Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 11
TILLÖGUR nefndar um stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs gera m.a. ráð
fyrir að stjórn einstakra svæða
verði í höndum ráðgjafanefnda til-
nefndum af sveitarstjórnum og að
ákveðnum svæðum Vatnajökuls
verði lokað fyrir vélknúinni umferð.
Árni Bragason, forstöðumaður
náttúruverndarsviðs Umhverfis-
stofnunar, hélt erindi um Vatnajök-
ulsþjóðgarð á fundi Ferðamálasam-
taka Austurlands á Seyðisfirði í
vikunni. Árni skýrði frá að skýrslu
hefði verið skilað til umhverfisráð-
herra Sivjar Friðleifsdóttur, sem
muni líklega kynna hana á næst-
unni.
Í skýrslunni var nefndinni ætlað
að setja fram tillögur að mörkum
fyrsta áfanga þjóðgarðsins, starfs-
stöðvum, brýnustu verkefnum og
reglugerð fyrir þjóðgarðinn. Segir í
henni að markmið með stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs sé að vernda
hina stórbrotnu náttúru stærsta
jökuls Evrópu og jaðarsvæða hans.
Með þjóðgarðsstofnun verður unnið
að bættu skipulagi á móttöku gesta
en jafnframt að öryggis þeirra verði
gætt. Lögð verði áhersla á fræðandi
upplýsingar til gesta um náttúru
svæðisins, eðli jökla, eldvirkni undir
jökli og áhrif náttúrunnar á mannlíf
og sögu byggðar.
Tíu starfsmenn ráðnir
í fyrsta áfanga
Tillögur skýrslunnar ganga m.a.
út á að í fyrsta áfanga verði tíu
starfsmenn ráðnir. Væri í þeirra
verkahring að skipuleggja svæðin,
taka á móti gestum og að veita upp-
lýsingar. Opnaðar yrðu nýjar upp-
lýsingamiðstöðvar eða gestastofur á
Kirkjubæjarklaustri,
Höfn, Fljótsdalshér-
aði, í Mývatnssveit og
Ásahreppi eða Rang-
árþingi.
Þá er gert ráð fyrir
að sumarstarfsemi
verði við Svínafells-
jökul, Jökulsárlón,
Smyrlabjörg eða
Skálafellsjökul, á
Mýrum, í Lónsöræf-
um, við Snæfell, Brú-
arjökul, í Kverkfjöll-
um, Hvannalindum,
Herðubreiðarlindum,
Öskju, við vestanverð-
an Vatnajökul og við
Laka. Á nokkrum þessara staða er
þegar sumarstarfsemi.
Stjórnun einstakra svæða í
höndum sveitarfélaga
„Vatnajökull, þ.e. jökulhvelið, er
vissulega aðdráttarafl fyrir ýmsa,
en við erum þó fyrst og fremst að
sækjast eftir jaðarsvæðunum,“
sagði Árni Bragason í kynningu
sinni.
„Þau mörk sem dregin eru í
fyrsta áfanganum eru jökulhettan
með jökulskerjum eins og staða jök-
ulsins var 1. júlí 1998, þ.e.a.s. þegar
lög um þjóðlendur tóku gildi. Það er
einfaldast að nota þau mörk, því
þegar óbyggðanefnd verður búin að
úrskurða og dómstólar hafa lokið
við að fjalla um ágreiningsefni verða
til mjög greinargóðar upplýsingar
um þessi mörk.“
Árni segir mikið hafa verið rætt
um stjórn þjóðgarðsins. „Þegar um
er að ræða jafnstórt svæði og þarna
er gerð tillaga um, sem gæti í næstu
áföngum náð yfir 12–
14% af landinu, er eðli-
legt að menn gaumgæfi
hvernig eigi að stjórna
því. Tillögur gera ráð
fyrir að byrjað verði
með óbreytt lög í fyrsta
áfanga. Dagleg stjórn
verði eins og nú er á
þessum svæðum, í
höndum sveitarstjórna
og/eða Umhverfisstofn-
unar. Starfræktar verði
þriggja manna, stað-
bundnar ráðgjafar-
nefndir fyrir hvern
heilsárs starfsstað og
svo yfirnefnd, sem
verði skipuð einum aðila frá hverri
staðbundinni nefnd, aðila frá ferða-
málasamtökum, vísindasamfélaginu,
frjálsum félagasamtökum og frá Al-
þingi. Formaður væri skipaður af
ráðherra.“
Árni segir að tillögur séu um að
fara í lagabreytingar fyrir árið 2006
og að Vatnajökulsþjóðgarður verði
sjálfstæð stofnun. „Það eru skiptar
skoðanir um þetta og í tillögunum
eru minnihlutaálit varðandi þann
þátt. Þeir sem skila þeim spyrja
hvers vegna Íslendingar ætli að
fara aðra leið en nágrannalöndin,
þ.e. að færa stjórn svæðisins til
sveitarfélaga í stað þess að hafa
hana í höndum ríkisins eins og er
víðast hvar annars staðar.“
Loka á einstökum svæðum
fyrir vélknúnum ökutækjum
Það vekur athygli að tillögur
nefndarinnar gera ráð fyrir að
ákveðnum svæðum Vatnajökuls
verði lokað fyrir umferð ökutækja.
