Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENDINGAR MYNDAÐIR Áætlun bandarískra stjórnvalda, um að taka fingraför og myndir af erlendum ferðamönnum áður en þeir fá að fara inn í Bandaríkin, verður færð út og á að ná einnig til ríkisborgara í helstu bandalags- ríkjum landsins, þar á meðal Bret- landi, Japan og Ástralíu, sem til þessa hafa fengið að koma inn í Bandaríkin án vegabréfsáritunar. Þessar breyttu reglur munu jafn- framt gilda um Íslendinga. Vélknúin ökutæki bönnuð Hvannadalshnjúkur verður lok- aður allt árið fyrir vélaumferð nái tillögur nefndar um stofnun Vatna- jökulsþjóðgarðs fram að ganga. Öræfajökull sunnan Snæbreiðar, Eyjabakkajökull og Skeiðarárjökull verða lokaðir 1. apríl til 15. sept- ember samkvæmt tillögunum. Metallica til Íslands Vinsælasta þungarokkssveit heims, Metallica, heldur tónleika í Egilshöll 4. júlí nk. Þetta verða síð- ustu tónleikar sveitarinnar í vænt- anlegri Evrópureisu. 46% hærri lyfjakostnaður Kostnaður vegna lyfjanotkunar er að meðaltali 46% hærri á hvert mannsbarn hér á landi en í Dan- mörku samkvæmt nýrri skýrslu sem Ríkisendurskoðun hefur tekið sam- an. Lyfjakostnaður gæti lækkað um 4,4 milljarða ef miðað er við að kostnaðurinn yrði hlutfallslega sá sami og í Danmörku og Noregi. 308.000 ný störf Þrisvar sinnum fleiri ný störf urðu til í Bandaríkjunum í marsmánuði heldur en spár höfðu gert ráð fyrir. Störfum fjölgaði um 308.000 í mars- mánuði en þetta er mesta fjölgun á einum mánuði í fjögur ár, eða frá því í apríl 2000. Þetta þykir styrkja stöðu George W. Bush Bandaríkja- forseta á kosningaári vestra. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 40 Viðskipti 14/15 Þjónusta 43 Úr verinu 16/17 Viðhorf 42 Erlent 18/21 Minningar 45/51 Minn staður 22 Kirkjustarf 51 Höfuðborgin 24/25 Fermingar 52/56 Akureyri 26 Messur 57 Suðurnes 27 Myndasögur 64 Árborg 28/29 Bréf 64 Landið 30 Dagbók 66/67 Úr vesturheimi 31 Leikhús 72 Listir 32/33 Fólk 72/77 Daglegt líf 34/35 Bíó 74/77 Ferðalög 36/37 Ljósvakamiðlar 78 Umræðan 38/44 Veður 79 * * * Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SAMÞYKKT var í ríkisstjórninni í gær að tillögu menntamálaráð- herra að afnotagjöld Ríkisútvarps- ins hækkuðu um 7% frá 1. maí. Gjaldið hækkaði um 5% 1. janúar sl. Verður mánaðargjaldið þá 2.705 krónur með virðisaukaskatti. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri segir að þessi hækkun létti róðurinn í erfiðri fjárhagsstöðu en engu að síður þurfi að skera niður um 60 milljónir í stað um 160 og ljóst sé því að ýmsar tillögur sem uppi hafi verið um niðurskurð muni standa. Samkvæmt upplýsingum Stein- gríms Sigurgeirssonar, aðstoðar- manns Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra, sótti Ríkisútvarpið um 25% hækk- un afnotagjalda á síðasta ári. Sam- þykkt var í janúar sl. að gjöldin hækkuðu um 5% og eins og fyrr segir samþykkti ríkisstjórnin í gær 7% hækkun frá og með 1. maí. Sagði Steingrímur að ekki hefði verið talið rétt að hækka gjöldin meira í bili. Væri hækkunin skref til að koma til móts við fjárhags- vanda útvarpsins. Fjárhagur stofnunarinnar í heild væri hins vegar áfram til skoðunar. Útvarpsstjóri sagði mikilvægt að staðið yrði við yfirlýsingar um að hin stærri fjárhagsmál útvarps- ins væru tekin til athugunar, eins og framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem hefðu verið stofnun- inni íþyngjandi um árabil og dreg- ið þrótt úr mönnum hjá útvarpinu. Afnotagjöld RÚV hækka um 7% Niðurskurður í rekstrinum er samt nauðsynlegur, segir útvarpsstjóri DORRIT Moussaieff forsetafrú opnaði á fimmtudag norræna hönnunarsýningu í Mílanó að við- stöddu fjölmenni en sýningin er haldin í La Triennale di Milano- sýningarsalnum þar í borg. Alls eiga 22 íslenskir hönnuðir verk á sýningunni sem ber heitið „Scandinavian Design – Beyond the Myth“ og spannar síðustu hálfa öld í norrænni hönnun. 