Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 47 með dvölina forðum á Íslandi og ræktarsemi við Ísland að hann festi kaup á íbúð í Reykjavík og dvaldist þar öll sumur og oft á vetrum kæmi hann því við. Það var ánægjulegt að eiga þess vísan kost að hitta hann þegar hann dvaldist hér. Hlýtt við- mót hans og mild röddin var í ætt við sumarið. Honum var það átak helsjúkum að selja íbúð sína hér síð- astliðið haust en jafnframt léttir að vita að kona hans þyrfti ekki að hafa áhyggjur af sölu hennar þegar hann væri allur. Svo æðrulaus gekk hann á vit hins ókomna að ég trúði því þegar ég kvaddi hann þá að ég ætti enn eftir að sjá hann hér og geta hýst hann og konu hans á Stofnun Sigurðar Nordals um mörg ókomin ár eins og hann óskaði að skilnaði. Þrátt fyrir að þess verði nú ekki kostur vona ég að andi hans verði með okkur. Ég kveð Robert Kellogg með orð- um Sturlunguhöfundar um læriföð- ur sinn Sturlu Þórðarson sagnrit- ara: „Láti guð honum nú raun lofi betri.“ Úlfar Bragason. Það er autt sæti við fundarborð okkar í fámennum félagskap sem hefur haft fyrir venju um nokkurt árabil að hittast reglulega yfir bjór- glasi og gamna sér við umræður um landsmál, heimsmál og lífsins lysti- semdir. Sætið átti Robert Kellogg þegar hann var staddur hérlendis og voru þeir fundir jafnan sérstakir sem hann gat sótt og lagt til mál- anna af sinni stöku hæversku og kímni, þekkingu og innsæi. Hann var kennari af guðs náð og einhver nemandi hans mun hafa haft á því orð að hann minnti einna helst á Gandálf hinn hvíta úr ævintýrum Tolkiens og er það ekki fjarri lagi að okkar mati ef frá eru taldir galdrar og ófreski. Robert Kellogg er allur en hann lifir áfram í minningu okkar og áhrifa hans gætir enn í samræðum okkar og viðhorfum til samferða- manna í þessu lífi. Við erum auðugri af því að hafa notið samvista við hann. Konu hans, Joan, og fjölskyldu vottum við samúð okkar. Andrew Wawn, Jón Skaptason, Michael Corgan, Nick Hannigan, Robert Cook, Terry Gunnell. Vorið 1999 bauðst framhaldsnem- um í hugvísindum við Háskóla Ís- lands það tækifæri að sækja nám- skeið um James Joyce hjá kennara hvers nafn flestir nemendur þekktu af kjölum lykilrita í bókmennta- fræði. Kennarinn sem um ræðir, Ro- bert Kellogg, var virtur prófessor við Virginíu-háskóla og hafði kennt þar um áratugaskeið en var nú kom- inn á eftirlaun og ákvað að verja hluta af tíma sínum við að miðla há- skólanemum á Íslandi af þekkingu sinni. Ég var meðal þeirra M.A. nema úr ólíkum greinum sem sóttu nám- skeiðið um Joyce sem kennt var í enskudeildinni. Tvennt sat eftir að námskeiðinu loknu, innsýn í marg- flókinn og heillandi skáldskapar- heim James Joyce og kynni af ein- stökum kennara. Verk Joyce, einkum stórvirki hans Ulysses (Ódysseifur), mun seint þykja lamb að leika við og var ég þakklátur að fá síðbúið tækifæri til að takast á hend- ur það skylduverk hvers bók- menntafræðings að vinna mig í gegnum skáldsöguna, eftir að hafa látið það undir höfuð leggjast að sækja þau ágætu námskeið sem boð- ið hafði verið upp á um Joyce á B.A. stigi í Bókmenntafræðiskorinni. Ég var greinilega ekki einn um þá ákvörðun en fljótlega varð okkur nemendunum sem tekið höfðu áskoruninni ljóst að við vorum í öruggum höndum í ferðalaginu um stræti Dyflinnar. Það er án efa mik- ið vandaverk að kenna Ulysses, ekki síst þeim sem eru að lesa bókina í fyrsta sinn, en Kellogg hafði lag á að gera lesturinn að sameiginlegu verkefni kennara og nemenda, hann kveikti innilegan áhuga allra á við- fangsefninu, en þegar í ógöngur var ratað liðsinnti hann og útskýrði þol- inmóður og hvatti okkur þannig áfram í ferðinni. Nabokov sagði eitt sinn að ekkert væri til sem heitir lestur, aðeins endurlestur. Þetta var fyrsta lesning margra okkar á Ulysses og veitti Kellogg okkur nægilegt veganesti til að gera fleiri atlögur að verkinu að eftirvænting- arefni. Tveimur árum síðar hafði ég sam- band við Kellogg. Ég var að vinna að umsóknum í doktorsnám við banda- ríska háskóla og leitaði til hans um að veita mér meðmæli. Ég sendi honum varfærnislegan tölvupóst, óviss um hver viðbrögðin yrðu. Svarið kom um hæl, jú auðvitað mundi hann