Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 49 BALDUR SKARPHÉÐINSSON ✝ Baldur Skarp-héðinsson fædd- ist í Dagverðarnesi í Skorradal 19. júní 1928. Hann lést að Borgarbraut 65 í Borgarnesi 29. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Skarphéðinn Magn- ússon, f. 27. 1. 1890, d. 19.11. 1981, og Kristín Sigurlaug Kristjánsdóttir, f. 22.1. 1896, d. 30.4. 1983. Baldur ólst upp í Dagverðarnesi og átti þar heima fram á fullorðinsár. Hann stund- aði vinnu hjá Skógrækt ríkisins og á mörgum bæjum í Borgar- firði. Seinustu árin var hann á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför Baldurs verður gerð frá Hvanneyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þjóta vindar, þiðnar snær, þeyr um vanga líður. Óður vorsins ómar skær angurvær og blíður. Öldur rísa út um sæ, árdagsgeislar flóa. Yfir sérhvern bóndabæ, brekkur sund og móa. Skorradals er ljómar sól á skóg og vatnið fríða. Lifnar allt sem áður kól um sumardaga blíða. Aftan sunna á bárur blá breiðir geisla flóðið. Aftan kyrrðin eykur þrá, örar streymir blóðið. (Magnús Skarphéðinsson) Með þessu ljóði sem bróðir okkar, Magnús, orti um dalinn okkar fagra viljum við kveðja þig, kæri bróðir, og þakka þér samfylgdina. Guð blessi þig. Þínar systur Sigríður og Þuríður. ✝ Ásdís Kjartans-dóttir fæddist að Hólslandi í Eyja- hreppi 31. desember 1909. Hún lést 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kjartan Einar Daðason, f. 15. sept. 1876 á Bólstað í Haukadal, og Guð- ríður Guðmundsdótt- ir, f. 14. jan. 1876 í Þorgeirsstaðahlíð í Miðdölum. Ásdís átti níu systkini og var hún sjöunda í röð- inni. Öll eru þau nú látin. Ásdís ólst upp í Dölum, mest með föður sínum á ýmsum bæjum þar sem hann var í vinnu- mennsku, eftir að kona hans lést. Veturinn 1932 var Ásdís í Hús- mæðraskólanum á Blönduósi. Tvo vetur vann hún í Reykjavík, á Kleppsspítala. Í Dalina kom hún svo aftur og hóf búskap með manni sínum Kristjáni Einari Guðmundssyni frá Dunkárbakka, f. 4. okt. 1904, d. 23. nóv. 1997. Þau bjuggu allan sinn bú- skap í Hörðudals- hreppi, fyrst í Selár- dal til ársins 1949, en fluttu þá að Bugðu- stöðum. Börn Ásdís- ar og Kristjáns eru: 1) Erla Guðrún Kristjánsdóttir, bú- sett á Selfossi, gift Halldóri Magnús- syni. Dóttir þeirra er Ásdís Erna, gift Tómasi Gunnars- syni, synir þeirra eru Rúnar Már og Halldór Ari. Sonur Ásdísar og Guðmundar Þórs Hafsteinssonar er Davíð Örn, í sambúð með Sess- elju Sumarrós Sigurðardóttur, sonur þeirra er Alexander Bjarki. 2) Gunnar Breiðfjörð Kristjáns- son, bóndi á Bugðustöðum. 3) Kristín Inga Kristjánsdóttir, bú- sett í Búðardal ásamt sambýlis- manni sínum Magnúsi Jónssyni. Útför Ásdísar fer fram frá Snóksdalskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elskuleg móðursystir mín, Ásdís Kjartansdóttir, hefur nú lagt aftur augun sín í hinsta sinn. Þó ævi hennar hafi verið orðin löng, rúm- lega 94 ár, er maður aldrei tilbúinn til að kveðja. Söknuður og tregi sækir á. Ég á margar góðar minn- ingar um Dísu frænku mína, eins og við kölluðum hana, og eru þær minningar mér mjög dýrmætar. Í samtali okkar í vetur barst talið að minni fyrstu heimsókn í Selárdal, þar sem Dísa og fjölskylda hennar bjuggu áður en hún flutti að Bugðu- stöðum. Ég var 11 ára og mamma mín, Sigríður Kjartansdóttir, ákvað að fara með okkur systkinin sem heima vorum í heimsókn til systur sinnar. Það var heilmikið ferðalag að fara frá Flatey og inn í Dali á þessum árum. Ferðin hófst á sigl- ingu með flóabátnum Konráð upp að Kinnarstöðum þar sem við gist- um. Síðan var ferðast með rútu að stað sem heitir Skógstagl. Þar beið Kristján, eiginmaður Dísu, eftir okkur með hesta en það var síðasta farartækið okkar þar til við kom- umst á leiðarenda. Á