Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 30
LANDIÐ 30 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ísafjörður | Það leyndi sér ekki aðdáunin í andliti krakkanna sem æfa skíðagöngu hjá Skíðafélagi Ísfirðinga, þegar hinn sigursæli, norski skíðagöngumaður Thomas Alsgaard, mætti á æfingu hjá þeim og tók að sér kennsl- una þann daginn. Í för með honum var önnur hetja krakkanna, heimamaðurinn Ólafur Th. Árnason, margfaldur Íslandsmeistari í göngu, og sá hann um að snara yfir á íslensku því sem Norðmaðurinn vildi koma á framfæri við krakkana og eins að túlka fyrir þau enda ým- islegt sem þurfti að spyrja meistarann um. Alsgaard er reyndar hættur keppni meðal þeirra bestu en alls vann hann sex gull á heimsmeistaramótum og fjögur á Ólympíu- leikum, auk þess að vinna stigakeppni heims- bikarsins árið 1998. Hann er enn firnasterkur skíðagöngumaður eins og áhorfendur á Skíða- móti Íslands á Ísafirði fengu að sjá, bæði í sprettgöngunni og eins í 15 km hefðbundinni göngu þar sem hann kom í mark nokkuð á undan Ólafi Th. Árnasyni sem var fyrstur Ís- lendinganna í mark. Skíðin verði eðlileg framlenging af fótunum Alsgaard byrjaði æfinguna með yngsta hópnum, þ.e. 8 ára og yngri, og gekk með þeim í brautinni jafnframt því sem hann sagði þeim frá því þegar hann var að byrja á skíðum. Þá æfði hann tvisvar í viku, rétt eins og þessi hóp- ur, en bætti við að hann hefði samt leikið sér á skíðum á hverjum einasta degi með vinum sín- um. Hann leggur mikla áherslu á leiki fyrir þennan aldurshóp þannig að þau venjist skíð- unum og líti nánast á þau sem eðlilega fram- lengingu af fótunum. Auðvitað vildu krakk- arnir fá að vita hvað leikjum hann hefði verið í þegar hann var lítill og eftir að hann hafði sagt þeim frá því, dreif hann hópinn með sér í skíðastökk og var mikið fjör í brekkunni með- an á því stóð. Seinni hluta æfingarinnar gekk Alsgaard með 9–12 ára hópnum og þeim sem eru 13 ára og eldri, og fór með þeim yfir ýmis atriði skíða- göngu. Meðal annars lagði hann mikla áherslu á jafnvægi og sagði leiki vel til þess fallna að æfa jafnvægið. Þótti krökkunum merkilegt að vita til þess að í norska landsliðinu slepptu menn því stundum að ganga og færu bara í leiki, en það sagði Alsgaard einmitt vera mik- ilvægan lið í jafnvægisþjálfun og svo væri líka nauðsynlegt að hafa æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar. Lögðu til að Alsgaard flytti til Ísafjarðar Að þessu sinni varð æfing dagsins heldur lengri en venjulega en krökkunum fannst hún þó of stutt og í yngsta hópnum mátti heyra til- lögu þess efnis að Alsgaard flytti á Ísafjörð svo hann gæti mætt oftar á æfingar með þeim. Fjörinu var þó ekki fyllilega lokið, því að í skíðaskálanum beið pitsuveisla og þá var tæki- færið notað og Alsgaard beðinn um að árita skíði, blöð, pappamál og allt sem nothæft var í þeim tilgangi, auk þess sem ófáar myndir voru teknar af kempunni. „Honum fannst við rosagóð,“ sagði ein stutt hnáta þegar Thomas Alsgaard var horfinn á braut. Héldu síðan allir til síns heima, þreyttir en í sjöunda himni eftir kynnin af norsku skíðahetjunni. Æfðu með margföldum ólympíu- og heimsmeistara Morgunblaðið/Guðfinna