Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENDINGAR MYNDAÐIR Áætlun bandarískra stjórnvalda, um að taka fingraför og myndir af erlendum ferðamönnum áður en þeir fá að fara inn í Bandaríkin, verður færð út og á að ná einnig til ríkisborgara í helstu bandalags- ríkjum landsins, þar á meðal Bret- landi, Japan og Ástralíu, sem til þessa hafa fengið að koma inn í Bandaríkin án vegabréfsáritunar. Þessar breyttu reglur munu jafn- framt gilda um Íslendinga. Vélknúin ökutæki bönnuð Hvannadalshnjúkur verður lok- aður allt árið fyrir vélaumferð nái tillögur nefndar um stofnun Vatna- jökulsþjóðgarðs fram að ganga. Öræfajökull sunnan Snæbreiðar, Eyjabakkajökull og Skeiðarárjökull verða lokaðir 1. apríl til 15. sept- ember samkvæmt tillögunum. Metallica til Íslands Vinsælasta þungarokkssveit heims, Metallica, heldur tónleika í Egilshöll 4. júlí nk. Þetta verða síð- ustu tónleikar sveitarinnar í vænt- anlegri Evrópureisu. 46% hærri lyfjakostnaður Kostnaður vegna lyfjanotkunar er að meðaltali 46% hærri á hvert mannsbarn hér á landi en í Dan- mörku samkvæmt nýrri skýrslu sem Ríkisendurskoðun hefur tekið sam- an. Lyfjakostnaður gæti lækkað um 4,4 milljarða ef miðað er við að kostnaðurinn yrði hlutfallslega sá sami og í Danmörku og Noregi. 308.000 ný störf Þrisvar sinnum fleiri ný störf urðu til í Bandaríkjunum í marsmánuði heldur en spár höfðu gert ráð fyrir. Störfum fjölgaði um 308.000 í mars- mánuði en þetta er mesta fjölgun á einum mánuði í fjögur ár, eða frá því í apríl 2000. Þetta þykir styrkja stöðu George W. Bush Bandaríkja- forseta á kosningaári vestra. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 40 Viðskipti 14/15 Þjónusta 43 Úr verinu 16/17 Viðhorf 42 Erlent 18/21 Minningar 45/51 Minn staður 22 Kirkjustarf 51 Höfuðborgin 24/25 Fermingar 52/56 Akureyri 26 Messur 57 Suðurnes 27 Myndasögur 64 Árborg 28/29 Bréf 64 Landið 30 Dagbók 66/67 Úr vesturheimi 31 Leikhús 72 Listir 32/33 Fólk 72/77 Daglegt líf 34/35 Bíó 74/77 Ferðalög 36/37 Ljósvakamiðlar 78 Umræðan 38/44 Veður 79 * * * Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SAMÞYKKT var í ríkisstjórninni í gær að tillögu menntamálaráð- herra að afnotagjöld Ríkisútvarps- ins hækkuðu um 7% frá 1. maí. Gjaldið hækkaði um 5% 1. janúar sl. Verður mánaðargjaldið þá 2.705 krónur með virðisaukaskatti. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri segir að þessi hækkun létti róðurinn í erfiðri fjárhagsstöðu en engu að síður þurfi að skera niður um 60 milljónir í stað um 160 og ljóst sé því að ýmsar tillögur sem uppi hafi verið um niðurskurð muni standa. Samkvæmt upplýsingum Stein- gríms Sigurgeirssonar, aðstoðar- manns Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra, sótti Ríkisútvarpið um 25% hækk- un afnotagjalda á síðasta ári. Sam- þykkt var í janúar sl. að gjöldin hækkuðu um 5% og eins og fyrr segir samþykkti ríkisstjórnin í gær 7% hækkun frá og með 1. maí. Sagði Steingrímur að ekki hefði verið talið rétt að hækka gjöldin meira í bili. Væri hækkunin skref til að koma til móts við fjárhags- vanda útvarpsins. Fjárhagur stofnunarinnar í heild væri hins vegar áfram til skoðunar. Útvarpsstjóri sagði mikilvægt að staðið yrði við yfirlýsingar um að hin stærri fjárhagsmál útvarps- ins væru tekin til athugunar, eins og framlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem hefðu verið stofnun- inni íþyngjandi um árabil og dreg- ið þrótt úr mönnum hjá útvarpinu. Afnotagjöld RÚV hækka um 7% Niðurskurður í rekstrinum er samt nauðsynlegur, segir útvarpsstjóri DORRIT Moussaieff forsetafrú opnaði á fimmtudag norræna hönnunarsýningu í Mílanó að við- stöddu fjölmenni en sýningin er haldin í La Triennale di Milano- sýningarsalnum þar í borg. Alls eiga 22 íslenskir hönnuðir verk á sýningunni sem ber heitið „Scandinavian Design – Beyond the Myth“ og spannar síðustu hálfa öld í norrænni hönnun. 