Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 69
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 69 DENNIS Wise, fyrrverandi leik- maður með Chelsea og Wimbledon, sem er nú knattspyrnustjóri Lund- únaliðsins Millwall, segist hafa sett stefnuna á sæti í UEFA-keppninni næsta keppnistímabil. Til þess að ná því verður Wise að stjórna sínu liði til sigurs í undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar gegn Sunderland á Old Trafford á morgun. Millwall hefur aldrei leikið til úrslita í bik- arkeppninni og ef liðinu tekst það nú er UEFA-sætið í öruggri höfn, þar sem liðið mætir í úrslitaleiknum Arsenal eða Manchester United, sem leika í Meistaradeild Evrópu næsta keppnistímabil. „Við munum leggja okkur alla fram, því að það getur farið svo að við fáum þetta tækifæri ekki aftur,“ sagði Wise, 37 ára, sem leikur með Millwall. Wise, sem er geysilegur baráttumaður inni á vellinum – gefst aldrei upp, þekkir vel hvernig það er að leika bikarúrslitaleiki – varð bikarmeistari með Chelsea 1997 og 2000, og með Wimbledon 1988. „Sunderland er talið sig- urstranglegra liðið, en knatt- spyrnan er óútreiknanleg,“ sagði Wise. Þess má geta til gamans að Sund- erland og Millwall mættust í undan- úrslitum 1937 – þá fagnaði Sunder- land sigri og vann síðan sinn eina bikarmeistaratitil með því að leggja Preston að velli, 3:1. Dennis Wise hjá Millwall stefnir á UEFA-sæti FÓLK  OLEG Velyky, handknattleiks- maður og félagi Guðjóns Vals Sig- urðssonar hjá Essen í Þýskalandi, fékk í gær þýskan ríkisborgararétt. Velyky þykir einn fremsti hand- knattleiksmaður sem leikur í þýsk- um handknattleik og því er talið að hann styrki þýska landsliðið til muna þegar hann getur leikið með því. Óvíst er að hann geti leikið með Þjóðverjum á Ólympíuleikunum í sumar þar sem hann spilaði síðast með landsliði Úkraínu á EM í Sví- þjóð fyrir tveimur árum.  VELYKY er 26 ára gamall og hef- ur verið í herbúðum Essen í þrjú ár. Hann hefur nýverið framlengt samn- ing sinn við félagið til 2008 en for- ráðamenn Flensburg sóttu stíft að fá hann í sínar raðir.  CLAUS Møller Jakobsen leik- stjórnandi danska landsliðsins í handknattleik leikur með Ólafi Stef- ánssyni hjá spænska stórliðinu Ciudad Real á næstu leiktíð. Jakob- sen hefur undanfarin ár leikið með Altea á Spáni. Hann skrifar undir tveggja ára samning við Ciudad Real á næstu dögum. Jakobsen er ætlað að hlaupa í skarðið fyrir Talant Duishebaev sem farinn er að lýjast.  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, er stað- ráðinn í að kaupa í sumar hollenska miðvallarleikmanninn Rafael van der Vaart frá Ajax. Enskir fjöl- miðlar fullyrða að eftir Chelsea „stal“ Arjen Robben fyrir framan nefið á Ferguson ætli hann að leggja allt í sölurnar til þess að tryggja sér der Vaart sem vakið hefur mikla at- hylgi, bæði með Ajax og hollenska landsliðinu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Talið er að Ferguson sé reiðubúinn að greiða á milli 11 og 12 milljónir punda, jafnvirði hálfs ann- ars milljarðs króna fyrir der Vaart.  MARCIO Amoroso hefur verið sagt upp samningi sínum hjá þýska knattspyrnuliðinu Dortmund, en Amoroso hefur ekkert leikið með lið- inu síðan í október vegna meiðsla. Hann hefur verið hjá Dortmund í þrjú ár en aldrei náð sér verulega á skrið. Amoroso var áður hjá Parma á Ítalíu og hermt er að hann vilji helst fara á ný til Ítalíu og leika þar.  TALIÐ er að Dortmund spari nærri 400 millj. króna við að segja Amoroso upp þrátt fyri að hann fái væna peningagreiðslu vegna upp- sagnarinnar. Frjáhagur Dortmund er afar bágur um þessar mundir eins og svo margra annarra þýskra knattspyrnliða sem spennta hafa bogann full hátt á síðustu árum.  