hlaðinu í Sel- árdal beið Dísa frænka ásamt Kjartani föður sínum og afa mínum. Einnig tóku á móti okkur Erla, Didda og Gunnar, börn Dísu og Kristjáns, og var okkur fagnað inni- lega. Í samtali okkar Dísu rifjaðist það upp að mamma hafði saumað kjóla á Erlu og Diddu og eflaust hef ég líka fengið nýjan kjól fyrir ferðina. Erla man eftir þessu og ekki vorum við frænkurnar meiri prinsessur en það að við hikuðum ekki við að skella okkur á hestbak og þar að auki ber- bakt. Þegar ég hugsa um þennan tíma er yfir honum mikill ævintýra- ljómi, lítill foss, sól, rigningarúði og regnbogi svo fallegur að ég man ekki annan fegurri. Hjá þeim systrum mömmu og Dísu ríkti líka gleði með þessa heim- sókn. Ég man að þær hlógu og röbb- uðu mikið. Ég hef það á tilfinning- unni að þær hafi notið þessara stunda því það var langt síðan þær höfðu hist. Samskiptin á þessum ár- um voru aðallega í gegnum bréfa- skriftir og eflaust ekki mikill tími til slíks á stórum heimilum. Þegar við bjuggum í Flatey var sannarlega vík milli vina. Eftir að við fluttum úr Flatey í Stykkishólm var ferðalag í Dalina auðveldara en áður. Dísa og fjölskylda hennar fluttust að Bugðustöðum og þangað var gott að koma. Þegar okkur bar að garði var okkur fagnað innilega og á augabragði töfraði Dísa frænka fram veisluborð. Hvernig fór hún Dísa að þessu? Hún átti ekki ísskáp eða frystikistu á þessum tíma. Hún fór upp í stiga, lyfti upp lúgu og kom svo með hverja kökuna á eftir ann- arri. Mjólkina bar hún alltaf fram í könnu en ekki fernu og er það okkur minnisstætt. Í síðustu ferðinni okk- ar Einars til Dísu að Bugðustöðum kom hún með nýbakaðar pönnukök- ur. „Fórstu að baka þetta fyrir okk- ur?“ sagði Einar. Svaraði hún þá að bragði: „Nei, nei, þær eru eldgaml- ar, síðan í fyrra.“ Það var alltaf stutt í grínið og á glettnum svörum stóð ekki. Ég hafði þann sið að leyfa Dísu frænku minni að fylgjast með fólk- inu sínu, afkomendum Sigríðar systur hennar og sýndi hún því mik- inn áhuga. Í síðasta samtali okkar sagði ég henni frá langömmubarni Pálínu systur minnar sem fæddist á afmælsidegi hennar (Dísu) 31. des- ember 2003. Dísu frænku minni þakka ég og fjölskylda mín fyrir liðnar stundir. Innilegar samúðarkveðjur, elsku Erla, Gunnar, Didda og aðrir ást- vinir. Gréta. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Guð geymi þig, elsku amma. Takk fyrir allt. Ömmubörnin þín. Ásdís Kjartansdóttir er látin á 95. aldursári. Dísa eins og hún var köll- uð var ein af þessum sístarfandi sveitakonum sem féll aldrei verk úr hendi. Hún gekk iðulega síðast til hvílu og fór fyrst á fætur. Kristján Guðmundsson maður Dísu lést 1997 en hann var ömmubróðir minn. Ég kom fyrst að Bugðustöðum að ég man, með móður minni Ásu Krist- jánsdóttur fjögurra ára gömul og var ég meira og minna í sveit þar á sumrin frá fimm til tólf ára aldurs. Má segja að Bugðustaðir hafi verið mitt annað heimili. Margt er minnisstætt frá þessum sumrum. Í minningunni var oftast sól og blíða. Dísa átti fallegar ís- lenskar hænur sem hún nostraði við. Eitt sinn hvarf aðal ungahænan og eftir mikla leit fannst hún í blómagarðinum og var búin að koma sér fyrir í miðjum blóma- runna og byrjuð að liggja á. Eftir það bar Dísa mat og vatn til hæn- unnar svo hún gæti ótrauð legið á eggjunum. Alltaf fóru þau hjónin Stjáni og Dísa í fjósið kvölds og morgna og mjólkuðu kýrnar. Dísa var handfljót og mjólkin bunaði í fötuna. Starfi minn var að sækja kýrnar og alltaf vissi Dísa hvert kýrnar höfðu farið. Ég var oft undr- andi á þessu og fannst hún sjá lengra en nef hennar náði. Dísa sannaði svo sannarlega mál- tækið: Margur er knár þótt hann sé smár - lítil, lipur og nett og dökk á brún og brá. Þegar mest lét, var hún með