Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 41
Reuters
Bandarískur landamæravörður hefur auga með landamærunum að Mexíkó. Greinarhöfundur segir að með
vaxandi fjölda innflytjenda, m.a. frá rómönsku Ameríku, verði Bandaríkin líkari heiminum.
sér í gríð-
dis. Kaup
á banda-
ma hundr-
Gjaldeyr-
ins nema
dollara og
eru stór
um. Gjald-
a, Hong
ður-Kóreu,
eru sagðir
dollara til
i sagt eru
g við Asíu
nn. Aðeins
seðlabanka
xlum hafa
gengi doll-
ru að saxa
kniforskot
ilíu, Kína,
þróunar-
kerfi Kína
bandaríska
a – hugs-
a fyrir árið
alsvert fá-
innig saxa
tið. Hugs-
Indlands
bandaríska
órum sinn-
m það bil
r á hvern
gt forskot
itísk áhrif
í heimin-
nnur lönd.
r, sem eru
jarðarbúa,
munu gegna miklu stærra hlut-
verki á alþjóðavettvangi. Við-
brögðin við því að bandarísk fyr-
irtæki notfæra sér í auknum
mæli þjónustu indverskra hug-
búnaðarfyrirtækja til að minnka
launakostnað sinn – sem er hita-
mál í bandarískum stjórnmálum
– bera keim af útlendinga-
hræðslu og endurspegla áhyggj-
ur bandarísks almennings sem
vill halda efnahagslegu foryst-
unni. Með eða án bandarískrar
verndartollastefnu mun Asíuríkj-
um vaxa ásmegin í tækninni og
tekjur þeirra aukast. Þetta verð-
ur af hinu góða fyrir heiminn
vegna þess að hagsældin nær þá
til fleiri ríkja, jafnvel þótt það
særi stolt Bandaríkjanna.
Breytingar á samsetningu
þjóðarinnar veikja hernaðar-
hyggjuna í Bandaríkjunum. Bush
nýtur einkum stuðnings meðal
hvítra, bókstafstrúaðra kristinna
karlmanna. Þetta er að minni
hyggju samfélagshópur sem
berst gegn vaxandi félagslegu
valdi kvenna, innflytjenda og
annarra trúarhópa. Hann berst
einnig gegn veraldarhyggju, til
að mynda kennslu í nútímalegri
líffræði og þróunarkenningunni.
Afturhaldssöm afstaða bók-
stafstrúaðra hægrimanna – og
manitrúarheimssýnin sem liggur
að baki henni – er dæmd til að
lúta í lægra haldi. Manntalsstofn-
un Bandaríkjanna komst nýlega
að þeirri niðurstöðu að fyrir árið
2050 yrðu hvítir Bandaríkja-
menn, sem ekki eru ættaðir úr
Rómönsku-Ameríku, líklega að-
eins um helmingur íbúa Banda-
ríkjanna, en þeir eru nú um 69%.
Árið 2050 verða 24% íbúanna frá
Rómönsku-Ameríku, 14% frá
Afríku og 8% frá Asíu. Bandarík-
in verða líkari heiminum, einkum
Rómönsku-Ameríku.
Í ljósi þessara fimm þátta er
mjög líklegt að draumur margra
bandarískra hægrimanna um
heimsveldi verði að engu. Þetta
kann að gerast fyrr en margir
ætla ef Bush bíður ósigur í kosn-
ingunum í nóvember sem verða
örugglega mjög tvísýnar. En
hver sem niðurstaðan verður
geta Bandaríkin ekki frestað
hnignun sinni í samanburði við
önnur ríki heims.
a
Höfundur er prófessor í hag-
fræði og forstöðumaður Earth
Institute við Kólumbíu-háskóla.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 41
ns 2003
Íslend-
meira fyrir
t fyrir
n, sam-
ð 2002.
ndir í
unur skýr-
imur álíka
nnars veg-
ega
italyfjum
em á allra
mjög sölu
é kostn-
aður við að dreifa lyfjum og selja
meiri hér á landi en í hinum lönd-
unum, m.a. vegna smæðar mark-
aðarins, lítillar veltu margra lyfja,
kostnaðar við að merkja lyf á ís-
lensku og þess að apótek eru hlut-
fallslega fleiri hér en þar.