SVEN-Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga, hefur skorað á forráðamenn sænska knattspyrnu- sambandsins á hnékrjúpa fyrir framan Henrik Larsson og grátbiðja hann um að gefa kost á sér í sænska landsliðið fyrir EM í Portúgal í sum- ar. EINAR Sigurðsson, leikmaður HK, og Miglena Aposolova, Þrótti Nes- kaupstað, voru valin bestu blak- menn Íslandsmótsins sem nú er ný- afstaðið, en tilkynnt var um valið á uppskeruhátíð Blaksambandsins um síðustu helgi. Leikmönnum og þjálfurum lið- anna þóttu þau Jóna Guðlaug Vig- fúsdóttir, úr Þrótti Neskaupstað, og Fannar Örn Þórðarson, Þrótti Reykjavík, efnilegust og Leifur Harðarson var valinn besti dóm- arinn. Einnig voru veittar viðurkenn- ingar fyrir að vera stigahæsti ein- staklingurinn í mótinu og hjá kon- unum var það Elsa Sæný Valgeirs- dóttir, úr Þrótti Reykjavík, með 188 stig og Einar Sigurðsson var með 210 stig og efstur á lista yfir karl- ana. Elsa Sæný var stigahæst kvenna í sókn með 148 stig og í uppgjöfum með 32 stig en Natalía Gomzina, KA, var stigahæst í hávörn kvenna með 21 stig. Einar var stigahæstur í sókn með 187 stig, Ólafur Viggósson, HK, var stigahæstur í hávörn með 29 stig og Brynjar Pétursson, HK, var stiga- hæstur í uppgjöfum með 23 stig. Einar Sigurðsson, HK, og Miglena Aposolova, Þrótti Nes., Leifur Harðarson, dómari úr Þrótti R., Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Þrótti Nes., og Fannar Örn Þórðarson, Þrótti R., með verðlaunin sín. Miglena og Einar bestu leikmennirnir BLAK BRESKI kylfingurinn Ian Poulter lenti í nokkuð skondnu atviki á Meist- aramóti leikmanna í golfi sem fram fór í Flórída um helgina. Á fjórðu flöt merkti hann bolta sinn og ærlaði síð- an að rífa hann upp, frekar fúll yfir innáskotinu sem var ekki nægilega gott. Ekki vildi betur til en svo að hann missti boltann úr hendi sér og út í vatn sem er við flöt- ina. Kappinn var fínt klædd- ur og ætlaði alls ekki að vaða út í til að ná í boltann, heldur skipta um bolta og fá þá tvö högg í víti. Einn kunningi hans, sem var meðal áhorf- enda, klæddi sig þá úr bux- unum og sótti boltann fyrir félaga sinn sem lauk holunni á pari og endaði í 16. sæti en hefði hann leikið á tveimur höggum meira, tekið vítið í þessu tilviki, hefði hann orðið í 53. sæti. Munurinn á verð- launafé á þessum sætum er um 1,5 milljónir króna þannig að kunninginn á eitthvað inni hjá Poulter. Óð út í vatn eftir golfbolta meistaralið allra heimsálfa um þennan titil. „Við urðum að breyta þessu og stækka keppnina til að hún væri lögmæt. Þegar ég spilaði með Ju- ventus héldum við að við værum heimsmeistarar, en við höfðum í raun ekki rétt fyrir okkur því að- eins tvær heimsálfur höfðu þátt- tökurétt. Það er rökrétt að bjóða meisturum allra heimsálfa til þess- arar keppni, sem eflaust mun njóta meiri hylli fyrir vikið,“ sagði Michel Platini. ÍSLENSKA dómaraparið Gunnar Stefánsson og Stefán Arnaldsson munu dæma fyrri leik spænsku lið- anna Valladolid og Portland San Antonio í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Leikurinn fer fram í Valladolid þann 17. apríl en síðari leikurinn fer fram 24. apríl. Gunnar og Stefán dæmdu í und- anúrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum þar sem Flensborg hafði betur gegn Magdeburg á heima- velli, en liðin eru bæði frá Þýska- landi. Flensborg hafði betur sam- anlagt í rimmunum tveimur og mætir Celje Lasko frá Slóveníu í úrslitum Meistaradeildarinnar, fyrri leikurinn fer fram 18. apríl í Slóveníu en sá síðari 24. apríl í Þýskalandi. Gunnar og Stefán hafa fengið fjölmörg verkefni á erlendri grund á undanförnum misserum og dæmdu m.a. úrslitaleikinn á Heimsmeistaramóti kvennalands- liða í Króatíu s.l. desember. Þeir félagar munu dæma á ÓL í Aþenu í sumar. Helga Magnúsdóttir verður eft- irlitsmaður á síðari leik franska liðsins Dunkerque gegn sænska liðinu Skövde en liðin leika til úr- slita í áskorendakeppni Evrópu. Ís- lenski landsliðsmaðurinn Ragnar Óskarsson er leikmaður hjá Dunkerque. Gunnar og Stefán í eldlínunni á Spáni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.