Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLÆRBLÓM•BLÓMLAUKAR•MATJURTIR•TYRFING•SÁNING Garðyrkjumeistarinn ehf., útgáfa og ráðgjöf „Allt sagt í bókinni. Garðyrkjubiblían mín.” Rannveig Þorsteinsdóttir garðyrkjuáhugakona. U P P E L D I • Á B U R Ð U R • J A R Ð V E G U R • V Ö K V U N • L ÍF R Æ N R Æ K T U N „Falleg bók og fróðleg, vel skrifuð, vel fram sett, mæli með henni.” Ólafur B. Guðmundsson fyrrv. ritstjóri Garðyrkjurits Garðyrkjufélags Íslands. „Okkar viðskiptavinir hrósa bókinni bæði vinstri og hægri. Það gerum við líka!” Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur, Hveragerði. „Hafsjór af upplýsingum í orði og myndum frá fagmanni.” Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur í Blómavali. „Greinargóðar upplýsingar, agaður texti, öguð bók.” Hafsteinn Hafliðason garðyrkjusérfræðingur. Á TOPP TÍU Á FYRSTU SÖLUVIKUM ! TRÉ-RUNNAR • TRJÁKLIPPINGAR • GRÓÐURSETNING • FRÆSÖFNUNF J Ö L G U N • S U M A R B Ú S T A Ð A L A N D IÐ • S K Ó G R Æ K T • S U M A R B L Ó M BANDARÍSKIR embættismenn vissu nokkrum mánuðum fyrir árás- irnar á Bandaríkin 11. september 2001 að hryðjuverkasamtökin al- Qaeda hygðust beita flugvélum til að fremja hryðjuverk, að sögn fyrrver- andi þýðanda bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI. Sibel Edmonds, sem þýddi skjöl og upptökur á símtölum sem voru hler- uð, hélt þessu fram í viðtali í breska dagblaðinu The Independent í gær. Hún sagði að staðhæfing Condol- eezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, um að slíkar upp- lýsingar hefðu ekki komið fram fyrir hryðjuverkin væri „svívirðileg lygi“. „Fram komu almennar upplýsing- ar um tímarammann, um aðferðirnar sem beita átti – en ekki sérstaklega um hvernig þeim yrði beitt – og um fólk sem væri til staðar og gæfi fyr- irmæli um slík hryðjuverk,“ sagði Edmonds. „Aðrar borgir voru nefnd- ar. Stórborgir – með skýjakljúfa.“ Edmonds bætti við að í ljósi þeirra gagna sem hún þýddi fyrir FBI væri „óhugsandi“ að bandarískir leyni- þjónustumenn hefðu ekki fengið upp- lýsingar fyrirfram um hryðjuverkin. Bannað að ræða við fjölmiðla The Independent segir að embætt- ismenn í Hvíta húsinu hafi reynt að þagga niður í Edmonds og fengið dómstól til að banna henni að ræða málið við fjölmiðla. Edmonds hélt því fram í júlí að embættismenn FBI hefðu af ásettu ráði tafið þýðingar á skjölum, sem varða hryðjuverkin, til að láta líta út fyrir að alríkislögreglan hefði alltof fáa þýðendur. Edmonds er 33 ára, af tyrknesku bergi brotin og var á meðal margra þýðenda sem FBI réð fyrstu dagana eftir hryðjuverkin. Hún sagði að ljóst væri af þeim skjölum sem hún las að nægar upplýsingar hefðu komið fram vorið og sumarið 2001 um að hryðju- verk væru í undirbúningi. „Bush forseti sagði að engar upp- lýsingar hefðu komið fram um 11. september og það er rétt en aðeins vegna þess að hann sagði 11. sept- ember,“ sagði Edmonds. Hún bætti við að samt sem áður hefðu komið fram almennar upplýsingar um að beita ætti flugvélum og að árásir yrðu gerðar innan nokkurra mánaða. Óskað eftir útskýringum Edmonds kvaðst hafa skýrt banda- rískri nefnd, sem rannsakar málið, frá þessu á fundi sem haldinn var fyr- ir luktum dyrum. The New York Times skýrði frá því í gær að rannsóknarnefndin hefði beðið embættismenn í Hvíta húsinu að útskýra hvers vegna þeir hefðu hindrað að nefndin fengi skjöl frá for- setatíð Bills Clintons um utanríkis- stefnuna og baráttuna gegn hryðju- verkastarfsemi. Áður höfðu fyrrverandi ráðgjafar Clintons kvartað yfir því að embætt- ismenn í Hvíta húsinu hefðu neitað að láta af hendi þrjá fjórðu þeirra skjala sem Clinton vildi að rannsóknar- nefndin fengi. Alls væru skjölin um 11.000 