200 verk eru á sýningunni, þar af 30 íslensk. Hér sést hvar forsetafrúin, ásamt forstjóra Triennale-salarins (fjær) og Widar Halén sýning- arstjóra virða fyrir sér íslenska hönnun eftir Ástu Guðmunds- dóttur. Sýningarstúlkur gengu um svæðið og stilltu sér upp á súlum sem komið hafði verið fyrir í saln- um. Ráðgert er að sýningin, sem styrkt er af Norrænu ráðherra- nefndinni, fari víðar um Evrópu. Opnaði norræna hönnunarsýningu GÓÐAR líkur eru taldar á að samningar takist milli Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur og Samtaka verslunarinnar-FÍS á sunnudag en þá hefur næsti fund- ur samninganefnda verið boðaður. Félögin funduðu í gær og segir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, góðar líkur á að samningar náist á sunnudag. „Við förum að sjá fyrir endann á samningi. Það standa eftir nokkur atriði, smá út- færsla varðandi launin en þau eru þó að mestu komin og eins endur- skoðunarákvæði og samningstími. Annað er nánast allt komið.“ Samninganefndir VR og Sam- taka atvinnulífsins funduðu einnig í gær en þar ber nokkuð í milli og „gengur hægt“ að sögn Gunnars Páls. Hefur nýr fundur SA og VR verið boðaður hjá ríkissáttasemj- ara í dag klukkan ellefu. Forsvarsmenn VR hafa lýst því yfir að kjarasamningur Flóa- bandalagsins og Starfsgreinasam- bandsins við Samtök atvinnulífs- ins marki að verulegu leyti stefnu VR í samningum við atvinnurek- endur. Að mati VR vantar nokkuð upp á að samningamenn SA séu reiðubúnir til að semja um sömu launahækkanir. Líkur á að VR og stórkaupmenn semji á sunnudag „Gengur hægt“ í viðræðum við SA ANNAR fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í dag í viðræð- um samninganefnda ríkisins og Starfsgreinasambandsins og hefst hann klukkan ellefu. Samninganefndirnar funduðu framan af degi í gær og ákváðu síð- degis að koma saman að nýju í dag. Verkalýðsfélögin hafa undirbúið verkfall sem hefjast á 16. apríl takist ekki samningar. Björns Snæbjörnsson, formaður Eflingar-stéttarfélags, vildi lítið gefa út á gang viðræðnanna þegar eftir því var leitað. „Meðan eru fundir þá er alltaf von,“ sagði Björn. Meginkrafa SGS er að ríkið jafni lífeyrisréttindi milli þeirra sem eru í félögum ríkisstarfsmanna og þeirra sem eru í félögum Starfsgreinasam- bandsins. Yfir 20 þúsund króna mun- ur getur verið á launum fólks fyrir sömu störf eftir því í hvaða verka- lýðsfélagi það er, að mati Starfs- greinasambandsins. Annar fundur boð- aður í dag Fundur ríkisins og SGS ÞYRLUÁHÖFN á TF-LÍF þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann um borð í færeyska togar- ann Sólborgu 186 sjómílur vestur af Reykjavík um kl. 7 í gærmorgun og flutti hann til Reykjavíkur. Krókur úr trollhlera hafði slitnað og lent á höfði mannsins. Sólborg var þá stödd 409 sjómílur vestur af Reykjavík. Þar sem togarinn var staddur svo fjarri landinu og ekki var aðkall- andi að mati læknis að sækja mann- inn strax var ákveðið að bíða þar til skipið væri komið nær Íslandi og birta færi af degi. TF-LÍF fór í loftið kl. 5.33 í gærmorgun og gekk vel að hífa skipverjann um borð. Lenti þyrlan við skýli Landhelg- isgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 9 í gærmorgun. Þar beið sjúkra- bíll sem flutti hinn slasaða á Land- spítala – háskólasjúkrahús við Hringbraut. Slasaður sjómaður sóttur á haf út BETUR fór en á horfðist á þjóðvegi eitt, rétt við bæinn Steinsstaði II í Öxnadal, í gær. Lítill fólksbíll á norð- urleið fór út af hringveginum svo- kallaða og fór margar veltur. Tvær stúlkur voru á ferð þegar ökumanni fataðist aksturinn með fyrrgreind- um afleiðingum. Stúlkurnar sluppu með minni háttar meiðsli en voru færðar á slysadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri til rann- sóknar. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var ekkert að færð, þurr vegur og logn. Bíllinn er talinn gjörónýtur. Fór margar veltur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.