Hvannadalshnjúkur verður þannig
lokaður allt árið fyrir vélaumferð,
Öræfajökull sunnan Snæbreiðar,
Eyjabakkajökull og Skeiðarárjökull
tímabilið 1. apríl til 15. september.
Á þennan hátt á að marka svæðið
fyrir þá grein ferðaþjónustunnar
sem er í hvað örustum vexti; göngu-
ferðir, og skilgreina á leiðir sem
eingöngu verða fyrir göngufólk.
Mismunandi flokkar
friðlýsingar
Nefndin gerir ýmsar tillögur að
vegbótum við jökulinn og tekur m.a.
undir tillögur heimamanna um að
vegur inn Hábungu að Brúarjökli
verði byggður upp sem heilsársveg-
ur, lagt á hann bundið slitlag og
hann bættur þannig að lokist ekki
vegna snjóa og aurbleytu. „Þarna er
um að ræða að gera aðgengilegan
besta staðinn til að fara upp á
Vatnajökul á farartækjum“ segir
Árni.
Verndunarstig innan þjóðgarðs-
ins verða mismunandi eftir landnýt-
ingu og gildi svæða. Árni segir að í
flokkun verndarsvæða Vatnajökuls-
þjóðgarðs verði farið eftir þeim
reglum sem Alþjóðanáttúruvernd-
arsamtökin, IUCN, nota. „Við mun-
um leggja mikla áherslu á að fara
eftir þeim alþjóðareglum sem gilda
og fá vottun frá IUCN. Það er gríð-
arlega mikilvægt fyrir okkur til
lengri framtíðar að vera kröfuhörð
þegar við erum að markaðssetja
þetta stóra svæði.“
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra kom til landsins í gærkvöld
eftir nokkurra daga fjarveru og
mun hugsanlega kynna skýrsluna í
ríkisstjórn nk. þriðjudag.
Nýrri skýrslu um fyrsta áfanga Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið skilað til umhverfisráðherra
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Í framtíðinni gætu mörk Vatnajökulsþjóðgarðs litið svona út. Í fyrsta
áfanga er þó gert ráð fyrir að aðeins jökulhettan með jökulskerjum liggi
innan þjóðgarðsmarka. Gert er ráð fyrir 5 nýjum upplýsingamiðstöðvum.
Fimm nýjar upplýs-
ingamiðstöðvar verði
umhverfis jökulinn
Árni Bragason
HÚSMÓÐIRIN í Garði, Hulda
Reykjalín, segir að mjög óvenju-
legur ef ekki einstakur atburður
hafi átt sér stað í fjárhúsi þeirra
hjóna. Grákolla þeirra hefði eitt-
hvað brugðið á leik í október, með-
an húsbændurnir nutu sólar í
Portúgal og afleiðingin væri nú
komin í ljós, tvær gullfallegar
gimbrar – önnur hvít og hin svört.
Drottning og prinsessa. Hjónin í
Garði, Hulda og Þorlákur Sigurðs-
son, fyrrverandi oddviti, hafa átt
kindur allar götur síðan þau hófu
búskap 1955 en aldrei hefur nein
ær, í þeirra nær hálfrar aldar bú-
skap,borið svo snemma. Þorlákur
sagði að heill mánuður væri í burð
þeirrar næstu. Það er bæði gagn og
gaman að stunda fjárbúskap sagði
hann, ljómandi ánægður með þenn-
an vorboða í mars.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Hjónin Hulda og Þorlákur í Garði með marsvorboðann.
Sauðburðarmet á
heimskautsbaug
Grímsey. Morgunblaðið.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi
Kaupfélag Árnesinga svf. til að
greiða konu sem slasaðist í
verslun félagsins á Hellu í maí
1998 rúmar 3,6 milljónir króna í
skaðabætur. Með dómi sínum
hnekkti Hæstiréttur dómi hér-
aðsdóms Reykjavíkur frá 7. júlí
2003 sem sýknaði kaupfélagið.
