Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 21 Laugavegi 32 sími 561 0075 Opnunartími virka daga frá kl. 14.00-18.00, um helgar frá kl. 10.30-18.00 Stendur til 4. APRÍL. Upplýsingasími 511 2226 í Perlunni GRÍÐARLEGT ÚRVAL AF SPORT- OG GÖTUSKÓM BANJO Cintamani RUCANOR BACKSTAGE FIREFLY DARE 2 BE catmandoo OKKAR TAKMARK: Verð 50-80% undir fullu verði : i ll i Verðdæmi: Okkar verð: Fullt verð: BARNAKULDAGALLAR ............................ 2.990 kr. ............... 7.990 kr. FLÍSPEYSUR BARNA CATANDOO .......... 1.500 KR. .............. 4.990 KR. REGATTA BARNAÚLPUR ..........................2.500 KR. .... 5.990/7.990 KR. ADIDAS HLAUPASKÓR ............................3.000 KR. .............. 7.990 KR. REGATTA FLÍS BARNA .............................1.000 KR. .... 4.990/6.990 KR. FLÍSTEPPI..................................................1.500 KR. ............. 4.500 KR. IS IT ZO ÚLPUR ..............................4.990/5.990 KR. 10.990/12.990 KR. VINDJAKKAR FULLORÐINS .....................1.500 KR. ............. 3.990 KR. ÚLPUR FIREFLY ........................................1.500 KR. ............. 6.990 KR. ALLIR BRJÓSTAHALDARAR (LÍTIL NR.)...NÚ 300 KR. ALLIR FÓTBOLTASKÓR ................2.500 KR. 4.990/18.990 KR. MIKIÐ ÚRVAL AF ÚLPUM VERÐ FRÁ................1.500 KR. ENN MEIRI LÆKKUN Á MÖRGUM VÖRUFLOKKUM M.A. SKÓM. Norræni listaskólinn í Karleby, Finnlandi er sjálfstæður, tveggja ára listaskóli. Aðalfög eru teikning, málun og listfræði. Kennsla fer einnig fram í myndbandalist, skúlptúr, grafík, ljósmyndun og innsetningum. Skipulag kennslu við skólann er ein- stakt, en tveir fastráðnir kennarar eru í hlutastarfi við skólann og síðan eru fengnir gestakennarar frá Norðurlöndunum og ýmsum Evrópulöndum. Kennt er á sænsku og ensku. Árlega eru teknir inn 25 nemendur í skólann. Umsóknir, á sérstökum eyðublöðum, þurfa að berast okkur í síðasta lagi 15. maí. Verk til mats verða að berast skólanum í síðasta lagi 22. maí. UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ er haldið í skólanum í 21. og 22. viku. Námskeiðið er ekki skylda, en er mjög gagnleg kynning fyrir þá, sem sækja um skólavist. Umsóknarfrestur fyrir námskeiðið er í síðasta lagi byrjun maí. Sjá nánari uppl. á heimasíðu skólans. Umsóknareyðublöð, kynningarbæklingar og upplýsingar fást hjá: NORDISKA KONSTSKOLAN, Borgmästaregatan 32, FIN 67 100 Karleby, Finnlandi. Sími 00 358 6 822 0906, fax 00 358 6 831 7421, netfang: info@nordiskakonstskolan.org www.nordiskakonstskolan.org JAAP de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri NATO, hét því í gær að leitinni að Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, myndi halda áfram þrátt fyrir vax- andi reiði Bosníu-Serba vegna mis- heppnaðrar handtökuaðgerðar sem varð til þess að prestur og sonur hans særðust og eru nú í dái. Serbneska rétttrúnaðarkirkjan í Bosníu fordæmdi innrás 40 brezkra og bandarískra hermanna friðar- gæzluliðs NATO á heimili prestsins fyrir dögun á fimmtudag og hótaði því að slíta öllu alþjóðlegu samstarfi nema þeir sem ábyrgð báru á að- gerðinni yrðu dregnir fyrir dóm. En sjö árum eftir að Karadzic var birt ákæra stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag er Kar- adzic enn á flótta og NATO-fram- kvæmdastjórinn sýndi engin merki iðrunar fyrir hönd síns liðs. „Að sjálfsögðu hefði ég frekar kos- ið að þessi aðgerð heppnaðist,“ sagði de Hoop Scheffer á blaðamannafundi í höfuðstöðvum NATO í Brussel. En hann bætti við að Karadzic og aðrir sem væru á flótta undan rétt- vísinni eins og Ratko Mladic, sem var æðsti hershöfðingi Bosníu-Serba á meðan á Bosníustríðinu stóð 1992– 1995, „gætu ekki dulizt eða verið á flótta endalaust“. NATO-hermennirnir notuðu sprengiefni til að ráðast með hraði inn á heimili prestsins nærri serbn- eskri rétttrúnaðarkirkju í bænum Pale, sem var eitt höfuðvígi Karadzic og hans manna í Bosníustríðinu. Að- gerðin var ákveðin eftir að trúverðug ábending barst um að Karadzic væri í felum í húsinu. Presturinn, sem sagður er stuðn- ingsmaður Karadzic, hafði tjáð svartfellska blaðinu Publika í síðasta mánuði: „Ég tel það skyldu hvers serbnesks prests að hjálpa honum [Karadzic].“ Í dái Presturinn og sonur hans voru í gær á sjúkrahúsi í Tuzla þar sem hlúð var að sárum sem þeir hlutu er handtökutilraunin var gerð. Læknir þar sagði feðgana enn vera í dái og haldið í öndunarvél. Talsmenn Bosníu-Serba, þar á meðal Dragan Cavic, forseti þeirra, og prestur í sama umdæmi og hinn særði, létu að því liggja í gær að feðgarnir hefðu sætt barsmíðum. Þessu vísuðu talsmenn friðar- gæzluliðsins algerlega á bug. „Þetta er fjarstæða. Þeir meiddust vegna höggsins af sprengingunni,“ sagði Dave Sullivan, talsmaður SFOR í Sarajevo. Margir Bosníu-Serbar tóku í gær og fyrradag þátt í mótmælum gegn aðgerðum SFOR og til stuðnings Karadzic. Aðstoð við Serba fryst Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að frysta alla efnahagsaðstoð við Serbíu eftir að bandaríski utanrík- isráðherrann Colin Powell skar úr um að stjórnvöld í landinu hefðu ekki haft eðlilegt samstarf við stríðs- glæpadómstólinn í Haag. Aðstoð Bandaríkjamanna hefur verið háð slíku samstarfi. Niðurstaða Bandaríkjastjórnar þýðir að Serbíustjórn verður af tæp- um tveim milljörðum ísl. kr. í fjár- hagsaðstoð. Mjög hefur verið þrýst á hana um að framselja þá Mladic og Karadzic, en ráðamenn í Belgrad segjast hins vegar ekkert vita hvar þeir eru. Serbneska þingið samþykkti á dögunum lög um bætur til Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta, og annarra Serba, sem sakaðir eru um stríðsglæpi, svo lengi sem mál þeirra eru fyrir dómstólnum í Haag. Leitinni að Radovan Karadzic haldið áfram Vaxandi reiði meðal Bosníu-Serba vegna aðgerða NATO Sarajevo, Belgrad, Washington. AFP. Bosníu-Serbar deila við lögreglumann í Pale á mótmælagöngu í gær. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.