Aðgerðir heilbrigðisráðherra
Í þessu ljósi ber að fagna að-
gerðum þeim sem Jón Krist-
jánsson heilbrigðisráðherra kynnti
í vikunni til þess að ná 450 milljóna
króna sparnaði í lyfjareikningi
Tryggingastofnunar ríkisins, en í
máli hans kom fram að til stendur
á næstu mánuðum og misserum að
endurmeta alla helstu þætti lyfja-
mála og móta nýja löggjöf í þess-
um efnum.
Aðgerðir heilbrigðisráðherra
felast m.a. í því að lækka lyfjaverð
gegnum lyfjaverðsnefnd og end-
urskipuleggja þær nefndir sem
hafa komið að verðmyndun lyfja
og einfalda og skýra þannig
stjórnsýsluna. Þá verður tekið upp
sk. viðmiðunarverð lyfja með sam-
bærileg klínísk meðferðaráhrif eða
analog-viðmiðunarverð, frá og með
1. maí, í þremur kostnaðarsömustu
lyfjaflokkunum, þ.e. sýrubindandi
lyfjum, blóðfitulækkandi lyfjum og
þunglyndislyfjum. Trygg-
ingastofnun ríkisins mun miða
greiðsluþátttöku sína við þessi við-
miðunarverð með svipuðum hætti
og hún nú miðar við viðmið-
unarverð samheitalyfja. Í þriðja
lagi er gefin út ný reglugerð um
greiðsluþátttöku almannatrygg-
inga í lyfjakostnaði, þar sem m.a.
verður hætt almennri greiðslu-
þátttöku í bólgueyðandi Coxíb-
lyfjum, en sala á þeim hefur stór-
aukist á skömmum tíma enda þótt
sala á öðrum bólgueyðandi lyfjum
hafi ekki minnkað að sama skapi.
Jafnframt munu örvandi lyf eins
og rítalín og lyf sem efla heila-
starfsemi verða tekin úr almennri
greiðsluþátttöku en þess í stað
verður hægt eftir sem áður að
sækja um greiðsluþátttöku al-
mannatryggina í þessum lyfjum út
á lyfjaskírteini að gefnum
ákveðnum forsendum.
Sameiginlegt hagsmunamál
Það er algengur misskilningur
að þeir sem gagnrýna hátt lyfja-
verð hér á landi og stóraukinn
lyfjakostnað séu þar með á móti ís-
lensku lyfjafyrirtækjunum og á
móti framförum í læknavísindum
gegnum ný og fullkomnari lyf.
Slíkt er auðvitað fjarri öllum
sanni. Þvert á móti er keppikeflið
að tryggja öfluga heilbrigðisþjón-
ustu, en til þess þarf vitaskuld
fjármagn og um það snýst heila
málið. Það á ekki að vera sjálf-
sagður hlutur að kostnaður vegna
eins málaflokks í heilbrigðismálum
vaxi látlaust án nokkurrar um-
ræðu og án þess að nokkur fái þar
rönd við reist.
Vitaskuld er fagnaðarefni ef
fundið er upp nýtt lyf gegn alvar-
legum sjúkdómum, eða þegar nýtt
lyf leysir annað eldra af hólmi og
dregur verulega úr aukaverk-
unum. En það getur ekki verið í
lagi að ný lyf komi hér á markað
og seljist grimmt án þess að nokk-
uð dragi úr neyslu sambærilegra
lyfja. Eða hefur orðið slík breyting
á heilsufari þjóðarinnar til hins
verra að undanförnu?
Auðvitað ekki. Og einmitt þess
vegna verðum við að fara vel og
gætilega með þá opinberu fjár-
muni sem við höfum til ráðstöf-
unar. Við viljum starfrækja full-
komna heilbrigðisþjónustu, en
ekki eyða fjármunum í óþarfa. Til
þess eru mörg verkefni of brýn og
viðfangsefnin of margslungin.