Málsatvik voru þau að konan
kom inn í búðina til versla en
rann þegar hún gekk í vatnspoll
á gólfi hjá opinni frystikistu.
Fékk hún hnykk á öxlina og
hlaut 15% varanlega örorku og
20% varanlegan miska. Tíma-
bundið atvinnutjón hennar var
metið 100% í fimm mánuði.
Kaupfélagið var látið bera
hallann af því að hafa ekki aflað
gagna um slysið þrátt fyrir að
hafa haft fullt tilefni til að mati
Hæstaréttar. Þá þótti sannað
að þrátt fyrir viðvaranir starfs-
manns hefði félagið engar við-
eigandi ráðstafanir gert til að
koma í veg fyrir hálkuslys.
Samkvæmt þessu var slysið
rakið til vanrækslu félagsins.
Málið dæmdu Markús Sigur-
björnsson, Gunnlaugur Claes-
sen og Ingibjörg Benedikts-
dóttir. Karl Axelsson hrl. flutti
málið fyrir konuna og Hákon
Árnason hrl. fyrir Kaupfélag
Árnesinga svf.
Dæmt til
greiðslu 3,6
milljóna
vegna
vanrækslu
ENGIN einhlít skýring er á
verðþróun á grænmeti sem Sam-
keppnisstofnun mældi í verðkönn-
un í febrúar síðastliðnum. Má
rekja skýringuna ýmist til er-
lendra verðhækkana eða hækkun-
ar á álagningu á heildsölu- og smá-
sölustigi, að því er fram kemur í
tilkynningu frá Samkeppnisstofn-
un. Telur stofnunin ekki tilefni til
frekari aðgerða, en stofnunin mun
áfram fylgjast með verðþróun á
þessu sviði.
Könnun Samkeppnisstofnunar í
febrúar í ár sýndi að meðalverð á
tilteknum tegundum innlends
grænmetis var talsvert hærra nú
en það var á sama tíma fyrir ári
síðan. Ákvað stofnunin þess vegna
að kanna verðmyndunina betur og
einnig óskaði landbúnaðarráðherra
eftir því. Skoðuð var verðmyndun
á tómötum, grænni og rauðri papr-
iku, jöklasalati og kínakáli hjá
tveimur heildsölufyrirtækjum sem
ná til 90% af markaðnum og skoð-
að innkaups- og útsöluverð hjá ell-
efu smásölukeðjum. Tekið er fram
að gengi evru hækkaði um 3,5% á
þessu tímabili.
Smásöluálagning áður í
sumum tilvikum óvenju lág
„Niðurstöður eru mismunandi
fyrir einstakar tegundir. Hækkun
smásöluverðs á grænum og rauð-
um paprikum frá febrúar 2003 til
febrúar 2004 var um 28-34%. Þessi
hækkun verður fyrst og fremst
rakin til mikillar hækkunar á inn-
kaupsverði erlendis og að hluta til
hækkunar á heildsöluálagningu,
sem var óvenju lág í febrúar 2003.
Smásöluálagning lækkaði hins
vegar, sem dró úr áhrifum verð-
hækkunar á innflutnings- og heild-
sölustigi á endanlegt vöruverð.
Smásöluverð á innfluttum tómöt-
um hækkaði að jafnaði um 14-18%
á milli febrúar 2003 og febrúar
2004, jöklasalat hækkaði um 13-
14% og kínakál um 23-30%. Þessi
hækkun verður þó almennt ekki
nema að litlu leyti rakin til erlends
innkaupsverðs eða verðbreytinga á
heildsölustigi. Þannig varð tiltölu-
lega lítil breyting á innkaupsverði
smásala á tómötum, lækkun varð á
erlendu innkaupsverði og heild-
söluverði á jöklasalati og breyt-
ingar á heildsöluverði kínakáls
gáfu ekki tilefni til svo mikillar
hækkunar smásöluverðs sem raun
varð á. Er því ljóst að í þessum
tegundum varð talsverð hækkun á
smásöluálagningu. Þess ber þó að
geta að í sumum tilvikum var smá-
söluálagning í febrúar 2003
óvenjulega lág eða jafnvel neikvæð
á tómötum og jöklasalati. Niður-
stöður könnunarinnar sýna engu
að síður að smásöluálagning á inn-
fluttum tómötum og kínakáli var
óvenjulega há í sumum verslunum
í febrúar 2004,“ segir í greinar-
gerð Samkeppnisstofnunar.
Engin einhlít
skýring á hækkun
grænmetisverðs