eftir mér, og brást hann betur við eftirleitan minni en ég hafði þorað að vona. Það sem kom mér mest á óvart í þessum sam- skiptum var hversu vel hann hafði sett sig inn í vinnu mína og nemend- anna á námskeiðinu, enda þótt tvö ár væru um liðin hafði hann á hrað- bergi þau verkefni sem ég vann og það sem farið hafði okkur á milli. Það var ekki að finna að ég væri einn af þúsundum nemenda sem hann hafði kennt á löngum og fram- úrskarandi fræðimannsferli. Þegar ég spurði hann nokkru síðar hvernig ég gæti þakkað honum hjálpsemina stakk hann upp á að ég byði upp á kaffibolla á Mokka næst þegar við hittumst á Íslandi. Robert Kellogg hafði þá kosti að líta á það sem hlut- verk sitt, samhliða eigin framlagi, að veita nýjum kynslóðum brautar- gengi, fylgjast með þeim og liðsinna eftir fremsta mætti. Að því leyti skilur hann ekki aðeins eftir sig auð- legð á fræðasviðinu heldur einnig í hugum og hjörtum þeirra sem voru svo lánsöm að nema af honum. Björn Þór Vilhjálmsson. Í janúar síðastliðnum lést vestur í Bandaríkjunum prófessor Robert Kellogg, mikill Íslandsvinur og merkur fræðimaður á sviði íslenskra fornbókmennta. Í fyrrahaust þegar hann fór héðan af landi var hann búinn að selja litla, snotra bakhúsið við Baldursgötu, sem hann hafði átt um árabil og hafði hentað honum svo vel, enda í þægilegu göngufæri frá Árnastofn- un. Hann kom hingað til lands í fyrsta sinn, ásamt konu sinni Joan, nokkru eftir miðja síðustu öld og kynntumst við þá þeim hjónum, en Agnar Þórð- arson, eiginmaður minn, starfaði í Landsbókasafninu við Hverfisgötu og þangað leituðu margir erlendir fræðimenn. Kynnin við þessi hjón þróuðust í einlæga vináttu, enda bókmenntir kvikan í lífi beggja þess- ara manna. Róbert þýddi á ensku bók Agnars: Kallaður heim. Hann var jafnvígur á nútíma íslensku og tungutak fornbókmenntanna. Í Bandaríkjunum kenndi Robert ensku og enskar bókmenntir um árabil við Virginíuháskóla, en kom jafnan þegar kostur var, því hér vildi hann helst vera öllum stundum. Kellogghjónin heimsóttu okkur oft í litla kofann við Helluvatn. Þar gróðursetti Robert eitt sinn reyni- hríslu sem hefur dafnað og vaxið þar síðan og teygir greinar sínar út yfir vatnið. Veglegur minnisvarði um góðan vin. Hildigunnur Hjálmarsdóttir. Það er með sárum söknuði að við sem höfum heimsótt Ísland mörg undanfarin ár sem farfuglar frá ýmsum löndum – fuglar sem gistu Reykjavík flest sumur (og höfðu stundum vetursetu þar líka) – minn- umst samferðamanns okkar, Ro- berts Kelloggs, sem nú er fallinn frá. Ég kynntist Robert og konu hans Joan fyrst þegar við hittumst á Ís- landi fyrir mörgum árum. Robert Kellogg hafði þá þegar öðlast alþjóð- lega viðurkenningu sem sérfræðing- ur í bókmenntum, og ég var, satt að segja, hálfkvíðinn við að hitta þenn- an fræga mann sem ég hafði dáðst að síðan ég var í námi á sjöunda ára- tugnum. En ég komst hins vegar fljótlega að því að sameiginlegur áhugi okkar á íslenskum málefnum var nægur til að yfirvinna alla feimni. Eftir þessi fyrstu kynni áttum við margar samverustundir. Robert var frábær sögumaður og kunni margt að segja frá námi sínu við Háskóla Íslands á sjötta áratugnum – fyrir daga þotualdar – þegar íslenskar farþegavélar þurftu að æja viðlíka oft á leið sinni yfir hafið og Leifur Eiríksson hafði orðið að gera þús- und árum áður. Robert var einnig alla tíð greiðvikinn maður, við mig sem aðra. Hann var jafnan fús til að lesa yfir uppköst að ritgerðum sem ég var með í smíðum, og allar at- hugasemdir sem hann hafði fram að færa voru mótaður af góðgirni og innsæi – meira að segja þegar mér varð nýlega á að segja eitthvað mis- jafnt um enska listamanninn og skáldið William Morris, sem Robert hafði sérstakt dálæti á. Robert Kell- ogg hafði einnig yndi af garðyrkju bæði í Charlottesville í Virginíu, þar sem þau hjónin bjuggu, og á Bald- ursgötu í Reykjavík, þar sem þau stofnuðu sitt annað heimili. Þangað gerði Robert sér ferð á hverju hausti til að gróðursetja lauka í garðinum sínum. Og væru vélar yf- irbókaðar á almennu farrými á þess- um ferðum hans til Íslands var hann ósjaldan settur meðal höfðingjanna á því fyrsta, þ. e. Saga Class, en við