Þvert á móti á að vera sameig-
inlegt hagsmunamál allra sem að
málinu koma að ræða kostnað
vegna lyfja á gagnrýninn og mál-
efnalegan hátt, en ekki með því að
einhenda sér í skotgrafahernaðinn
eins og tíðkast hefur. Aðeins þann-
ig mun nást raunhæfur árangur,
því þanþol ríkissjóðs að því er
varðar kostnað vegna heilbrigð-
isþjónustu er ekki ótakmarkað.
jakostnaður
Höfundur er aðstoðarmaður
utanríkisráðherra, varaþingmaður í
Reykjavík og er staðgengill formanns
Lyfjaverðsnefndar.
Morgunblaðið/Golli
málaflokks í heilbrigðismálum vaxi látlaust án
segir greinarhöfundur.
O
scar Wilde á ein-
hvern tímann að
hafa sagt eitthvað á
þá leið að Íslend-
ingar væru vel gefin
þjóð. Þeir hefðu fundið Ameríku
á undan öðrum en ákveðið að
gleyma henni aftur. Það hefur
stundum hvarflað að mér að við
Íslendingar séum að gleyma Am-
eríku eina ferðina enn. Slíkt bæri
hins vegar ekki mikilli skynsemi
vitni.
Bandaríska þjóðin er vinaþjóð
okkar Íslendinga og ekki bara í
orði. Bandaríkin voru fyrsta ríkið
sem viðurkenndi sjálfstæði ís-
lensku þjóðarinnar árið 1944. Ís-
lendingar eru með varnarsamn-
ing við Bandaríkin sem á sér
engin önnur fordæmi. Bandaríkin
styrktu uppbyggingu íslensks
efnahagslífs mjög myndarlega
með Marshall-aðstoðinni eftir lok
seinna stríðs svo einhver dæmi
séu nefnd.
Tengsl ríkjanna hafa verið
mikil bæði á hinu pólitíska sviði
jafnt sem hinu efnahagslega. En
á hinum seinni árum hefur nær
öll umræða í utanríkismálum
snúist um samstarf okkar við
vinaþjóðir í Evrópu. Það er allt
gott um það að segja en við verð-
um að hafa í huga að Bandaríki
Norður-Ameríku eru og verða
langöflugasta ríki heims. Þau eru
í raun eina stórveldið eftir að
Sovétríkin liðu undir lok. Öll ríki
Vestur–Evrópu stæðust þeim
ekki snúning þó svo að draumur
sumra um sameinuð Bandaríki
Evrópu yrði að veruleika.
Íslendingar hafa margvíslega
hagsmuni af því að efla sam-
skiptin við Bandaríkin. Viðskipta-
hagsmunirnir eru miklir. Um
þriðjungur útflutningstekna okk-
ar er í dollurum, þriðjungur í
evrum og afgangurinn í öðrum
gjaldmiðlum. Engin Evrópuþjóð
fær jafnhátt hlutfall gjaldeyr-
istekna sinna í dollurum. Hlutfall
dollaratekna hefur á und-
anförnum árum minnkað sem
skýrist meðal annars af tækni-
legum viðskiptahindrunum EES-
samningsins sem og þeim tæki-
færum sem samningurinn býður
upp á.
Varnarsamningurinn við
Bandaríkin er okkur mjög mik-
ilvægur og er afskaplega hæpið
að annað land hafi áhuga eða
getu til að verja landið með sama
hætti og Bandaríkjamenn.
Bandaríkin eru langöflugusta
herveldi heimsins og ef eitthvað
er þá eykst munurinn á þeim og
öðrum þjóðum hvað það varðar.
Það er þekkt vandamál innan
NATO að herir annarra aðild-
arþjóða eiga erfitt með að starfa
með herjum Bandaríkjamanna
vegna tæknilegra yfirburða
Bandaríkjanna. Kom þetta ber-
lega í ljós í aðgerðunum í Afgan-
istan og Kosovo þar sem nær ein-
göngu herjum Bandaríkjamanna
og Breta var beitt þrátt fyrir að
pólitískur vilji væri hjá öðrum að-
ildarþjóðum að taka þátt í að-
gerðum. Allt tal um að „evr-
ópskur“ her geti komið hér og
varið landið er annaðhvort byggt
á vanþekkingu eða óskhyggju.