síður og á meðal þeirra væru leynileg skjöl um baráttu stjórnar Clintons gegn al-Qaeda. Embættismenn í Hvíta húsinu staðfestu að ýmis skjöl hefðu ekki verið afhent. Scott McClellan, tals- maður George W. Bush forseta, sagði að nokkur skjalanna hefðu ekki verið afhent vegna þess að þau væru mál- inu óviðkomandi eða innihéldu upp- lýsingar sem kæmu fram í öðrum skjölum. Önnur hefðu ekki verið af- hent vegna þess að þau væru „afar viðkvæm“ og upplýsingunum yrði komið á framfæri með öðrum hætti. „Við tryggjum nefndinni aðgang að öllum þeim upplýsingum sem hún þarf til að inna verk sitt af hendi.“ Al Felzenberg, talsmaður rann- sóknarnefndarinnar, sagði að hún biði eftir útskýringum á ákvörðun embættismannanna. „Við þurfum að vera fullviss um að við fáum öll þau gögn sem við óskum eftir.“ Fyrrverandi þýðandi FBI sakar bandaríska embættismenn um lygar „Þeir vissu að al-Qaeda hugðist beita flugvélum“ Komu í veg fyrir að rannsóknarnefndin fengi skjöl frá forsetatíð Bills Clintons London. AFP. Reuters Condoleezza Rice þjóðaröryggisráðgjafi með George W. Bush forseta. MÖRG þúsund manns komu saman fyrir utan höfuðstöðvar bandaríska hersins í Bagdad í gær og héldu áfram að mótmæla því, að Banda- ríkjamenn skyldu banna tímabundið útgáfu vikublaðsins al-Hawsa al-Nat- iqa, sem er í eigu róttæks sjítamúsl- ímaklerks, Moqtada Sadr. Stuðnings- menn hans hrópuðu slagorð gegn Bandaríkjunum og kröfðust þess að útgáfa blaðsins yrði hafin á ný. Bandaríska herstjórnin í Írak setti á sunnudaginn tveggja mánaða bann á útgáfu blaðsins á þeim forsendum að það hefði birt greinar „sem sýna greinilegan vilja til að ógna almennu öryggi og hvetja til ofbeldis gegn hersetuliðinu og starfsfólki þess“. Hundruð stuðningsmanna Sadrs hófu mótmælastöðu við ritstjórnar- skrifstofur blaðsins strax á sunnu- dagskvöldið, og hefur mótmælaað- gerðunum verið haldið áfram svo að segja daglega síðan. Mótmælin í gær voru þau fjöl- mennustu, og sumir þátttakenda báru eld að hvítum dúk sem Davíðs- stjarnan hafði verið máluð á. Sadr lýsti í gær yfir samstöðu sinni með Hamas-samtökum Palestínumanna, og sagðist sjálfur vera „barefli“ sam- takanna í Írak, „vegna þess að örlög Íraks og Palestínu eru samofin“. Útgáfubanni mótmælt Reuters FLOKKAR jafnaðarmanna og vinstrimanna Einingarlistans á danska þinginu krefjast þess nú að ríkisstjórnin geri grein fyrir aðstæðum við sölu á úran-stöng til Íraks árið 1986, að sögn Jyl- landsposten í gær. Kaupandi var íraska kjarnorkunefndin og var ætlunin að nota efnið í til- raunakjarnaofni. Ekki er talið gerlegt að nýta það til að smíða vopn. Írakar reyndu ákaft á þessum árum að smíða kjarnorku- sprengju. Jafnaðarmenn segjast ekki hafa miklar áhyggjur af málinu en vilja samt láta kanna hvort stjórn íhaldsmannsins Poul Schlüters hafi farið eftir gildandi reglum 1986. Einnig hyggjast þeir biðja stjórnvöld að kanna hvort Danir hafi ef til vill selt stjórn Saddams Husseins í Írak fleiri hluti sem hægt sé að nota jafnt í friðsamleg verkefni sem í hernaði. Einingarlistinn er mun hvassyrtari og segir að Danir hafi með viðskiptunum skipað sér í hóp „útlagaríkja“ og vilja ræða málið í fyrirspurna- tíma á þingi. Forsætisráðuneytið í Kaup- mannahöfn hefur skýrt frá því að kjarnorkurannsóknastöðin í Risø hafi selt Írökum stöngina sem er um 20 sentimetra löng og 105 grömm að þyngd. Stjórn- völd gáfu leyfi fyrir sölunni eftir að Írakar höfðu heitið því að nota efnið eingöngu til friðsam- legra rannsókna. Um er að ræða úran sem búið er að auðga nokk- uð og er það notað til að kanna hvort brennsla í kjarnaofni hafi gengið eðlilega fyrir sig. Danir seldu Írökum úran-stöng ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.