hinir sátum eftir fullir öfundar og skildum ekki hvers vegna hann fékk þessa sérstöku þjónustu en við ekki! Robert Kellogg var sérstakur maður. Í starfi sínu sem háskóla- kennari, þar sem ekki er óþekkt að fræðimenn verji drjúgum hluta ævi sinnar í að auglýsa sig og halda sér fram, var hann hæglátur og lítt gef- inn fyrir sjálfsupphafningu. Engu að síður skilur hann eftir sig mikilvæg fræðirit sem bera vandvirkni hans glöggt vitni, en af þeim verkum er bókin The Nature of Narrative [Eðli frásagnarlistar], sem hann samdi ásamt Robert Scholes og kom út 1966, en það verk hafði líklega mest áhrif meðal fræðimanna. Ég var enn í námi þegar ég las þetta mikla verk sem átti eftir að valda straumhvörf- um á sínu sviði. Ég varð fyrir mikl- um áhrifum þegar ég las þessa bók. Hér var allt tekið til umfjöllunar: fornir textar jafnt sem nútímabók- menntir, munnlegar frásagnir og hefðbundin höfundarverk, nýklass- ísk sem póstmódernísk. Þar hélt Ro- bert ákveðið fram þeirri skoðun sinni að mikilvægi Íslendingasagna yrði seint metið til fulls í þróun vest- rænnar frásagnarlistar. The Nature of Narrative einkennist – eins og Robert Kellogg sjálfur – af þekk- ingu, fróðleiksfýsn og manngæsku. Ég gantaðist stundum við hann að svona bók mundi enginn fást til að gefa út nú til dags. Robert hafði til að bera góðlátlega kímnigáfu sem létti honum margt í fáránleika þessa lífs – hvort sem það var í heimalandi hans, á meginlandi Evrópu eða jafnvel – þótt ég veigri mér við að segja frá því – hér á Ís- landi. Þessari sýn á hið skoplega í lífinu deildu hann og kona hans oft og einatt með okkur – ásamt öðrum gestum sínum og kunningjum á laugardögum yfir hádegisverði á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, og var það hin besta skemmtun þótt aðrir matargestir ættu til að líta okkur hornauga á stundum. Við sem urðum þessarar skemmt- unar aðnjótandi munum sakna Ro- bert Kelloggs, og það munu fjöl- margir aðrir vinir hans á Íslandi og erlendis einnig gera. Mér er sönn ánægja að hafa kynnst Robert Kel- logg og ég minnist hans með hlýhug nú þegar hann er allur. Ég votta ekkju hans, Joan, og fjölskyldu þeirra mínar innilegustu samúðar- óskir á þessari kveðjustundu. Andrew Wawn. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, LÁRA JÓNSDÓTTIR, Kringlumýri 29, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, föstu- daginn 26. mars, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju þriðjudaginn 6. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Guðbjörg Einars Þórisdóttir, Tryggvi Gestsson, Þórir Ólafur Tryggvason, Kristín Hallgrímsdóttir, Lára Hólmfríður Tryggvadóttir, Ómar Ólafsson, langömmubörn og langalangömmubarn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýju við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Heinabergi 24, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítala við Hringbraut. Karl Elías Karlsson, Ástríður Karlsdóttir, Guðfinnur Karlsson, Jóna Kristín Engilbertsdóttir, Karl Sigmar Karlsson, Guðrún Sigríks Sigurðardóttir, Jón Karlsson, Lára Helgadóttir, Erla Karlsdóttir, Þórður Eiríksson, Kolbrún Karlsdóttir, Sigríður Karlsdóttir, Jóhann Magnússon, Halldóra Ólöf Karlsdóttir, Svavar Gíslason, Jóna Svava Karlsdóttir, Sveinn Jónsson, barnabörn og langömmubörn. Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Lindargötu 18, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju mið- vikudaginn 7. apríl kl. 14.00. Sólrún Magnúsdóttir, Erling Jónsson, Guðjón B. Magnússon, Jóhanna Stefánsdóttir, Sigurlaug Magnúsdóttir, Guðmundur J. Guðmundsson, Emil H. Pétursson, Ragna Ragnarsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR BJÖRNSSON húsgagnabólstrari, Ölduslóð 26, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.30. Ólafía Helgadóttir, Helga Þóra Ragnarsdóttir, Magnús Pálsson, Birna Katrín Ragnarsdóttir, Björn Ingþór Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Vestri-Tungu, Vestri-Landeyjum, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 31. mars. Árni Ólafur Guðjónsson, Guðrún Stefanía Guðjóndóttir, Erla Guðjónsdóttir, Jón Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.