Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 34
DAGLEGT LÍF 34 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegt úrval af yfirhöfnum Kringlunni, s. 588 1680 iðunn tískuverslun Kringlan 8-12, sími 568 6211 - Skóhöllin, Firði, sími 555 4420 Glerártorgi, Akureyri, sími 461 3322 NÝTT - NÝTT - NÝTT * Einungis til í Kringlunni *2.990 st. 24-32 2.990 st. 24-35 2.990 st. 24-35 3.990 st. 36-41 3.990 st. 36-41 4.990 Svartir, bleikir, gulur/grænn, hvítir st. 36-41 *1.990 Gulir/appels., bleikir st. 36-41 3.990 Appels., bleikir, svartir st. 36-41 Skólavörðustígurinn íReykjavík er alvöru búða-gata. Þar er nóg til að skoðaí gluggum báðum megin og forvitnilegar vörur innandyra. Osta- búðin sómir sér vel á Skólavörðustíg 8 og hefur gert það núna í fjögur ár. Blaðamaður smellti sér inn í þessa „delicatessen“-búð einn góðviðris- dag, spjallaði við gesti, kokk og af- greiðsluna, og pantaði sér fiskisúpu. Jóhann Helgi Jóhannesson kokk- ur bjó sig undir hádegið með súpu- gerð, bæði súpu dagsins og fiski- súpu. Hann setti svo saman gómsætar baguette og kjúk- lingasalöt sem margir festa kaup á í hádeginu til að fara með með sér. Einnig bruschettu með hráskinku, mozz- arellu og tómötum og salatdisk eftir kenjum kokksins. En það er einnig hægt að snæða á staðnum og fyrstar þennan morgun komu stallsysturnar Guðný Björns- dóttir, Birna Ómarsdóttir og Hólm- fríður Jónsdóttir en þær eru allar í hárgreiðslu í Iðnskólanum í Reykja- vík. „Við komum stundum hingað í hádeg- inu og pönt- um súpu dags- ins og brauð,“ sagði Birna. Arna Ævarsdóttir í af- greiðslunni færir þeim brátt snæðinginn og þær bragða á. „Súp- an er rosaleg góð, og brauðið er al- gjört æði, það er bakað hér á staðn- um,“ segir Guðný. „Þetta eru matarmiklar súpur, fullar af græn- meti,“ segir Hólmfríður og að sveppasúpan um daginn hafi verið ótrúlega góð. „Ég hef komið hingað fimm sinn- um og aldrei fengið sömu súpuna,“ segir Birna. Jóhann Helgi kokkur segir að í Ostabúðinni sé boðið upp á létta rétti frá klukkan 11.30 til 14.30 sem ýmist er hægt að borða á staðnum eða taka með sér. Hann segir að súpa dagsins þennan dag sé sell- erírót og fiskisúpan með rauð- sprettu. Einnig er boðið upp á fisk dagsins. Arna segir að búðin sé mjög vin- sæl og að fólk í nágrenninu og fasta- kúnnar komi gjarnan í hana, og einnig margir í leit að góðum kúa-, geita- og kindaostum. „Forrétta- og áleggsborðið okkar er mjög vinsælt á föstu- og laugardögum,“ segir hún og nefnir grafið ærfille, heitreykta villigæsabringu, hráskinku, villi- bráðarpaté, grafið hrossafille, þrjár tegundir af salami o.fl. Hún segir að þeir sem ætli að halda veislu komi til að velja sér for- rétt. Þá má nefna brauðolíu sem hrærð er í búðinni, rjómaost og hindberjavinegrette með kampa- vínsediki. Ostabúðin er m.ö.o. sælkeraversl- un með ostaborði, forréttar- og áleggsborði, all kyns pasta, olíum og ediki. Einnig er veisluþjónusta starf- rækt í henni. Það er aðeins spurning um hugmyndaflug, hvers konar veislu mann langar í. Hvernig osta- bakka eða ostakörfu til að gefa eða gleðja? Sælkerakörfurnar innihalda t.d. sérvalda osta, íslenska og er- lenda, ólífur, belgískt eða franskt súkkulaði, salami, sérverkaða for- rétti, sultur og kex eða heimabakað brauð. Af öðrum vörum Ostabúðarinnar má helst nefna ítalska pastað og pastasósur frá Rustichella, mikið úr- val af balsamic ediki sem nær allt að 50 ára aldri, ólfíuolíur frá Ítalíu, Spáni og Frakklandi, ekta franskt gæsa- og andalifrar „foie gras“ og ekta belgískt og franskt súkkulaði. Blaðamaður var nú orðinn veru- lega svangur, svo hann valdi sér borð og pantaði umsvifalaust fiski- súpu og nýbakað brauð. Arna kom með súpuna sem ilmaði vel og brauð- ið sömuleiðis. Máltíðin var afar ánægjuleg og leiddi hugann að hinu góða í veröldinni – og það var gott að stíga að henni lokinni aftur út í sól- ina á björtum Skólavörðustígnum. Ostabúðin á sína fastakúnna og hún laðar einnig að sér marga sem eru í leit að for- réttum, góðum kúa-, geita- og kinda- ostum, gjöfum eða bara girnilegri súpu í hádeginu – með brauði. TENGLAR ................................................. www.ostabudin.is guhe@mbl.is Ostabúðin er í eigu Jóhanns Jónssonar. Afgreiðslutími: Mánudaga–föstudaga klukkan 11–18. Laugardaga klukkan 11–15. Langur laugardagur klukkan 11–16. Jóhann Helgi: Setur saman samlokur, lagar súp- ur, eldar fisk og raðar í salatbox.  MATARKISTAN| Sælkerabúð á Skólavörðustíg Arna Ævarsdóttir: Afgreiðir sælkera og aðra gesti sem koma við í Ostabúðinni. Ánægðar: Guðný, Birna og Hólmfríður voru lukkulegar með súpu dagsins. Morgunblaðið/Eggert Fjölbreytt: Margt að velja úr gómsætu ostaborði. ATVINNA mbl.is Bruschetta með mozzarella og hráskinku. „Þessi smá- réttur er tilvalinn sem létt- ur hádegisverður eða síðbú- inn morgunverður,“ segir Jóhann Helgi kokkur. Focaccia-brauð eða annað þétt brauð er skorið í um 2 cm sneiðar, það er vætt í með ólívuolíu og grillað eða steikt á pönnu. Þá er hvítlauksrif dregið létt yfir brauðsneið- arnar. Mozzarella og tómatar eru skornir í sneiðar og það hráefni er síðan lagt til skipt- ist ofan á brauðið, basilolíu dreypt yfir og kryddað með sjávarsalti og svörtum pipar. Sneiðar af hráskinku lagðar yfir. Bruschetta Salatið eftir kenjum kokksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.