga-
loforðin
ÚRSLITAKEPPNINNI í 3.
Landskeppninni í efnafræði lauk
nýlega. Sigurvegari var Höskuldur
Pétur Halldórsson frá Mennta-
skólanum í Reykjavík, í 2. sæti var
Jakob Tómas Bullerjahn, Mennta-
skólanum við Hamrahlíð, í 3. sæti
var Tomasz Halldór Pajdak,
Menntaskólanum í Reykjavík, í 4.
sæti var Lilja Rut Arnardóttir,
Menntaskólanum á Akureyri, og í
5. sæti Ómar Sigurvin Gunnarsson,
Menntaskólanum í Reykjavík.
Landskeppnin hófst með al-
mennri landskeppni sem fór fram 5.
nóvember 2003 í framhaldsskólum
keppenda. Um 120 nemendur frá 10
framhaldsskólum tóku þátt, en
efstu 43 keppendunum bauðst að
halda áfram í úrslitakeppnina. Úr-
slitakeppnin fór fram á vormisseri
2004 og skiptist hún í fræðilegan
hluta og verklegan hluta. Fræðilegi
hlutinn fór fram 21. febrúar síðast-
liðinn og mættu 28 nemendur til
keppni frá 7 framhaldsskólum. 13
efstu keppendurnir fengu síðan að
halda áfram í verklega hlutann sem
fór fram í Háskóla Íslands 7. mars.
Lokaröð keppenda réðst af sam-
anlögðum árangri í fræðilega (60%)
og verklega (40%) hluta úrslita-
keppninnar.
Fjórir keppendur hafa verið
valdir í ólympíulið Íslands sem tek-
ur þátt í 36. Ólympíukeppninni í
efnafræði sem verður í Kiel í
Þýskalandi, dagana 18.–26. júlí.
Þeir eru: Jakob Tómas Bullerjahn,
Tomasz Halldór Pajdak, Lilja Rut
Arnardóttir og Ómar Sigurvin
Gunnarsson. Ólympíuliðið verður
þjálfað í tvær vikur við Háskóla Ís-
lands fyrir keppnina í Þýskalandi.
Höskuldur Pétur Halldórsson tekur
þátt í Ólympíuleikunum í stærð-
fræði sem verða í Grikklandi í sum-
ar.
Höskuldur
sigraði í
landskeppni
í efnafræði
Höskuldur Pétur Halldórsson frá Menntaskólanum í Reykjavík vinnur að
tilraun í verklega hluta keppninnar.
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir
eftir vitnum að árekstri í Lækj-
argötu við hús nr. 6b, 1. apríl um
kl. 16.30. Grárri Toyota Corolla
bifreið var ekið suður Lækjar-
götu. Á sama tíma var brúnleitri
fólksbifreið ekið út af bifreiða-
stæði við hús nr. 6b með þeim af-
leiðingum að árekstur varð. Öku-
maður brúnu bifreiðarinnar ók
hins vegar á brott þegar óskað var
eftir lögreglu á staðinn og er ekki
vitað um deili á honum eða númer
bifreiðarinnar. Því er hann eða
aðrir sem geta gefið frekari upp-
lýsingar beðnir að snúa sér til um-
ferðardeildar lögreglunnar í
Reykjavík.
Lýst eftir vitnum
Ragnarök séð frá ýmsum hlið-
um Bjarki Már Karlsson flytur
fyrirlesturinn Ragnarök séð frá
ýmsum hliðum í dag, laugardag-
inn 3. apríl kl 14, í félagsheimili
Ásatrúarfélagsins, Grandagarði 8,
3. hæð.
Brekkusöngur á sýningu Árna
Johnsen í Vetrargarðinum Sýn-
ing Árna Johnsen Grjótið í
Grundarfirði verður opnuð í Vetr-
argarðinum kl.13.30 í dag, laug-
ardaginn 3. apríl og er gestum og
gangandi á höfuðborgarsvæðinu
boðið við opnunina og á sýn-
inguna. Ungu fólki er sérstaklega
boðið á sýninguna.
Sýningu Árna, sem telur nær 40
verk, lauk í Duushúsum í Reykja-
nesbæ fyrir skömu. Sýningin
verður fyrst um sinn í Vetr-
argarðinum,en verður síðan flutt
í göngugötur inni í Smáralindinni.