200 verk eru á sýningunni, þar af 30 íslensk. Hér sést hvar forsetafrúin, ásamt forstjóra Triennale-salarins (fjær) og Widar Halén sýning- arstjóra virða fyrir sér íslenska hönnun eftir Ástu Guðmunds- dóttur. Sýningarstúlkur gengu um svæðið og stilltu sér upp á súlum sem komið hafði verið fyrir í saln- um. Ráðgert er að sýningin, sem styrkt er af Norrænu ráðherra- nefndinni, fari víðar um Evrópu. Opnaði norræna hönnunarsýningu GÓÐAR líkur eru taldar á að samningar takist milli Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur og Samtaka verslunarinnar-FÍS á sunnudag en þá hefur næsti fund- ur samninganefnda verið boðaður. Félögin funduðu í gær og segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, góðar líkur á að samningar náist á sunnudag. „Við förum að sjá fyrir endann á samningi. Það standa eftir nokkur atriði, smá út- færsla varðandi launin en þau eru þó að mestu komin og eins endur- skoðunarákvæði og samningstími. Annað er nánast allt komið.“ Samninganefndir VR og Sam- taka atvinnulífsins funduðu einnig í gær en þar ber nokkuð í milli og „gengur hægt“ að sögn Gunnars Páls. Hefur nýr fundur SA og VR verið boðaður hjá ríkissáttasemj- ara í dag klukkan ellefu. Forsvarsmenn VR hafa lýst því yfir að kjarasamningur Flóa- bandalagsins og Starfsgreinasam- bandsins við Samtök atvinnulífs- ins marki að verulegu leyti stefnu VR í samningum við atvinnurek- endur. Að mati VR vantar nokkuð upp á að samningamenn SA séu reiðubúnir til að semja um sömu launahækkanir. Líkur á að VR og stórkaupmenn semji á sunnudag „Gengur hægt“ í viðræðum við SA ANNAR fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í dag í viðræð- um samninganefnda ríkisins og Starfsgreinasambandsins og hefst hann klukkan ellefu. Samninganefndirnar funduðu framan af degi í gær og ákváðu síð- degis að koma saman að nýju í dag. Verkalýðsfélögin hafa undirbúið verkfall sem hefjast á 16. apríl takist ekki samningar. Björns Snæbjörnsson, formaður Eflingar-stéttarfélags, vildi lítið gefa út á gang viðræðnanna þegar eftir því var leitað. „Meðan eru fundir þá er alltaf von,“ sagði Björn. Meginkrafa SGS er að ríkið jafni lífeyrisréttindi milli þeirra sem eru í félögum ríkisstarfsmanna og þeirra sem eru í félögum Starfsgreinasam- bandsins. Yfir 20 þúsund króna mun- ur getur verið á launum fólks fyrir sömu störf eftir því í hvaða verka- lýðsfélagi það er, að mati Starfs- greinasambandsins. Annar fundur boð- aður í dag Fundur ríkisins og SGS ÞYRLUÁHÖFN á TF-LÍF þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann um borð í færeyska togar- ann Sólborgu 186 sjómílur vestur af Reykjavík um kl. 7 í gærmorgun og flutti hann til Reykjavíkur. Krókur úr trollhlera hafði slitnað og lent á höfði mannsins. Sólborg var þá stödd 409 sjómílur vestur af Reykjavík. Þar sem togarinn var staddur svo fjarri landinu og ekki var aðkall- andi að mati læknis að sækja mann- inn strax var ákveðið að bíða þar til skipið væri komið nær Íslandi og birta færi af degi. TF-LÍF fór í loftið kl. 5.33 í gærmorgun og gekk vel að hífa skipverjann um borð. Lenti þyrlan við skýli Landhelg- isgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 9 í gærmorgun. Þar beið sjúkra- bíll sem flutti hinn slasaða á Land- spítala – háskólasjúkrahús við Hringbraut. Slasaður sjómaður sóttur á haf út BETUR fór en á horfðist á þjóðvegi eitt, rétt við bæinn Steinsstaði II í Öxnadal, í gær. Lítill fólksbíll á norð- urleið fór út af hringveginum svo- kallaða og fór margar veltur. Tvær stúlkur voru á ferð þegar ökumanni fataðist aksturinn með fyrrgreind- um afleiðingum. Stúlkurnar sluppu með minni háttar meiðsli en voru færðar á slysadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri til rann- sóknar. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var ekkert að færð, þurr vegur og logn. Bíllinn er talinn gjörónýtur. Fór margar veltur ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.