M. Hreiðarsdóttir Leikir og jafnvægi: Thomas Alsgaard og Ólafur Th. Árnason með yngsta hópnum sem æfir göngu hjá Skíðafélagi Ísfirðinga. Alsgaard lagði áherslu á leiki og jafnvægi á æfingunum. Hvolsvöllur | Nú hefur dómnefnd valið nafn á ísbjörninn á Hótel Rangá, en nýlega var efnt til sam- keppni meðal grunnskólanema á svæðinu um nafn á ísbjörninn. Dómnefnd hefur valið úr tillögum og var það hún Lea Birna Stef- aníudóttir í 4. bekk Hvolsskóla sem átti tillöguna að nafninu en hún vill kalla ísbjörninn Hramm. Allur bekkurinn hennar Leu fær verð- laun en nemendunum verður boðið út að borða á hótelinu. Í áliti dómnefndar kom fram að fjölmargar skemmtilegar tillögur hefðu borist nefndinni. Lea Birna fékk stóra mynd af birninum og á henni sést vel skugginn af risastór- um hrammi hans, þannig að nafnið er vel til fundið. Svo skemmtilega vill til að Lea heitir líka Birna en það nefnast kvendýr bjarnarins. Að sögn Elvu Jóhannsdóttur um- sjónarkennara bekkjarins völdu nemendur þrjár tillögur til að leggja fram í keppnina. Allar til- lögur voru skrifaðar á töfluna og síðan kosið um þrjú nöfn, þ.e. Ísi, Hrammur og Muggur. Þegar krakkarnir fóru síðan í heimsókn á hótelið fóru þau með þessar þrjár tillögur og náðu þessum góða ár- angri. Nú hlakka þau til að fá að heilsa aftur uppá Hramm og snæða dýrindis máltíð á hótelinu. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Lea Birna Stefaníudóttir sem átti tillögu að nafni ísbjarnarins á Hótel Rangá, heldur á mynd af Hrammi. Hrammur skal hann heita Borgarnes | Úrslit réðust í marsmánuði í spurn- ingakeppni UMSB sem fram fór á Hótel Borg- arnesi. Þar mættu þau fjögur lið sem eftir voru úr annarri umferð og voru það Humar- og Álafélagið, Borgarfjarðarsveit, KB banki og Jörvi. Leikar fóru þannig að Humar- og Álafélagið og Jörvi kepptu til úrslita. Lið Jörva vann, eins og árið áð- ur, með 25 stigum gegn 16. Lið Jörva, sem er verktakafyrirtæki gert út frá Hvanneyri, skipuðu Haukur Júlíusson, Hvanneyri, Ólafur Jóhannesson, Hóli, og Þorsteinn Magn- ússon, Gilsbakka. Verðlaun fyrir fyrsta og annað sæti voru bókin Íslendingar á Ólympíuleikum eftir Gísla Halldórsson en ÍSÍ gaf þessi verðlaun, að auki fékk hver þátttakandi sigurliðsins gjafakort fyrir tvo á sýningu í Þjóðleikhúsinu. Hljóm- plötuútgáfan Steinsnar ehf. í Fossatúni gaf öllum þátttakendum geisladisk, alls 39 diska. Alls tóku 13 lið þátt í keppninni í ár og tók hún fjögur kvöld. Önnur lið sem tóku þátt: Grunnskól- inn í Borgarnesi, Heiðarskóli, Skrifstofa Borg- arbyggðar, Héraðsfréttablaðið Skessuhorn, Olsen Olsen klúbburinn, Loftorka, Vírnet, Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri og Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Keppnin var byggð upp líkt og hin vin- sæla spurningakeppni Gettu betur, með hraða- spurningum, vísbendingarspurningum og bjöllu- spurningum. Dómari og aðalhöfundur spurninga í ár var Finnbogi Rögnvaldsson, kennari við Fjöl- brautaskólann á Akranesi, en til aðstoðar voru Bjarni Guðmundsson og Torfi Jóhannesson. Ásdís Helga Bjarnadóttir var spyrill, Axel Vatnsdal stigavörður, og sá Eyjólfur Hjálmsson um tækni- atriði, uppsetningu hljóðkerfis og hannaði og