Á sunnudagskvöld kl.20.30 hefst
kvöldvaka í Vetrargarðinum með
brekkusöng, sögum, hljóðfæraleik
o.fl. Allt söngfólk, á öllum aldri,
er boðið velkomið í Brekkusöng-
inn í 400 manna stúku Vetr-
argarðsins.
Þeir sem koma fram á kvöldvök-
unni auk Árna Johnsen, eru
Grettir Björnsson harmonikku-
leikari, Jóhanna Ósk Valsdóttir
söngkona, söngsveitin Sex í Sveit
frá Grundarfirði, Ingi Hans Jóns-
son sögumaður frá Grundarfirði,
Rúnar Júlíusson söngvari og
hljóðfæraleikari.
Í DAG
Göngudagar Göngugarpa ÍT
ferða í apríl Á morgun, sunnu-
daginn 4. apríl verður gengið á
Helgafell sunnan Hafnarfjarðar.
Árs afmæli Göngugarpanna. Farið
verður í kaffi á Súfistann við
Strandgötu í Hafnarfirði í tilefni
afmælisins. Mæting við Hafn-
arfjarðarkirkjugarð kl. 11.
Sunnudaginn 11. apríl, páskadag
verður gengið á Keili. Mæting kl.
10 við Hafnarfjarðarkirkjugarð.
18. apríl verður genginn hringur
um Bessastaðatjörn og nágrenni,
um það bil 2ja tíma ganga. Mæt-
ing kl. 10 við Bessastaðakirkju. 25.
apríl: Gengið á Úlfarsfellið innað
Skyggni og til baka. Mæting kl. 10
við Vetnisstöðina (Shell/Skalli) við
Vesturlandsveg. Frekari upplýs-
ingar á heimasíðu ÍT ferða
www.itferdir.is og á skrifstofunni í
Laugardalnum.
Á MORGUN
FRÁ og með 1. apríl verða breyt-
ingar á reglum um umfang, skil og
gjaldtöku á úrgangi hjá Sorpu.
Framvegis verður ódýrara fyrir
fjölda fyrirtækja að skila úrgangi í
móttökustöðina í Gufunesi en á end-
urvinnslustöðvar. Einnig hefur verið
sett á hámarksumfang farmstærða á
endurvinnslustöðvarnar. Hámarkið
er 2 m3 í staðinn fyrir 4 m3 áður. Í
Gufunesi er aftur á móti farið eftir
vigt en ekki rúmmáli og framvegis
verður ekki tekið neitt lágmarks-
gjald. Þannig getur fjöldi fyrirtækja
náð umtalsverðri lækkun á kostnaði
vegna eyðingar- og endurvinnslu-
gjalda. Sparnaðurinn við að fara í
Gufunes er t.d. fyrir blandaðan úr-
gang 576 kr. á m3 en fyrir trjágreinar
1.424 kr. á m3.
Jafnhliða þessum breytingum
verður gjaldskráin einnig gerð ein-
faldari. Á endurvinnslustöðvunum er
nú aðeins einn gjaldflokkur en áður
voru mismundandi gjaldflokkar eftir
tegund úrgangs. Þessi gjaldflokkur
gildir jafnt fyrir einstaklinga sem og
fyrirtæki.
Ekki er greitt fyrir losun á úr-
gangi sem fellur undir daglegan
rekstur heimilanna. Almenningur
greiðir einungis fyrir úrgang sem
myndast við byggingu eða breytingu
húsnæðis eða við bílaviðgerðir, hús-
dýrahald og lager eða fyrningar við
húsakaup, segir í frétt frá Sorpu.
Ný gjaldskrá og reglur hjá Sorpu
VÍMULAUS æska, foreldrasamtök,
skora á borgarfulltrúa í Reykjavík að
veita Sportbitanum í Egilshöll í Graf-
arvogi ekki vínveitingaleyfi.
„Við hjá Vímulausri æsku – For-
eldrahúsi höfum í tæp tuttugu ár unn-
ið með börnum, unglingum og for-
eldrum þeirra og barist á móti
unglingadrykkju og nokkrum sinnum
verið með stórátak í þeim efnum. Ár-
lega fara hér í gegn hundruð unglinga
og við vitum nákvæmlega hvar skór-
inn kreppir. Að veita vínveitingaleyfi í
íþróttamiðstöð þar sem mikið af börn-
um og ungu fólki er alla daga ársins,
það er stórslys ef af verður. Íþróttir
og áfengi eiga ekki saman.“
Vímulaus
æska mót-
mælir vín-
veitingum
í Egilshöll
♦♦♦