þrjá kartöflugarða og man ég eftir að hafa baksast með hjólbörurnar með henni að taka upp kartöflur. Gestkvæmt var á Bugðustöðum og reiddi Dísa þá fram hlaðborð fyr- ir gestina, þannig að æðimargir kaffibollarnir hafa verið drukknir þar. Símstöð var á Bugðustöðum og þurfti Dísa þá að fara heim í miðjum heyskap til að svara í símann. Þá skokkaði hún léttstíg heim í bæ upp túnið á rósóttum bómullarkjól og í sandölum úr kaupfélaginu. Raf- magnið kom 1967 þegar ég var tíu ára. Fram að því var gamla olíu- eldavélin í fullri notkun og olíulamp- ar notaðir þegar dimma tók á haust- in. Dísa var mjög heimakær og fór sjaldan af bæ. Hún fylgdist þó vel með öllu og vissi nákvæmlega hver var hvurs og hvurs var hvað. Það var alveg aðdáunarvert hvað hún hélt góðri heilsu og mikilvægt fyrir hana að geta verið heima til hinstu stundar. Með þessum orðum vil ég þakka kærlega fyrir dvöl mína á Bugðu- stöðum og það var ómetanlegt fyrir borgarstelpuna að fá að kynnast sveitalífinu og búskaparháttum. Erla, Gunnar, Didda, Ásdís og fjölskyldur, ég sendi ykkur samúð- arkveðjur. Dísa mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði. Dagný Jónsdóttir. Þú ert, litli lækur minn, líkur sem í fyrri daga ennþá sama sönginn þinn syngurðu út í grænum haga. Blómin ungu elska þig eins og fyrr í bernsku minni, spjátrungsleg þau sperra sig og spegla sig í skuggsjá þinni. (Jóh. Sigurjónss.) Þegar ég frétti látið hennar Dísu á Bugðustöðum fannst mér sem þar væri farinn sterkur hlekkur frá æsku minni. Hjónin á Bugðustöðum voru góð- ir vinir foreldra minna og góður kunningsskapur hefur ætíð verið með okkur Drangasystkinum og systkinunum frá Bugðustöðum. Það eru hlýjar minningar sem leita á hugann þegar ég lít til baka til þess er ég kom með föður mínum fyrst að Bugðustöðum. Systkinin á Bugðustöðum eru á svipuðum aldri og við Drangasystkinin og því var kærkomið að hitta þau. Hlýtt og glaðlegt viðmót var alltaf í fyrirrúmi hjá fjölskyldunni á Bugðustöðum. Gestkvæmt var þar á bæ og virt- ist alltaf vera tími til að taka vel á móti gestum þrátt fyrir að alltaf væru vissulega næg verkefni við bú- skapinn. Búið óx og byggð voru ný hús á jörðinni og ræktuð tún. Faðir minn var póstur og fór póstferðir á milli Stykkishólms og Búðardals. Póstafgreiðsla var á Bugðustöðum og var því alltaf kom- ið við þar í póstferðum. Það er erfitt að ímynda sér hvern- ig það var á fyrri árum þegar ár voru óbrúaðar og allt varð að fara á hestum að vetri til þótt hægt væri að komast á bíl yfir sumartímann. Oft var kuldalegt hjá póstinum í vetrarferðum á hestum og þá var gott fyrir menn og hesta að koma að Bugðustöðum. Ég minnist þess að faðir minn talaði um að Dísa hefði þurrkað af honum vettlingana á meðan hann stóð við. Þannig var hún Dísa, hlý og góð og þannig er minningin um hana. Tíminn líður ótrúlega hratt. Við höfum lifað miklar breytingar á vegum og farartækjum. Nú tekur innan við klukkutíma að fara það sem var dagleið á hesti. En eitthvað virðist vanta í sveitirnar því alltaf fækkar fólkinu þar. Systurnar á Bugðustöðum fluttu að heiman og stofnuðu fjölskyldur. Gunnar bjó áfram með foreldrum sínum og síðan með móður sinni að föður sínum látnum. Hann býr nú einn á Bugðustöðum og Drangar eru í eyði. Margs er að minnast frá fyrri tíma, en fleira verður ekki rakið hér en þakkað fyrir liðnar samveru- stundir. Er sólin skein frá himindjúpi háu og héluð blómin kyssti þýtt sem móðir Þá mælti ég ósjálfrátt: hve guð er góður að gefa öllu, bæði háu og lágu, ástríka móður. Móðurhjartað blíða er mynd, er geislabrot af drottni sjálfum. Svo mælti ég og tók með huga hálfum í hönd mér litla sóley undurfríða, er óx hjá vegi, og ég horfði hljóður á hennar fagurgulu blöðin smáu. En heiðalóu