smíð- aði bjöllu og ljósabúnað sem notaður var við keppnina. Öll kvöldin voru skemmtiatriði í hléum, þar má telja hagyrðingana Unni Halldórsdóttur og Jón Björnsson úr Borgarnesi og Helga Björnsson frá Snartarstöðum, sem skemmtu fyrsta kvöldið. Ung- lingar úr grunnskólunum á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi og félagsmiðstöðinni Óðali í Borg- arnesi skemmtu með söng og dansi eitt kvöldið. Þá skemmti Systrakvartettinn í Borgarnesi, en hann skipa systurnar Birna og Theodóra Þorsteins- dætur og Unnur og Jónína Arnardætur. Loka- kvöldið sungu þeir Snorri Hjálmarsson og Gunnar Örn Guðmundsson við undirleik Viðars Guð- mundssonar og Munnhörputríóið spilaði en það skipa Einar Ole Pedersen, Einar Bjarni Pedersen og Guðný Grendal Magnúsdóttir. Spurningakeppnin var vel sótt og á þessi fjögur kvöld komu rúmlega 600 manns. Keppnin var hugsuð sem fjáröflun fyrir UMSB og skemmtun fyrir íbúa Borgarfjarðar. UMSB vill koma á fram- færi þakklæti til þeirra sem skemmtu, tóku þátt í keppninni og á annan hátt unnu að keppninni. Jörvi sigraði í spurninga- keppni í annað sinn Morgunblaðið/Guðrún Vala Spennandi spurningakeppni: Áhugasamir áhorfendur á keppni UMSB í Borgarnesi. Lið Jörva sigraði í úrslitum gegn Humar- og Álafélaginu, en margir komu að framkvæmd spurningakeppninnar. Skorradalur | Nýlega var haldið námskeið og æfing fyrir dýralækna, á vegum embættis yfirdýralæknis, í viðbrögðum við smitsjúkdómum í dýrum. Námskeiðið stóð í tvo daga og var haldið í húsakynnum Pharm- aNor í Garðabæ, en verkleg æfing var haldin þriðja daginn fyrir hér- aðsdýralækna og sérgreinadýra- lækna í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og Fjárræktarbúinu Hesti. Á námskeiðinu var fjallað um flest atriði sem reynir á og taka þarf ákvarðanir um þegar upp kemur grunur um alvarlegan smitsjúkdóm í dýrum. Þar má nefna boðleiðir og að- gerðir til varnar útbreiðslu smits, sýnatökur, sendingu sýna, aðferðir við slátrun, förgun, þrif, sótthreins- un o.fl. Þrír erlendir sérfræðingar, með mikla reynslu af smitsjúkdóm- um, báru hitann og þungann af kennslu á námskeiðinu, en auk þeirra fjölluðu íslenskir sérfræðing- ar um það sem tengist aðstæðum hér á landi. Á Hesti voru dýralæknarnir Há- kon Hansson, Gunnar Þorkelsson, Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, Hjört- ur Magnason og Gunnar Örn Guð- mundsson sem var einn af undirbún- ingsnefndinni. Þeim til aðstoðar var írskur dýralæknir, dr. Brendan McCartan, en hann stóð í eldlínunni þegar gin- og klaufaveiki kom upp á Norður-Írlandi 2001. Æfingin fólst í því að æfa viðbrögð við því ef upp kæmi grunur um gin- og klaufaveiki á Hestsbúinu sem líklegast hefði borist þangað með erlendum gesti. Reynt var að gera sér í hugarlund dreifingu smitsins og viðbrögð í ljósi þess að síðustu dægur hefðu einnig nemendur á Hvanneyri og rúnings- menn heimsótt búið. Viðbrögð við smitsjúkdómum Morgunblaðið/Davíð Pétursson Dýralæknarnir æfðu viðbrögð við því ef upp kæmi grunur um gin- og klaufaveiki á Hestsbúinu, sem líklegast hefði borist með erlendum gesti. Námskeið dýralækna í viðbrögðum við gin- og klaufaveiki í dýrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.