Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 16
ÚR VERINU 16 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ VILTU EIGA FRÁBÆR AUGNABLIK? ALVÖRU SAMSUNG DIGITAL VIDEOVÉL VP-D20 Stærð 58,5x90x156mm Mini DV með LCD skjá 2,5 Zoom 10/800 0 Lux og hristivörn (Bild stabillisator) FireWire og einnig DV út Ljósmyndir á DV spóluna Verð: 54.990 DVD-E232 með EQ Myndbreytir (16:9/4:3) einn takki framan á tækinu Spilar DVD-R, +RW, -RW, JPEG & MP3 Spilar diska frá öllum svæðum Vandaður spilari fyrir Digital ljósmyndir EQ og myndin passar á öll sjónvörp Verð: 14.990 CW-29M66V 29“ 100Hz með flötum myndlampa 2x20W magnari og textavarp 2 scart ásamt videóvélatengi Alveg flatur myndlampi Verð: 89.900 ALVEG FLATUR SKJÁR OG ÓTRÚLEGT VERÐ SJÓNVARP TX-20P14X 20“ sjónvarp með Mono videó NTSC afspilun RCA að framan. Scart tengi. Sjálfv. stöðval. Vandað 20“ sjónvarp og video og verðið það skemmir ekki Verð: 34.990 FRÁBÆR TILBOÐ VELDU GÆÐI, VELDU Eico Skútuvogi 6 s: 570 4700 • Keflavík: Ljósboginn s: 421 1535 • Akranes: Model s: 431 3333 Hljómsýn s: 430 2500 Ísafjörður: Straumur s: 456 3321 • Sauðárkrókur: Rafsjá s. 453 5381 • Siglufjörður: S.R. Byggingavörur s: 467 1559 Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar s: 464 1234 • Eskifjörður: H.S. Raf s: 476 1170 Selfoss: Árvirkinn s: 480 1160 • Vestmannaeyjar: Eyjaradio s: 481 2182 HT-DB120 Heimabíó 5x30W + 50RMS W bassabox DVD spilari og útvarp Spilar DVD-R, +RW, -RW, RAM, JPEG & MP3 Spilar diska frá öllum svæðum Myndbreytir og vinnslur fyrir Digital ljósm. Verð: 39.900 ALVÖRU SAMSUNG HEIMABÍÓ SV-DVD40 DVD spilari og 6 hausa Nicam Stereo video Videovélatengi að framan og hljóðútgangur 2 Scart tengi og sjálfvirk stöðvaleitun DVD spilari sem spilar allt EQ myndbreytir (16:9/4:3) Topp video og DVD spilari á frábæru verði Verð: 29.990 og Vísis haf lengi talað saman og rætt um samstarf, en segja má að salan á starfsemi Festar frá Djúpavogi hafi flýtt fyrir þeirri nánu samvinnu, sem nú er að verða að veruleika, því með henni var grunninum kippt undan starfsemi Vísis þar. Félagar Péturs í Vísi, S-hópurinn svokallaði, með Ker í fararbroddi kom nokkuð aftan að Pétri við þessi viðskipti og verður það vafalítið til þess að tengslin við SÍF trosni að minnsta kosti. Ýmsir kostir Vísir er með starfsemi á Þingeyri, Fiskvinnsluna Fjölni hf, á Húsavík í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og Íshafi, Búlandstind á Djúpavogi auk höfuð- stöðvanna í Grindavík. Samherji er á Akureyri, Dalvík, Þórshöfn (tæplega 50% í Hraðfrystistöð Þórshafnar), Stöðvarfirði og Grindavík, auk starf- semi tengdri fiskeldi. Fyrir utan sam- MARKMIÐ Samherja við sölu afurða sinna hefur alla tíð verið einfalt. Að fara þá leið sem bezt gefur, frekar en að binda sitt trúss við einn ákveðinn aðila. Það er auðvitað markmið allra framleiðenda að fá sem mest út úr vinnslunni og með það að markmiði hefur Vísir verið bundinn SÍF sterk- um tengslum afar lengi, og meðal annars sat Pétur H. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis, í stjórn SÍF í rúman áratug. Nú er hafin víðtæk samvinna þess- ara tveggja fyrirtæka, sem nær yfir allt sviðið frá veiðum til vinnslu og markaðsfærslu. Fyrirtækin eru þeg- ar farin að vinna saman við nýtingu veiðiheimilda þeirra, og mesta breyt- ingin verður líklega þegar skip Sam- herja taka að veiða síldarkvóta Vísis, en þeir voru áður nýttir í samvinnu við Festi hf., sem verið er að selja til þriggja aðila. Stjórnendur Samherja nýtingu veiðiheimilda, eru miklir möguleikar í sérhæfingu og samvinnu í vinslunni. Þannig má hugsa sér í stórum dráttum að vinnsla á þorski, bæði ferskum og frystum yrði á Dal- vík, ýsa yrði unnin á Húsavík, aðrar tegundir á Stöðvarfirði og síldin síðan fryst og söltuð á Djúpavogi auk bol- fiskvinnslu. Þá má búast við sam- vinnu á ýmsum sviðum í Grindavík, en þar yrði þorskurinn saltaður og þá líklega valinn til þess stærsti og verð- mætasti fiskurinn. Einnig kæmi þar til greina samvinna við vinnslu á upp- sjávarfiski til manneldis. Breytingar framundan Eins og áður sagði hefur Vísir verið bundinn SÍF traustum böndum. SÍF hefur selt nánast allar afurður félags- ins, nema þann ferska fisk, sem verið hefur unnin í vaxandi mæli. Dóttur- fyrirtæki Samherja, Seagold í Bret- landi, hefur selt þann freska fisk, sem þangað hefur farið, en Kambanes ferska fiskinn sem hefur farið vestur um haf. Á þessu kunna að verða ein- hverjar breytingar. Ljóst virðist að vinnsla á ferskum fiski aukist og hann fari þá í gegnum Seagold að stærstum hluta. Vísir á öll þau fyrirtæki sem hann kemur að, að öllu eða nánast öllu leyti nema Íshaf á Húsavík, sem er í rækjuvinnslu. Þar á Vísir 40%. Þrátt fyrir að Samherji sé í rækjusölu, með- al annars til Bretlands, eru meiri líkur en minni á því að rækja Íshafs verði áfram seld í gegnum SÍF. Öðru vísi kann að fara með landfrystu afurð- irnar, líklegt má teljast að þær fari í gegnum núverandi sölukerfi Sam- herja, einkum síldin. Saltfiskurinn verður líklega áfram hjá SÍF til að byrja með, hvað sem verða kann. Samherji selur megnið af sínum af- urðum sjálfur, en hefur þó átt og á samstarf við stóru fyrirtækin tvö, SH og SÍF. Samherji selur alla frysta síld og loðnu í samvinnu við Síldarvinnsl- una. SR Mjöl selur mjölið og lýsið enda sterk eignartengsl milli fyrir- tækjanna, Nes hf. selur allar afurðir Samherja til Austurlanda og Seagold selur það sem fer til Bretlands, bæði ferskt og fryst. Í rækjunni hefur Samherji svo verið í samvinnu við Royal Greenland. Samherji hefur selt mjög lítið af fiskafurðum til Banda- ríkjanna, en þær hafa ýmist verið seldar af fyrirtækinu sjálfu eða farið í gegnum SÍF. Verulegur akkur Báðum fyrirtækjunum er veruleg- ur akkur af samstarfinu. Saman standa þau betur uppi í hárinu á hin- um geysiöflugu kaupendum ytra og geta verið í milliliðalausum viðskipt- um við verzlunarkeðjurnar. Saman eru þau með nánast allar sjávarafurð- ir, sem framleiddar eru á Íslandi og allar fisktegundir nema humar. Það er líka mikill kostur fyrir sölukerfi Samherja að fá inn til sín öflugustu línuútgerð landsins, þar sem stjórn- endur margra stórmarkaðanna telja línufiskinn afar góða söluvöru, enda sé fiskurinn veiddur á vistvænan hátt og hráefnið frábært. Í stað þess að Samherji færi út í útgerð línuskipa til að sinna spurn eftir línufiski, er málið leyst með samvinnu við þá sem kunna bezt til verka. Þá má leiða að því lík- um að breytingar á skipastól fyrir- tækjanna gætu orðið einhverjar í tím- ans rás. Það er alveg ljóst að þessi sam- vinna styrkir fyrirtækin og greiðir þeim leið inn á markaðina án kostn- aðarsamra milliliða. Samvinna af þessu tagi á líklega eftir að sjást víðar í íslenzkum sjávarútvegi, en frekari sameiningar stórra fyrirtækja verða líklega sjaldséðari í nánustu framtíð. Margvísleg hagræðing af samstarfi Vísis og Samherja Ljósmynd/HG Flökin Fersk flök skipa æ stærri sess í