Morgunblaðið - 03.04.2004, Side 21

Morgunblaðið - 03.04.2004, Side 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 21 Laugavegi 32 sími 561 0075 Opnunartími virka daga frá kl. 14.00-18.00, um helgar frá kl. 10.30-18.00 Stendur til 4. APRÍL. Upplýsingasími 511 2226 í Perlunni GRÍÐARLEGT ÚRVAL AF SPORT- OG GÖTUSKÓM BANJO Cintamani RUCANOR BACKSTAGE FIREFLY DARE 2 BE catmandoo OKKAR TAKMARK: Verð 50-80% undir fullu verði : i ll i Verðdæmi: Okkar verð: Fullt verð: BARNAKULDAGALLAR ............................ 2.990 kr. ............... 7.990 kr. FLÍSPEYSUR BARNA CATANDOO .......... 1.500 KR. .............. 4.990 KR. REGATTA BARNAÚLPUR ..........................2.500 KR. .... 5.990/7.990 KR. ADIDAS HLAUPASKÓR ............................3.000 KR. .............. 7.990 KR. REGATTA FLÍS BARNA .............................1.000 KR. .... 4.990/6.990 KR. FLÍSTEPPI..................................................1.500 KR. ............. 4.500 KR. IS IT ZO ÚLPUR ..............................4.990/5.990 KR. 10.990/12.990 KR. VINDJAKKAR FULLORÐINS .....................1.500 KR. ............. 3.990 KR. ÚLPUR FIREFLY ........................................1.500 KR. ............. 6.990 KR. ALLIR BRJÓSTAHALDARAR (LÍTIL NR.)...NÚ 300 KR. ALLIR FÓTBOLTASKÓR ................2.500 KR. 4.990/18.990 KR. MIKIÐ ÚRVAL AF ÚLPUM VERÐ FRÁ................1.500 KR. ENN MEIRI LÆKKUN Á MÖRGUM VÖRUFLOKKUM M.A. SKÓM. Norræni listaskólinn í Karleby, Finnlandi er sjálfstæður, tveggja ára listaskóli. Aðalfög eru teikning, málun og listfræði. Kennsla fer einnig fram í myndbandalist, skúlptúr, grafík, ljósmyndun og innsetningum. Skipulag kennslu við skólann er ein- stakt, en tveir fastráðnir kennarar eru í hlutastarfi við skólann og síðan eru fengnir gestakennarar frá Norðurlöndunum og ýmsum Evrópulöndum. Kennt er á sænsku og ensku. Árlega eru teknir inn 25 nemendur í skólann. Umsóknir, á sérstökum eyðublöðum, þurfa að berast okkur í síðasta lagi 15. maí. Verk til mats verða að berast skólanum í síðasta lagi 22. maí. UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ er haldið í skólanum í 21. og 22. viku. Námskeiðið er ekki skylda, en er mjög gagnleg kynning fyrir þá, sem sækja um skólavist. Umsóknarfrestur fyrir námskeiðið er í síðasta lagi byrjun maí. Sjá nánari uppl. á heimasíðu skólans. Umsóknareyðublöð, kynningarbæklingar og upplýsingar fást hjá: NORDISKA KONSTSKOLAN, Borgmästaregatan 32, FIN 67 100 Karleby, Finnlandi. Sími 00 358 6 822 0906, fax 00 358 6 831 7421, netfang: info@nordiskakonstskolan.org www.nordiskakonstskolan.org JAAP de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri NATO, hét því í gær að leitinni að Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba sem er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, myndi halda áfram þrátt fyrir vax- andi reiði Bosníu-Serba vegna mis- heppnaðrar handtökuaðgerðar sem varð til þess að prestur og sonur hans særðust og eru nú í dái. Serbneska rétttrúnaðarkirkjan í Bosníu fordæmdi innrás 40 brezkra og bandarískra hermanna friðar- gæzluliðs NATO á heimili prestsins fyrir dögun á fimmtudag og hótaði því að slíta öllu alþjóðlegu samstarfi nema þeir sem ábyrgð báru á að- gerðinni yrðu dregnir fyrir dóm. En sjö árum eftir að Karadzic var birt ákæra stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag er Kar- adzic enn á flótta og NATO-fram- kvæmdastjórinn sýndi engin merki iðrunar fyrir hönd síns liðs. „Að sjálfsögðu hefði ég frekar kos- ið að þessi aðgerð heppnaðist,“ sagði de Hoop Scheffer á blaðamannafundi í höfuðstöðvum NATO í Brussel. En hann bætti við að Karadzic og aðrir sem væru á flótta undan rétt- vísinni eins og Ratko Mladic, sem var æðsti hershöfðingi Bosníu-Serba á meðan á Bosníustríðinu stóð 1992– 1995, „gætu ekki dulizt eða verið á flótta endalaust“. NATO-hermennirnir notuðu sprengiefni til að ráðast með hraði inn á heimili prestsins nærri serbn- eskri rétttrúnaðarkirkju í bænum Pale, sem var eitt höfuðvígi Karadzic og hans manna í Bosníustríðinu. Að- gerðin var ákveðin eftir að trúverðug ábending barst um að Karadzic væri í felum í húsinu. Presturinn, sem sagður er stuðn- ingsmaður Karadzic, hafði tjáð svartfellska blaðinu Publika í síðasta mánuði: „Ég tel það skyldu hvers serbnesks prests að hjálpa honum [Karadzic].“ Í dái Presturinn og sonur hans voru í gær á sjúkrahúsi í Tuzla þar sem hlúð var að sárum sem þeir hlutu er handtökutilraunin var gerð. Læknir þar sagði feðgana enn vera í dái og haldið í öndunarvél. Talsmenn Bosníu-Serba, þar á meðal Dragan Cavic, forseti þeirra, og prestur í sama umdæmi og hinn særði, létu að því liggja í gær að feðgarnir hefðu sætt barsmíðum. Þessu vísuðu talsmenn friðar- gæzluliðsins algerlega á bug. „Þetta er fjarstæða. Þeir meiddust vegna höggsins af sprengingunni,“ sagði Dave Sullivan, talsmaður SFOR í Sarajevo. Margir Bosníu-Serbar tóku í gær og fyrradag þátt í mótmælum gegn aðgerðum SFOR og til stuðnings Karadzic. Aðstoð við Serba fryst Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að frysta alla efnahagsaðstoð við Serbíu eftir að bandaríski utanrík- isráðherrann Colin Powell skar úr um að stjórnvöld í landinu hefðu ekki haft eðlilegt samstarf við stríðs- glæpadómstólinn í Haag. Aðstoð Bandaríkjamanna hefur verið háð slíku samstarfi. Niðurstaða Bandaríkjastjórnar þýðir að Serbíustjórn verður af tæp- um tveim milljörðum ísl. kr. í fjár- hagsaðstoð. Mjög hefur verið þrýst á hana um að framselja þá Mladic og Karadzic, en ráðamenn í Belgrad segjast hins vegar ekkert vita hvar þeir eru. Serbneska þingið samþykkti á dögunum lög um bætur til Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta, og annarra Serba, sem sakaðir eru um stríðsglæpi, svo lengi sem mál þeirra eru fyrir dómstólnum í Haag. Leitinni að Radovan Karadzic haldið áfram Vaxandi reiði meðal Bosníu-Serba vegna aðgerða NATO Sarajevo, Belgrad, Washington. AFP. Bosníu-Serbar deila við lögreglumann í Pale á mótmælagöngu í gær. Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.