Ferðamannastraumur hefur
aukist mjög til landsins á unda-
förnum árum. Á hverju ári koma
hingað til lands fleiri erlendir
ferðamenn en íbúar landsins. Það
hlýtur að vera markmið að auka
tekjur af ferðamönnum en það er
ekki raunhæft að taka við ferða-
mönnum í milljónatali. Ef auka á
tekjur af ferðamönnum er æski-
legast að fá hingað til landsins
ferðamenn sem skilja eftir sig
sem mestar tekjur. Þeir ferða-
menn sem skilja eftir sig mestar
tekjur eru Bandaríkjamenn. Þeir
staldra stutt við og eyða u.þ.b.
helmingi meira en fjölmennasta
Evrópuþjóðin gerir. Ísland er vel
staðsett sem ferðamannaland
fyrir Bandaríkjamenn og ferða-
mannastraumur þaðan hefur
aukist á undanförnum árum.
Markaðsstarf íslenskra stjórn-
valda og hagsmunaaðila hefur því
skilað áþreifanlegum árangri en
að sjálfsögðu er hægt að gera
betur.
Vestur-Íslendingar og Íslend-
ingar í Bandaríkjunum eru van-
nýtt auðlind. Það er algengur
misskilningur að flestir Íslend-
ingar er fluttu vestur um haf hafi
flutt til Kanada. Það eru
fleiri „Íslendingar“ í
Bandaríkjunum og flestir
Bandaríkjamenn hafa
áhuga á að rækta tengsl
sín við löndin sem að for-
feður þeirra komu frá.
Einar Benediktsson, fyrr-
verandi sendiherra í Bandaríkj-
unum, hóf að skrásetja Vestur-
Íslendinga þar í landi með það að
markmiði að efla tengslin við þá.
Því starfi hefur ekki verið fylgt
eftir en það er vel þekkt að önnur
Evrópuríki rækta skipulega
tengsl við Bandaríkjamenn sem
eiga rætur að rekja til þeirra
landa. Það nýtist með marg-
víslegum hætti og er t.d. algengt
að bandarískir viðskiptamenn
fjárfesti í þeim löndum sem þeir
eiga ættir að rekja til og styðja
þau að ýmsu öðru leyti.
Ísland er miðja vegu á milli
Ameríku og Evrópu í land-
fræðilegum skilningi. Landið er í
raun skipt á milli þessara tveggja
heimsálfa í bókstaflegum skiln-
ingi og hafa t.d. bæjaryfirvöld í
Reykjanesbæ vakið athygli á
þessu. Þar geta menn gengið á
brú á milli heimsálfa.
Skynsamlegt væri að vera brú
á milli þessara álfa á fleiri svið-
um. Það er bæði hægt í pólitísku
og efnahagslegu tilliti. Ég tel að
við eigum að vinna skipulega að
því að efla tengslin við Bandarík-
in. Íslendingar eru nú með 10
sendiráð í Evrópu og kostnaður-
inn við þau er um 700 milljónir
króna á ári. Á sama tíma er eitt
sendiráð í Bandaríkjunum og
einnig markaðsskrifstofa í New
York og fastanefnd hjá Samein-
uðu þjóðunum. Kostnaðurinn er
um 260 milljónir króna á ári.
Einnig erum við í margvíslegum
formlegum pólitískum sam-
skiptum við Evrópu á vegum
EFTA og Evrópuþingsins.
Nú er það ekki sérstakt metn-
aðarmál greinarhöfundar að eyða
sem mestum opinberum fjár-
munum og ofangreindar tölur
eru heldur ekki að fullu sambæri-
legar en það er í mínum huga
umhugsunarefni hversu miklu
meiri áhersla er á samskipti við
Evrópu en Bandaríkin. Það ligg-
ur fyrir að mikilvægi Bandaríkj-
anna er ekki minna og jafnvel
meira. Þess vegna eigum við að
leggja meiri áherslu á að efla
samstarfið við Bandaríki Norður-
Ameríku.
Erum við
að gleyma
Ameríku?
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson
Höfundur er borgarfulltrúi og
þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
’ Íslendingar hafamargvíslega hagsmuni
af því að efla samskiptin
við Bandaríkin. ‘