útflutningi Samherja og Vísis. Fréttaskýring | Samherji og Vísir kynntu í vikunni náið samstarf félaganna á öllum sviðum starfseminnar. Hjörtur Gíslason kannaði í hverju slík samvinna gæti verið fólgin og er niðurstaðan sú að fjölþætt sam- vinna muni styrkja stöðu þeirra verulega. GRÁSLEPPUVEIÐAR máttu hefj- ast í Faxaflóa og í utanverðum Breiðafirði um mánaðamót en slæmt veður hamlaði því að grá- sleppukarlar legðu net sín fyrsta daginn. Landssamband smábátaeig- enda og sjávarútvegsráðuneytið hafa hvatt veiðimenn til að taka tillit til æðarfugls við veiðar sínar. Á undanförnum árum hefur Æð- arræktarfélag Íslands haft nokkrar áhyggjur af því að æðarfugl flækist í grásleppunet og drepist. Á síðasta ári hófust grásleppuveiðar í Faxa- flóa 1. apríl eða þremur vikum fyrr en árin þar á undan. Í samræmi við tillögur Landssambands smábáta- eigenda hafði ráðherra ákveðið, að upphafsdagur vertíðarinnar yrði hinn sami í ár. Eftir að sú ákvörðun lá fyrir kom fram áskorun frá Æðarræktarfélagi Íslands um að upphafi veiðitíma fyr- ir grásleppuveiðar yrði breytt aftur til sama tíma og verið hafði á fyrri vertíðum. Telja æðarræktendur að það, ásamt ýmsum náttúrulegum þáttum, hafi haft þau áhrif að færri æðarkollur skiluðu sér til varps heldur en búast mátti við. Ráðu- neytið hafnaði þeirri tillögu á þeim forsendum, að ekki væri ástæða til að takmarka grásleppuveiðar í öll- um Faxaflóa til verndar æðarfugli, auk þess sem ráðuneytið hafði þeg- ar tilkynnt ákvörðun sína um upp- hafstíma. Í framhaldi af þessu urðu nokkrar umræður um hvort unnt yrði að takmarka veiðar til 1. maí á innanverðum Faxaflóa en á þeim stutta tíma sem til stefnu var náðist ekki að finna þá lausn sem báðir að- ilar gætu fallist á. Á vef Landssambands smábáta- eiegnda kemur fram að grásleppu- veiðimenn hafi reynt með ýmsum hætti að hindra að æðarfugl flækist í grásleppunet, en þrátt fyrir það slæðist alltaf einn og einn fugl í net- in, veiðimönnum til sárrar gremju þar sem veiðanleiki þeirra minnkar þegar slíkt hendir. Á vefnum segir að grásleppuveiðimenn taki undir hinar náttúrulegu aðstæður og benda m.a. á mikla aukningu á veiðibjöllu sem sé mjög aðgangs- hörð við kolluna. Aftur á móti segja þeir að færsla veiðitímans á sl. ári hafi ekki orðið til þess að fleiri æð- arkollur flæktust í grásleppunet. Veiðimenn hafi hins vegar fullan skilning á áhyggjum æðarræktenda og vilja ýmislegt á sig leggja til að koma til móts við þá. Þeir telja það hins vegar ekki koma til greina að verða við tillögum þeirra að hefja ekki veiðar fyrr en 1. maí. Í framhaldi af þessu hafa Lands- samband smábátaeigenda og sjáv- arútvegsráðuneytið sent tilmæli til allra grásleppuveiðimanna sem leyfi hafa til veiða í Faxaflóa þar sem grásleppuveiðimenn eru ein- dregið hvattir til að leggja ekki net sín nær landi en 250 metra og ekki nær friðlýstu æðarvarpi en 300 metra, miðað við stórstraumsfjöru- borð, eins og kveðið er á um í lög- um. Þá er skorað á grásleppu- veiðimenn að kynna sér aðstæður allar og taka tillit til hagsmuna þeirra aðila sem æðarrækt stunda. Verður fylgst með því hvernig þess- um tilmælum verður fylgt og tekið tillit til þess við skipan grá- sleppuveiða á næsta ári. Morgunblaðið/RAX Kollan Snemma vors gengur æðurin á land í auknum mæli og vill þá stund- um flækjast í netum. Grásleppukarlarnir reyna nú að sporna við því. Grásleppukarlar gæti að æðarfugli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.