hátt í lofti bláu ég heyrði syngja blítt um guð og móður. (Jóh. Sigurjónss.) Elsku Gunnar, Didda og Erla. Með þessum fátæklegu orðum send- um við ykkur og fjölskyldum ykkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Valborg, Jón og Emilía frá Dröngum. Yndisleg ferð í dásamlegu veðri var farin fyrir stuttu að heimsækja Dísu og Gunnar á Bugðustöðum. Dísa var svo hress og eftir góð- gjörðir að venju, fórum við út. Við gengum góðan spöl, fram og til baka, hún sýndi mér hvað allt var orðið fínt og gamla húsið horfið. Mitt fólk kom bara og tók til hend- inni sagði hún hreykin og það er rétt, börnin hennar léttu henni lífið. Dísa naut þess að eiga góða að og þá ekki síst Gunnar sem alltaf var í kallfæri ef svo má segja. Dísa mun hafa átt erfitt á stund- um í æsku og þurfti oft að skipta um heimili. En þá voru nú aðrir tímar en nú. Dísa tók því sem sjálfsögðum hlut og part af uppeldi sínu eins og hún sagði sjálf. Dísa kom sem engill inn í líf okkar á Dunkárbakka, þá ung að árum og ég veit að ég fékk að kúra hjá henni fyrstu næturnar í lífi mínu. Heima kynntist hún manni sínum og þar missti hún líka móður sína. Skin og skúrir skiptust á, en lífið hélt áfram. Þau Ásdís og Kristján hófu búskap í Selárdal og áttu börn- in sín þrjú einmitt þar. Þar var oft gaman að koma og kátt í koti upp til fjalla. Dísa var heimakær og hugs- aði vel um sína og alla sem inn í líf hennar komu, bæði menn og mál- leysingja. Ansi er ég hrædd um að smalahundurinn góði sakni hennar nú líkt og aðrir lifendur. En nú hefur hún Dísa brugðið sér af bæ, svo ekki er hægt að sjá hana. En við sem þekktum hana finnum ljúfan blæ streyma um okkur þegar við minnumst samverustunda með þessari nettu en samt sterku Dala- konu. Dalakonu sem virti og unni sveitinni sinni og þeim sem þar vildu búa. Hún mundi líka eftir okk- ur hinum sem áður voru í sveitinni hennar. Hún mundi allt og var samt komin á tíræðisaldurinn. Síðasta samveran með ógleymanlegri per- sónu er að baki. Blessuð sé minning Ásdísar Kjartansdóttur. Ég votta aðstand- endum hennar samúð mína. Gunnhildur. Það er með miklum söknuði sem ég kveð hana Dísu mína sem í dag verður til moldar borin frá Snóks- dalskirkju í Dalasýslu. Ekki er ætl- un mín að skrifa einhverja lofrollu um Dísu því ekki hefði það verið henni að skapi. En mig langar bara til að þakka fyrir allt sem hún hefur kennt mér og gefið í lífinu. Tíu ára gömul fór ég til hennar í sveitina og dvaldi þar sumarlangt nokkur ár í röð. Þar kynntist ég sveitasælunni, náttúrunni, kyrrðinni og síðast en ekki síst lærði ég að vinna. Dísa var alltaf að, féll ekki verk úr hendi og nú síðustu árin þegar hún þurfti að- eins meira á hvíld að halda, þá há- öldruð kona, taldi hún það vera leti í sér. Minningabrotin úr sveitinni eru mörg, allar ferðirnar okkar Dísu niður að sjó að tína egg, gönguferð- irnar upp á háls til að horfa yfir í Selárdal, þvottahúsið og hún sjálf lituð af rauðu bleki þegar hún stakk gat á úðabrúsann. Í huga mér var Dísa einstök, allt- af kát og glettin, laus við allt stress, fylgdist vel með öllu og öllum. Hún undi vel sínum hag og allt heimsins prjál snerti hana ekkert. Mann langar svo til að hafa bara örlítið af þessum eiginleika. Hin síðari ár hafa reglulegar heimsóknir til Dísu og Gunnars á Bugðustöðum verið fastir liðir í lífi mínu og minnar fjölskyldu. Við komum eins og farfuglarnir á vorin til að kíkja á sauðburðinn, lítum við í sumarfrínu og leitirnar eru alltaf til- hlökkunarefni. Í vor verður allt á sínum stað í sveitinni, nema Dísa hefur brugðið sér af bæ. Dísa mín, ég kveð þig að sinni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigrún. ÁSDÍS KJARTANSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.